Morgunblaðið - 01.03.2014, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.03.2014, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14, sunnud. lokað Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð sem fer fram í mars Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Viktor Janúkóvítsj efndi til blaða- mannafundar í rússnesku borginni Rostov við Don í gær eftir að hafa verið í felum í tæpa viku. Hann kvaðst enn vera forseti Úkraínu þótt þing landsins hefði samþykkt að víkja honum úr embætti. „Mér hefur ekki verið steypt af stóli, ég neyddist til að fara frá Úkraínu vegna þess að líf mitt og fjöl- skyldu minnar var í hættu.“ Hann kvaðst hafa orðið fyrir skotárás í Kænugarði áður en hann fór það- an. „Það var skotið á bílinn minn með vélbyssum úr öllum áttum.“ Janúkóvítsj lýsti nýju valdhöf- unum í Kænugarði sem „ungum ný-fasistum“ og kenndi leiðtogum Evrópusambandsins og Banda- ríkjanna um ólguna í Úkraínu. Hann kvaðst hafa rætt í síma við Vladímír Pútín og vera undrandi á því að rúss- neski forsetinn skyldi ekki hafa fordæmt „valda- ránið“. „Það var skotið á bílinn minn“ JANÚKÓVÍTSJ SEGIST ENN VERA FORSETI ÚKRAÍNU BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sextíu ár eru liðin frá því að for- sætisnefnd Æðstaráðs Sovétríkj- anna samþykkti tillögu Níkíta Khrústsjovs, þáverandi sovétleið- toga, um að Rússland gæfi Úkraínu Krímskaga í tilefni af því að 300 ár voru liðin frá sameiningu landanna. Gjöfin vakti ekki mikla athygli í öðr- um löndum á þessum tíma og þótti aðeins hafa táknræna þýðingu í ljósi þess að Úkraína var þá sovétlýðveldi og fátt benti til þess að Sovétríkin liðu undir lok. Það gerðist þó tæpum 40 árum eftir að gjöfin var ákveðin og nú er komið í ljós að hún gæti reynst miklu afdrifaríkari en nokk- urn óraði fyrir. Íbúar Krímar eru um 2,3 milljónir og skiptast í þrjá meginhópa: Úkra- ínumenn í norðurhlutanum, Rússa í suðurhlutanum og á milli þeirra eru tatarar sem tala tyrkneskt mál og eru múslímar. Samkvæmt manntali frá árinu 2001 eru Rússar um 58% íbúa Krímskaga, 24% Úkraínumenn og 12% eru tatarar. Talið er að tatarar, stundum nefndir tartarar, séu nú yfir tíu millj- ónir og flestir þeirra búa í Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Búlgaríu og Kína. Í Rússlandi búa um 5,5 milljónir tat- ara, þar af tvær milljónir í Tatarstan. Tatarar komu fyrst á Krímskaga á þrettándu öld og þeir stofnuðu furstadæmi þar um miðja fimm- tándu öld. Þeir stjórnuðu Krím til ársins 1783 þegar skaginn var inn- limaður í Rússland og Svartahafs- floti landsins kom sér upp bækistöð í hafnarborginni Sevastopol. Áætlað er að svonefndir Krím-tatarar séu nú alls um 650.000. Jósef Stalín sakaði Krím-tatara um landráð og samstarf við þýska nasista í síðari heimsstyrjöldinni og lét flytja þá nauðuga frá skaganum til Úsbekistans árið 1944. Marga Krím-tatara dreymdi um að snúa aftur til heimahaganna við Svartahaf en það var ekki mögulegt fyrr en Sovétríkin liðu undir lok árið 1991. Síðan hafa um það bil 280.000 tatarar snúið aftur til Krímar og litlir kær- leikar hafa verið með þeim og rúss- neska meirihlutanum á skaganum. Þegar þeir komu aftur höfðu Rússar komist yfir hús þeirra og margir tat- arar hafa kvartað yfir því að þeir hafi verið beittir misrétti í Krím. Meðal annars hefur verið deilt um rétt þeirra til jarðnæðis. Eftir að Úkraína fékk sjálfstæði árið 1991 þegar Sovétríkin liðu undir lok hélt landið yfirráðunum yfir Krím en gerður var samningur við Rússa um að þeir héldu herstöðinni í Sevastopol. Rússar undirrituðu yfir- lýsingu árið 1994 þar sem þeir skuld- bundu sig til að virða núverandi landamæri Úkraínu. Bandaríkja- menn, Bretar og Frakkar undirrit- uðu einnig yfirlýsinguna. Kosið um aukna sjálfstjórn Krím hefur verið sjálfstjórnarlýð- veldi innan Úkraínu og haft sitt eigið þing. Krím var einnig með eigin for- seta í fyrstu en það embætti var lagt niður árið 1995, skömmu eftir að að- skilnaðarsinni og stuðningsmaður Rússlands var kjörinn í það með miklum meirihluta atkvæða. Krím er einnig með eigin forsætisráðherra sem stjórnvöld í Úkraínu hafa skip- að. Forsetinn í Kænugarði skipar einnig sérstakan fulltrúa sinn í Krím. Viktor Janúkóvítsj naut mikils stuðnings í Krím í forsetakosning- unum árið 2010. Margir Rússar í Krím eru andvígir stjórnarskiptun- um í Úkraínu eftir að Janúkóvítsj var steypt af stóli og saka andstæð- inga hans um „vopnað valdarán“. Stjórnarskiptin í Kænugarði urðu til þess að þingið í Krím samþykkti í fyrradag tillögu um að lýsa yfir van- trausti á forsætisráðherra sjálf- stjórnarlýðveldisins. Krímarþingið skipaði Rússann Sergej Aksjonov í embættið, en hann er leiðtogi Rúss- neska einingarflokksins. Þingið í Krím samþykkti einnig tillögu um að efna til almennrar at- kvæðagreiðslu á skaganum um hvort hann ætti að fá aukin sjálfstjórnar- réttindi. Atkvæðagreiðslan á að fara fram 25. maí, sama dag og forseta- kosningar verða haldnar í Úkraínu. Krímbúar eiga að svara spurning- unni hvort Krím eigi að vera „full- valda ríki og hluti af Úkraínu, í sam- ræmi við sáttmála og samninga,“ að því er fram kemur á fréttavef The Moscow Times. Hætta á innrás? Fregnir herma að stjórnarerind- rekar frá Moskvu séu farnir að gefa út rússnesk vegabréf í Krím. Það hefur kynt undir áhyggjum af því að rússneski herinn geri innrás í landið ef mannfall verður meðal Rússa í Krím. Rússnesk lög heimila hernað í öðrum löndum til að „vernda rúss- neska borgara“. Danskur sérfræðingur í málefnum Rússlands, Flemming Splidsboel Hansen, lektor við Kaupmanna- hafnarháskóla, telur að togstreitan milli Rússa og minnihlutahópanna í Krím geti leitt til átaka. Hann bendir á að auðvelt er fyrir úkraínska og rússneska þjóðernissinna að fara til Krímar á eigin vegum til að taka þátt í vopnaðri baráttu. „Ég óttast að upp geti komið sú staða að menn, sem berjast án opinbers stuðn- ings, geti dregið Úkraínu og Rússland inn í stríð,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Flemming Splidsboel. Gjöfin gæti reynst afdrifarík  Óttast er að átök rússneskra þjóðernissinna og minnihlutahópa í Krím geti dregið Úkraínu og Rúss- land inn í stríð  Lög í Rússlandi heimila hernað í öðrum löndum „til að vernda rússneska borgara“ AFP Spenna Vopnaðir menn loka vegi að herflugvelli skammt frá rússnesku herstöðinni í Sevastopol á Krímskaga. Umkringdu flugvelli » Yfirvöld í Úkraínu sögðust í gær hafa náð aðalflugvellinum í Simferopol, höfuðborg Krím- skaga, og herflugvelli nálægt hafnarborginni Sevastopol á sitt vald eftir að tugir vopnaðra manna í herbúningum um- kringdu þá. » Innanríkisráðherra bráða- birgðastjórnar Úkraínu sagði að rússneskir hermenn hefðu umkringt flugvellina og sakaði rússneska herinn um „innrás“. Talsmaður rússneska hersins í Sevastopol neitaði þessu og sagði enga hermenn hafa tekið þátt í aðgerðunum. » Nokkrir vopnuðu mannanna sögðust vera sjálfboðaliðar og vilja koma í veg fyrir að „fas- istar eða róttæklingar“ frá vesturhluta Úkraínu kæmu á Krímskaga með flugvélum. 60 km Spenna á Krímskaga RÚSSLAND PÓ LL .. 300 km RÚMENÍA ÚKRAÍNA H-RÚSSL. Donetsk KRÍM M OL. Kænu- garður SVARTAHAF KRÍM Simferopol Sevastopol Jevpatoría AZOVS- HAF Jalta Feodosía Kertsj Odessa Var hluti af Rússlandi fyrir árið 1954 og um 60% íbúanna eru Rússar. Námsmenn í Manila á Filippseyjum halda á yfirlýsingum um að þeir vilja gefa líffæri eftir andlát. Um 3.550 manns skráðu sig sem líf- færagjafa í háskóla í borginni til að komast í heimsmetabók Guinness. Fyrra met var sett á Indlandi þegar 2.750 manns lofuðu líffæragjöf. EPA Metfjöldi líffæragjafa Viktor Janúkóvítsj

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.