Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 20

Morgunblaðið - 08.03.2014, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Vandaðar innréttingar um hópum þeirra eru hundruð fugla. Síðan er eins og gæsin skynji að álft- in er friðuð og heldur sig því í hennar skjóli,“ segir Elvar og heldur áfram: „Á vorin fara fuglarnir í nýgræðing- inn og gróðurnálarnar og éta jafn- óðum og þær spretta. Á haustin éta þær axið af korninu og bæla grösin niður. Stór hópur fugla fer létt með að eyðileggja einn hektara á dag. Fuglahræður virðast ekki fæla fugl- inn frá og sumir bændur fara reglu- lega til dæmis á fjórhjólum út á akra til að fæla fuglinn frá. Þannig er kannski næstu klukkustundum borgið en auðvitað gefur fólk hvorki tök né tækifæri til þess að standa í svona eltingaleikjum alla daga.“ Frumstæð hugsun „Mér finnst þessar hugmyndir bænda lýsa óskaplega frumstæðum hugsunarhætti,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglavernd- ar. Hann hefur tekið þátt starfi um- hverfisráðuneytisins þar sem kann- að er hvaða leiðir til úrbóta séu færar með tilliti til þess skaða sem bændur telja sig verða fyrir af völd- um álfta á ökrum sínum. Bendir hann í því sambandi á Noreg, þar sem bændur hafi staðið andspænis sambærilegum vanda. Þar hafi verið ræktaðir sérstakir akrar þar sem fuglar hafi frelsi. Reynslan af því sé góð, enda læri álftirnar fljótt hvar þær megi vera. „Satt að segja er ég sorgmæddur yfir þessum hugmyndum bænda. Það er óþarfi að senda aftökusveitir á vettvang,“ segir Jóhann Óli. Ís- lenska álftastofninn segir hann telja um 30.000 fugla. Það teljist lítill stofn, en hann sé þó heldur að stækka. Morgunblaðið/Ómar Fuglar Álftir og gæsir eru vinsælt viðfangsefni myndasmiða en í sveitum nánast meindýr, slík eru spjöllin. Vilja skjóta álftir vegna skemmda á ökrunum  Spjöll af völdum fugla  Éta axið og bæla grösin  Aftökusveitir eru óþarfi, segir formaður Fuglaverndar Álftaver » Íslenski stofninn er um 30 þúsund fuglar og stækkar. » Eyðileggja einn hektara á dag. » Satt að segja sorgmæddur. » Bændur í Rangárvallasýslu fæla fuglinn með fjórhjólum. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Álftin er skæður stórgripur sem ét- ur mikið. Spjöllin af hennar völdum í nýræktum og á kornökrum til dæmis hér í sveit hafa verið stórfelld og bú- sifjarnar talsverðar,“ segir Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka í Austur-Landeyjum. Á Búnaðarþingi í vikunni var samþykkt ályktun þar sem segir að mikilvægt sé að draga skipulega úr tjóni af völdum álfta og gæsa á ræktarlöndum bænda. Segir að mikilvægt sé að safnað verði heildstæðum upplýsingum um málið. Gefi þær tilefni til mætti setja í lög tímabundna heimild í tilraunaskyni, sem gæfi bændum heimild til skot- veiða á álft og gæs. Vinna á málið áfram í samvinnu við umhverfisráðu- neytið. Eltingarleikur á fjórhjólum Í Landeyjum og undir Eyjafjöll- um er kornrækt stunduð í stórum stíl og akrar bænda eru víðfeðmir. „Álftin fer mikið í akrana og í sum- Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur far- ið þess á leit við 365 miðla ehf. að kannaðir verði möguleikar á því að útsendingar fleiri útvarpsstöðva fyrirtækisins náist eystra. Áskorun um þetta var samþykkt á fundi ráðsins í vikunni og verður komið áfram til 365. Að sögn Páls Björgvins Guð- mundssonar bæjarstjóra er með þessu verið að fylgja eftir hug- myndum og tillögum sem ung- mennaráð Fjarðabyggðar, sem starfar í sveitarfélaginu, kom með. Í því situr fólk á grunn- og fram- haldsskólaaldri sem á dögunum fundaði með bæjarstjórn og reifaði þar ýmis áhuga- og áherslumál sín. Málin hafa svo farið áfram til frek- ari afgreiðslu í stjórnkerfi bæj- arins. „Ungmennin vilja geta til dæmis á ferð í bílum sínum milli bæja hér heyrt til stöðva eins og X977 og FM 957, þó svo að líka sé hægt að ná út- sendingum í gegnum netið,“ segir bæjarstjórinn í Fjarðabyggð. sbs@mbl.is Vilja fleiri stöðvar 365 í Fjarðabyggð Um 52 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar í ár, sam- kvæmt talningum Ferðamálastofu, eða um 12.500 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Um er að ræða 31,2% fjölgun ferðamanna í febrúar milli ára. Ferðamannaárið virðist því ætla að fara vel af stað en fyrir mánuði birti Ferðamálastofa frétt um 40% aukningu í janúarmánuði. Bretar voru langfjölmennastir eða 43,5% af heildarfjölda ferðamanna en næstfjölmennastir voru Banda- ríkjamenn eða 12,9% af heild. Þar á eftir komu Norðmenn (4,8%), Frakkar (4,8%), Þjóðverjar (4,1%), Danir (3,6%), Hollendingar (3,1%), Svíar (2,5%), Japanir (2,5%) og Kín- verjar (2,2%). Samtals voru fram- angreindar tíu þjóðir 84% ferða- manna í febrúar. Á undanförnum árum hefur fjölg- un ferðamanna í febrúar verið nokk- uð stöðug, þó áberandi mest hjá Bretum. Ferðamálastofa vekur at- hygli á því að Norðurlönd, sem framan af voru stærsta markaðs- svæðið í febrúar, hafa nú minnstu hlutdeildina. Það sem af er ári hafa 99.099 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 35% fleiri en í fyrra. Morgunblaðið/Kristinn Ferðamenn Heimsóknum þeirra til landsins heldur áfram að fjölga. Ferðamenn í febrúar 31% fleiri en í fyrra Velferðarráðuneytið telur mikilvægt að taka alvarlega ábendingar sem fram koma um mögulegar villur eða þætti sem kunna að valda skekkju í lyfjagagnagrunni Embættis land- læknis. Ráðuneytið mun taka það upp við embættið hvernig best sé að bregðast við slíkum ábendingum til að kanna réttmæti þeirra og gera úr- bætur ef þeirra er þörf. Ekki er hægt að útiloka að upplýs- ingar sem eru gefnar um lyfjanotkun Íslendinga og eru fengnar úr lyfja- gagnagrunninum séu rangar vegna áreiðanleikabresta í grunninum. Það kom fram í viðtali við Ingunni Björnsdóttur lyfjafræðing sem birt- ist í Morgunblaðinu á laugardaginn. Í fyrradag kom fram í viðtali við Mími Arnórsson hjá Lyfjastofnun að endurskoða þyrfti lyfjagagnagrunn- inn frá upphafi og gæðaprófa hann. Þá hefðu breytingar á greiðsluþátt- tökukerfi lyfja í maí í fyrra skekkt kostnaðartölurnar í grunninum. Í svari frá Velferðarráðuneytinu við fyrirspurn um hvort ráðuneytið mundi beita sér fyrir að grunnurinn yrði yfirfarinn segir: „Velferðar- ráðuneytið hefur ekki forsendur til að yfirfara lyfjagagnagrunninn eða meintar villur í honum en treystir Embætti landlæknis til þess að rækja hlutverk sitt hvað þetta varð- ar og tryggja eins og kostur er að gögn í grunninum séu ávallt rétt.“ Embætti landlæknis rekur lyfja- gagnagrunninn samkvæmt lyfjalög- um nr. 93/1994. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) nota upplýsingar úr lyfjagagna- grunninum við eftirlit og mat á þró- un lyfjanotkunar og samkvæmt upp- lýsingum frá SÍ er treyst á að upplýsingar úr grunninum séu rétt- ar. „Ákveðinn tíma tók að byggja upp gagnagrunninn og hafa SÍ ekki séð neitt sem bendir til annars en að nú megi treysta honum,“ segir í svari frá SÍ. ingveldur@mbl.is Mikilvægt að taka ábendingar alvarlega  Velferðarráðuneytið hefur ekki for- sendur til að yfirfara lyfjagagnagrunninn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.