Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 Kempur Þær tóku heldur betur á því þessar tvær sem tóku þátt í hjólreiðakeppni upp Skólavörðustíginn síðastliðið föstudagskvöld. Gangandi vegfarendur höfðu gaman af fólkinu sem þaut hjá. Ómar Nýlegar fréttir úr Ráð- húsinu eru að borgin sé komin í samstarf með Sam- tökum sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu (SSH), Landspítalanum og háskól- unum báðum um eflingu þekkingarsvæðis í Vatns- mýrinni. Undir sam- komulagið skrifa; Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, f.h. Reykjavíkurborgar, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garða- bæ, f.h. SSH, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans. Kostnaður við verkefnið er áætl- aður sex milljónir króna og greiðir Reykjavíkurborg tvær milljónir króna, SSH eina milljón, HÍ eina milljón, HR eina milljón og Landspítali eina milljón króna. Þótt flugvöllur ætti undir öllum venjulegum kringumstæðum að flokkast undir þekkingarsvæði þá er greinilegt að ekki er gert ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni í þessu samkomulagi. Það er undirstrikað með því að hafa ekki fulltrúa frá flugrekstraraðilum í hópn- um. Á sama tíma berast fréttir úr innan- ríkisráðuneytinu um að ekki sé ljóst hvaða flugbrautir eigi að vera og hverj- ar eigi að fara, þar sem beðið er eftir ótímasettri öryggisúttekt frá Isavia. Ekki samkvæmt samkomulagi við ríkisstjórnina 25. október sl. skrifuðu fulltrúar rík- isstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group undir samkomulag um miðstöð innanlandsflugsins. Í sam- komulaginu kom fram að aðilar eru sammála um að fyrsti kostur fyrir inn- anlandsflugvöll sé á höfuðborgarsvæð- inu. Aðeins þremur mánuðum eftir gerð þess samkomulags er borgin komin í einhvern annan leiðangur og kallar til þess öflugustu hagsmunaaðilana á svæðinu að flugrekendum und- anskildum. Gott og vel. Þá vitum við betur en áður hver staðan er. Það er verið að bola flugvellinum í burtu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Í umboði hvers? Það vakna spurningar þegar þetta samkomulag er skoðað. Hvaða umboð hafa háskólarnir og Land- spítalinn til þessa sam- komulags? Í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar er sérstaklega tekið fram að miðstöð innanlandsflugs- ins verði áfram í Reykja- vík. Það ákvæði var sett inn til að tryggja flugvöll- inn í sessi þar sem borg- aryfirvöld hafa sett grund- völl hans í uppnám. Eins þarf að spyrja um umboð SSH sem um þessar mundir hlýtur for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Er þetta stefna sjálfstæðismanna? Var þetta samkomulag kynnt í sveitarstjórnum áður en það var undirritað? Er þetta vilji meirihluta sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu? Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða sveitarstjórnarkosningum Almenningur í landinu talaði með skýrum hætti í undirskriftasöfnun sl. sumar þar sem 70 þúsund manns mót- mæltu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010- 2030 sem gerir ráð fyrir því að flugvöll- urinn fari. Borgarstjórn tók ekki tillit til þeirra sjónarmiða við afgreiðslu að- alskipulagsins og keyrði afgreiðslu að- alskipulagsins í gegn þrátt fyrir þessi kröftugu mótmæli. Í þessari stöðu á að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn samhliða sveitarstjórn- arkosningunum þannig að landsmenn allir fái að kjósa. Framtíð innanlands- flugsins er í húfi og verður ekki útkljáð nema þjóðin eigi síðasta orðið. Nið- urstaðan þarf að vera bindandi og Að- alskipulag Reykjavíkur taki mið af henni. Kjósum um flugvöllinn og tryggj- um framtíð innanlandsflugsins í höf- uðborginni sjálfri. Eftir Óskar Bergsson »Eins þarf að spyrja um umboð SSH sem um þessar mundir hlýtur forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Er þetta stefna sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu? Óskar Bergsson Höfundur er oddviti Framsóknarflokks- ins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Krefjumst þjóðar- atkvæðagreiðslu um flugvöllinn Verg þjóðarfram- leiðsla sem mæli- kvarði fyrir hagvöxt hefur í meira en hálfa öld klingt í eyrum. Enn í dag á þessi töfratala svið- ið í þjóðmála- umræðu og fjöl- miðlum og er almennt túlkuð sem mælikvarði á ár- angursríka hagstjórn. Sé hún niðri undir núlli beri það vitni um djúpa efnahagslægð og því hærri sem hún mælist, þeim mun betra. Þar ber Kína af með 7,7% hagvöxt um þessar mundir og megi al- mættið bjarga Vesturlöndum ef kommúnistastjórninni þar bregst bogalistin! Mörgum er nú orðið ljóst að þessi hagvaxtarmælir er langt frá því að vera einhlítur, heldur svikull í meira lagi sem mælikvarði á hagsæld og sjálf- bæra þróun. Árið 1990 flutti sá sem þetta skrifar tillögu í Norðurlandaráði (A 932/s) um að fela norræna ráðherrráðinu að auka norræna samvinnu um umhverfishagtölur (miljöstatistik) og hafa frumkvæði að grænum þjóðhagsreikningum. Tillagan fékk jákvæðar undirtektir og leiddi ásamt tillögu frá sænskum græningjum til ályktunar um þessi efni í ráðinu. Staðan um þessar mundir Þrátt fyrir samþykkt af þessu tagi fyrir aldarfjórðungi og kröfur í sömu átt víða um lönd og í al- þjóðastofnunum hefur mælistikan verg þjóðarframleiðsla haldið velli. Í umfjöllun þorra hagfræð- inga og stjórnmálamanna bregður öðrum mælikvörðum sjaldan fyr- ir. Þó er hér ekki allt sem sýnist. Dýpsta efnahagskreppa kapítal- ismans í meira en mannsaldur er enn ekki liðin hjá og hefur vakið marga til umhugsunar. Jafnframt hrannast upp ískyggilegir váboð- ar af áður óþekktri stærð. Einna hæst ber loftslagsbreytingar af mannavöldum, sívaxandi mis- skiptingu auðs, þverrandi nátt- úruauðlindir og þreföldun á íbúa- fjölda jarðar á einum mannsaldri. Þörfin á að þróa nýja mælikvarða, sem taka með í reikninginn fórn- anburðar við hefðbundna þjóð- hagsreikninga. Engin ein viðurkennd skilgreining liggur enn fyrir á grænni þjóðarframleiðslu sem mælikvarða á velferð eða sjálfbærni og ýmsir aðrir kvarðar eru í umræðu og þróun til að mæla stöðu samfélaga út frá félagslegum þáttum, vellíðan þegnanna og ham- ingju. Dæmi um slíkt er nýleg um- fjöllun Kristínar Völu Ragn- arsdóttur og samstarfsmanna sem birtist nýlega í tímaritinu Nature og sagt var frá í Morgunblaðinu 16. janúar sl. Í Háskóla Íslands hafa þegar farið fram athyglisverðar rannsóknir tengdar grænum gild- um, m.a. um svonefnt vistspor Ís- lands (Ecological Footprint), en þær benda til að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóð jarðar. Ísland í afleitri stöðu Í þingsályktun sem Alþingi sam- þykkti á árinu 2012 „um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi“ er vikið að gagnaöflun varðandi græna þjóðhagsreikninga, m.a. um útreikning á framfarastuðli á veg- um Hagstofu Íslands. Fram- kvæmd þessarar tillögu var falin forsætisráðuneytinu. Nauðsyn- legar fjárveitingar hafa hins vegar ekki gengið eftir og staða þessara mála hérlendis er að óbreyttu af- leit, þar eð söfnun tölfræðilegra gagna á umhverfissviði hefur lengi verið hornreka. Afleiðingar þessa birtast m.a. sem eyða þegar kemur að Íslandi í alþjóðlegum sam- anburði. Undantekningar finnast þó, m.a. varðandi losun gróð- urhúsalofts. Eðlilegt er að fela Hagstofu Íslands forystu á þessu sviði, hliðstætt því sem gerist á öðrum Norðurlöndum, en með markvissri samvinnu við helstu stofnanir á auðlinda- og umhverf- issviði. Í þessum efnum reynir á fjárveitingavald og ríkisstjórn, sem hingað til hafa skilað auðu. arkostnað sem hlýst af blindu lífsgæða- kapphlaupi, er loks- ins að skila sér í gagnaöflun sem auð- velda á mönnum yf- irsýn og skilning á því hvert stefnir. Staðan er hins vegar misjöfn eftir löndum og því miður hefur Ísland dregist aftur úr nágrannaþjóðun hvað þetta varðar. Nýjar mælistikur vísa í rétta átt Á síðasta ári gaf Danmarks stat- istik út ágætt yfirlitsrit með fyr- irsögninni Grønne nationalregnskaber og det grönne BNP (Grænir þjóðhagsreikningar og græn VÞF). Þar er að finna yf- irlit um þróun og stöðu á þessu sviði, bæði í Danmörku, á Norð- urlöndum og alþjóðlega. Stofnanir eins og Eurostat og OECD hafa lagt margt til þessara mála og á árinu 2012 samþykkti hag- tölunefnd Sameinuðu þjóðanna (UN Statistical Commission) fyrsta alþjóðlega tölfræðigrunninn á umhverfissviði (The System of Environmental-Economic Acco- unting – SEEA), en hann hafði verið í þróun allt frá árinu 1993. Með honum er fengin leiðsögn um hagtölugerð í umhverfismálum og tengsl hennar við hefðbundna mælikvarða á efnahagssviði. Nokkrar af tölfræðieiningum SEEA eru þegar lögbundnar inn- an EES-svæðisins, m.a. um losun í andrúmsloftið og um efnis- strauma, og fleiri eru væntanlegar innan skamms. Enn víðtækari rammi bættist síðan við á síðasta ári með leiðbeiningum SÞ um um- hverfistölfræði (Framework for Development and Environmental Statistics – FDES) sem tengst getur skyldum gögnum, bæði af sviði félagsfræði og efnahagsmála. Flókin en bráðnauð- synleg tölfræði Ofangreind tölfræði er sem vænta má í örri þróun og of snemmt að fullyrða hversu hratt hún nær að hafa áhrif á stjórn- málalegar ákvarðanir og þjóð- arbúskap. Enn sem komið er eru niðurstöður fyrst og fremst hlið- sjónargögn, nothæf til sam- Eftir Hjörleif Guttormsson »Eðlilegt er að fela Hagstofu Íslands forystu á þessu sviði, með markvissri sam- vinnu við helstu stofn- anir á auðlinda- og umhverfissviði. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Grænir þjóðhags- reikningar í örri þróun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.