Morgunblaðið - 01.03.2014, Síða 41

Morgunblaðið - 01.03.2014, Síða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 ir þær góðu stundir sem þú færðir mér. Loftur. Minn kæri Siggi. Nú hefur þú kvatt okkur að sinni, tekið hatt þinn og staf og eflaust er vasahníf- urinn, það þarfaþing, ekki langt undan. Nú húmi slær á hópinn þinn, nú hljóðnar allur dalurinn og það, sem greri á þinni leið um því nær heillar aldar skeið. Þér kær var þessi bændabyggð, þú battst við hana ævitryggð. Til árs og friðar ekki í stríð – á undan gekkstu í háa tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, - hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Ég vil ásamt fjölskyldu minni þakka þér fyrir samfylgdina og kærleikann frá því að þú varst hluti af daglegu lífi okkar fyrir nærri 30 árum. Gissur og fjölskylda. þér að ég væri kominn í „göngu- rinn“. Ég hringdi líka oft í þig til að segja þér að þú værir yndisleg og að þú værir besta amma í heimi. Ég sagði þér líka oft að ég elskaði þig. Þú varst alltaf svo glöð að heyra í mér. Mér fannst alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín. Alltaf þegar ég kom voru strax komnar kökur á borðið. Uppáhaldskakan mín er skyrkakan þín með rauða hlaupinu á. Mamma lofar að búa hana til handa mér einhvern tím- ann. Þú áttir líka alltaf Nóa kropp í búrinu og græna klaka í frystin- um. Ég kom oft í pössun til þín þegar ég var lítill og þú sagðir alltaf að ég væri svo góður. Þú sagðir alltaf Goði alltaf góður. Mér fannst það fyndið. Þú vildir alltaf púsla og spila með mér. Þú kenndir mér mörg spil eins og til dæmis veiðimann, ólsen-ólsen og lönguvitleysu. Þú reyndir að kenna mér að leggja kapal en ég gat aldrei lært það. Þú spilaðir líka alltaf tónlist fyrir mig. Leikskólinn minn var beint á móti húsinu þínu og ég og krakk- arnir kölluðum oft á þig þegar þú varst heima. Allir vinir mínir köll- uðu þig líka ömmu. Stundum þeg- ar ég var úti að leika mér með vin- um mínum kom ég til þín til að fá epladjús að drekka og brúnan brjóstsykur. Ég sakna þín mjög mikið og ég lofa að vera duglegur að heim- sækja afa. Fannar Goði. Dýrmæta amma Þóra. Mér líður undarlega þegar ég hugsa til þess að við fáum aldrei tækifæri til að spjalla aftur, ég fékk þó 32 ár með þér sem ég er þakklát fyrir. Ég hef alltaf litið á þig sem vinkonu mína því við gát- um setið tímunum saman og spjallað um heima og geima. Þegar ég rifja upp æskuárin mín þá átt þú stóran þátt, það sem þú nenntir að sitja með manni og búa til báta úr dagblöð- um og spila. Það var ekkert betra en að koma í næturgistingu til ykkar afa því það var svo mikil ró og næði. Oftar en ekki fékk ég að ráða hvað yrði í sjónvarpinu og þá var 8́9 á stöðinni sett í video tækið og heil spóla látin rúlla. Þið afi sátuð í sitthvorum stólnum og ég fékk að flatmaga í sófanum, alltaf með grænan klaka, þetta voru yndisleg kvöld. Ég var reyndar að koma í næturgistingu ansi langt fram eftir aldri því ég var orðin 26 ára þegar ég kom síðast og fékk að gista á sófanum en þá var ég búsett á Egilsstöðum, og auðvitað fékk ég grænan klaka og Nóa kropp, það klikkaði aldrei. Einhverra hluta vegna þá var grænmetið þitt alltaf það besta í bænum. Salatið sem þú græjaðir með matnum var svo gott að ég gat úðað því í mig þó svo ég vildi það ekki annars staðar. Ég var komin dálítið yfir tvítugt þegar ég fékk skýringu á þessu skrítna máli, ég sá að þú sykraðir í skál- ina, það hlaut að vera. Þú varst alltaf með svo miklar áhyggjur af okkur, ég var búin að læra að segja þér bara eftir á ef ég fór í ferðalög, þá gastu ekki haft áhyggjur á meðan, þú varst nú ekki alltaf glöð þegar ég gerði það en mér fannst þú bara fyndin. Þú kenndir mér ýmislegt. T.d. hvar álfarnir búa í fjallinu á leið- inni til Borgarfjarðar eystri, að flestallir hólar og fjöll á landinu hafa sín eigin andlit, ef það voru ekki fuglar þá voru það skessur og svo kenndir þú mér líka réttu handtökin í frystihúsinu. En það mikilvægasta sem þú kenndir mér var að trúa. Núna trúi ég því að þú sért hjá langömmu, langafa, Gústu og Magnúsi Guðjóni. Þú varst svo lánsöm að þú hef- ur aldrei þurft að kveðja neinn af- komanda, þú átt okkur öll. En fyr- ir nokkrum árum greip sjúkdómurinn inn í hjá þér og hef- ur nú tekið þig frá okkur. Þrátt fyrir veikindi þín labbaðir þú hringinn eins lengi og þú mögu- lega gast og ég man þegar ég sá afa leiða þig einn hringinn, það er fátt innilegra eða fallegra en að sjá ömmu sína og afa leiðast á átt- ræðisaldrinum. Þú varst yndisleg amma og langamma. Magnús Atli var lán- samur að fá tæp 6 ár með þér, þú varst svo góð við hann og passaðir alltaf upp á það að afi kæmi heim úr skúrnum þegar við mættum á Ketilsbrautina. Þú hafðir alveg einstakt dálæti á minnstu afleggj- urunum þínum. Takk, amma, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, þú varst alveg einstök. Þó að ég hefði ekki fengið nema brot af þeirri ást og hlýju sem ég fékk frá þér hefði ég getað lifað sæl og glöð. Ég lofa að passa vel upp á afa og ég skal fara var- lega, alltaf. Hvíldu í friði. Lilja Hrund og Magnús Atli. ✝ Stefán Jónssonfæddist þann 2. mars 1934 í Hró- arskeldu í Dan- mörku. Hann lést í Vermillion Ohio þann 13. desember 2013 eftir 10 ára baráttu við Alz- heimer. Foreldrar hans voru hjónin Jón Stefánsson, rit- stjóri og kaup- maður á Akureyri, fæddur 17. janúar 1881, látinn 1. júní 1945 og Gerda Stefánsson, húsfreyja og útsölustjóri ÁTVR á Ak- ureyri, fædd 24. júlí 1906 og lést 9. nóvember 1985. Systkini Stef- börn, Daniel, Devin og Jenna. Stefán ólst upp á Akureyri, hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1953. Hann stundaði nám við lög- fræðideild Háskóla Íslands, en lauk ekki námi. Hann starfaði hjá Flugfélagi Ísland í Ósló 1955-1957, í Kaupmannhöfn 1957-1960 og í Reykjavík 1961- 1963. Starfaði í útsölu ÁTVR á Akureyri 1965-1970 og í Borg- arbókasafni Reykjavíkur 1970- 1971. Stefán og fjölskylda fluttu til Vermillion í Ohio í apríl 1971, þar vann hann hjá Ford motor corporation í Lorrain í Ohio frá 1971 til ársins 2000. Útför hans fór fram þann 21. desember 2013 í Trinity Lut- heran church í Vermillion Ohio. Minningarathöfn fer fram í Ár- bæjarkirkju sunnudaginn 2. mars 2014 kl. 15. áns eru Sveinn Óli, fæddur 1935 og Gerða Ásrún (Ása), fædd 1936, bæði búsett í Reykjavík. Eftirlifandi eig- inkona hans er Magnea Kristjáns- dóttir, fædd 1934, börn þeirra eru: 1) Jón, fæddur 1965, eiginkona hans er Wanda og eiga þau þrjú börn, Kate, Maggie og Stefán 2) Kristján, fæddur 1967, eiginkona hans er Nicole og eiga þau einn son, Will, 3) Anna Gerða, fædd 1970, eiginmaður hennar er Mark Henderson og eiga þau þrjú Margar góðar minningar á ég um hann Stefán föðurbróður minn sem við kveðjum á áttræðisafmælisdegi hans. Stefán bjó með fjölskyldu sinni í Ameríku og fluttu þau þang- að árið 1971. Þrátt fyrir fjarlægðina var alltaf mikið og gott samband á milli hans og pabba. Stefán var mjög rólegur og ljúfur maður, það var alltaf gott að vera í návist hans. Nokkur sumur bjó ég í húsi ömmu og afa á Akureyri og alltaf var gam- an þegar Stefán frændi kom í heim- sókn, hann hafði gaman af því að segja sögur frá því er hann, pabbi og Ása systir þeirra voru ung og voru að alast upp á Akureyri. Við áttum margar góðar stundir saman, sátum og spjölluðum oft fram eftir og fór- um í bíltúra um bæinn þar sem hann rifjaði upp ýmislegt sem á daga hans hafði drifið. Þessir tímar voru ómetanlegir þar sem við hittumst ekki eins oft og ættingjar gera þar sem við bjuggum í sitthvoru land- inu, en tíminn var vel nýttur og naut ég þess að vera með honum. Einnig var alltaf gaman að heimsækja hann og fjölskyldu hans til Ohio, þaðan á ég margar ógleymanlegar minning- ar. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Elsku Magga, Jón, Kristján, Anna Gerða, tengdabörn og barna- börn, minning mín um yndislegan frænda lifir. Hvíldu í friði, elsku Stefán. Þín bróðurdóttir Anna Katrín. Vinur minn, Stefán Jónsson er látinn, 79 ára að aldri. Hann and- aðist í Bandaríkjunum, en þar hafði hann dvalið með fjölskyldu sinni í rúm 40 ár. Stefán var fæddur í Danmörku og átti danska móður. Hann flutti til Íslands (Akureyrar) ungur að aldri, en þar hlaut hann viðurnefnið Stebbi danski, sem vin- ir hans frá fornu fari nota gjarnan ennþá. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1953 og hugðist hefja nám í lög- fræði. Á leiðinni suður lenti hann í bílslysi, en það þótti ganga krafta- verki næst, að hann skyldi lifa af þetta slys. En líklega hefur hann aldrei náð sér að fullu. Hann hóf nám í lögfræði, en hætti að tveim árum liðnum og hóf störf hjá Flug- félagi Íslands. Sumarið 1959 var hann sendur til Óslóar, þar sem hann starfaði sem fulltrúi flugfélagsins. Um haustið hætti Flugfélagið að fljúga til Óslóar, en það gleymdist að kalla Stefán heim. Hann beið rólegur eftir að kallið kæmi, en það tók nokkra mánuði. Þá um haustið komst hann í kynni við íslenska námsmenn sem bjuggu á stúdentaheimilinu Sogni, en þar eignaðist hann marga vini fyrir lífstíð. Ekki skemmdi það fyr- ir að Stefán átti bíl, en slíkt var óþekktur lúxus meðal námsmanna. Síðan var hann sendur til Kaup- mannahafnar þar sem hann dvaldi í tvö ár. Eftir að hann kom heim og var orðinn fjölskyldumaður, flutti hann til Akureyrar, þar sem hann dvaldi og starfaði í nokkur ár. Lík- lega var það fyrir áeggjan mágs hans, Bills Conway, að hann flutti til Bandaríkjanna vorið 1971, en þar beið hans vel launað starf. Eftir að Stefán flutti til Banda- ríkjanna fækkaði vinafundum. Stefán kom nokkrum sinnum í heimsókn til Íslands og einnig átti ég kost á að heimsækja Stefán og fjölskyldu hans til Vermilion í Bandaríkjunum. Stefán var skemmtilegur félagi að umgang- ast. Hann hafði erft danska kímni- gáfu frá móður sinni, og var góður sögumaður og naut sín best í fá- mennum hópi vina. Þótt hann hafi dvalist erlendis í 40 ár vottaði ekki fyrir erlendum hreim í tali hans. Ég held að hugur hans hafi verið á Íslandi öll þessi ár. Síðustu 10 ár átti hann við heilsuleysi að stríða, hann fékk Alzheimer. Undir lokin dvaldi hann á hjúkrunarheimili og féll góða aðhlynningu. Alzheimer er undarlegur sjúkdómur. Síðast þegar við hittumst var skamm- tímaminnið orðið lélegt, en við gátum talað um okkar „sokka- bandsár“ fyrir mörgum áratug- um. Þar var minni hans óskeikult. Gunnar Þormar. Með nokkrum orðum minnist ég nú vinar míns, Stefáns Jónssonar. Hann lést í Bandaríkjunum 13. desember 2013, en þar hafði hann búið og starfað frá árinu 1971. Hann var fæddur í Hróarskeldu 2. mars 1934. Sunnudaginn 2. mars 2014, þegar áttatíu ár eru frá fæð- ingu hans, er minningarstund um Stefán í Árbæjarkirkju. Stefán var einn hinna fyrstu sem ég kynntist við flutning til Akureyrar 1948. Við urðum nágrannar og settumst í annan bekk MA þá um haustið og áttum þar samleið þar til við lukum stúdentsprófi 17. júní 1953. Hann varð einn af mínum bestu og nánustu vinum á þessum glað- væru skólaárum. Eftir það héld- ust samskipti okkar allt þar til hann flutti til Bandaríkjanna með konu sinni og þremur ung- um börnum, 1971. Hann kom þó til gamla landsins við sérstök tæki- færi. Síðast fögnuðum við saman 50 ára stúdentsafmæli okkar í júní 2003 með flestum samstúdentun- um sem enn voru ofar moldu. Þau hjónin, Stefán og Magnea, urðu mér samferða í bíl til Reykjavíkur, að loknum hátíðahöldum á Akur- eyri. Þar fengum við gott tækifæri til að rifja upp gamlar minningar frá skólaárunum fyrir norðan. Stefán var þá farinn að finna fyrir hinum erfiða sjúkdómi sem hann barðist svo við næstu 10 árin. Hann sagðist ekki mæta á 60 ára stúdentsafmælið að 10 árum liðn- um. Hann fann að þá hefði hann tapað baráttunni við sjúkdóminn. Ég sakna Stefáns mjög og minnist oft gömlu góðu daganna í skólanum og utan hans, því margt var brallað á þessum árum. Marg- ar fórum við ferðirnar, í Vagla- skóg, að Dettifossi, Mývatnssveit og Ásbyrgi. Og eitt sinn ókum við suður Kjöl, sem ekki var algengt á þeim tíma. Við skólafélagarnir vottum Magneu, börnum þeirra og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúð. Ólafur G. Einarsson. Stefán Jónsson ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HAUKUR SIGURÐUR TÓMASSON jarðfræðingur, Furugerði 9, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 21. febrúar. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 3. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð fjölskyldu Georgs Guðna, nr. 0515-26-111177, kt. 501011-0530. Karitas Jónsdóttir, Sigrún Hauksdóttir, Loftur Atli Eiríksson, Haukur Hákon Loftsson, Sigrún Jónasdóttir, Elísabet Hugrún, Guðrún Gígja, Tómas Kolbeinn, Hrafnkell Tumi og Jón Guðni Georgsbörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIRÍÐUR DANÍELSDÓTTIR frá Kollsá, Hrútafirði, Bólstaðarhlíð 41, lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 25. febrúar. Erla Karlsdóttir, Sigurður Þórólfsson, Ásdís Karlsdóttir, Eiríkur Bjarnason, Steinar Karlsson, Björk Magnúsdóttir, Margrét Karlsdóttir, Sigurður Þórðarson, Daníel Karlsson, Helga Hreiðarsdóttir, Indriði Karlsson, Herdís Einarsdóttir, Sveinn Karlsson, Guðný Þorsteinsdóttir, Sigurhans Karlsson, Þórey Jónsdóttir, Karl Ingi Karlsson, Steinunn Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR NÍELSDÓTTIR Hagamel 44, Reykjavík, lést í Sóltúni miðvikudaginn 26. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 5. mars kl. 15.00. Pétur Guðmundarson, Erla Jóhannsdóttir, Níels Guðmundsson, Jónanna Björnsdóttir, Snorri Guðmundsson, Bolette Steen Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, MAGNÚS BJÖRNSSON frá Flögu í Vatnsdal, andaðist í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 26. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 11. mars kl. 11.00. Hallfríður Kristín Skúladóttir, Elsa Lyng Magnúsdóttir, Stefán Torfi Höskuldsson, Krista Karólína Stefánsdóttir, Magnús Máni Stefánsson, Oddur Þór Þórisson, Sindri Dagur Þórisson og aðrir aðstandendur. ✝ Þökkum sýnda samúð við andlát eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞRÁINS JÓHANNESSONAR, Bollagötu 8, Reykjavík. Guðný Aðalsteinsdóttir, Tómas Þráinsson, Kolbrún Kvaran, Ari Þráinsson, Valdís Þorsteinsdóttir, Árni Þráinsson, Hrafnhildur Á. Reynisdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.