Morgunblaðið - 01.03.2014, Page 34

Morgunblaðið - 01.03.2014, Page 34
Hugsað til Steingríms J. Sigfússonar Aldrei þessu vant hlustaði ég á umræður á Alþingi á miðvikudag. 3- 400 ræður voru haldnar um fundarstjórn forseta og dagskrá þingsins fyr- ir kvöldmat. Og undir miðnætti þegar ég kom heim voru þau enn að tala um fundarstjórn forseta þingmenn Vinstri grænna og Katrín Júlíusdóttir! Bjarna Benediktssyni var þrásinnis brigslað um að standa ekki við orð sín. Ummæli hans voru tekin úr sam- hengi, en að sjálfsögðu verða þau ekki túlkuð öðru vísi en út frá ályktun síð- asta Landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins. Fundinn sátu hátt í 1400 manns. Sérstök ályktun var um ESB-málin. Þar stendur: „Áréttað er að aðild- arviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu.“ Þetta er skýrt og skorinort og í samræmi við málflutning Bjarna Benediktssonar fyrir alþingiskosning- arnar og síðan. Við Steingrímur vorum samþing- ismenn fyrir Norð-Austurland frá 1983 til 2007, svo að við erum töluvert kunnugir. Ég hef áður rifjað upp, að góður vinur minn og kjósandi Stein- gríms, sem nú er látinn, bað mig spyrja Steingrím fyrir kosningarnar 2003 hvort hann vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu, ef hann vill það, sagði hann, þá kýs ég íhaldið! Og Steingrímur bað mig skila því til baka að það myndi hann hvorki vilja né gera. Því mætti hann treysta! Þessu trúði ég vel og við báðir, enda í sam- ræmi við málflutning Steingríms við kjósendur sína fyrr og síðar. Enginn kannast enda við, að Steingrímur hafi viljað aðild að Evrópusambandinu fyrr en eftir að Jóhanna Sigurð- ardóttir setti honum stólinn fyrir dyrnar við myndun fyrstu hreinu vinstri stjórnar á Íslandi. Stein- grímur var orðinn þreyttur í fótunum og vildi fá að setjast í stól- inn. Faðir minn sagði við mig, að ég gæti ekki skilið marxista, til þess yrði ég að vera marxisti sjálfur. Svo að ég rifji upp vitnisburð Indriða Aðalsteinssonar á Skjaldfönn: „En aftur til kosningavorsins 2009. Það tók ekki langan tíma fyrir sig- urvegarann S.J.S að slökkva á vonum og væntumþykju okkar þorra stuðn- ingsmanna VG til ríkisstjórnar Jó- hönnu Sigurðardóttur. Í sjónvarps- viðræðum kvöldið fyrir kjördag hafnaði S.J.S því algerlega að til greina kæmi að óska eftir viðræðum um ESB-aðild. Orðrétt sagði hann við alþjóð: „Það samrýmist ekki okkar stefnu og við höfum ekkert umboð til þess.“ Hálf- um mánuði síðar lagði stjórnarfleyið frá landi með Brussel fyrir stafni og aðildarumsókn sem leiðarljós. Nýjum og áður óþekktum hæðum Íslands- sögunnar í kosningaloforðasvikum hafði verið náð.“ Ég hlustaði á Steingrím tala um fundarsköp forseta á miðvikudaginn. Þá fann ég glöggt hvaða viðsnúningur hafði orðið á honum og skoðunum hans. Þetta var ekki sá Steingrímur sem ég þekkti. Hver setning og hvert svipbrigði laut að því að greiða götur aðildar að Evrópusambandinu. Hann talaði um þjóðarviljann eins og jafnan þegar hann stendur höllum fæti. Þess er skemmst að minnast, að þetta gerði hann í umræðum um nýja stjórn- arskrá og Sigurður Líndal snupraði hann fyrir að hagræða sannleikanum. Jóhanna Sigurðardóttir og Stein- grímur J. Sigfússon lögðu upp í aðild- arviðræðurnar undir þeim formerkj- um, að þær tækju skamman tíma, – eitt til eitt og hálft ár. Þess vegna yrðu kaflarnir um sjávarútvegs- og land- búnaðarmál „opnaðir“ þegar í stað. En það fór á annan veg. Það var aldrei gert og svo lagði „hin fyrsta hreina vinstri stjórn“ upp laupana í vor sem leið. Undir umræðunum á miðvikudag bar Árni Þór Sigurðsson sig við að reyna að útskýra af hverju. En enginn skildi hvað hann var að að segja. Allra síst hann sjálfur! Þegar ég horfði á hann í sjónvarp- inu varð mér hugsað vestur á firði. Það væri kannski vegur að fá var- anlegar undanþágur fyrir veiðar á innfjarðarrækju í Ísafjarðardjúpi! Við Steingrímur heimsóttum ásamt fleiri alþingismönnum þýska þingið þegar ég var forseti Alþingis. Auðvit- að bar hugsanlega aðild að Evrópu- sambandinu á góma og við spurðum hvort hugsanlegt væri, að við gætum fengið varanlegar undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins í sjáv- arútvegsmálum. Nei, – svarið var skýrt. Íslendingar væru velkomnir í bandalagið hvenær sem þeir vildu, en sérsamningar eða varanlegar und- anþágur væru ekki í boði. Það þýddi að brjóta yrði regluverkið upp gagn- vart öðrum þjóðum og það yrði ekki gert. Svo einfalt var það. Og svo ein- falt er það! Steingrímur tók það nærri sér að á hann var borið að hann færi með rangt mál og talað um „lygi“ í því sam- bandi. Og krafðist afsökunar. Og varð að ósk sinni. Og ég sá það fyrir mér, að þeir leiddust broshýrir út úr þing- salnum Steingrímur og Össur Skarp- héðinsson til þess að bera sannleik- anum vitni. Og þá var mér skemmt. Eftir Halldór Blöndal » Steingrímur var orðinn þreyttur í fótunum og vildi setjast í stólinn Halldór Blöndal Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis. 34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Eðlilega höfum við Íslendingar skoðanir á því hvort við eigum að ganga í Evrópusam- bandið eða ekki. Hvað þurfum við að gera til að komast inn? Hverju þurfum við að fórna? Hver er ávinning- urinn? Munu lífskjör almennings á Íslandi batna? Eða kannski versna? Missum við sjálfstæði við inngönguna? Hvað með sjávarútveginn og landbún- aðinn? Við viljum að sjálfsögðu fá sem mest út úr inngöngunni og viljum jafnframt helst ekki þurfa að fórna neinu á móti. Ætli það sé ekki hinn íslenski hugsunarháttur? Við viljum þó hafa eitthvað að segja innan sam- bandsins, vera virkur þátttakandi í umræðum og ákvarðanatöku. Við erum Evrópuþjóð og viljum líklega flest vera það. A.m.k. eiga sem best samskipti við vini okkar og nágranna í Evrópu og Evrópusam- bandið. Ótrúverðug umsókn Ég verð að játa að á tímabili fannst mér það athyglisverður möguleiki að fá kannað hvað við fengjum út úr því að ganga í sambandið. Var þó frekar efins um að hefja viðræður á þeim tímapunkti þegar þær voru hafnar sökum þess arfaslaka baklands sem við höfðum þegar farið var í viðræð- urnar við samninganefndina. Enda fannst mér við harla ótrúverðug mið- að við hvernig mál voru stödd á þeim tíma enda stóð síðasta ríkisstjórn ekki einhuga að um- sókninni eins og kunn- ugt er. En úr því farið var af stað hvarflaði vissulega að mér að rétt væri að klára viðræðurnar af einurð og heilindum svo framarlega sem við og þeir treystu sér til mið- að við ástandið á Íslandi gagnvart viðræðunum. Fá úr því skorið hvað samningurinn fæli í sér og fá síðan að kjósa um hann. Svo ekki þyrfti að ræða þetta mál frekar næstu árin. Ítalía, Spánn, Grikkland Það vill hins vegar þannig til að á undanförnum þremur árum hef ég hitt og átt samtal við Íslendinga sem búsettir eru og hafa verið í áratugi bæði á Ítalíu, Spáni og Grikklandi. Fólk sem vinnur við ferðaþjónustu og fararstjórn. Fólk sem jafnvel á maka og því tengdafjölskyldu frá umræddum löndum. Fólk sem man tímana tvenna og þekkir vel til að- stæðna. Það hefur sagt mér frá stað- reyndum í lífi og stöðu almúgans í þessum löndum og viðhorfum hans til aðildar að Evrópusambandinu. Þetta fólk skilur ekki af hverju við Íslendingar sækjumst eftir því að ganga í Evrópusambandið því lífs- kjör almennings í þessum löndum versnuðu til mikilla muna við inn- göngu þeirra í sambandið eða eftir að evran var tekin upp. Öll vara og þjónusta hækkaði stórlega, kaup- máttur minnkaði verulega og at- vinnuleysi margfaldaðist. Framfarir á flestum sviðum eru litlar og tæki- færin fá. Stöðugleikinn slíkur að fólk er að missa húsin sín, flytja inn á ætt- ingja og festast í varanlegri fátækt. Eitthvað sem fólk gat engan veginn séð fyrir að myndi gerast. Þetta ágæta fólk vill þar að auki meina að ekki sé neitt mark takandi á tölum yfirvalda né Evrópusam- bandsins í þessum efnum. Fólk skrá- ir sig ekki atvinnulaust og kerfið fylgist illa með þeim sem það hafa gert þegar þeir síðan falla af bót- unum eftir nokkra mánuði. Þetta er bara hinn blákaldi veruleiki sem al- menningur í þessum löndum býr við, hverju eða hverjum sem það er svo að kenna. Hvort þetta er staðbundin stað- reynd í nákvæmlega þessum löndum skal ég ekki dæma um og vera kann að veruleikinn á Íslandi verði einhver allt annar. En höfum þetta í huga á vegferð okkar til vonandi bjartrar framtíðar, innan eða utan Evrópu- sambandsins. Himnaríki Annars hef ég nú reyndar per- sónulega meiri áhuga á að komast inn í himnaríki þegar þar að kemur þar sem lífsgæðin ku vera heldur meiri og betri en hérna niður frá. En njótum þess að vera hérna á meðan við erum því það er of seint þegar við erum farin. Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Annars hef ég nú meiri áhuga á að komast inn í himnaríki þegar þar að kemur þar sem lífsgæðin ku vera heldur meiri og betri en hérna niður frá. Höfundur er rithöfundur. ESB, bætt eða skert lífskjör? Lækjargötu og Vesturgötu Nokkrar nýjar vandaðar þriggja herbergja íbúðir 95 m2 til leigu fyrir alla aldurshópa. • Almenn leiga til allt að tveggja ára. • Öryggisíbúðarleiga, ótímabundin. Fallegir garðar. Verslunar- og þjónustumiðstöðin við Spöngina í göngufæri. Golfvöllur Korpu, Egilshöllin, góðar göngu- og reiðhjólaleiðir í næsta nágrenni. Innangengt í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar, sem tekin verður í gagnið í apríl 2014. Eir hjúkrunar- og öryggisíbúðir Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík, 522 5700, eir@eir.is Leiguíbúðir—Opið hús Fróðengi 1—11, Grafarvogi Sunnudaginn 2. mars og mánudaginn 3. mars milli kl. 14 og 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.