Morgunblaðið - 01.03.2014, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 01.03.2014, Qupperneq 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2014 Edda Hinriksdóttir, hárgreiðslumeistari og framhaldsskóla-kennari, er 70 ára í dag. Edda ætlar ekki að halda sérstaklegaupp á daginn en ætlar þess í stað að halda í heiðri áratuga- langa hefð. „Ég er búin að fara á kvennakvöld hestafélagsins Fáks í 30 ár og ætla að verja þessu kvöldi með um 200 konum,“ segir Edda. Að sögn Eddu hefur hún verið viðloðandi hesta í um 40 ár og segist hestakona fram í fingurgóma. ,,Það er dásamlegt að vera í útreiðar- túr með góðu fólki og börnunum. Það er ekkert skemmtilegra,“ segir Edda. Hún og eiginmaður hennar í 52 ár, Bragi Ásgeirsson, eiga sam- an fjóra hesta. Saman eiga þau þrjú börn, Jónu Dís, Hinrik og Guð- rúnu Eddu, og sjö barnabörn. Edda er fædd og uppalinn í Reykjavík. Hún rak hárgreiðslustofur um árabil en hefur svo kennt hárgreiðslu á framhaldsskólastigi í 25 ár. „Ég kláraði námið 16 ára en opnaði svo hárgreiðslustofu 22 ára. Hana rak ég á meðan maðurinn minn var að læra tannlækningar,“ segir Edda. Edda hefur ávallt haldið upp á stórafmæli en ákvað að sleppa því að þessu sinni. Þess í stað mun hún skella sér í sólina til Te- nerife. Þá nýtur hún þess að dvelja í sumarbústaðnum í Borgarfirði. „Þar getum við haft hrossin á sumrin og það er dásamlegt. Svo elska ég lífið í botn og skemmti mér með góðu fólki. Þetta snýst um að vera glaður og kátur og njóta þess að vera til . vidar@mbl.is Edda Hinriksdóttir er 70 ára í dag 70 ára Edda Hinriksdóttir ætlar sér að halda upp á daginn með um 200 Fákskonum. Hún er hér ásamt Braga eiginmanni sínum. „Snýst um að vera glaður og kátur“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hafnarfjörður Rökkvi Þór fæddist 20. júní kl. 4. Hann vó 3.030 g og var 46 cm langur. Foreldrar hans eru Helena Ósk Bessadóttir og Sveinn Þorleifsson. Nýir borgarar Djúpivogur Þorri fæddist 10. maí kl. 3.09. Hann vó 3.730 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Unnur Malmquist Jónsdóttir og Pálmi Fannar Smárason. Á rni fæddist í Vest- mannaeyjum 1.3. 1944 og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1967. Árni var kennari í Vestmanna- eyjum 1964-65 og í Reykjavík 1966- 67. Hann var starfsmaður Surts- eyjarfélagsins með aðsetur í Surtsey sumar og haust 1966 og 1967, blaða- maður við Morgunblaðið 1967-83 og 1987-91, dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið um árabil frá 1965 og við Sjónvarpið frá stofnun og um langt árabil. Árni var varaþm. Suðurlands- kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1988, 1989, 1990 og 1991, alþm. Suð- urlandskjördæmis fyrir Sjálfstæð- isflokkinn 1983-87 og 1991-2001, og alþm. Suðurkjördæmis fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 2007-2013. Árni er félagi í Bjargveiðimanna- félagi Vestmannaeyja, var kynnir á Þjóðhátíð Vestmannaeyja í rúma þrjá áratugi og jafnframt stjórnandi Brekkusöngsins í tæp 40 ár, var for- maður tóbaksvarnanefndar 1984-88, var formaður byggingarnefndar Árni Johnsen, fyrrv. blaðamaður og alþingismaður – 70 ára Morgunblaðið/Eggert Glæsileg hjón Árni Johnsen og Halldóra Filippusdóttir á árlegum jólatónleikum Fíladelfíu fyrir nokkrum árum. Uppátækjasamur og bráðfjörugur Eyjapeyi Morgunblaðið/Ásdís Við setningu Alþingis Árni slær á létta strengi við Guðna Ágústsson, Davíð Oddsson og systkinin Ísólf og Ingibjörgu Pálmabörn. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 SÓFARSTÓLARBORÐ OG Yumi sófaborð 90 cm Kr. 49.200 Gyro stóll Kr. 152.000 Retro sófi 175 cm kr. 169.800 Avignon leðursófi 208 cm kr. 308.600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.