Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.03.2014, Qupperneq 50
Menning 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.3. 2014 D ans- og tónlistarverkið Á vit… var upphaflega samið og sýnt á Listahátíð í Reykjavík vorið 2012. Að sögn Sigrúnar Lilju Guðbjartsdóttur og Katrínar Hall, sem fylgdu hópnum utan, var tilurð Rússlandsfararinnar sú að tveir ólíkir aðilar höfðu bókað sýningar á verkinu. Var þar ann- ars vegar um að ræða listahátíð í borginni Norilsk, í hinu afskekkta Krasnoyarsk Krai- héraði í Síberíu, og hins vegar einkaklúbb efnameiri einstaklinga í Moskvu, en GusGus nýtur þar töluverðra vinsælda. Það voru því miklar andstæður sem biðu hins 15 manna hóps sem hélt héðan til Síberíu með viðkomu í Litháen. Ein mengaðasta borg í heimi og fyrrum hluti Gúlagsins Um 170 þúsund íbúar byggja Norilsk, sem liggur á 69° breiddargráðu jarðar. Svæðið er með eindæmum harðbýlt en vetur ríkir þar ríflega 2/3 hluta árs. Borgin er einnig ein sú mengaðasta sem fyrirfinnst, einkum sökum viðamikillar nikkelvinnslu á svæðinu, í bland við aðra málma og gas úr jörðu. Á tímabilinu 1935 og framundir 1960 náði hluti vinnubúða Stalíns, Gúlagið, inn til Norilsk. Er talið að um 500 þúsund fangar hafi látið þar lífið, ým- ist á leið sinni til svæðisins, af völdum vos- búðar eða erfiðisvinnu. Eftirlaunaaldur í borginni er í dag um 40- 45 ár að sögn Sigrúnar Lilju, og elliheimili fá sem engin. Var hópnum sagt að þegar fólk lætur af störfum, á fyrrnefndum aldri, flyst það oftar en ekki annað. Á meðan það er vinnufært getur það hins vegar þénað betur þarna en víða annars staðar í Rússlandi, sem kemur sér vel þegar haft er í huga að aðgangi til borgarinnar er mjög stýrt, sökum heilsu- spillandi aðstæðnanna. Ekki er hverjum sem er hleypt þangað inn.Varð hópurinn strax var við aukið eftirlit á flugvellinum í Moskvu en þar voru allir pappírar, vegabréfsáritanir og sérstök leyfi til Norilsk skoðuð gaumgæfilega, til viðbótar við hefðbundið eftirlit. „Þar áttaði maður sig fyrst vel á að maður var að fara eitthvað óvenjulegt,“ segir Sigrún og tekur fram að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi veitt hópnum ferðastyrk til Síberíu. Þær stöllur bera heimamönnum hins vegar vel söguna. „Við veltum svolítið fyrir okkur hverjir kæmu á sýninguna en maður sá ekki margt fólk á götum úti, enda 16 stiga frost,“ segir Katrín. Sigrún bætir við þeim hafi líka verið svolítið brugðið á leið sinni frá flugvell- inum, þar sem vart sáust merki um líf en yf- irþyrmandi fjöldi gasleiðslna og krana tók smám saman að birtast í kring, mitt í meng- unarmekki. Uppselt reyndist á báðar sýningar hópsins og viðtökur heimamanna fóru fram úr vonum. „Viðtökurnar í leikhúsinu voru alveg ótrúleg- ar. Verkið var sett upp tvisvar, fyrir fullu húsi, og áhorfendur þyrptust að sviðinu í lok hvorr- ar sýningar um sig, líkt og á tónleikum,“ segir Katrín. Alls dvaldist hópurinn í fjóra daga í Norilsk, við þokkalegt atlæti. Matur var reyndar fá- brotinn að sögn Sigrúnar og Katrínar – mikið til takmarkaður við soðið kjöt, rauðrófur og slíkt. Komu harðfisk- og hnetusmjörsbirgðir sem sumir höfðu haft með sér að heiman þar í góðar þarfir. Gestgjafarnir buðu hópnum upp á skoðunarferð þar sem m.a. var farið á safn um merka sögu Síberíu. Þá var einnig farið upp á hæð fyrir ofan borgina, þar sem finna má minnisvarða um öll trúarbrögð þeirra sem létu lífið þar í Gúlaginu. Verður sögunnar þar áþreifanlega vart að sögn Sigrúnar og Katr- ínar, og hafði borgin mikil áhrif á hópinn. GusGus-liðar segja annars langar og góðar stundir, sem hópurinn átti saman á hótelinu, í þar til gerðum hægindahornum með gervi- plöntum og pastellituðum gluggatjöldum, eft- irminnilegar. „Þar hlógum við og grétum ofan í vodkaflöskurnar og átum hreindýrapylsur. Svo blésum við lífi í harðgert menningarland Síberíufrerans,“ segja þeir Stephan, Högni og Daníel Ágúst. Bæta þeir við að Norilsk sé harðbýlasti staður sem þeir hafi komið til: „Ógeðsleg mengun og gufustrókurinn minnti okkur á Sultartanga í hundraðasta veldi.“ Farið öfganna á milli Eftir fjóra daga í Norilsk lá leið hópsins aftur til Moskvu, þar sem fyrirhugaðar voru tvær sýningar í glæsilegum einkaklúbbi þar í borg. Kvað þar við allt annan tón en í Síberíu og var ekkert til sparað, hvort sem varðaði aðbún- að, aðstoð við uppsetningu, mat, drykk eða ann- að. „Við höfðum sem dæmi beðið um aðstoð við að strauja búningana, en þá mætti ungur maður sem kom í ljós að starfaði sem búningahönnuður í Bolshoi-leikhúsinu,“ segir Sigrún létt í bragði. Að sögn Sigrúnar voru báðar sýningarnar í Moskvu boðssýningar. Var þeim síðar sagt að á meðal gesta hefðu verið margir þekktir ein- staklingar úr menningarlífi Rússa. Var gerður afar góður rómur að verkinu líkt og í Norilsk og það þótt áhorfendur hefðu verið af allt öðr- um toga og heldur tortryggnari í byrjun. Við- brögðin voru hins vegar ósvikin í lokin. Lýstu margir yfir ánægju sinni eftir á en Stephan úr GusGus þeytti skífum eftir sýningu langt fram eftir nóttu. Andhverfur í austri Á VIT…- HÓPURINN, SEM SAMANSTENDUR AF NOKKRUM GUSGUS-LIÐUM, DÖNSURUM ÚR REYKJAVÍK DANCE PRODUCTIONS OG FLEIRI AÐILUM, KYNNTIST TVEIMUR ANDSTÆÐUM HLIÐUM RÚSSLANDS Í OKTÓBER SÍÐASTLIÐNUM, ÞEGAR HÓPURINN KOM FRAM Í BORGUNUM NORILSK Í SÍBERÍU OG MOSKVU. HAFÐI HEIMSÓKNIN MIKIL ÁHRIF Á HÓPINN, EKKI SÍST SÍBERÍA, ÞAR SEM DANSAÐ VAR Á SLÓÐUM GÚLAGS STALÍNS, Í EINNI MENGUÐUSTU BORG VERALDAR. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Ljósmyndir/Ásgeir Helgi Magnússon PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 4 0 4 7 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.