Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 7. J A N Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  22. tölublað  102. árgangur  FJÖLHÆF LISTAKONA Í ÚGANDA FARANGUR AF MINNINGUM SNYRTIVÖRUR ÚR AUÐLINDUM HAFSINS NÝTT DANSVERK 34 HRÖNN MAGNÚSDÓTTIR 16ELÍNRÓS 10 Guðmundur Magnússon Baldur Arnarson Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 15. til 22. janúar. Flokkurinn fær 25% atkvæða og 4 borgarfulltrúa kjörna. Hann fékk 33,6% atkvæða í kosning- unum 2010 og 5 fulltrúa. Meirihlutinn í borgarstjórn heldur sínum 9 fulltrúum samkvæmt könn- uninni. Þó verður tilfærsla á einum fulltrúa á milli flokkanna sem hann mynda Samfylkingunni í hag. Björt framtíð, arftaki Besta flokksins, mælist með 29,3% fylgi og fengi 5 fulltrúa kjörna. Samfylkingin mælist með 21,8% fylgi og fengi 4 fulltrúa. Píratar ná inn manni Píratar njóta fylgis 10,5% kjós- enda og ná inn einum manni í borg- arstjórn. VG heldur sínum fulltrúa með 8,2% fylgi. Framsóknarflokkur- inn er úti í kuldanum með 2,8% fylgi og engan fulltrúa. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir flokkinn með byr í seglin. „Þetta er mjög ánægjulegt. Við höfum fundið fyrir jákvæðni í okkar garð þannig að þetta kemur ekki á óvart.“ Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir barátt- una að hefjast. „Viðbrögð mín eru þau sömu og við fyrri könnunum, að ég tel kannanir ekki segja alla sög- una fyrr en heildarmyndin skýrist og kosningabaráttan er komin af stað.“ MMeirihlutinn traustur »14-15 Sjálfstæðisflokkur með 25%  Ný skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í Reykjavík  Björt framtíð stærsti flokkurinn  Oddviti flokksins segir það ekki koma á óvart  Meirihlutinn er traustur Ellefta Evrópumóti karla í hand- knattleik lauk í Danmörku í gær þar sem Frakkar hömpuðu Evrópu- meistaratitlinum í þriðja sinn. Danir urðu í öðru sæti á mótinu, Spánverj- ar í þriðja, Króatar í fjórða og Ís- lendingar höfnuðu í fimmta sæti og náðu þar með sínum þriðja besta ár- angri á EM frá upphafi. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalslið Evrópumótsins en Guðjón varð ann- ar markahæsti leikmaður á mótinu með 44 mörk. Í gær var svo dregið í umspil fyrir næsta stórmót í handknattleik sem verður í Katar í janúar á næsta ári. Segja má með sanni að Íslendingar hafi dottið í lukkupottinn en Bosnía- Hersegóvína verður andstæðingur Íslands og fer fyrri leikurinn fram ytra. „Það er ákveðnu fargi létt af mér við þessa niðurstöðu. Það er alveg ljóst að við hefðum getað verið óheppnari með andstæðing þótt hann hefði vissulega líka getað verið léttari,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þegar Morgun- blaðið spjallaði við hann skömmu eftir dráttinn í Herning í Danmörku í gær. gummih@mbl.is » Íþróttir Ísland heppið með andstæðing  Guðjón Valur valinn í úrvalslið Evrópumótsins og varð annar markahæstur Guðjón Valur Í úrvalsliði EM.  Fyrirtækið Arctic Trucks hefur komið að ýmsum vísinda- og ævin- týraleiðöngrum á suðurskautinu og undirbúa forsvarsmenn þess nú frekari sókn í ríki ísfrerans. Sú hindrun er hins vegar í vegi frekari umsvifa að annaðhvort þarf fyrirtækið að stofna félag í ríki sem á aðild að Suðurskautssamningnum eða að telja íslensk stjórnvöld á að gerast aðili að samkomulaginu. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra segir kosti og galla aðildar að Suðurskautssamn- ingnum til skoðunar í utanríkis- ráðuneytinu. Unnið sé að öflun gagna um samninginn. »13 Sjá sóknarfæri á suðurskautinu Ísbreiða Frá suðurskautinu. EPA  Magnús Geir Þórðarson verð- ur næsti útvarps- stjóri. Stjórn Ríkisútvarpsins ákvað þetta sam- hljóða á fundi sínum í gær- kvöldi og var Magnúsi boðin staðan í kjölfar- ið. Magnús Geir var áður leikhússtjóri Borgarleik- hússins og var talinn hæfastur þeirra 39 einstaklinga sem að sóttu um stöðuna, en umsóknarfrestur rann út þann 13. janúar sl. Magnús Geir tekur við af Páli Magnússyni sem sagði starfi sínu lausu þann 17. desember sl. agf@mbl.is »2 Magnús Geir verður næsti útvarpsstjóri Magnús Geir Þórðarson Þessi stúlka var ein af mörgum börnum sem lögðu leið sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn um helgina, en af svip hennar að dæma þótti henni spennandi að gægjast inn fyrir hrossagirð- inguna í garðinum. Mikið líf er í garðinum á þessum tíma árs þrátt fyrir að kalt sé í veðri, en flest dýrin halda sig þó innandyra um þessar mundir þar til sólin lætur sjá sig. Morgunblaðið/Ómar Lítil hnáta lítur á hrossin í Húsdýragarðinum Dýrin í Húsdýragarðinum gleðja unga sem aldna Fylgi flokka í borgarstjórn Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 15.-23. janúar 2014. Björt framtíð 29,3% Sjálfstæðisflokkurinn 25,0% Samfylkingin 21,8% Píratar 10,5% Vinstri - grænir 8,2% Framsóknarflokkurinn 2,8% Aðrir 2,4% 29,3% 25,0% 21,8% 10,5% 8,2% 2,8% 2,4%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.