Morgunblaðið - 27.01.2014, Page 6

Morgunblaðið - 27.01.2014, Page 6
6 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 kaffivélar fyrir heimili og vinnustaði Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is „Það er ánægjulegt að menn skuli leysa þetta í heimabyggð,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmda- stjóri Ísfélags Vestmannaeyja, en félagið hefur gert samning um kaup á öllum hlutabréfum í útgerðarfélag- inu Dala-Rafni ehf., sem gerir út togbátinn Dala-Rafn VE 508. Bát- urinn var smíðaður í Póllandi árið 2007 og eru aflaheimildir félagsins á yfirstandandi fiskveiðiári tæp 1.600 þorskígildistonn. Öll áhöfn bátsins fylgir með í kaupunum. Kaupin eru liður í hagræðingar- aðgerðum Ísfélags Vestmannaeyja, ekki síst í kjölfar sífellt aukinnar skattheimtu stjórnvalda á útgerðar- félög, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. „Er sú skattlagning komin út fyrir öll mörk þess sem getur talist sanngjarnt og eðlilegt. Með kaupunum styrkir Ísfélagið mjög veiðar og vinnslu félagsins á bolfiski. Ísfélagið rekur fjölþætta fiskvinnslu í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn,“ segir meðal annars í til- kynningunni. agf@mbl.is Ísfélag Vestmannaeyja kaupir Dala-Rafn VE Báturinn Dala-Rafn VE-508 er kom- inn með nýja eigendur í Eyjum.  Liður í hag- ræðingu í rekstri Áhöfnin fylgir með » Ísfélag Vestmannaeyja ehf. er elsta starfandi hlutafélag landsins, stofnað 1901. » Allir skipverjar Dala-Rafns VE 508 fylgja með í kaupunum, en ekki kemur fram hvað Ís- félagið greiðir fyrir Dala-Rafn. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Rafmagnsvagnar frá fyrirtækinu Yutong Eurobus voru með lægsta tilboðið í útboði vegna endurnýjunar strætisvagna hjá Strætó bs. sem opnað var nýverið á Innkaupaskrif- stofu Reykjavíkurborgar. Tilboð Yutong Eurobus hljóðaði upp á tæpar 109 milljónir fyrir raf- magnsvagn, en næsta tilboð á eftir var upp á tæpar 113 milljónir fyrir dísilvagn. Magnús Gíslason, sölustjóri Yu- tong Eurobus, segir það ánægjuleg tímamót að nú sé hægt að bjóða upp á rafmagnsvagna á betri kjörum en sambærilega vagna sem gangi fyrir jarðefnaeldsneyti. „Útboðið miðar við útreiknaðan líftímakostnað strætisvagns á 10 ára tímabili, þ.e. kaupverð og rekstur vagnsins yfir 10 ára tímabil,“ segir Magnús og bend- ir á að mest muni um reksturinn á vagninum. „Bæði gengur rafmagns- vagninn fyrir ódýrari orkugjafa og er ódýrari í rekstri þar sem hann hefur færri íhluti. Það er t.d. enginn gírkassi eða flókin bílvél.“ Spennandi kostur Um er að ræða kaup og rekstur á 30 til 40 strætisvögnum á næstu fjórum árum og því töluverð bylting að eiga sér stað ef gengið verður til samninga um kaup á svona fjölda rafmagnsvagna fyrir Strætó. Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins og stjórnarformaður Strætó bs., segist ekki vilja tjá sig um útboðið sjálft, enda sé enn verið að skoða gögn og upplýsingar frá að- ilum og ekki verið tekin ákvörðun um við hvern verði samið. „Það er spennandi kostur að hægt sé að fara yfir í orkuskipti á svona mikilvægum faratækjum eins og strætó og ef þetta er að verða þróunin þá er það hið besta mál, sama hver síðan nið- urstaðan af útboðinu verður,“ segir Einar. Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., segir að verið sé að meta tilboðin en horft sé til fleiri þátta en bara verðs. „Auðvitað horf- um við jákvæðum og björtum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað í rafmagnsbílum en nú eru tilboðin í matsferli þar sem m.a. er horft til verðs og áreiðanleika og ég get ekki tjáð mig um niðurstöðu útboðsins á þessari stundu,“ segir Reynir. Rafmagns- vagnar ódýr- astir í útboði  Líftímakostnaður rafmagnsvagna er minni en sambærilegra dísilbíla Morgunblaðið/Ómar Bílar Strætó gæti tekið í notkun 30 til 40 rafmagnsvagna á næstu árum. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þetta er orðið daglegt brauð. Við skerum niður í öllum liðum embætt- isins. Það er ekki ein aðgerð sem dugir þegar spara á tugi milljóna króna í rekstri,“ segir Snorri Olsen tollstjóri. Embætti tollstjóra hefur staðið frammi fyrir árlegum niður- skurði frá árinu 2008. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2014 er embættinu á ný gert að skera niður í rekstri. Hagræðingar- krafan er um tæp 2 prósent. Snorri bendir á að það sé ekki al- veg einfalt að reikna út hver raun- verulegur niðurskurður til embætta sé. Það sé vegna þess að oft komi á móti fjárveiting fyrir önnur sérverk- efni til embættisins. „Ef ég vil láta þetta líta illa út, þá get ég sagt að við höfum verið skorin niður um 8-9% á þessu ári. Það væri engin lygi en kannski bara hálfur sannleikur. Inni í þeirri tölu er 150 milljóna króna IPA-styrkur sem átti að koma en kemur ekki.“ Snorri seg- ir embættið ekki vera undanskilið hagræðingarkröfu ríkisins þegar stefna á að hallalausum fjárlögum á árinu 2014. Spurður út í hvað áhrif þetta hafi á starfsemina segir hann: „Þrátt fyrir að farþegum sem koma í gegnum Keflavík hafi fjölgað síðustu ár þá hefur starfsmönnum þar ekki fjölg- að. Það sama má t.d. segja um toll- verði á tollpósti þrátt fyrir aukið áhættumat á þeirri starfsemi. Þeim hefði verið fjölgað ef allt ástand hefði verið eðlilegt,“ segir Snorri en ítrek- ar að brýnasta hlutverkið sé alltaf að forgangsraða verkefnum. Þetta eigi við um eftirlit og innheimtu opin- berra gjalda. Ekki verður ráðið inn í störf sem losna og tímabundnar ráðningar starfsmanna ekki framlengdar. Þá segir hann að stöðugt verði að bæta stjórnsýsluna og beita nýrri tækni. Í þessu samhengi bendir hann á að rafræn samskipti hafa aukist sem eru vinnusparandi. Hann segir að niðurskurðurinn hafi ekki haft veruleg áhrif á starf- semina. „Við sjáum það t. d. bæði í tölum um innheimtuárangur og einnig á tölum yfir fíkniefni sem við höfum lagt hald á,“ segir Snorri og bætir við: „Auðvitað vill enginn missa fjárheimildir en við stöndum frammi fyrir því. Það er alltaf auð- velt að væla en við þurfum að finna leiðir til að spara.“ Ekki ráðið í störf sem losna hjá tollstjóra  Niðurskurðurinn „daglegt brauð“, segir tollstjóri Ljósmynd/Þorgils Jónsson Tollverðir Frá fundi tollvarða í Leifsstöð árið 2008. „Ef Strætó á að endurspegla skipulag og grænar áherslur Reykjavíkurborgar er augljóst mál að reyna verður við rafmagns- vagna að einhverju leyti,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Öll sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu eru með grænar áherslur svo mér finnst þetta borðliggjandi. Fulltrúi Reykjavíkurborgar í Strætó bs.hlýtur því að leggja mik- inn þunga og áherslu á þetta mál.“ Þorbjörg Helga segir að borgin verði að þora að taka skref inn í framtíðina sér í lagi þegar um lægsta tilboð sé að ræða. Augljós valkostur fyrir Strætó GRÆNAR ÁHERSLUR SVEITARFÉLAGA Álftirnar flykktust á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi um helgina og engu líkara en að afkomendur Svandísar, hinnar frægu álftar frá Bakkatjörn, væru saman- komnir á nokkurs konar ættarmóti, eða álftamóti. Álftir flykktust á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Ómar Afkomendur Svandísar á ættarmóti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.