Morgunblaðið - 01.03.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 01.03.2014, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA FORRÉTTUR Hvítlauksristaðir humarhalar með brauði og hvítlaukssmjöri AÐALRÉTTUR Lamba primesteik með ristuðu grænmeti, rósmarín, hunangi og bakaðri kartöflu EFTIRRÉTTUR Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma og ferskum berjum BRUNCH Heilsu Brunch: Brauð, ostur, soðið egg, tómatur, gúrka, ávextir, sulta, kjúklingaskinka og íslenskt smjör Lúxus Brunch: Spæld egg, beikon, ostasneiðar, spægi- pylsa, brauð, kartöflur, ferskt tómatsalat, smoothie, ávextir, sulta, smjör og amerískar pönnukökur með sírópi. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er mín persónulega skoðun að ekkert sé á móti því að ríkið sé í for- ystuhlutverki eða í hluthafahópi fé- lags um að byggja slíka verksmiðju, ef hagkvæmniathugun leiðir það í ljós að þetta er hagkvæmt og gott verk- efni,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, fyrsti flutningsmaður þingsályktun- arillögu um að fela ríkisstjórninni að kanna hagkvæmni og möguleika þess að reisa áburðarverksmiðju í Helgu- vík eða Þorlákshöfn. Meðflutningsmenn eru sjö félagar Þorsteins úr þingflokki Framsókn- arflokksins. Auka þarf matvælaframleiðslu Þorsteinn vekur athygli á því að verð á áburði hafi hækkað frá því sem áður var og líkur séu á að það haldist hátt. Auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum og málið falli að þeirri stefnu Framsóknarflokksins að auka þessa framleiðslu hér á landi. Verk- smiðjan yrði það stór að hún myndi aðallega framleiða áburð til útflutn- ings. Rekstur áburðarverksmiðju bygg- ist einkum á tveimur forsendum, annars vegar nægu og ódýru raf- magni og hins vegar miklu vatni. Einnig þarf hafnaraðstaða að vera góð. Þorsteinn segir að öll skilyrði séu fyrir hendi hér á landi. Nefnt er í greinargerð með tillögunni að til- tölulega einfalt sé að vinna köfnunar- efni hér á landi og vinna megi brenni- stein úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar sem nægi fyrir framleiðslu verksmiðjunnar. Þor- steinn segir mikilvægt að gera verð- mæti úr öllu sem til fellur hér á landi og brennisteinninn sé dæmi um það. Hann tekur fram að dýrt sé að vinna brennistein með þessum hætti en einnig sé kostnaðarsamt að dæla honum ofan í jörðina. Fengu ekki hljómgrunn Þorsteinn vonast til að það fram- tak ríkisins að láta gera hag- kvæmniathugun leiði í ljós að þetta sé verðugt verkefni og hvetji fjárfesta til að ráðast í framkvæmdina. Áburðarverksmiðja ríkisins hóf framleiðslu í Gufunesi á árinu 1954 og fékk rafmagn frá Írafossvirkjun. Hún var um árabil eitt af stóriðju- fyritækjum landsins. Ríkið seldi áburðarverksmiðjuna á árinu 1999 og efnaframleiðslu var hætt þar síðla árs 2001 en áburður framleiddur áfram í nokkur ár úr innfluttu hráefni. Á árinu 2009 var skýrt frá því að áætlun um byggingu stórrar áburð- arverksmiðju í Þorlákshöfn hefði ver- ið kynnt fyrir stjórnvöldum og lífeyr- issjóðunum. Íslendingar stóðu að verkefninu ásamt norskum sérfræð- ingi. Málið var kynnt fyrir forsvars- mönnum lífeyrissjóðanna til að kanna áhuga þeirra á fjármögnun. Gert var ráð fyrir að framleidd yrðu 700 þúsund tonn af áburði í verksmiðjunni og 760 þúsund af kalí- umnítrati. Meginhluti framleiðsl- unnar var til útflutnings því innan- landsmarkaðurinn var þá talinn aðeins um 80 þúsund tonn á ári. Áform áhugahópsins eru rifjuð upp í greinargerð þingsályktunartillögu framsóknarmanna og tekið fram að verkefnið hafi ekki fengið hljóm- grunn hjá þáverandi stjórnvöldum. Fjárfesting í verksmiðju af þessu tagi er talin nema rúmum 120 millj- örðum króna. Fleiri hafa á sýnt áhuga á áburð- arframleiðslu, yfirleitt í tengslum við hugmyndir um virkjanir, meðal ann- ars á Suðurlandi. Verði hagkvæmt og gott fyrirtæki  Hugmyndir um framleiðslu áburðar til útflutnings endurvaktar  Þingmenn Framsóknarflokks- ins leggja til að ríkið láti gera athugun á hagkvæmni  Staðsetning í Helguvík eða Þorlákshöfn Morgunblaðið/Þorkell Gufunes Áburðarverksmiðjan var rekin frá 1954 til 2001. „Við þurfum að skapa hér 20 þúsund ný störf og auka gjaldeyr- istekjur,“ segir Þor- steinn um áburðar- verksmiðju- hugmyndina. Nefnir hann að 10 þúsund Íslendingar séu án atvinnu og sjö þúsund til viðbótar búsettir erlendis. Skapa þurfi góð störf í land- inu. Áætlað er að 150-200 fram- tíðarstörf skapist við rekstur áburðarverksmiðju, meðal ann- ars góð störf fyrir verkfræð- inga, efnafræðinga og iðn- aðarmenn. Þá fái 500-600 manns vinnu við byggingu verksmiðjunnar í eitt og hálft til tvö ár. Allt að 200 framtíðarstörf ÞARF AÐ SKAPA NÝ STÖRF Þorsteinn Sæmundsson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Með breytingum á deiliskipulagi fyr- ir svæði íþróttafélagsins FH í Kapla- krika í Hafnarfirði verða til fjórir ný- ir byggingarreitir en tveir þeirra verða nýttir til þess að reisa tvær knattspyrnuhallir á næstu 18 mán- uðum. Hafnarfjarðarbær er þegar búinn að auglýsa breytingarnar og er at- hugasemdafrestur um þær liðinn. Að sögn Viðars Halldórssonar, for- manns FH, gætu framkvæmdir við fyrra húsið hafist þegar í maí verði skipulagið endanlega staðfest. Um er að ræða lítið knattspyrnu- hús, 25 sinnum 50 metra að flatar- máli, og er stefnt að því að það verði tilbúið í september á þessu ári. Hitt húsið er knattspyrnuhús í fullri stærð. Framkvæmdir við það gætu hafist á næsta ári og það verið tilbúið í september það ár, gangi áætlanir eftir. „Þegar þetta er búið þá getum við orðað það sem svo að við verðum með eina bestu aðstöðu á landinu. Við verðum þá með fjóra grasvelli, tvö minni knatthús og eitt stórt,“ segir hann. Heildarkostnaðurinn við húsin tvö nemur um 700 milljónum króna sam- kvæmt kostnaðaráætlun en með í þeirri upphæð er kostnaður við end- urgerð tveggja valla félagsins sem ráðist verður í samhliða byggingar- framkvæmdunum. „Hluti er greiddur af félaginu, um hluta er leitað til velunnara þess og hluti er einfaldlega langtímalán sem þarf að greiða af með tíð og tíma,“ segir Viðar, spurður um hvernig framkvæmdirnar verði fjármagnað- ar. Til viðbótar þessum húsum gerir nýja skipulagið ráð fyrir byggingar- reitum fyrir nýtt íþróttahús og fjög- urra hæða endurhæfingar- og menntaseturs. Viðar segir að ráðist verði í að reisa íþróttahúsið ef þörf þyki á en það fari meðal annars eftir iðkendafjölda. Hvað varðar hina bygginguna seg- ir Viðar að hún gæti orðið að veru- leika á næstu 2-5 árum en það yrði í samstarfi við stærri fyrirtæki og einkaaðila á sviði læknavísinda og sjúkraþjálfunar. Ekkert sé þó búið að ákveða í þessum efnum. Uppbygging í Kaplakrika  Tvær knatt- spyrnuhallir rísa fyrir 700 milljónir Tölvumynd/Batteríið Teikning Knattspyrnuhúsin sem til stendur að reisa. Það minna er merkt með A en það stærra með C. Endurhæfingarstöðin er merkt með B. „Við munum setja mottuslaufurnar upp eftir hlé og vekja þannig at- hygli á átakinu,“ segir Gísli Árna- son, formaður Karlakórsins Heimis í Skagafirði, en kórinn er með tón- leika í Hofi á Akureyri á morgun kl. 16. Heimismenn taka ásamt fjölda annarra tónlistarmanna og fé- lagasamtaka þátt í átakinu Mottu- mars og syngja í myndbandi átaks- ins með fleirum lagið Hraustir menn. Garðar Thór Cortes syngur með Heimi í Hofi en sama dagskrá verður flutt á Hvammstanga og Skagaströnd 16. mars nk. Setja upp mottuslaufurnar í Hofi Ljósmynd/Hjalti Árnason Heimir Karlakórinn skagfirski er með tónleika í Hofi á Akureyri á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.