Morgunblaðið - 01.03.2014, Page 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014
Seltjarnarnes Margir viðra sig og hundana um leið og þeir njóta náttúrunnar og útsýnisins við Seltjörn.
Ómar
Þessari mikilvægu
spurningu var varpað
fram í dagblaðinu
Vísi 1976 vegna frum-
varps landbún-
aðarráðherra um að
heimila frelsi í sölu á
mjólk og mjólkuraf-
urðum. Í greinargerð
með frumvarpinu var
síðan útskýrt að
margt hefði breyst
frá því sem áður var þegar einok-
unarverslun var innleidd. Þó að
ótrúlegt megi virðast þegar um
landbúnaðarafurðir er að ræða
voru það helst neytendasjónarmið
sem voru efst á baugi eða eins og
sagði í greinargerð „Nú vilja flest-
ir neytendur fá keyptar allar mat-
vörur sínar, þar með talda mjólk
og mjólkurvörur, á einum stað, í
hinum svokölluðu sjálfsafgreiðslu-
búðum. Þar er mikið vöruúrval að
öllum jafnaði og allt annað en áð-
ur var í nýlenduvöruverslununum
sem svo voru kallaðar.“ Sömuleið-
is voru af því áhyggjur að einok-
unarverslunin yrði fyrir tekjumissi
en hún hafði þá áður útvíkkað
starfsemi sína í brauð, safa, sæl-
gæti, gos o.s.frv „til að lækka
rekstrarkostnað“ eins og það hét.
Minnihluti nefndarinnar benti
réttilega á að ekkert hafði verið
gert til að „ ... tryggja atvinn-
öryggi 160-170 kvenna sem starfa
í mjólkurbúðum“ og „ ... verulega
hættu á að sum bæjarhverfi –
einkum í gamla bænum – verði af-
skipt“. Ekki vantaði sérfræðiálitin
hjá minnihlutanum: „í umsögn
borgarlæknis að hætt væri á að
veruleg afturför ætti sér stað
varðandi geymslu og hreinlæt-
isaðstöðu á útsölustöðum“.
Kostulegt er að rifja upp rök
þeirra sem hæst töluðu gegn lög-
leiðingu bjórs hér á landi, bjórinn
var m.a. ekki einkamál eig-
inmanna því bjórvömbin yrði líka
vandamál eiginkvenna og ungling-
um yrði umsvifalaust
drekkt í óreglu, þjóð-
in stóð á barmi hengi-
flugs. Álit „sérfræð-
inga“ skipti miklu
máli þá sem nú og
erfitt var að andmæla
áliti landlæknis um að
„vinnumenn og jafn-
vel börn gætu haft til-
hneigingu til að mis-
nota bjórinn“. Undir
þessi sjónarmið tók
verkalýðshreyfingin
sem taldi að vinnu-
framlag myndi augljóslega skerð-
ast. Dómsdagsspámenn skortir
sjaldnast ímyndunarafl en eitt af
því sem sameinar slíka er for-
sjárhyggjan sem gengur út á að
fólki sé ekki stætt á eigin fótum
og alla mannlega breyskleika megi
leysa með boðum og bönnum, já
og einokunarverslunum! Raunar
áttu viðlíka hrakspár ekki eftir að
heyrast aftur fyrr en þjóðin neit-
aði að samþykkja Icesave og end-
uróma svo út af bjölluatinu í
Brussel. Eins og jafnan stóð
Morgunblaðið með einstaklings-
frelsinu og átti líklega stóran þátt
í að skynsemin náði yfirhöndinni.
Rekstur einokunarverslana fyrir
áfengi er engu minni tímaskekkja
en rekstur mjólkurbúða var á sín-
um tíma. Líklega fer það á spjöld
sögunnar sem eitthvert merkasta
afrek í sögu orwellskrar áróð-
urstækni að sannfæra heila þjóð
um að söluaðili vímuefnis, sem
rekur 49 verslanir og leggur sig
fram um „góða þjónustu“ vinni
jafnframt gegn eigin sölu. Að
setja ÁTVR í sama flokk og þá
sem raunverulega vinna þakk-
arvert forvarna- og meðferð-
arstarf á borð við SÁÁ er einfald-
lega móðgun. Þess má geta að
rekstur SÁÁ kostar sömu upphæð
og rekstur hinna úreltu einok-
unarverslana.
Markmið áfengislaga er að
„vinna gegn misnotkun á áfengi“
sem segja má að hafi verið grunn-
stefið í málflutningi andstæðinga
bjórsins. Hins vegar skulum við
ekki ætla neinum meðlimi löggjaf-
arsamkundu þjóðarinnar þá frekar
en nú slíka einfeldningshugsun að
sannfæring fylgi þeirri ályktun að
lög geti unnið á fíkn þess hluta
þjóðarinnar sem á við áfeng-
isvandamál að stríða frekar en að
eldklerkar geti afhommað með
særingu. En hver er þá hinn eig-
inlegi tilgangur ríkisforsjár-
hyggjumanna? Fyrst ber að geta
að ríki getur aldrei haft vilja,
hvorki góðan né slæman, um-
hyggju eða umkomuleysi. Slíkt er
alltaf bundið við einstaklinga, í
þessu tilfelli embættismenn og
stjórnmálamenn sem sækja sín at-
kvæði og launatékka á grundvelli
þess sem hljómar umhyggjusamt í
eyrum kjósenda. Hér er það lög-
málið um að léttustu tapparnir
fljóta best, gildi einfaldra yfirlýs-
inga í hávegum, enda: getur ein-
hver verið á móti því að unnið sé
„á móti misnotkun á áfengi“ nú
eða að mjólk súrni í verslunum?
Villta vinstrið má svo augljóslega
ekki til þess hugsa að einkaaðilar
geti hagnast á sölu áfengis í vín-
búðum eða matvöruverslunum
enda gengur lífssýn vinstrimanns-
ins út á að eins manns gróði sé
alltaf annars manns tap. Engu
skiptir þó öllum megi ljóst vera að
rekstrarkostnaður 49 einok-
unarverslana ásamt yfirbyggingu
upp á 770 milljónir á ári hljóti
alltaf að vera kostnaður sem
leggst á almenning í þessu landi
með einum eða öðrum hætti og sé
algerlega sambærileg tímaskekkja
og mjólkurbúðirnar áður.
Eftir Arnar
Sigurðsson »Rekstur einok-
unarverslana
fyrir áfengi er engu
minni tímaskekkja en
rekstur mjólkurbúða
var á sínum tíma.
Arnar Sigurðsson
Höfundur starfar á fjármálamarkaði.
Hvað verður um
afgreiðslustúlkurnar?
Í vikunni bárust þau
gleðitíðindi að flug frá
Íslandi til margra
áfangastaða í Evrópu
hefði lækkað um allt að
fjórðung á einu ári.
Lækkunin er neyt-
endum til mikilla hags-
bóta sem og lyftistöng
fyrir ferðaþjónustuna á
Íslandi. Á öllum um-
ræddum flugleiðum rík-
ir mikil samkeppni. Flugfargjöld til
London, þar sem samkeppnin er
mest, hafa lækkað um allt að 40% á
einu ári. 1)
Á sama tíma hafa flugfargjöld til
Norður-Ameríku ekki lækkað.
Ástæðan er sú að þar ríkir einokun
stærstan hluta ársins. Icelandair er
eina flugfélagið sem flýgur til Norður-
Ameríku árið um kring og er með yfir
90% hlutdeild á þeim markaði á árs-
vísu.
WOW air flýgur til 15 áfangastaða í
Evrópu í sumar. Ætlunin var jafn-
framt að hefja flug allt árið til Boston
og Stokkhólms. Til að geta flogið allt
árið til Norður-Ameríku verður
WOW air að geta tengt Norður-
Ameríkuflugin við áætlunarflug til
Evrópu og öfugt. Til að þetta geti
gengið eftir þurfa brottfarar- og lend-
ingartímar að vera innan þröngs
tímaramma. Af þessari ástæðu óskaði
WOW air eftir því við ríkisfyrirtækið
Isavia, sem hefur með höndum alla
umsjón og rekstur Keflavík-
urflugvallar, að félagið fengi úthlut-
aða viðeigandi brottfarartíma fyrir
Norður-Ameríkuflug sitt. Að öðrum
kosti er ekki rekstrargrundvöllur fyr-
ir því að hefja flug til Norður-
Ameríku. Isavia hefur þráfaldlega
hafnað þeirri beiðni.
Samkeppniseftirlitið hefur fylgst
með þessum málum frá árinu 2010,
fyrst vegna ítrekaðra kvartana Ice-
land Express og nú WOW air. Sam-
keppniseftirlið komst nýverið að
þeirri niðurstöðu í ítarlega rökstuddri
ákvörðun að ákveðnir afgreiðslutímar
væru nauðsynlegir til að hefja Am-
eríkuflug. Isavia bæri því að afhenda
WOW air tvo afgreiðslutíma að
morgni og tvo síðdegis til þess að
tryggja að WOW air geti tengt Norð-
ur-Ameríku- og Evrópuflugin. Þessi
tenging er frumforsenda fyrir því að
hægt sé að bjóða daglegt flug til
Norður-Ameríku allt árið um kring.
Isavia og Icelandair hafa hins vegar
skotið ákvörðun Samkeppniseftirlits-
ins til áfrýjunarnefndar samkeppn-
ismála.
Gísli Baldur Garðarsson ritaði ný-
verið grein í Morgunblaðið um nið-
urstöðu Samkeppniseftirlitsins. Meg-
inniðurstöður Gísla eru fjórar. Í
fyrsta lagi gerir Gísli ráð fyrir því að
WOW air sé að taka núverandi af-
greiðslutíma af Icelandair. Í öðru lagi
sé núverandi úthlutunarkerfi ekki
samkeppnishindrandi. Í þriðja lagi
hafi ekki verið aðhafst með sama
hætti í nágrannalöndum okkar. Loks
er Gísli þeirrar skoðunar að Sam-
keppniseftirlitið hafi ekki heimild til
að taka umrædda ákvörðun. Þessar
staðhæfingar eru allar rangar.
12 hlið tekin af British Airways
Krafa WOW air felst ekki í því að
teknir séu afgreiðslutímar af Ice-
landair. Krafa WOW air er að fá út-
hlutaða afgreiðslutíma sem verða til
við afkastaaukningu flugvallarins nú í
sumar. WOW air sótti áður um þessa
nýju afgreiðslutíma en var hafnað.
Þess í stað fékk Icelandair afgreiðslu-
tímana og er að hefja flug á tvo nýja
áfangastaði í sumar, Vancouver og
Edmonton.
Það er einnig rangt sem fram kem-
ur í grein Gísla að ákvörðun um að
færa afgreiðslutíma milli flugfélaga sé
fordæmalaus. Árið 2012 voru 12 hlið
tekin af British Airways og afhent
flugfélaginu Virgin Atlantic til að
tryggja samkeppni á Heathrow-
flugvelli í London. Þessi úrræði
byggjast á skýrri heimild í tilskip-
unum Evrópusambandsins um út-
hlutun afgreiðslutíma. Sambærilegt
ákvæði er að finna í ís-
lenskum reglugerðum
um sama efni.
Gísli vitnar í fyrrver-
andi forstjóra Iceland
Express máli sínu til
stuðnings. Það kemur á
óvart, enda gerði Ice-
land Express verulegar
athugasemdir við þetta
fyrirkomulag. Þann 19.
júní 2012 sendi félagið
erindi til Samkeppn-
iseftirlitsins þar sem
kvartað var yfir út-
hlutun Isavia. Félagið taldi að úthlut-
unarfyrirkomulagið raskaði sam-
keppni og útilokaði nýja aðila frá
markaðnum. Erindið kom í framhaldi
af kvörtun félagsins frá árinu 2010.
Þar kvartaði Iceland Express yfir út-
hlutun afgreiðslutíma á Keflavík-
urflugvelli og benti á að breyting á
fyrirkomulaginu yrði stórt skref í þá
átt að tryggja samkeppni á mark-
aðnum.
Það er umhugsunarvert að í dag
segist þáverandi forstjóri Iceland Ex-
press ekki skilja sama málflutning
WOW air. Í máli hans kom einnig
fram að hann hefði einfaldlega sest
niður með Isavia og Icelandair á sín-
um tíma. Félögin hefðu ákveðið í sam-
einingu að færa afgreiðslutímana á
milli sín á Keflavíkurflugvelli. Þetta
er í mótsögn við það sem Isavia held-
ur fram þegar það segist ekkert hafa
með úthlutanir á afgreiðslutímum á
Keflavíkurflugvelli að gera.
Upplýsingafulltrúi Isavia gerist
einnig tvísaga í yfirlýsingu um málið
sem birt var á vefsíðu RÚV þann 30.
janúar sl. Þar fullyrðir hann fyrst að
Isavia sjái ekki um úthlutunina. Í
næstu línu segir hann að Isavia hafi
boðið WOW air þriggja ára samning.
Ef WOW air hefði samþykkt þriggja
ára samninginn hefði félagið fengið
umbeðna afgreiðslutíma. Þá er
ástæða til að vekja athygli á því að á
heimasíðu Keflavíkurflugvallar er
starfsmaður Isavia titlaður samræm-
ingarstjóri vallarins. Sami aðili starf-
aði áður hjá Icelandair í 25 ár. Þá er
starfandi samræmingarnefnd Kefla-
víkurflugvallar en formaður hennar
er jafnframt starfsmaður Icelandair.
Þessar staðreyndir fara illa saman við
yfirlýsingar Isavia um að félagið hafi
ekkert með úthlutun afgreiðslutíma
að gera. Þá vakna spurningar um
hvort tengingar Icelandair við þennan
hluta starfsemi Isavia séu eðlilegar.
Ég er þó hjartanlega sammála
Gísla í einu. Það er mikilvægi þess að
áfrýjunarnefnd samkeppnismála fari
vandlega yfir málið. Það eru miklir
þjóðfélagslegir hagsmunir í því fólgn-
ir að eðlileg og heilbrigð samkeppni
komist á í ferðaþjónustunni. WOW air
hlakkar til að keppa á jafnrétt-
isgrundvelli við hvern sem er. Félagið
rekur nýrri, umhverfisvænni og spar-
neytnari flugvélar en Icelandair.
WOW air var stundvísasta flugfélagið
á Íslandi 2013 og stefnir ótrautt áfram
að því að lækka einnig flugfargjöld til
Norður-Ameríku um tugi prósenta,
öllum Íslendingum og ferðaþjónust-
unni í heild til mikilla hagsbóta.
Niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar
tekur ekki efnislega á áliti Samkeppn-
iseftirlitsins heldur eingöngu því að
hún telji að eftirlitið hefði átt að beina
máli sínu að erlendum úthlut-
unarstjóra sem vinnur fyrir Isavia.
Efnislegri niðurstöðu Samkeppniseft-
irlitsins hefur því ekki verið hnekkt
og verður án nokkurs vafa framfylgt
að nýju af eftirlitinu. WOW air mun
leita allra ráða til að tryggja heil-
brigða samkeppni og ljóst er að þessu
máli er ekki lokið af okkar hálfu.
1) http://turisti.is/innblastur/5-yfirlit/1515-
tugprosenta-laekkun-a-farmidum.html
Viljum við einokun?
Eftir Skúli
Mogensen
Skúli Mogensen
» Það eru miklir
þjóðfélagslegir
hagsmunir í því fólgnir
að eðlileg og heilbrigð
samkeppni komist á
í ferðaþjónustunni.
Höfundur er forstjóri WOW air.