Morgunblaðið - 08.03.2014, Side 50
50 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014
SMELLT
EÐA SKRÚFAÐ,
VIÐ EIGUM BÆÐI
Þú getur verið afslappaður og öruggur
við grillið með AGA gas. Öruggur um
að þú ert að nota gæðavöru og að
þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft
áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú
nýtir þér heimsendingarþjónustu á
höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú
heimsækir söluaðila AGA.
Farðu á www.gas.is og finndu
nálægan sölustað eða sæktu
öryggisleiðbeiningar og fáðu
upplýsingar um AGA gas.
www.GAS.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er kominn tími til þess að njóta
ávaxta erfiðisins. Passaðu að falla ekki fyrir
einhverjum háskalegum – stolta skúrkinum
eða yfirlýsta flekaranum.
20. apríl - 20. maí
Naut Það getur verið einmanalegt að bera
of mikla ábyrgð og hafa of mikla stjórn á
hlutunum. Gefðu þér nokkra daga til að
hugsa málið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er vandi að velja og því meiri
þeim mun fleira sem í boði er. Reyndu ekki
að eyðileggja málið með því að þykjast geta
sóst eftir meiru.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Matur er mannsins megin en of
mikið má af öllu gera svo þú skalt fara þér
varlega á þessu sviði sem öðrum. Fórnir fela
í sér að maður veit aldrei hverjar niðurstöð-
urnar verða.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einbeittu þér að því að breiða út áhrif
þín og taka á þig meiri ábyrgð. Komdu fólki
á óvart, hristu upp í hlutunum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú eru það fjármálin og fjölskyldan
sem þú þarft að beina athyglinni að. Einhver
heima fyrir þarf á þér að halda, gefðu þér
tíma til þess að hlusta.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það eru þessir mörgu smáu hlutir sem
á endanum skapa frið og ró. Hreyfingin er
holl og samvistin við náttúruna er gefandi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt þú hafir margt á þinni
könnu er engin ástæða til þess að láta að-
varanir annarra sem vind um eyru þjóta.
Krabbi hjálpar þér að taka til hendinni þegar
þú veist ekki hvað gera skal næst.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú munt njóta þess að fara í
stutta ferð í dag. Líf þitt gæti fyllst af dóti
sem gerir ekkert annað en að koma í veg
fyrir að þú sækist eftir raunverulegum og
innihaldsríkum markmiðum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú færð meiri athygli með því að
láta lítið á þér bera, en aðrir fá fyrir að
standa í kastljósinu. Bíddu í nokkra daga og
sjáðu til hvort ástandið lagast.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ást og leikur eru þér efst í huga
í dag. Nýttu þér þennan áhuga því þér
gengur vel í því sem þú tekur þér fyrir
hendur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert ekki sömu skoðunar og yf-
irmaður þinn um málefni fyrirtækisins og
aðra hluti sem því tengjast. Mundu umfram
allt að vera heiðarleg/ur við sjálfa/n þig.
Síðasta laugardag var þessigáta eftir Svein Víking í
Vísnahorni:
Galli hulinn oftast er.
Eyrum við þótt kveði hátt.
Nafn á synd í heimi hér.
Háir þeim sem eiga fátt.
Hjörtur Hjálmarsson á Flateyri
átti tvær lausnir:
Í okkar þjóð er einhver brestur
ei þótt glymji héraðsbrestur
meðal annars er sá brestur
uppivöðsluleysis brestur.
Síðari lausnin var svona:
Í bresti berja hæpið held ég,
héraðsbrestur leynist vart,
bresta minna gjarna geld ég,
gleðst ei sá er brestur margt.
Guðmundur Arnfinnsson skrif-
aði mér og sagði, að sér hefði
orðið á í messunni við ráðningu á
gátunni um bóndann á Kaupangi
í Eyjafirði með því að tilgreina
rangt föðurnafn:
Gilt ég vildi veita svar
í vísnagátu spjalli,
kveðskapurinn klúður var,
en Kolbeinn varð mér að falli.
Guðmundur hafði ábúendatalið
ekki við höndina:
Brunninn viðarbútur einn,
beinvaxinn hann er sem teinn.
Og getur hvort tveggja staðist
að mínu viti, Kolbeinn og Ás-
brandur.
Síðan bætir Guðmundur við og
er nú vafalaust, að lausnin er
rétt:
Gáta snjöll oss gleður enn,
gefst að nýju frestur.
Birtist okkur svarið senn,
sem er, hygg ég, brestur.
Hér kemur vísnagáta eftir Pál
Jónasson í Hlíð:
Hann er til að herða ró,
hlutur jakans upp úr snjó,
myndast oft í sinu sá
sumra manna höku á.
Ráðning birtist eftir viku. Gam-
an væri að fá sendar gátur.
Páll yrkir um Tálfuglinn
(Famous Grouse):
Hún tælir þá lyngrjúpan rauða,
ríka menn bæði og snauða,
en ég er þjóðrækinn maður,
og þorrablótsglaður,
og sýp bara Svartadauða.
Halldór Blöndal,
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vangaveltur um
spurningar og svör
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... samstiga par.
LÖGREGLU-
BÚÐINÚTSALA
STORKNAÐ
BLÓÐ
249 KR.
STÖK
HÁR
BROTNAR
TENNUR
749 KR.
BEINFLÍSAR
449 KR./KG
ÝMSIR
LÍKAMSHLUTAR BÍLAÞVOTTASTÖÐ
ODDI, HÆTTU
AÐ GELTA AÐ
SPEGLINUM.VOFF!
VOFF!
VOFF!
VOFF!
VOFF!
VOFF!
VOFF!VOFF!
URRRRR!
HRÓLFUR,
ÞÚ ERT OF
ALVARLEGUR ...
ÞÚ ÞARFT
AÐ VERA AÐEINS
LÉTTARI Á
ÞÉR ...
SVONA UM ÞAÐ
BIL 25 KÍLÓUM
LÉTTARI!
GET ÉG EKKI
KOMIÐ EINU
SINNI TIL ÞÍN
ÁN ÞESS AÐ ÞÚ
SETJIR ÚT Á
ÞYNGD MÍNA?!
Það er einn maður sem Víkverjiþreytist seint á að mæra. Það
er David nokkur Attenborough.
Vart þarf að taka fram að mánu-
dagskvöld eru þau bestu í vikunni
því þá er náttúrulífsþáttur hans um
Afríku á dagskrá RÚV. Víkverji
nýtur þess að heyra rödd hans
skýra frá þeim fyrirbærum sem
birtast á skjánum og greina undur
náttúrunnar á skýran og skilmerki-
legan hátt.
x x x
Það sem meira er að í þáttunumer myndatakan einstök. Mynda-
tökumennirnir sem ná að festa at-
ferli dýranna á filmu hafa í raun
unnið einstakt afrek. Það er mjög
gefandi að fá að sjá þá á bak við
tjöldin. Þar eru að störfum menn
(Víkverja sýnist nefnilega flestir
vera karlmenn í hópunum) sem
ganga í gegnum ýmislegt til þess
eins að ná einstökum myndum;
myndum sem jafnvel hafa ekki
náðst áður. Þeir eru bitnir af alls
kyns skordýrum og annarri óværu
sem gjarnan fylgir Afríkudvöl. Þeir
leggja líf sitt jafnvel að veði, sam-
anber eitt skipti þegar verið var að
festa atferli fíla um nótt á filmu. Þá
mátti myndatökumaðurinn dúsa
langt uppi í tré heila nótt. Atgang-
urinn var slíkur að myndavélabún-
aðurinn var í stórhættu – en fíla-
hjörðin náðist á filmu og þá var
markmiðinu náð.
x x x
Skyldi engan undra því meiriástríða og elja en hjá Attenbor-
ough er vandfundin. Hann er enn að
miðla til okkar undrum náttúrunnar
og slær ekki af þrátt fyrir að vera
orðinn býsna aldraður. Þetta kallar
maður góða endingu í starfi. En það
sem þarna er að verki er að vinna
og áhugamál sameinast í eitt.
Víkverji álítur, eftir að hafa lesið
hina stórmerkilegu bók The Ele-
ment, How finding your passion
changes everything eftir sir Ken
Robinson, að meistari Attenbor-
ough hljóti að hafa verið að stórum
hluta fyrirmynd Robinsons. Boð-
skapur bókarinnar er í raun einfald-
ur: Finndu það sem gerir þig ham-
ingjusaman og gerðu það að
ævistarfi þínu. víkverji@mbl.is
Víkverji
Hjá Guði er hjálpræði mitt og veg-
semd, minn örugga klett og athvarf
mitt hef ég í Guði.
(Sálmarnir 62:8)