Morgunblaðið - 01.03.2014, Page 6

Morgunblaðið - 01.03.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þrátt fyrir að veðurfar hafi ekki ver- ið hagstætt hafa þorskveiðar á Breiðafirði gengið vel í febr- úarmánuði. „Það er mjög góð veiði á öll veiðarfæri. Við erum mest með trollskip en það er búin að vera al- ger mokveiði í net þennan mán- uðinn. Febrúar hefur verið mjög góður,“ segir Hafsteinn Garðarsson, hafnarvörður í Grundarfjarðarhöfn, en hann segir veiðina hjá troll- og línubátum hafa verið afar góða í all- an vetur og raunar síðustu tvær ver- tíðir. Búið er að landa 1.500-1.600 tonnum í Grundarfirði en tíu til tólf bátar landa þar að jafnaði. Þá hefur verið eitthvað um rækjuveiðar á Breiðafirði en bátar hafa sótt þang- að vegna veðráttunnar sem hefur verið fyrir norðan land þar sem þeir stunda yfirleitt þær veiðar. Vandræði vegna ýsu Veðrið hefur þó einnig sett strik í reikninginn við Snæfellsnes en viðvarandi austan- og norðaust- anátt hefur verið þar. „Það er búið að vera mjög erfitt tíðarfar á miðunum,“ segir Haf- steinn. Í höfninni í Rifi er búið að landa rúmlega 1.600 tonnum í febrúar- mánuði að sögn Páls Stefánssonar hafnarvarðar. Mest af fiskinum fer á fiskmarkað en einnig í verkun í Rifi. Hann tekur undir að veðráttan hafi gert mönnum erfitt fyrir, sérstak- lega með smærri bátana. Það séu aðeins stærri bátarnir sem hafa get- að farið út þegar veðrið er slæmt. Reyna að forðast ýsuna „Miðað við tíðarfarið telst þetta góður mánuður en það hefur verið skelfilega slæmt. Aflinn hefði verið betri og meiri ef það hefði verið betra,“ segir hann. Töluvert er af ýsu í firðinum og hafa sumir lent í vandræðum af þeim sökum. Bátarnir fá mikið af henni í meðafla og því hefur gengið skarpt á ýsukvóta þeirra sem þeir leigja. „Ýsan hefur verið fyrir þeim og þeir eru að verða búnir með kvót- ann. Menn reyna að forðast hana en hún er bara alls staðar,“ segir Páll. Menn séu þó sæmilega stæðir með þorskkvótann. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Golþorskur Þorgrímur L. Kristjánsson heldur á lofti vænum þorski um borð í Margréti SH 177 en faðir hans Kristján Kristjánsson fylgist með. Mokveiði á Breiðafirði þrátt fyrir slæmt tíðarfar  Um 1.600 tonnum landað í febrúar í Rifi og Grundarfirði  Mikið af ýsu Innanríkisráðuneytið hefur hafnað ósk aðstandenda látinnar mann- eskju um að fá að dreifa ösku henn- ar við Þingvallavatn. Það vísar í reglugerð um dreifingu ösku lát- inna manna utan kirkjugarða en þar segir að ekki sé heimilt að gera það yfir stöðuvötn eða byggð. Þingvallanefnd lagði mat á beiðnina en í reglugerðinni er heimilað að ösku sé dreift yfir haf og óbyggðir. Taldi nefndin að Þing- vellir féllu ekki undir þá skilgrein- ingu. Þetta var í fyrsta skipti sem nefndin hefur tekið fyrir beiðni um að dreifa ösku í þjóðgarðinum. Samkvæmt upplýsingum innan- ríkisráðuneytisins er ekki algengt að óskað sé eftir heimild til að dreifa ösku utan kirkjugarða. Ráðuneytið hefur hingað til fjallað um slíkar beiðnir en frá og með 1. febrúar hefur sýslumaðurinn á Siglufirði séð um það. Fá ekki að dreifa ösku látinnar mann- eskju við vatnið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingvallavatn Ósk barst um að dreifa ösku látinnar manneskju við vatnið. Íslandsbanki braut gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán við upp- lýsingagjöf um verðtryggt húsnæð- isveðlán. Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu vegna kvörtunar manns sem tók verð- tryggt lán árið 2006 og taldi Ís- landsbanka ekki hafa staðið við upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögum. Neytendastofu barst kvörtun frá neytanda sem tók yfir verðtryggt lán árið 2006. Neytandinn taldi Ís- landsbanka ekki hafa staðið við upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögum með því t.d. að gera ekki ráð fyrir neinum verðbótum í útreikn- ingi á árlegri hlutfallstölu kostn- aðar. Íslandsbanki er ósammála niðurstöðunni og hyggst áfrýja til áfrýjunarnefndar neytendamála. Íslandsbanki talinn hafa brotið lög Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur að end- urnýja lyftibúnað sem hífir upp leik- muni, tjöld og leikara. Að sögn Þor- kels Jónssonar, staðgengils skrif- stofustjóra hjá Reykjavíkurborg, er kostnaðurinn um 70 milljónir króna. „Slíkur búnaður var til að mynda notaður til að hífa upp leikara í Mary Poppins þegar þeir flögruðu um sal- inn í sýningunni,“ segir Þorkell. Hann segir að flugkerfið sé tölvu- stýrður vírabúnaður. „Þetta má svo forrita og þessu er stýrt upp og nið- ur eftir kúnstarinnar reglum,“ segir Þorkell. Hann segir að fyrst og fremst sé verið að endurnýja þann hluta rafeindabúnaðarins sem stýrir flugkerfinu. Að sögn Þorkels er kostnaðurinn við endurnýjunina á milli 70 og 100 milljónir króna. „All- ur leikhúsbúnaður kostar mikinn pening,“ segir Þorkell. Hann segir að nýr búnaður kosti 2-300 milljónir króna en ekki var þörf á heildarend- urnýjun að þessu sinni. Nýr ljósabúnaður Búnaðurinn kemur frá framleið- anda í Bretlandi og var keyptur árið 1988 fyrir opnun Borgarleikhússins. Ekki var farið í útboð þar sem þessi tiltekni framleiðandi er sá eini sem á rafeindabúnaðinn sem til stendur að uppfæra. Nýlega var einnig keyptur fjarstýrður ljósabúnaður fyrir Borg- arleikhúsið. Tekið var tilboði frá þýsku fyrirtæki. Kostnaðurinn við kaupin var um 24 milljónir króna að sögn Þorkels. Flugkerfi Borgarleikhúss endurnýjað fyrir 70 milljónir  Tölvustýrður vírabúnaður fyrir flögrandi leikara Morgunblaðið/Eggert Mary Poppins Notast var við flugkerfið í leiksýningunni Mary Poppins. Loðnuveiðiskip hafa ekkert komist norður fyrir Snæfellsnes á vertíð- inni út af lægðagangi og ríkjandi austan- og norðaustanátt. „Það er ólíft á þessum slóðum. Það er bara þannig. Menn fara bara þar sem er vært. Við höfum ekkert komist norður fyrir Nes og það er slæmt. Við höfum komist einn dag á þessari vertíð,“ segir Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa hjá HB Granda. Veðráttan hefur verið með þessu móti allt frá því í desember og segir Ingimundur lítið annað hægt að gera en að bíða. Menn hafi reynt að sækja inn á Faxaflóa í staðinn. Veðurkortin bendi ekki til að breyting verði á en þó eigi eitthvað að hægja á vindi um helgina þó að áttin breytist ekki. „Við kíkjum væntanlega eitthvað norður með Nesi eftir loðnunni um helgina,“ segir hann. Ólíft norðan við Snæfellsnes LOÐNUVEIÐISKIPIN KOMAST EKKI LENGRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.