Morgunblaðið - 08.03.2014, Side 54

Morgunblaðið - 08.03.2014, Side 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2014 Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur hefur safnað saman all- mörgum portrettmyndum af ís- lenskum rithöfundum frá ýmsum tímum. Þær hafa verið hengdar upp á veggi Gunnarshúss, höf- uðstöðva Rithöfundasambands Ís- lands, Dyngjuvegi 8. Í tilefni þess verður Gunnarshús opið gestum í dag, laugardag, milli klukkan 15 og 17. Aðalsteinn mun við það tækifæri halda tölu um hin ólíku listaverk, Pétur Ármannsson talar um Gunn- arshús, þessa stílhreinu byggingu Hannesar Davíðssonar arkitekts, og Kristín Steinsdóttir, formaður RSÍ, talar um veru sambandsins í húsinu. Fyrir utan málverk og höggmynd af Gunnari Gunn- arssyni, sem bjó í húsinu, gefur meðal annars að líta portrett Magnúsar Á. Árnasonar af Jóni úr Vör, teikningu Alfreðs Flóka af Jóhanni Hjálmarssyni og málverk Jóns Engilberts af Þórbergi Þórð- arsyni. Umfjöllun þremenninganna hefst klukkan 15, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Steinn Ein myndanna sem Kristján Davíðsson málaði af Steini Steinarr. Málverk af höfundum sett upp í Gunnarshúsi Ljóðskáldið Stórt málverk Baltas- ars Samper af Sigfúsi Daðasyni. Ofvitinn Jón Engilberts túkaði Þór- berg Þórðarson í þessu verki. Þorpsskáld Jón úr Vör ungur í mál- verki eftir Magnús Á. Árnason. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á tónleikum Borgars Magnasonar kontrabassaleikara og Páls Ivans frá Eiðum, flytjanda og tónskálds, í Hafnarborg á sunnudagskvöld klukkan 20 verður hefðbundnum hugmyndum um uppbyggingu tón- verka í dúr og moll varpað fyrir róða og unnið út frá annars konar forskrift fyrir hljóðfæraleikarana. Tónleikana kallar félagarnir „Sam- ræðu um tákn“ og eru þeir hluti Hljóðanar, tónleikaraðar sem er helguð tónlist frá 20. og 21. öldinni þar sem hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. „Verkin sem við flytjum byggjast hvert á sinni nótnaskrift,“ segir Borgar. „Í dag er búið að opna nótnaskrift fyrir hverju sem er, nánast, og í hverju verki er verið að nálgast þessi samskipti tónskálds og túlkanda með nýjum hætti.“ Á meðal höfunda verka eru þeir Borgar og Páll Ivan, Earl Brown og Matthew Shlomowitz. „Við frumflytjum þrjú verkanna. Að vissu leyti eru þessir tónleikar farvergur fyrir hljóðheim okkar Páls Ivans og við völdum inn í dag- skrána verk sem myndu gefa okkur sem fjölbreytilegust færi á að rann- saka hann. Eitt af verkunum á dag- skránni er „December 1952“ eftir Earl Brown. Það er hvað frægast af verkum sem byggjast á „graphic notation“, nótnaskrift sem er í rauninni myndlist sem maður túlkar og styðst við útskýringar tónskálds- ins á því hvað hann er að fara. Þetta er hvað opnasta verkið og hljómar aldrei í tvö skipti eins. Annað verk er eftir Shlomowitz og það byggist á mjög nákvæmum arkitektúrískum strúktúr; við ákveðum hvaða efni við setjum inn en þurfum síðan að fara eftir mjög nákvæmu ferli. Þá frumflytjum við verk eftir mig, þar sem þetta blandast saman, að hluta hefðbundin nótnaskrift en einnig skrifaðar skýringar til leið- beiningar. Nóturnar að verki Páls Ivans sem við frumflytjum eru hins vegar í formi vídeóverks, hreyfi- myndar sem er varpað á vegg og við lesum það um leið og áhorf- endur.“ Dagskráin endar á verki sem Borgar pantaði frá Haraldi Jóns- syni myndlistarmanni og Haraldur tekur þátt í að flytja ásamt aðstoð- arfólki. „Í verkum Haraldar birtist svo sterk tilfinning fyrir tempói og strúktúrum og hann bjó til þetta frábæra verk,“ segir Borgar. „Á neðri hæð Hafnarborgar er sýning á myndverkum Haraldar og það sem hann samdi fyrir okkur kallast í raun á við hana.“ Borgar segir að framsækin og til- raunakennd tónlist njóti sífellt meiri vinsælda, ekki síst meðal yngri hlustenda. „Þetta er orðið „mein- strím“ – það er orðið sjálfsagt að takast á við formið. Við erum ekki lengur utangarðs,“ segir hann og hlær. „Það er orðið sjálfsagt að takast á við formið“  Samræða um tákn á tónleikum í Hafnarborg á sunnudag Flytjendurnir Páll Ivan frá Eiðum og Borgar Magnason í Hafnarborg. Þeir vinna með fjölbreytilegar nótur. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Þú færð SKECHERS karlmannsskó í: Skór.is, Kringlunni og Smáralind Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport, Reykjavík Outlet Skór, Reykjavík | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi Blómsturvellir, Hellisandi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Versl. Skógum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum | Skóbúðin, Keflavík ÞAÐ FER BETUR UM FÓTINN SKECHERS MEMORY FOAM INNLEGG ÞÚ FINNUR STRAX MUNINN OG ÞÆGINDIN Menntaskólinn v/Hamrahlíð verður með opið hús miðvikudaginn 12. mars frá kl. 17:00-19:00 Námsframboð skólans, inntökuskilyrði og félagslíf verður kynnt. 10. bekkingar og forráðamenn þeirra eru sérstaklega velkomnir. MENNTASKÓLINN V/HAMRAHLÍÐ OPIÐ HÚS miðvikudaginn 12. mars 2014

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.