Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014
B
jörk Jónsdóttir er skólastjóri
Brúarskóla, sem er skóli fyrir
börn sem eiga í alvarlegum
geðrænum, hegðunar- eða fé-
lagslegum erfiðleikum. Brúar-
skóli hefur fjórar starfsstöðvar í Reykja-
vík og þar eru að jafnaði á milli 55-60
nemendur í 5. til 10. bekk í tímabundinni
skólavist.
„Þetta er kannski ekki mikill fjöldi
nemenda en þörfin er mikil og hér er
alltaf biðlisti,“ segir Björk. „Við sinnum
einnig ráðgjöf í skólum og leiðbeinum
kennurum og þar erum við með þriggja
mánaða biðlista. Það er auðvitað ekki gott
að ef hringt er í Brúarskóla og óskað eft-
ir aðstoð í skóla þá skulum við þurfa að
segja að það sé þriggja mánaða bið.
Þetta þarf að breytast en það mun ein-
ungis gerast með auknum mannskap.“
Hversu mikill er vandi þeirra barna
sem koma í Brúarskóla?
„Þegar börn koma hingað er vandinn
yfirleitt orðinn mjög mikill, þau hafa kom-
ið sér í mikinn vanda í skólanum og eru
jafnvel farin að beita þar ofbeldi. Óæski-
leg hegðun hefur oft staðið í nokkur ár
og þess vegna magnast. Hegðunarvanda-
mál eru vaxandi áhyggjuefni í skólakerf-
inu og þó börn sem glíma við alvarleg
hegðunarvandamál séu ekki mörg þá hef-
ur hegðun þeirra gríðarleg áhrif á skóla-
starfið. Ég heyri úr skólunum að vandinn
er að færast niður í fyrsta til þriðja
bekk. Við í Brúarskóla höfum ekki mann-
skap til að sinna þeim hópi til viðbótar
en finnum mjög fyrir aukinni þörf fyrir
ráðgjöf á yngri stigum.“
Kunnið þið ekki að vera reið?
Kennarar segja örugglega að þeir kunni
ekki að taka á vanda þessara barna.
Hvaða ráð getur þú gefið kennurum?
„Kennara skortir þekkingu á þessu sviði
og það vantar fleira fagfólk inn í skólana.
Kennarar segja: Við getum unnið með
börn með þroskahamlanir og líkamlega
fötlun en við vitum ekki hvernig við eig-
um að vinna með alvarlegar hegðunar-
truflanir. Hér erum við með ýmsar leiðir
til að takast á við óæskilega hegðun. Það
er festa í skólastarfinu, börn fara strax í
ákveðinn ramma og fá markmið til að
vinna að. Reglur eru skýrar og vel kynnt-
ar fyrir nemendum og þeim framfylgt, því
ef settar eru reglur þá verður að fram-
fylgja þeim. Við erum ekki með hefð-
bundnar frímínútur eða matarhlé, við er-
um með börnunum allan skólatímann,
förum til dæmis með þeim í mat og í úti-
vist og fylgjum þeim í öllu sem þau gera
á skólatíma. Við hrósum markvisst fyrir
vel unnin verk og hvetjum börnin til
dáða. Þetta eru miklir snillingar og við
höfum alltaf í huga að við erum ekki öll
eins og höfum mismunandi þarfir og það
þarf að taka tillit til þess.“
Grípa þessi börn til ofbeldis gagnvart
ykkur?
„Hingað koma börn sem hafa sýnt al-
varlega hegðun en við sjáum lítið af
þeirri hegðun. Við trúum því að börn geti
lært æskilega hegðun en þegar börn og
unglingar missa stjórn á hegðun sinni
kemur fyrir að þau beita ofbeldi. Oft ger-
ist þetta þegar verið er að gera kröfur til
þeirra. Við stöðvum hegðunina með lík-
amlegu inngripi að minnsta kosti þriggja
starfsmanna.
Allt eru þetta yndisleg börn og það er
gaman að vinna með þeim því þau eru
skemmtileg, skapandi og hugmyndarík.
Þau þurfa hins vegar mikið skipulag,
hvatningu og hrós. Vandinn er oft orðinn
mjög mikill þegar þau koma til okkar og
vissulega þyrfti að grípa fyrr inn í. Ég
veit að margir kennarar gera eins vel og
þeir geta og oft meira en það í almenna
skólanum en af því að ég hef haft kynni
af svo mörgum skólum þá veit ég líka að
kennarar hafa ekki allir þá þekkingu sem
til þarf. Það er líka lykilatriði að gengið
sé í takt og það gerum við hér. Starfs-
fólk heldur reglubundið fundi, fer yfir
reglurnar og rætt er um hvernig eigi að
bregðast við hinum ýmsu uppákomum. Við
lítum á okkur sem fyrirmynd barnanna
þannig að okkur ber að fara eftir regl-
unum og það hjálpar börnunum að sjá að
við erum samkvæm sjálfum okkur.“
Hvað hefur reynst best í samskiptum
við þessi börn?
„Við erum alltaf að þakka og hrósa fyr-
ir það sem vel er gert og þannig styrkja
jákvæða hegðun og sjálfstraust barnanna
og aðstoða þau við að verða jákvæðir og
öruggir einstaklingar. Í byrjun eiga þau
oft erfitt með að taka hrósi því þau hafa
litla reynslu af því að vera hrósað. Oft
spyrja þau: Kunnið þið ekki að vera reið?
Hér notum við alltaf rólegu röddina,
börnin eru ekki send heim þótt þau missi
„Í byrjun eiga þau oft erfitt með
að taka hrósi því þau hafa litla
reynslu af því að vera hrósað,“
segir Björk Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Annast einstök börn
BJÖRK JÓNSDÓTTIR, SKÓLASTJÓRI BRÚARSKÓLA, SEGIR HEGÐUNARVANDA VERA VAXANDI ÁHYGGJUEFNI Í SKÓLAKERFINU OG VANDINN SÉ AÐ
FÆRAST NIÐUR Í FYRSTA TIL ÞRIÐJA BEKK. HÚN VARAR VIÐ MIKILLI TÖLVUNOTKUN BARNA OG UNGLINGA SEM GETI VALDIÐ ÞUNGLYNDI.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Svipmynd