Morgunblaðið - 08.03.2014, Síða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
✝ Björn Jón Sig-tryggsson
fæddist á Seyð-
isfirði 5. maí 1937.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 2. mars síðast-
liðinn.
Foreldrar hans
voru Páll Sig-
tryggur Björnsson
frá Gilsárteigi í
Eiðaþinghá, f. 22.5.
1902, d. 11.12. 1991, og María
Ólafsdóttir frá Hvassafelli í
Borgarfirði syðri, f. 28.10. 1905,
d. 21.8. 1979. Systkini Björns eru:
Guðborg Björk, f. 28.7. 1931,
Klemens Baldvin, f. 12.3. 1935, d.
2.4. 2012, Kristinn Reynir, f. 13.4.
1943, Arndís, f. 28.4. 1945, og
Sigurbjörn, f. 16.2. 1948, d. 9.7.
2009.
Eiginkona Björns var Guðrún
Borghildur Þórisdóttir, f. 28.11.
1934 í Garðshúsi á Seyðisfirði, d.
2.3. 2012. Foreldrar hennar voru
Þórir Daníelsson sjómaður, f.
20.7. 1909, d. 7.12. 1964, og
Ragnheiður Jónsdóttir, f. 22.8.
1897, d. 6.7. 1981. Börn Björns og
Guðrúnar eru: 1) Birna, f. 29.4.
1960, maður hennar er Stefán G.
Lín Geirsdóttir, f. 14.5. 1989,
barn hennar er Röskva María, f.
18.10. 2011. 6) Daníel, f. 21.6.
1973, maki hans er Jóhanna
Magnúsdóttir, f. 23.2. 1976, börn
þeirra eru Bjarki Sólon, f. 25.9.
2002, og Gabríel, f. 16.4. 2007.
Björn gekk í Barnaskóla
Seyðisfjarðar og síðar í Alþýðu-
skólann á Eiðum. Hann vann ým-
is störf. Á síldarárunum vann
hann á síldarplönunum. Hann
var bankagjaldkeri um langt
skeið. Á síðari árum gekk hann
til almennrar verkamannavinnu.
Áhugamál Björns voru hestar og
tónlist og söng hann í sam-
kórnum Bjarma á Seyðisfirði.
Einnig spilaði hann á harm-
ónikku og spilaði í harm-
ónikkuklúbbi á Seyðisfirði. Björn
og Guðrún gengu í hjónaband
hinn 26. desember 1959 og
bjuggu þau alla sína tíð á Seyð-
isfirði. Fyrstu búskaparár sín
bjuggu þau í Baldurshaga. Hinn
7. apríl 1968 flutti fjölskyldan í
sitt eigið húsnæði á Múlavegi 31
þar sem þau bjuggu allt til ævi-
loka. Björn var mjög stoltur afi
og þótti ákaflega vænt um öll
barnabörnin og barna-
barnabörnin sín. Hann hafði ein-
stakt lag á þeim og gaf sér tíma
til að spjalla við þau eða dunda
við ýmsa skemmtilega hluti.
Björn verður jarðsunginn frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag, 8.
mars 2014, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Gunnarsson, f. 15.3.
1962, börn þeirra a)
Smári Björn, f. 23.8.
1981, maki Svala
Ásgeirsdóttir, f.
11.5. 1977, barn
þeirra er Mábil, f.
21.10. 2011, b) Ólaf-
ur Grétar, f. 18.11.
1984, maki Guðrún
Magnúsdóttir, f.
1.11. 1987, börn
þeirra eru Magnús
Gunnar og Stefán Rúnar, f. 4.6.
2007, Sunneva Rós, f. 4.4. 2010, c)
Hafþór Örn, f. 15.12. 1988, maki
Svanhvít Valtýsdóttir, barn
þeirra er Viktor Ingi, f. 25.2.
2013. 2) Ragnheiður Þóra, f. 25.8.
1961, barn hennar Borghildur
Dóra, f. 1.5. 1984, maki Svein-
björn Guðmundsson, f. 27.7.
1983, barn Borghildar er Svavar
Máni, f. 8.4. 2005, barn Borghild-
ar og Sveinbjörns er Birta Nótt,
f. 27.11. 2009. 3) Páll Sigtryggur,
f. 10.10. 1962, börn hans Anika, f.
3.7. 1992, og Harpa, f. 23.9. 1994.
4) Pétur, f. 13.6. 1964, börn hans
eru Erlingur Þór, f. 11.2. 1990,
Heiða María, f. 2.1. 2001, og Jón
Valberg, f. 11.4. 2004. 5) María, f.
31.5. 1966, barn hennar er Irma
Það eru erfið spor að kveðja
foreldra sína hinstu kveðju. Fyrir
tveimur árum kvöddum við elsku-
lega mömmu, eða hinn 2. apríl
2012. Nákvæmlega tveimur árum
síðar stend ég í þeim sporum að
kveðja þig elsku pabbi minn. Ekki
bjóst ég við að þú færir svona
snöggt frá og á erfitt með að
sætta mig við að þú sért farinn.
Ótal minningar vakna. Alltaf
gafstu þér góðan tíma til að verja
með mér. Þegar ég var lítill patti
spiluðum við mikið saman. Í hjól-
hýsaferðunum okkar áttum við
einstaklega ljúfar og góðar stund-
ir. Sjónvarpslausu fimmtudags-
kvöldin eru mér minnisstæð.
Þú varst mikill dýravinur eins
og mamma, alltaf var köttur eða
hundur á heimilinu og hændust
þau öll að ykkur. Hundar voru í
miklu uppáhaldi hjá þér og eftir
að mamma dó var Labbi, og síðar
Zorro, þitt haldreipi og einn besti
félagi.
Strákarnir okkar fengu að
njóta þeirra kosta sem þú hafðir.
Þú gafst þeim alltaf tíma, hvort
sem það var við spjall, grín eða
leik. Það var ósjaldan sem þú sótt-
ir kubba- og bílakassann eða tin-
dátana og settist með þeim og
lékst við þá. Það er merkilegt
hvað hægt var að gera lítinn dóta-
kassa ótrúlega spennandi. Þú
hafðir lag á því.
Eitt af því einstaka í fari þínu
var endalaus þolinmæði og átti
hún það jafnvel til að gera aðra
óþolinmóða. Þessi einstaki kostur
þinn var líklega hluti af öðrum
kosti sem þú hafðir sem var
þrjóska. Hún var alveg endalaus
en nánast undantekningalaust á
góðan máta, því þú varst sann-
gjarn og hlustaðir á rök. Annað
sem einkenndi þig var umburðar-
lyndi og ósérhlífni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af
alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Það voru auðvitað erfiðir tímar
í þínu lífi eins og lífi annarra. Þeg-
ar ég kom fyrst heim til þín eftir
að þú varst farinn settist ég inn í
svefnherbergið ykkar mömmu.
Það var skrítin tilfinning og mjög
erfið. Á veggnum við rúmið þitt
hangir bæn sem ég þykist vita að
þú hafir reynt að tileinka þér:
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig
við það sem ég get ekki breytt, kjark til
að breyta því sem ég get breytt og vit til
að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Elsku besti pabbi minn. Það
eru þung spor að kveðja þig.
Þessari stundu hef ég alltaf kviðið
fyrir, stund sem markar tímamót
í lífi sérhverrar manneskju. Ég
reyni að sætta mig við missinn
með því að hugsa um að þú sért
kominn til þeirrar manneskju
sem þú elskaðir og dáðir.
Ég þykist vita að það séu fagn-
aðarfundir hjá þér og mömmu
núna á öðrum stað. Gabríel er
viss um að amma Gunna hafi bak-
að köku og sett í ísskápinn til að
eiga fyrir þig þegar þú kemur til
hennar. Bjarki Sólon, Gabríel og
Jóhanna sakna afa Kúdda óend-
anlega mikið. Betri afa og
tengdapabba var ekki hægt að
eiga. Þú gefur ömmu Gunnu stórt
knús frá okkur.
Þín alltaf mun ég minnast
fyrir allt það góða sem þú gerðir,
fyrir allt það sem þú skildir eftir,
fyrir gleðina sem þú gafst mér,
fyrir stundirnar sem við áttum,
fyrir viskuna sem þú kenndir,
fyrir sögurnar sem þú sagðir,
fyrir hláturinn sem þú deildir,
fyrir strengina sem þú snertir,
ég ætíð mun minnast þín.
(FDV)
Ég mun alltaf elska þig og
geymi þig ávallt í hjarta mínu.
Þinn litli kútur,
Daníel.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku afi/pabbi.
Tárvot eru mín augu,
því skyndilega þú mig kvaddir.
Þú varst alltaf hetjan mín og minn
klettur,
og öllum þú varst svo góður.
Nú inni í mér er tómarúm,
sem ekki verður hægt að fylla.
Þú varst mér sem faðir og kenndir mér
svo margt,
þú hjálpaðir mér í gegnum lífið.
Stóran hluta af hjarta mínu þú alltaf
átt,
fullt er það af söknuði og ást,
þig ég mun ávallt elska og aldrei þér
gleymi,
við góðar minningar eigum margar
saman.
Nú í sumarlandið ertu kominn,
og heldur þar í elsku ömmu/mömmu
hönd.
Aftur mun ég ykkur hitta,
þegar minni lífsins göngu lýkur,
þá við verðurm aftur öll saman.
(Dóra)
Veittu mér kraft,
ó, Guð, til þess
að sjá eilífðina
í hverri rós,
komandi dag í
hverjum blómknúppi,
vorkomuna í sérhverju
snjóföli, að fyrirheit
regnbogans brosi
við mér í sérhverju
stormviðri!
Þegar að þér er þrengt
og allt hefur snúist gegn
þér, þar til þér um síðir
finnst að þú munir ekki
þola við mínútu lengur
– þá máttu ekki gefast
upp, því einmitt þá er
komið að þeim stað og
stund þegar breyting
mun verða á.
(Dæda)
Áður en það er um seinan, pabbi.
Skáld þau oft vilja gráta
er feður í jörðu þau láta,
Í kistum þeir liggja nett.
Þau minningar lifa upp á nýtt,
sem feðrum hjálpar lítt
og breytir ei röngu í rétt.
En ljóðmælsku á ég ei til,
svo afsaka strax ég vil
alla árekstra svo heitið geti,
alla lygi og alla leti,
allar þráhyggjur í mér,
allar áhyggjur hjá þér.
Betra er að lifa en skrifa
um horfna ást um slíkt ei fást,
því þeir úr minningu munu ei mást
meðan hjörtu vor áfram tifa.
Ég hef alltaf tekið þér sem sjálfsögðum
hlut.
Pabbar, hélt ég, vissu allt um
stjörnurnar og höfin og fjarlæga
tíma og staði. Þeir kunnu margar
frábærar sögur. Þeir höfðu ein-
mitt réttu, þægilegu röddina til
að lesa sögur fyrir háttinn. Þeir
kenndu börnum sínum að blístra.
Þeir bjuggu til leikföng handa
þeim. Þeir gátu leikandi létt
hnýtt sjómannahnúta. Þeim var
alltaf treystandi til að semja lítil
ævintýri. Þeir gátu gert við hvað
sem var. Þeir voru þolinmóðir og
ástríkir og áttu alltaf afgangs-
skiptimynt. Feður gerðu allan
heiminn öruggan. Nú veit ég auð-
vitað að ég var ekki bara í hópi
þeirra gæfusömu. Ég átti alveg
einstöku láni að fagna. Elsku
pabbi.
Þín dóttir,
Ragnheiður Þóra.
Elsku pabbi minn. Nú ert þú
kominn til mömmu eftir stutta
bið. Söknuðurinn er sár því kallið
kom svo skyndilega, þótt við viss-
um að kannski væri ekki langt að
bíða. Þú barst þig alltaf svo vel
þegar við töluðum saman í síma,
alltaf allt í lagi, en ég vissi betur.
Það hafði dregið af þér síðasta ár,
en við héldum kannski við hefðum
aðeins meiri tíma. Þú varst alltaf
svo ljúfur, það var hinn sanni þú,
elsku kallinn minn. Ég minnist
æskunnar sem var bæði upp og
niður eins og gengur og gerist. Ég
man hönd þina á vanga mínum, og
þegar þú sagðist elska mig og
okkur, börnin þín. Ég man þegar
ég var barn og unglingur og kom
heim úr skólanum í löngu-frímín-
útum, og drakk alltaf smákaffi úr
glasinu þínu sem var alltaf fyrir
ofan vaskinn á eldhúsborðinu, því
mér þótti ilmurinn af rakspíran-
um þínum svo góður!
Ég man líka þegar þú sagðir að
fötin mín myndu upplitast ef ég
bryti þau ekki saman á kvöldin, ég
trúði þér. Kannski þess vegna
geng ég alltaf vel um fötin mín!
Það er þér að þakka að ég kann að
fyrirgefa eins og þú. Öll erum við
eitthvað gölluð en þannig eigum
við að vera, fyrirgefningin hjálpar
okkur að horfa fram á veginn og
halda áfram með lífið í sátt og
samlyndi.
Þú varst mín stoð og stytta,
minn súperpabbi, verndari og
fræðari, allt sem ég gat óskað mér
því án þín væri ég ekki eins og ég
er. Ég elska þig alltaf pabbi minn
og minning þín lifir í hjarta mér
alla tíð.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er ver.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur með blómunum.
Er rökkvar ráðið stjörnumál.
Gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Þín
Birna.
Björn Jón Sig-
tryggsson (Kúddi)
Látinn er dr. the-
ol. sr. Arngrímur
Jónsson rétt tæp-
lega 91 árs að aldri.
Undirritaður varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að eignast vináttu
hans, góð ráð og leiðsögn í 35 ár.
Fyrir mikið er að þakka er við
kveðjum nú.
Sr. Arngrímur var um margt
einstakur maður. Trúfesti hans,
hollusta og eindrægni í þjónust-
unni við hina heilögu leyndardóma
trúarinnar var fágæt. Allt það
mikla starf var honum lofgjörð í
þakklæti til Hins Hæsta.
Ungur komst hann til lifandi
trúar og aðeins 23 ára að aldri tók
hann vígslu til postullegrar þjón-
ustu. Stefnufestan var óbilandi og
bætti hann þjónustuárum við eftir
formleg starfslok svo segja má að
prestsþjónusta hans hafi spannað
hálfa öld.
Framlag hans til endurreisnar
Síra Arngrímur
Jónsson
✝ Síra Arn-grímur Jóns-
son, dr. theol,
fæddist 3. mars
1923. Hann lést 25.
febrúar 2014. Útför
hans fór fram 4.
mars 2014.
hinnar sístæðu
messu hér á landi var
ómetanlegt. Sérstak-
lega má nefna setu
hans í nefndum,
greinaskrif, fræða-
störf og fræðslu á því
sviði. Veigamikið
framlag hans til al-
mennrar þekkingar
á guðfræði og sögu
tilbeiðslunnar er
meðal annars bókin
Litúrgía: Þættir úr sögu messunn-
ar. Undirritaður naut persónu-
legrar leiðsagnar hans í þeim
fræðum um árabil.
Sem persóna var sr. Arngrímur
eftirminnilegur öllum þeim sem
honum kynntust. Hann hafði skýr-
ar og ákveðnar skoðanir, einkum í
því sem honum var hjartfólgnast
sem var þjónustan við Guðsríkið
og innstu þætti lífs trúarinnar sem
er tilbeiðslan sjálf. Alla tíð var
hann vandlætingasamur um kirkj-
una og bar málefni hennar fyrir
brjósti til síðustu stundar.
Í einkalífi sínu var hann mikill
gæfumaður, átti trausta og vand-
aða eiginkonu, Guðrúnu Sigríði
Hafliðadóttur, sem lést árið 2005,
og áttu þau vel gerð og umhyggju-
söm börn og barnabörn.
Um leið og við hjónin þökkum
fyrir vináttu liðinna ára biðjum við
fjölskyldu hans og ástvinum öllum
Guðs blessunar á kveðjustundu.
Gunnlaugur Garðarsson og
Sigríður Halldórsdóttir.
Ég minnist þess sem unglingur
á Uxahrygg þegar séra Arngrím-
ur sótti um prestsembættið í Odda
1946. Það voru tíðindi í sveitinni,
en þó ekki óvænt, þegar séra Er-
lendur Þórðarson lét af embætti.
Hinum unga presti, aðeins 23 ára
gömlum, var nokkur vandi á hönd-
um, að taka við prestþjónustu af
séra Erlendi, sem þjónað hafði í
Odda í 28 ár og notið mikils
trausts og almennra vinsælda. En
Arngrími var vel tekið og vann
hann fljótt til vinsælda og trausts
meðal sóknarbarnanna. Foreldrar
mínir voru stuðningsmenn séra
Arngríms við kjör hans og fljót-
lega eftir það þróaðist sterk vin-
átta milli þeirra og ungu prests-
hjónanna í Odda, séra Arngríms
og frú Guðrúnar Hafliðadóttur.
Ég minnist þess, að eftir að for-
eldrar mínir brugðu búi og fluttu
til Selfoss 1948, komu prestshjón-
in í Odda jafnan við hjá foreldrum
mínum, þegar þau áttu leið um
Selfoss á ferðum sínum. Foreldrar
mínir nutu þessarar sönnu vináttu
þeirra til enda lífdaga þeirra.
Haustið 1947 ákváðu prestshjónin
að taka nokkra unglinga í nám ut-
an skóla. Ég var einn af þeim sem
settust á skólabekk í Odda, 16 ára
gamall, og las fyrsta bekk gagn-
fræðaskóla þar. Við vorum fjórir
nemendurnir þennan vetur og við
héldum til í Odda og vorum þar
einnig í fæði. Arngrímur reyndist
hinn besti kennari. Á köldum dög-
um þennan vetur gat verið kalt í
gamla húsinu í Odda, þá sagði
Arngrímur stundum í léttum dúr,
að við ættum að læra okkur til
hita. Auk námstímans áttum við
nemendurnir margar góðar
stundir hjá prestshjónunum. Oft
voru fjörugar umræður við mat-
arborðið og á kvöldin um þjóðmál-
in eða mál sem vörðuðu héraðið,
sem þau þekktu lítið en voru mjög
áhugasöm um að setja sig sem
best inn í og kynnast sóknarbörn-
unum og afkomu þeirra sem best.
Dvöl mín í Odda varð raunar
lengri en þessi eini vetur, því sum-
arið 1950 var ég ráðinn kaupamað-
ur, en prestshjónin höfðu þá kom-
ið upp nokkrum búskap í Odda.
Ég var oft fylgdarmaður séra
Arngríms þetta sumar þegar hann
þurfti að bregða sér milli bæja. Ég
var þá kominn með bílpróf og ekki
spillti það þessum ferðum með
Arngrími, að hann leyfði mér oft
að sitja undir stýri á jeppanum
hans. Ég tel það eitt af gæfuspor-
um í lífi mínu, að hafa átt samleið
með prestshjónunum Guðrúnu og
séra Arngrími í Odda. Það var
gott og lærdómsríkt að vera ung-
lingur á heimili þeirra. Fyrir það
get ég aldrei fullþakkað, en geymi
með mér góðar minningar frá
þessum tíma. Arngrímur lét end-
urbæta kirkjuna og mála utan
sem innan, listavel svo að hún er
innan dyra með fegurstu sveita-
kirkjum, og auðsýnir helgidóm-
inn, sem Oddakirkja er í hugum
svo margra. Séra Arngrímur og
Guðrún störfuðu í Odda í 18 ár og
sagði Arngrímur að þau ár hefðu
verið bestu ár ævi þeirra. Nú þeg-
ar dagsverki þessara sómahjóna
er lokið hér í hinu jarðneska lífi,
kusu þau að vera lögð til hinstu
hvíldar í kirkjugarðinum í Odda.
Þar ríkir hljóðlát helgi sem þau
hlúðu að og ræktuðu af einlægni.
Ég og Hanna kona mín sendum
börnum þeirra hjóna og fjölskyld-
um innilegar samúðarkveðjur.
Magnús L. Sveinsson.
Hann var skarpur guðfræðing-
ur, vellæs á aðstæður í samfélag-
inu, nákvæmur og skorinorður
predikari, laus við leiðinlegar
aukasetningar, en markviss og
trúr boðberi fagnaðarerindis
Drottins. Helgihald, siðir og hefð-
ir voru honum sannkölluð list,
enda hálfrar aldar sífelldur lær-
dómur og einlæg iðkun á því sviði
einstök og mörgum fyrirmynd.
Hann var einbeittur kennari,
skemmtilegur og látlaus, vildi
nemendum sínum allt það besta,
en laðaði fram það besta mögu-
lega hjá þeim. Við vorum allmörg,
sem hann tók að sér, á eigin veg-
um, leiðbeindi og hvatti til góðra
verka. Glettni augna hans fylgdi
okkur alltaf síðan. Við eigum hon-
um margt að þakka. Þjóðkirkjan
efldist og varð sannari en ella af
þjónustu hans. Sóknarbörnum
sínum var hann trúr og stéttinni
sómi. Nú er hann burtsofnaður sá
trúi þjónn. Friður Guðs sé yfir
honum og varðveiti sálu hans. Guð
blessi ykkur börnin hans og fjöl-
skylduna alla.
Birgir Ásgeirsson, prófastur
í Reykjavík vestra.
HINSTA KVEÐJA
Ég kveð þig elsku afi
með söknuði en miklu
þakklæti fyrir að hafa átt
jafn kærleiksríkan og góð-
an mann eins og þig að.
Bóel Sigríður
Guðbrandsdóttir.
HINSTA KVEÐJA.
Fyrir hönd Prestafélag
Íslands minnist ég sr. Arn-
gríms Jónssonar heiðurs-
félaga með virðingu og
þakklæti.
Nú hverfi oss sviðinn úr sárum
að sjatni öll beiskja í tárum,
því dauðinn til lífsins oss leiðir,
sjá, lausnarinn brautina greiðir.
(Þýð. Sigurbjörn Einarsson)
Aðstandendum votta ég
innilega samúð.
Guðbjörg Jóhannesdóttir,
formaður PÍ.