Morgunblaðið - 08.03.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.03.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Fararstjóri: Arinbjörn Vilhjálmsson Sumar 2 22.maí - 1. júní Alpafegurð&Arnarhreiður Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Salzburgerland í Austurríki og þjóðgarðurinn Berchtes- gaden í Þýskalandi eru heillandi á þessum árstíma þar sem allt er í blóma og Alpafjöllin skarta sínu fegursta. Farið verður t.d. að Arnarhreiðri Hitlers, Königsee vatninu og til tónlistarborgarinnar Salzburg. Verð: 219.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Malín Brand malin@mbl.is Hugmyndin að hrútunumkviknaði í sumarbústað-arferð þar sem Ágústaog dóttir hennar, Jana María, horfðu yfir birkið í sumarbú- staðalandi þeirra í Borgarfirði og langaði til að búa til þjóðlegt skraut. „Við byrjuðum reyndar á að nota ein- hverjar spýtur í fætur og notuðum unna ull í byrjun. Svo sáum við hversu sniðugt það væri að nýta birk- ið sem var allt í kringum okkur,“ út- skýrir Ágústa. Því næst, áður en þær prófuðu óunna ull, notuðu þær þæfða ull. „Okkur fannst það ekki nógu flott svo við ákváðum eftir miklar vangaveltur að nota ullina eins og hún kemur fyrir og birkið.“ Birch & Wool Nafnið á framleiðslunni er Birch & Wool eða birki og ull sem er vel við hæfi þar sem ekki er annað notað í framleiðsluna, ef límið er undanskilið og blekið í stimplinum. „Við förum og leitum að efni, bæði í Borgarfirðinum og svo höfum við fengið afklippur hér og þar. Skóg- ræktin hefur líka gefið okkur af- klippur. Maður tekur bara lítið á hverjum stað eða það sem fellur til,“ segir Ágústa um birkið. Gæran er fengin frá sútara á Sauðárkróki og er hún öll nýtt. Haus- inn er gerður úr henni en þar er gær- unni snúið við. Athygli vekur hversu síð ullin er og slétt á hrútunum. „Ég slétti ullina ekki nema á allra smæstu hrútunum. Hinum bara rétt greiði ég en annars er það bara svona sem ull- in kemur fyrir. Hún er bara svona Hrútarnir urðu til úr birki og ull í Borgarfirði Ágústa Guðrún Gylfadóttir í Keflavík ver kvöldunum í allsérstaka framleiðslu. Efniviðurinn er íslensk ull og birki og úr því býr hún til hrúta. Þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir og engir tveir eins. Hrútarnir eru afar vinsælir bæði hjá erlendum ferðamönnum sem og hjá Íslendingum, enda eru þeir þjóðlegir með eindæmum og lagðprúðir, eins og sagt eru um skepnur með fallega ull. Morgunblaðið/Malín Brand Hönnun Ágústa Guðrún Gylfadóttir heldur hér á frumútgáfu af fugli. Merki Hver hrútur er merktur með nafni aftan á svona spjaldi. Hann er seldur í pappastíu til að „vel fari um hann,“ eins og Ágústa orðar það. Vox Populi-kórinn er ungur kór sem inniheldur krakka á aldrinum 16 til 30 ára, sumir eru í Borgarholtsskóla, aðrir fyrrverandi nemar þar og enn aðrir utan við skólann. Kórinn á fimm ára afmæli og í tilefni þess ætla þau að halda afmælistónleika á morgun, sunnudag, klukkan 17 í Grafarvogskirkju. Vox Populi-kórinn býður upp á fjöl- breytta tónlistardagskrá sem inni- heldur gospel, þjóðlög, popplög og dægurlög. Sá háttur var hafður á við lagaval núna að kórfélagar fengu að velja sín uppáhaldslög úr nótnab- unka síðustu ára, og því ættu þeir sem hafa fylgt þeim eftir í gegnum árin að kannast við nokkur lög. Ein- söngvarar koma úr röðum kórsins, Tríó Kjartans Valdemarssonar spilar undir og stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Tilvalið er að gera sér ferð í Grafarvogskirkju, slaka vel á og njóta góðrar tónlistar á sunnu- degi. Vefsíðan www.Facebook.is/Vox Populi Vox Populi-kórinn Þau ætla að flytja gospel, þjóðlög, popplög og dægurlög. Kórfélagar völdu uppáhaldslög Í dag klukkan 14-16 ætla Spilavinir að vera á bókasafni Gerðubergs og kenna börnum og fjölskyldum þeirra skemmtileg spil þar sem ýmis tungu- mál koma við sögu, t.d. Draugastig- ann og Skrímsla-Ólsen. Frá september og fram í maí er alltaf eitthvað um að vera á laugar- dögum í Gerðubergssafni og á sunnudögum í aðalsafni fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Nú er lag að grípa í spil með sínum nánustu og eiga gæðastund. Allir vel- komnir og ókeypis aðgangur. Sjá nánar um Spilavini á vefsíðunni www.spilavinir.is. Endilega … … spilið í dag í Gerðubergi Skemmtilegt Gaman að grípa í spil. Á morgun sunnudag verður þjóðbún- ingadagur í Þjóðminjasafni Íslands og fólk er hvatt til að mæta í þjóð- búningi síns heimalands. Dagskrá hefst klukkan 14 með dansi í anddyri safnsins en klukkan 15 verður leið- sögn um sýninguna Silfur Íslands. Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra en gestir í þjóðbúningi fá ókeyp- is aðgang þennan dag. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga búning að nota hann og jafnframt fyrir alla sem eru áhugasamir um íslenska þjóð- búninga að koma og sjá fjölbreytni þeirra. Mögulegt verður að fá aðstoð við uppsetningu höfuðbúnaðar á safninu. Nú er um að gera að grípa gæsina og skarta sínu fegursta, víst er að ótrúlega margir eiga fallegan þjóðbúning inni í skáp sem þeir hafa jafnvel saumað sjálfir. Þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafninu Þeir sem mæta í þjóðbúningi fá ókeypis aðgang að sýningunni Morgunblaðið/Ómar Fagurt skart Kolfinna, Rebekka, Aþena og Jóhanna Björk klæddust fögrum ís- lenskum þjóðbúningum sautjánda júní í fyrra og tóku sig einstaklega vel út. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Margir eiga góðar minningar frá Hót- el Borg í gegnum tíðina og nú er lag að rifja það upp með því að njóta tón- listar sem löngum hljómaði þar. Leik- félag Fjölbrautaskólans við Ármúla sýnir frumsaminn söngleik sem ger- ist á Hótel Borg og sýnir fjölbreytta flóru íslenskrar dægurtónlistar í gegnum tíðina. Aðeins verða þrjár sýningar, í dag, föstudag 8., kl 16 og tvær sýningar á morgun, sunnudag, kl 15 og 20. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Miðapantanir fara fram á net- fanginu songleikurfa@gmail.com. Fólki er bent á að mæta hálftíma fyrir sýningu til að ná í pantanir. Ósóttir miðar verða seldir hálftíma fyrir sýn- ingu. Sýningar verða í hátíðarsal Fjöl- brautaskólans við Ármúla. Ó borg mín borg Frumsaminn söngleikur um helgina Haukur Morthens Hann söng forð- um lagið Ó borg mín borg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.