Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is F A R A N G U R, dansverk eftir Grímuverðlaunahöfundinn Val- gerði Rúnarsdóttur, verður frum- sýnt af Íslenska dansflokknum hinn 8. febrúar næstkomandi á stóra sviði Borgarleikhússins, ásamt tveimur öðrum dans- verkum. Dansarar í verki Val- gerðar eru þau Brian Gerke, Ein- ar Anton Sörli Nikkerud, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örn- ólfsdóttir og Snædís Ingadóttir en verkið er samið sérstaklega fyrir dansara dansflokksins. „Innblásturinn að verkinu er sóttur í minnið og stöðuga mótun þess en ég hef unnið verkið í ná- inni samvinnu við dansarana,“ segir Valgerður. „Við höfum verið að velta fyrir okkur hverju maður man eftir, hverju maður gleymir og hvað kveikir minningar. Þetta er mjög vítt og breitt viðfangsefni og við höfum farið um víðan völl í þessu ferli. Öll erum við með far- angur af minningum. Við höfum velt fyrir okkur eigin minningum og sömuleiðis minningum annarra. Hvernig sögur ferðast kynslóð fram að kynslóð og hvernig minn- ing fólks lifir í þeim. Sjálf sótti ég í sögur sem ég hef heyrt af mínum forfeðrum. Það gerði aftaka páskaveður veturinn 1918 með miklu frosti og úrkomu. Fólk lét lífið víða um land og meðal annars hann langafi minn þegar hann fór að leita fjár í Arnarfirðinum. Langamma mín missti manninn sinn og varð að láta frá sér börn. Stuttu síðar dreymdi hana draum þar sem maðurinn hennar sálugi birtist henni í draumi, þungur á brún og talar um Sigurð, afa minn. Þá fór langamma á bæinn þar sem sonurinn hafði verið sett- ur í fóstur. Þar voru komin upp mikil veikindi sem leiddu nokkra á bænum síðar til dauða. Hún tók Sigurð með sér og lét hann ekki frá sér eftir þetta. Kannski bjarg- aði draumurinn lífi Sigurðar og gerði það að verkum að ég er hér í dag. En þær sögur og aðstæður sem við höfum verið að vinna með birtast í verkinu á mjög abstrakt hátt.“ Þegar Valgerður er beðin um að lýsa verkinu segir hún: „Ætli verkið sé ekki eins og lífið sjálft, þarna er bæði léttleiki og alvara. Það er ekki bara dansað í verkinu heldur líka sungið því íslenskir dansarar eru mikið hæfileikafólk og flinkir í svo mörgu. Þetta hefur verið alveg sérstaklega skemmti- leg samvinna.“ Tónlistin í verkinu er eftir Daní- el Bjarnason. „Það er ákaflega gaman að fá að nota tónlistina hans,“ segir Valgerður. „Í sýning- unni eru svo nostalgísk dægurlög, sem minna mig á barnæsku mína, eftir Magnús Eiríksson. Það væri reyndar alveg hægt að gera heila sýningu með lögunum hans Magn- úsar Eiríks, þau eru svo mörg frá- bær.“ Dansað í Önnu Kareninu Valgerður hefur komið víða við á ferli sínum sem dansari og dans- höfundur en hún starfaði um ára- bil hjá Íslenska dansflokknum sem dansari. Hún hlaut Grímuverðlaun fyrir verk sitt Eyjaskegg árið 2011. Hún hefur undanfarin sex ár unnið með einum eftirsóttasta danshöfundi heims, Sidi Larbi Cherkaoui. „Hann starfar úti um allan heim með fólki af öllum þjóð- ernum og ég hef því verið í mjög alþjóðlegu kompaníi,“ segir Val- gerður. „Ég kynntist Sidi Larbi þannig að ég hafði unnið með Ernu Ómarsdóttur sem hafði unn- ið með honum. Þegar Larbi vant- aði dansara frá Norðurlöndum í fjölþjóðlegt dansverkefni hafði hann samband við Ernu sem benti á mig. Og þar sem Larbi hafði séð mig dansa í sýningunni We are all Marlene Dietrich valdi hann mig. Ég hef unnið með honum í sex ár og tekið þátt í sýningum sem sum- ar hafa verið á sýningarferðalagi í allt að því tvö ár. Þetta hefur ver- ið mikil og dýrmæt reynsla.“ Valgerður hefur tekið þátt í kvikmyndum og stórum óperuupp- færslum og henni brá fyrir í kvik- myndinni Anna Karenina sem Joe Wright leikstýrði og sem Keira Knightly og Jude Law fóru með aðalhlutverk í. „Larbi er stór- stjarna í dansheiminum og hann var beðinn af leikstjóra mynd- arinnar Anna Karenina að kóreó- grafera myndina í heild sinni og það voru stór og mikil dansatriði í myndinni sem ég tók þátt í auk þess að aðstoða Larbi við undir- búning á myndinni,“ segir Val- gerður. „Við dansararnir vorum í glæsilegum búningum og með flotta hárgreiðslu. Þetta var gríð- arlega skemmtileg reynsla. Við æfðum með Kiru Knightly og hún var einstaklega fagmannleg í sinni vinnu og fljót að læra sporin. Hún var mjög vingjarnleg en svo þegar kom að tökum þá var hún í sínum heimi, hugsaði einungis um sen- urnar sínar og var mjög einbeitt. Þegar maður sér hana vinna finnst manni ekki skrýtið að hún hafi náð svo langt. Maðurinn minn, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri, ger- ir kvikmyndir hér heima en ég hafði einmitt nýlega verið að að- Farangur af minningum  Nýtt dansverk eftir Valgerði Rúnarsdóttur verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 8. febrúar Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú verk á Stóra sviði Borgarleikhússins hinn 8. febrúar. Farangur eftir Valgerði Rúnarsdóttur er eitt þeirra. Ann- að er Tilbrigði, eftir Láru Stefánsdóttur, listrænan stjórnanda Íslenska dansflokksins. Verkið sameinar dans og tónlistarflutning en Bryndís Halla Gylfadóttir, leiðandi sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leik- ur tónverk finnska tónskáldsins Jean Sibelius Theme and variations for Solo Cello frá 1887. Tilbrigði Sibeliusar eru virtúósísk að gerð. Tón- skáldið leikur sér með brotna hljóma, trillur og tvígrip og nýtir sér breitt tónsvið hljóðfærisins. Við tónverkið er dansaður eindans þar sem dans- arinn er eins og endurkast af tónlistinni, leikur með tilbrigði, endurtekin form og blæbrigði. Þriðja verkið er Berserkir er eftir danska danshöfundinn Lene Boel. Í verkinu blandar Lene saman break, nútímadans og ballett með akróbat- ísku tvisti. Lene Boel er listrænn stjórnandi og danshöfundur Next Zone dansflokksins en hún hefur fjölbreytta menntun frá New York, London og Hollandi. Verk hennar eru einkum undir áhrifum frá nútímadansi og break-dansi og er hún þekkt fyrir sjónrænt fallegar sýningar þar sem ljós, hljóð og dans vinna saman. Verkið tengir saman fortíðina og nútíð- ina en Lene leitaði innblásturs í rúnir, víkinga, tölvuleiki og raunveru- leikaþætti við gerð verksins. Tilbrigði og Berserkir ÞRÍLEIKUR Í BORGARLEIKHÚSINU Lára Stefánsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.