Morgunblaðið - 08.03.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
KEMUR HEILSUNNI Í LAG
EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR
LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA
Baldur Arnarson
Helgi Bjarnason
Stefán Gunnar Sveinsson
Fyrrverandi formaður bankaráðs
Seðlabanka Íslands segist hafa
ákveðið að bankinn skyldi greiða
málskostnað Más Guðmundssonar
seðlabankastjóra vegna málarekst-
urs hans gegn bankanum vegna
launamála. Núverandi bankaráðs-
menn vilja skoða málið og formað-
urinn ætlar að gefa sér tíma í það.
Már höfðaði málið eftir að kjara-
ráð hafði lækkað laun hans og ann-
arra embættismanna á grundvelli
laga nr. 87/2009. Már taldi að ekki
hefði verið heimilt að skerða laun
hans og starfskjör eftir skipun í
embætti, en tapaði málinu fyrir bæði
héraðsdómi og Hæstarétti. Úr-
skurðað var að málskostnaður félli
niður, það er að báðir aðilar bæru
sinn kostnað.
Hagsmunamál Seðlabankans
Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttar-
lögmaður og formaður bankaráðs
Seðlabanka Íslands 2009 til 2013,
staðfesti með yfirlýsingu í gær frétt
Morgunblaðsins um að bankinn
hefði greitt málskostnað Más. Hún
rifjar upp að bankaráðið hafi beðið
Andra Árnason hrl. um lögfræðilega
álitsgerð um réttarstöðu seðla-
bankastjóra. Niðurstaða hans hafi
verið að ekki væri hægt að breyta
launum seðlabankastjóra á skipun-
artíma og því kæmi úrskurður
kjararáðs ekki til framkvæmda fyrr
en að honum liðnum. Má Guðmunds-
syni hafi ekki tekist að fá kjararáð til
að staðfesta niðurstöðu álitsins.
„Eina leiðin til að fá úr þessu skorið
var fyrir dómstólum. Það var ekki
síður hagsmunamál Seðlabankans
sjálfs að fá úr þessu skorið en þess
einstaklings sem á hverjum tíma
gegnir embætti seðlabankastjóra. Í
ljósi þessa var sú ákvörðun tekin að
bankinn stæði straum af öllum
kostnaði vegna málsins,“ segir í yf-
irlýsingu Láru.
Nánar aðspurð sagði Lára að hún
hefði tekið ákvörðunina. Spurð hve-
nær sagði hún að erfitt væri að tíma-
setja það. „Ég tók hana ekki á ein-
hverju einu augnabliki. Hún varð til
og þetta leiddi hvað af öðru.“ Að-
spurð hvort hún hefði haft umboð til
þess að taka þessa ákvörðun segir
Lára að hún telji sig hafa haft stuðn-
ing meirihluta bankaráðsins fyrir
henni, en vísaði til yfirlýsingar sinn-
ar að öðru leyti.
Athygli vekur að Seðlabankinn
sóttist eftir því fyrir dómi á báðum
dómstigum að Már greiddi máls-
kostnað bankans. Lára segir að það
sé eðlileg krafa sem sé höfð uppi í
öllum dómsmálum.
Málið ekki tekið upp á fundi
Ragnar Árnason, hagfræðipró-
fessor og fulltrúi í bankaráði Seðla-
bankans þá og nú, telur að ákvörðun
um endurgreiðslu málskostnaðar
seðlabankastjóra hafi verið tekin í
lok júnímánaðar 2013, á síðustu dög-
um þess bankaráðs sem Lára var í
forsæti fyrir í umboði fyrri ríkis-
stjórnar. Þess má geta að nýtt
bankaráð var kosið á Alþingi 5. júlí
og þar urðu mikil mannaskipti.
Spurður um umboð formanns
bankaráðsins til að ákveða útgjöldin
segir Ragnar: „Mér vitanlega hefur
hún ekki leitað eftir umboði banka-
ráðsins. Málið hafi ekki verið tekið
upp á fundi. Þess vegna gerir hún
þetta upp á sitt eindæmi. Ég tel að
bankaráðið hafi ekki haft minnstu
ástæðu til að ætla að þetta yrði
gert.“ Lára segir í yfirlýsingu sinni
að bankaráðið hafi verið upplýst um
stöðu dómsmálsins og hafi haft öll
tök á að fylgjast með málinu. [E]n ég
sem formaður ráðsins hafði megin-
umsjón með rekstri málsins fyrir
hönd bankans og átti í samskiptum
við þá sem önnuðust málarekstur-
inn, eftir þörfum.“
Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráð-
herra og alþingismaður sem var
varaformaður bankaráðsins, segist
ekki geta tjáð sig um málið. Hann
hafi ekki forsendur til þess, vegna
þess að hann hafi ekki fundargerðir
bankaráðsins undir höndum eða
önnur nauðsynleg gögn.
Málið verði skoðað
„Ég á von á því að núverandi
bankaráð taki þetta mál til skoðunar
og hugleiði hvort það hafi skert hag
bankans og hvort almannafé hafi
verið notað á óeðlilegan hátt,“ segir
Ragnar Árnason þegar hann er
spurður um hugsanleg eftirmál. Um
áhrif málsins á stöðu Más Guð-
mundssonar seðlabankastjóra segir
hann: „Það er alvarlegt að upp geti
komið mál sem veikja það trúnaðar-
traust sem bankinn verður að hafa í
samfélaginu. Hann verður að vera
hafinn yfir allan vafa um réttmæta
meðferð á fé.“
Þarf að afla upplýsinga
Ólöf Nordal, formaður bankaráðs
Seðlabankans, segir að hún hafi
fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlaum-
fjöllun gærdagsins. Hún vildi ekki
tjá sig um málið á þessu stigi, þar
sem bankaráðið þyrfti að afla upp-
lýsinga fyrst. „Ég tel að það sé best
að menn skoði hvernig málið er í
pottinn búið og gefi sér tíma í það.“
Ólöf tekur fram að málið hafi verið í
tíð fyrra bankaráðs. „Þetta mál hef-
ur aldrei komið inn á borð núver-
andi bankaráðs og aldrei verið rætt
þar.“
Blaðamenn Morgunblaðsins hafa
ítrekað reynt að hafa samband við
Má Guðmundsson vegna málsins en
hann hefur ekki svarað.
Mál Más verði tekið fyrir
Fyrrverandi formaður bankaráðs ákvað greiðslu málskostnaðar fyrir Má
Leitaði ekki eftir umboði bankaráðs Verður að vera hafinn yfir allan vafa
Lára V.
Júlíusdóttir
Már
Guðmundsson
Ólöf
Nordal
Morgunblaðið/Ómar
Málskostnaður Seðlabankinn greiddi allan málskostnað Más Guðmunds-
sonar seðlabankastjóra í málaferlum gegn bankanum vegna launamála.
Ragnar
Árnason
Talsvert líf er enn í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi þótt ekki
hafi orðið stórfelldur síldardauði þar í vetur. Mikið er af
fugli á firðinum, en einnig selur, og nýtur góðs af síldinni
sem enn er í firðinum.
Mikið er af dílaskarfi í Kolgrafafirði og er hann í æti,
segir Jens Magnús Jakobsson sem þar var á ferð á dög-
unum. Nokkrir dílaskarfar sem skotnir voru fyrir utan
brú voru fullir af æti. Nokkrir höfðu tekið með sér nesti
þegar þeir voru skotnir, voru með heilar síldar í háls-
inum. Þegar þeir voru teknir upp rann síldin út í gogginn.
Miklar ráðstafanir voru gerðar í haust til að draga úr
hættu á síldardauða þegar stórar síldartorfur gengu inn í
fjörðinn. Meðal annars var reynt að smala henni út með
sprengingum. helgi@mbl.is
Dílaskarfurinn geymir
nestið sitt í hálsinum
Ljósmynd/Jens Magnús Jakobsson
Æti Nægt æti er fyrir dílaskarfinn í Kolgrafafirði.
Mikið líf í Kolgrafafirði og
fuglinn nýtir sér síldina
Garry Kasparov,
fyrrverandi
heimsmeistari í
skák, mun hitta
utanríkismála-
nefnd Alþingis á
þriðjudagsmorg-
un á stuttum
fundi. Kasparov
verður staddur
hérlendis vegna
Reykjavíkur-
skákmótsins sem nú er í fullum
gangi. Birgir Ármannsson, formað-
ur utanríkismálanefndar, segir að sú
hugmynd hafi komið upp í nefndinni
að forvitnilegt væri að heyra álit
skákmeistarans á pólitísku ástandi í
Rússlandi og nágrenni, en Kasparov
hefur verið í forystu stjórnarand-
stöðunnar gegn Vladimír Pútín,
Rússlandsforseta. Því var haft sam-
band við hann og þessu komið í
kring. „Við töldum rétt að heyra
hans sýn á þessi mál. Hann hefur
verið virkur þátttakandi í pólitísku
lífi í Rússlandi, og þess vegna væri
forvitnilegt að heyra hans sjónarmið
vegna þess sem er að gerast,“ segir
Birgir. sgs@mbl.is
Kasparov
ræðir við
nefndina
Garry
Kasparov
Kemur vegna
Reykjavíkurmótsins
Ásmundur Einar Daðason,
þingmaður Framsóknarflokks-
ins, sagði í gær á heimasíðu
sinni að eins og málið liti út
hefði Alþingi verið sagt ósatt
um málið í skriflegri fyr-
irspurn hans á Alþingi og sem
þáverandi fjármálaráðherra,
Katrín Júlíusdóttir svaraði 31.
janúar 2013. Katrín segir að
ekkert rangt hafi komið fram í
svari sínu, þar sem það hafi
verið miðað við úrskurð hér-
aðsdóms, eftir að málinu
hafði verið áfrýjað til Hæsta-
réttar. Þetta voru því bestu
upplýsingar sem fjár-
málaráðuneytið hafi haft um
málið, en þær komu frá Seðla-
bankanum. „Í svarinu er fyr-
irvari um kostnaðinn vegna
þess að málið var enn fyrir
Hæstarétti.“ Katrín segir að
ákvörðunin um að greiða
málskostnaðinn hafi ekki ver-
ið borin undir ráðuneytið
enda sé Seðlabankinn sjálf-
stæð stofnun.
Upplýsing-
arnar frá SÍ
KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR
Veðurstofan varar við stormi,
meira en 20 metrum á sekúndu, á
Suðausturlandi og á miðhálendinu
síðdegis á dag en norðvestantil í
kvöld. Einnig er búist við mikilli úr-
komu suðaustanlands síðdegis í
dag. Það verður því ekkert ferða-
veður víða um landið og vegfar-
endur því hvattir til að kynna sér
vel færð og veður áður en lagt verð-
ur í hann.
Á morgun snýst til norðanáttar
og þá er spáð hvössum vindi og
hríðarveðri á Vestfjörðum og Norð-
urlandi og óskemmtilegu ferða-
veðri.
Morgunblaðið/Ómar
Veður Brim var úti fyrir Gróttu í gær.
Stormviðvörun og
ekkert ferðaveður