Morgunblaðið - 01.03.2014, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.03.2014, Qupperneq 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 ✝ Baldur ÓfeigurEinarsson, Kuggi, frá Ófeigs- stöðum í Köldukinn var fæddur 8. jan- úar 1962. Hann lést á Landspítalanum 22. febrúar síðast- liðinn. Baldur Ófeigur var sonur hjónanna Svanhildar Bald- ursdóttur, f. 1936, húsfreyju á Ófeigsstöðum, og Einars Kristjánssonar, f. 1927, bónda á Ófeigsstöðum. Systkini Baldurs Ófeigs eru: óskírður drengur, f. 1954, d. 1954; Krist- jana, f. 1954; Sigurbjörg, f. 1956, sambýlismaður hennar er Kristján Ólafur Jónsson, dætur þeirra eru Svanhildur Edda og dóttur, f. 1961, þann 21. júní 2008. Foreldrar hennar eru Sig- ríður Manasesdóttir, f. 1937 og Davíð Guðmundsson, f. 1936, Glæsibæ í Eyjafirði. Börn Huldu af fyrra hjónabandi eru: Elfa Antonsdóttir, f. 1985, sambýlis- maður hennar er Hjalti Jak- obsson, f. 1982; Egill Antonsson, f. 1988. Baldur Ófeigur útskrif- aðist sem bifvélavirki frá Iðn- skólanum á Húsavík árið 1985. Fram til ársins 1989 starfaði hann sem bifvélavirki bæði á Húsavík og í Reykjavík, en þá hóf hann störf á Akureyr- arflugvelli. Þar starfaði hann við afgreiðslu hjá Flugleiðum til ársins 1996 en frá árinu 1997 var hann þar starfsmaður Flug- málastjórnar, nú Isavia. Haustið 2010 fluttist hann heim í sveit- ina sína. Þar sinnti hann bú- störfum ásamt því að starfa á Aðaldalsflugvelli við Húsavík. Útför Baldurs Ófeigs fer fram frá Þóroddsstaðarkirkju í dag, 1. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Eyrún Sif; Hall- dóra, f. 1958, gift Lars Ove Tesdal, börn þeirra eru Kristine og Mikael Ófeigur; Sig- urbjörn, f. 1966, giftur Guðrúnu Gísladóttur, börn þeirra eru Krist- jana, Helga og Kristján Einar. Baldur Ófeigur var í sambúð með Jenný Sigfúsdótt- ur, f. 1965, þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Birgitta Anný, f. 1985, unnusti hennar er Ró- bert Örn Einarsson, f. 1983, börn þeirra eru Bjarki Snær, f. 2004 og Sara Lind, f. 2007. Bald- ur Ófeigur giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Huldu Davíðs- Nú ertu farinn langt í lönd, elsku sonur og bróðir. Eftir sitja ljúfar minningar um umhyggju- saman dreng, þær verða okkur ómetanlegar alla tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl þú í friði, elskulegur, Guð blessi minningu þína Mamma, pabbi, Kristjana, Sigurbjörg, Halldóra , Sigurbjörn og fjölskyldur. Elsku hjartans pabbi minn, hvað það er sársaukafullt að hugsa til þess að þú sért farinn og að ég fái ekki að heyra röddina þína og fá knúsið þitt aftur og alla þína skemmtun og ráðleggingar. Mér líður eins og það vanti á mig hinn helminginn af mér, það er svo mikið tómarúm. Þú varst eitt það dýrmætasta í lífinu mínu, litla hjartað mitt er núna mölbrotið og það mun aldrei gróa rétt saman aftur. Ég kveð þig með þessum orðum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði og ég elska þig að eilífu. Þín dóttir Anný. Elsku besti afi minn, þú sem ert á himni. Þú ert góður, en aldr- ei mun ég gleyma þér. Þú hefur alltaf verið góður við mig, þú smíðaðir handa mér allskonar dót og smíðaðir kofa handa mér og bróður mínum. Þú kallaðir mig Sörubíu og komst mér alltaf til að hlæja. Ég skal passa sveitina og kindurnar fyrir þig. Ég elska þig, afi. Þín afastelpa Sara Lind. Takk afi, fyrir að vera svona góður afi, þú ert besti afi í heimi, ég, gakki nær, eins og þú kallaðir mig, elska þig rosalega mikið og allir í fjölskyldunni þinni. Og ég sakna þín, afi, takk fyrir að vera svona góður við mig og þú hefur alltaf verið svo fyndinn og komið mér til að hlæja. Þú kenndir mér svo margt. Og ég vona að þú hafir gott líf þarna uppi. Þinn afastrákur Bjarki Snær. Við fráfall Baldurs Ófeigs er höggvið djúpt skarð og vandfyllt í raðir okkar frændsystkinanna frá Ófeigsstöðum og Rangá – raðirnar, sem verið hafa svo þétt- ar og traustar. Í þær höfum við sótt styrk okkar; fundið samhug- inn reistan á dýrmætri arfleifð feðra okkar og mæðra; yljað okk- ur við glaðar og góðar minningar; sungið okkur heim. En „skjótt hefur sól brugðið sumri“. Raðirnar hafa riðlast. Framvörðurinn, Kuggi, stendur ekki lengur í hlaði. Glaðvær kveðja hans ómar ekki oftar í eyrum. Smellin tilsvör hans, beinskeyttar athugasemdir og hagmælska mæta ekki framar komumönnum. Metnaðarfull natni hans og eljusemi, sem sett hefur svo áþreifanlega mark sitt á staðinn, umhyggja hans fyrir fólkinu sínu, gestrisni hans og góðvild eru nú minningar einar. Eftirsjáin er því mikil og harmsefnið þungt. Á hinn bóginn eru minningarnar um Kugga bæði glaðar og bjartar. Í þeim eiga allir þeir, sem nutu þess að eiga hann að, dýrmætan fjársjóð og gleðigjafa sem mun endast þeim svo lengi sem hjörtu þeirra slá. Í þeim hópi erum við, Rang- ársystkinin, sem litum á hann sem bróður fremur en frænda. Víst eigum við um sárt að binda, Ófeigsstaða- og Rangár- fólk, nú þegar Kuggi er horfinn okkur um stund. Hann var sá sem hélt utan um æskustöðvar okkar betur en aðrir. Hvergi ann- ars staðar undi hann hag sínum. Okkur „gestunum“ var hann ómetanleg hjálparhella, boðinn og búinn að leysa úr vanda og rétta hjálparhönd. Í okkar glaða hópi var hann hrókur alls fagn- aðar. Alls þessa munum við sakna. En vonandi verður okkur minning hans hvati til dáða og ræktarsemi við heimaslóð. Þakkarefnin eru sannarlega mörg á kveðjustund. Það stærsta er Kuggi sjálfur. Án konu sinnar var hann þó ei nema hálfur. Það var gæfa hans að eignast Huldu að lífsförunaut. Mannkostakonan sú var honum bæði styrkur og gleðigjafi og allri fjölskyldunni mikill happafengur. Þá voru börnin hennar, Elfa og Egill Antonsbörn, Kugga kær. Einstök umhyggja Huldu og óbifanlegur styrkur á reynslu- tíma síðustu mánaða er hvort tveggja aðdáunarvert þrekvirki og ómetanlegt þakkarefni. Og ljósið í lífi Kugga, dóttirin Birg- itta Anný, var honum kærari en lífið í hans eigin brjósti. Hún einnig stóð sem klettur við hlið hans þar til yfir lauk. Hún færði honum afabörnin hans kæru, Bjarka Snæ og Söru Lind. Í Ró- berti átti hann góðan tengdason. Kuggi skildi því við mikið ríki- dæmi þegar hann kvaddi. Fyrir það var hann einlæglega þakklát- ur eins og við öll sem í kringum hann stóðum. Við biðjum Kugga og öllum sem hann unni blessunar Guðs og þökkum allar góðu og glöðu minningarnar honum tengdar. Rangársystkinin Friðrika, Hildur, Baldur, Baldvin Kristinn og Jón Aðalsteinn. Nú lengir dag, sólin hækkar á lofti og bráðum kemur vor. Flest- um held ég að þyki það notaleg tilhugsun. Sá mikli skuggi liggur þó yfir að minn kæri frændi, Baldur Ófeigur, verður ekki til staðar að sinna vorverkum og sauðburði eins og vant hefur ver- ið um fjölda ára. Ekki nema þá í huganum. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. Þannig orti Jóhannes úr Kötl- um í kvæði sem heitir „Brot úr kveðju“ og vonandi er sannleikur í því fólginn. Minningarnar koma í hugann, hver annarri ljúfari. Ógleymanleg- ar heimsóknir í Ófeigsstaði á árum áður, sem barn, unglingur og full- orðinn maður. Alltaf jafn gaman á öllum æviskeiðum að hitta ætt- ingja og vini. Stundum var sér- stakt tilefni, afmæli, ferming eða aðrir viðburðir en ekkert slíkt þurfti þó til. Heimilisbragurinn var með þeim hætti að gestkvæmt var, enda göfgandi fyrir andann að blanda geði við heimilisfólk og halda síðan reynslunni ríkari heim. Ætíð var frændi minn, Bald- ur Ófeigur, framarlega í flokki í leik og starfi með sínar hnyttnu at- hugasemdir og skemmtilegu til- svör. Fyrir hugskotssjónum er einn- ig eftirminnilegt niðjamót á Finnsstöðum þar sem afkomend- ur Árna Geirhjartar og Bóthildar konu hans komu saman. Þar var greint frá gömlum minningum og endurvakinn „Mysukór“ lét til sín taka með nýjum liðsmönnum. Jafnan voru glaðværar samveru- stundir þar sem hljóðfæri voru nálæg og sungið var af hjartans list. Þar naut frændi sín vel með sína ágætu tenórrödd. Slíkar góð- ar minningar lifa með manni alla tíð og fyrir þær ber að þakka. Að leiðarlokum vitna ég til vísu úr kvæði sem Einar Benedikts- son orti eftir föður sinn. Guð blessi lífs þíns brautir, þitt banastríð og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir. Að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veiti frið. Aðstandendum öllum, vinum og vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð með kærri kveðju frá allri minni fjölskyldu. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Valtýr Sigurbjarnarson. Það þyrmdi yfir mig þegar Sig- urbjörn flutti mér helfregn bróður síns, frænda míns og vinar, Bald- urs Ófeigs. Þótt enginn fái breytt klukku tímans, þá efaðist ég hvergi eftir síðasta símtal okkar Kugga, þegar hann fullur stað- festu sagðist myndi ganga þennan ófögnuð af sér, þ.e.a.s krabba- meinið. En hinn einarði vilji mátti sín lítils gegn helgreipum sjúk- dómsins. Þó að þessi holdskarpi og harðsækni maður sem Kuggi var, hygði á fullan sigur, varð vígstaða andstæðingsins önnur og betri. Mér þótti um stund sem gleðin væri nú gengin hjá, en þegar hug- urinn hægðist og ég sest til að setja niður á blað minningarorð um frænda minn og vin, þá fann ég fljótt að engin leið er að sitja yfir sútarefnum. Gegnum okkar langa og trausta vinskap var gamansem- in ávallt í öndvegi og fáa hef ég þekkt jafn glettna og skopríka sem Kugga. Allt okkar samneyti var ofið gleðiefnum. Upphaf okkar varanlega vinskapar má rekja til þess tíma er Kuggi ók mjólkurbíl hjá KÞ. Þrisvar í viku sótti hann mjólkina til mín í Fremstafell og í hvert sinn var settur upp smá leik- þáttur þar sem aðalpersónur voru jafnan sveitungar okkar lífs eða liðnir. Persónurnar urðu ljóslif- andi þar sem Kuggi bæði lét þeim eftir látbragð og orðaval. Eftir- minnilegt atvik heima í hlaði varð í algleymi leiksins, er ég hafði lagt mjólkurvörur þær er ég verslaði úr bílnum, óþarflega nærri. Þegar Kuggi ók úr hlaði, varð pokinn fyr- ir bílnum og innihald hans gekk óskipt yfir mig allan, bæði rjómi og súrmjólk. Að þessu var enda- laust hlegið. Á þessum árum var þó ekki alltaf setið við súrmjólk- urþamb á stundum stofugleði og söngs. Til þess höfðum við aðra og virkari gleðigjafa sem örvuðu söng og vísnagerð okkar beggja: Er huga ég eftir horfnum stundum, heyri ég andlegt vængjablak, þegar við á fjörgum fundum, fengum okkur koníak. Sjálfum var Kugga létt um vísnagerð. Til fimmtugsafmælis míns og tvíburasystur minnar Ás- laugar, mætti hann síglaður og syngjandi. Meðferðis hafði hann 10 lítra plastfötu undan mæjo- nesi, þó ekki fulla af súrmat, held- ur lýsti þessi vísa hans innihaldi gjafarinnar: Þó eflaust núna ætti að gefa blóm, og afleggjara þess í moldu leggja, er fatan sem í fyrstu virðist tóm, full af hamingju til ykkar beggja. Og svo var brostið í söng. Lengstum starfstíma sínum eyddi Kuggi hjá flugmálastjórn við Akureyrarvöll. En helst og fremst var þó hugurinn heima á Ófeigsstöðum, og því fór svo að þau Hulda fluttu austur í sveitina og samhliða sauðfjárbúskap gerð- ist Kuggi starfsmaður við Húsa- víkurflugvöll. Elsku Kuggi, því er vel fyrir séð, að þegar þú leggur í þína hinstu ferð, þá er brautin hrein og búið að sanda: Nú kveð ég þig, vinur, í síðsta sinn, en svipinn þinn mun ég geyma, þó takir þú flugið, frændi minn, til fegri og betri heima. Þinn vinur og frændi. Árni Geirhjörtur. „Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki –“ (Tómas Guðmundsson) Elsku frændi, uppeldisbróðir og vinur. Orð mega sín lítils á stundu sem þessari. Þegar við börn vorum að leik heima í sveitinni fögru og lögðum framtíðarplönin sem stundum tóku skjótum breytingum. Sátum kannski uppi í „afamó“, horfðum yfir ríkidæmið og ætluðum okkur stóra hluti þegar við yrðum bænd- ur á Ófeigsstöðum og Rangá. Ávallt voru plönin að um bland- aðan búskap yrði að ræða. Eða þegar setið var í hænsnakofanum og hænurnar „læknaðar“ þá ætl- uðum við í dýralæknanám og starfa í sveitinni. Ekki þarf að taka fram að eggin voru ekki mörg úr hænunum eftir slíka meðferð. Sitj- andi í baggagati í afafjárhúsum og syngjandi inn í tóma hlöðuna, þar var flottur hljómburður. Það kom fyrir að þér fannst ég ekki syngja sama lag og þú en aldrei léstu mig finna fyrir öðru en að allt væri í besta lagi. Þá var ekki í huga okk- ar annað en að okkur væru allir vegir færir og framtíðin eilíf og í henni voru alltaf þú og ég saman. Ótalmörg voru prakkarastrikin en þau geymum við með okkur, þau eru ekki birtingarhæf. Svo komu unglingsárin en þá var nú ýmislegt brallað og þá stóðum við sem klett- ar hlið við hlið ef eitthvað bjátaði á og vörðum hvort annað. Við eignuðumst börnin okkar, þú þína yndislegu Anný og ég mína eldri syni, síðar kom nafni þinn. Sonum mínum reyndist þú sem besti frændi og fyrirmynd þó að ég hafi nú kannski ekki alltaf verið sammála þeirri fræðslu frá þér sem þeir komu með heim eftir dvöl í sveitinni. Alltaf toguðu heimahagarnir og það var ekki auðvelt fyrir þig að dvelja lengi fjarri sveitinni okkar því þar voru ræturnar. Eins og gengur við daglegt amst- ur og brauðstrit þá varð fjarlægð- in meiri á milli okkar. Þegar ég bjó í Noregi um tíma þá talaðir þú inn á segulbands-kassettur og sendir mér helstu fréttir að heim- an ásamt lögum sem höfðu þann skýra boðskap að ég ætti nú að koma mér heim. Nú seinni ár höfum við einmitt verið komin heim. Þó ekki sem bændur á ættaróðulunum eins og við ætluðum en verið að rækta og hlúa að arfleifðinni í sveitinni okkar, njóta þess að vera með barnabörnunum. Þar fórst þú í fararbroddi með henni Huldu þinni og varst mörgum skrefum á undan mér og við áttum eftir að gera svo ótal margt. Nú sit ég hér og skrifa hinstu kveðju til þín með klökkva og þakklæti fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Ég kveð þig eins og þú kvaddir mig í síðasta sinn. Guð geymi þig, elsku vinur, guð geymi þig. Friðrika Baldvinsdóttir. Elsku besti Kuggi frændi. Með þessum fátæklegu orðum viljum við bræður kasta á þig hinstu kveðju. Það er ekki annað hægt en að minnast þín með bros á vör og hlýju í hjarta. Endalausar minn- ingar, sögur og skemmtilegar uppákomur koma uppí hugann er við látum hugann reika og hugs- um heim í sveitina. Yfirleitt alltaf er sól og mikið um að vera. Það er mikið hlegið og grínast en það er ekki alltaf mikill tími. Það þarf að fara að gera eitthvað. Í okkar augum varstu duglegasti maður í heimi. Kannski allt að því ofvirk- ur en fáa þekktum við sem voru jafn fljótir að finna sér eitthvað annað að gera að loknu verki. Samt einhvern veginn gafstu þér alltaf tíma til að greiða úr ýmsum vanda hjá ungum mönnum. Sama hvað bjátaði á þá var alltaf gott og gagnlegt að leita til Kugga frænda. Þannig var það alltaf. Kuggi reddaði málunum. Alla tíð höfum við bræður litið upp til þín og dáðst að hinu og þessu sem þú gerðir vel. Reyndum að hlaupa eins hratt, hoppa eins hátt, gera við hluti, vera jafn duglegir, vera jafn fyndnir, syngja jafn vel. Þú gerðir lítið úr þessu þó við vissum líklega allir að við vorum eftirbát- ar þínir. Enn reyndirðu að gera lítið úr skáldskap þínum, sem okkur fannst mikið til koma, eftir að við sátum í salnum í Ljósvetn- ingabúð að rifna úr stolti yfir frænda okkar sem fór á kostum á þorrablótinu fyrir ári síðan. Þrátt fyrir bæði skin og skúrir í gegnum tíðina þá var eitt alveg pottþétt en það var hve vel við fundum fyrir hlýhug og um- hyggju frá þér í okkar garð. Þið mamma voruð náttúrulega nán- ast eins og tvíburar alla tíð og við nutum góðs af því. Við finnum það svo vel núna og áttum okkur enn betur á því hvað við vorum heppnir að eiga tryggt skjól undir Baldur Ófeigur Einarsson (Kuggi) HINSTA KVEÐJA Ástin mín! Njóttu þess að ganga sveitavegi, týnda slóða djúpt í skóg- arfylgsnum, heiðavegi með bláklukkur og vor í fjarska. Hlíðarvegi niður að sjó. Veginn til Rómar, veginn til hafs. Veginn til eyjanna, veginn heim. (Pam Brown) Elsku Kuggi minn, takk fyrir tímann okkar. Sakna þín, elska þig, man og geymi. Þín Hulda. Hulda Davíðsdóttir ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát PÉTURS PÉTURSSONAR, Háagerði 71. Jóna Björk Jónsdóttir, Hjördís Ágústsdóttir og fjölskylda. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.