Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 1
                   ! "  # "  $%&#   '# ( " () * "  + ", -.  / ')$ &# %                             !       $%2 . # 3))0,& 0%# ( 4 & 5 L A U G A R D A G U R 3. M A Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  103. tölublað  102. árgangur  SNÝST UM ÞRÁ MANNA EFTIR SKILNINGI KETTIRNIR FÁ KÓNGAFÆÐI OG NOTA SALERNI NÁTTÚRUVERND 10SKOÐAR UPPRUNANN 48 Heilsa ehf Bæjarflöt 1, 112 Rvk www.gulimidinn.is UM HEILSUNA FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM Morgunblaðið/Ómar Grisjun Afgangur úr timburvinnslu getur nýst við fiskfóðursgerð.  „Drifkrafturinn á bak við þessi verkefni er að nýta eitthvað sem er vannýtt í dag og fá gott hráefni, umbreyta því í eitthvað nýtilegt, t.d. fóður fyrir fisk eða mannamat. Matur er ekki sjálfsagður hlutur í heiminum í dag og þarf að hugsa um þetta,“ segir Jón Árnason, sér- fræðingur í fóðurfræði fiska hjá Matís. Meðal verkefna hjá Matís er að nýta afganga frá timburvinnslu í Svíþjóð til að búa til próteinmassa. Massinn er þurrkaður og blandað saman við annað hráefni í fisk- fóður. Fóðrið var fyrst prófað á beitarfisk og kom vel út, að sögn Ragnars Jóhannssonar, fagstjóra viðskiptaþróunarsviðs Matís, og nú er verið að útbúa fóður fyrir bleikju. Einnig hefur verið gerð tilraun með að rækta örverumassa úr jarð- hitagasi frá Hellisheiðarvirkjun og nýta í fiskfóður. »12 Sænskt timbur not- að í íslenskt fóður Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Borgarráð samþykkti einróma í gær að fella tillögu umhverfis- og skipu- lagsráðs um hverfisskipulag fyrir hina ýmsu borgarhluta. Upphaflega átti að vísa málinu aftur til umhverf- is- og skipulagsráðs, en eftir að fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ráðinu kröfðust þess að greidd yrðu at- kvæði um tillöguna var gert hlé á fundi. Dagur B. Eggertsson, formað- ur borgarráðs, sagði að samstaða hefði myndast í ráðinu um að ekki væri hægt að halda vinnunni áfram og byggja á fyrirliggjandi gögnum því þau væru villandi. Vísaði hann til bókunar borgarráðs sem var svo- hljóðandi: „Ekki er hægt að halda áfram vinnu við gerð hverfisskipu- lags á grundvelli fyrirliggjandi mats- lýsinga þar sem þær eru villandi í mikilvægum atriðum.“ Agndofa vegna vinnubragða Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, segir að sig reki ekki minni til að meirihluti hafi áður fellt eigin tillögu í borgarráðinu. Það sé þó ákveðinn sigur í málinu. Sér hafi fundist það óviðunandi að tillögurnar yrðu settar í óljóst ferli í borgarkerfinu eins og til hafi staðið á sama tíma og fjöl- margir borgarbúar séu í lausu lofti og í óvissu um sína réttarstöðu eftir að þessar hverfisskipulagstillögur voru settar fram. „Auðvitað vona ég að þetta séu endalok þessa skipulags en ferlið hefur kallað fram sterk við- brögð meðal borgarbúa sem margir eru agndofa yfir þessum vinnu- brögðum,“ segir Júlíus Vífill. Hverfisskipulagið fellt  Meirihlutinn felldi eigin tillögu  „Ákveðinn sigur í málinu,“ segir Júlíus Vífill Morgunblaðið/Eggert Ösp Alls 47 af 56 börnum á leikskólanum eru af erlendum uppruna. Baldur Arnarson Guðrún Guðlaugsdóttir Vísbendingar eru um að erfiðleikar með að læra íslensku hafi áhrif á skólagöngu margra barna af erlend- um uppruna á leikskólaaldri og á at- vinnumöguleika menntafólks sem er af erlendu bergi brotið. Fjallað er um tvær hliðar á tungu- málavanda innflytjenda og barna þeirra í Morgunblaðinu í dag og í Sunnudagsmogganum. Magdalena Elísabet Andrésdóttir starfar sem ráðgjafi á leikskólum Reykjavíkurborgar en hún er pólsk að uppruna. Um 280 börn af pólsk- um uppruna eru nú í leikskólum borgarinnar og áætlar Magdalena Elísabet að um fimmtungur þeirra eigi í erfiðleikum með að læra ís- lensku. Violeta Tolo Torres fékk verðlaun fyrir hæstu einkunn í meistaranámi við Háskólann á Bifröst í ár. Hún segir dæmi um að innflytjendur á Ís- landi fái ekki störf sem hæfi mennt- un þeirra. „Mér finnst sóun fyrir ís- lenskt samfélag að vel menntaðir útlendingar skuli ekki fá nema lág- launastörf. En tungumálið gerir inn- flytjendum erfitt fyrir.“ M »16 og Sunnudagsblað Íslenskan torveldar aðlögun  Áætlað að 20% leikskólabarna frá Póllandi í Reykjavík eigi erfitt með málið Þessir kátu krakkar úr Borgarholtsskóla tóku sér stundarhlé frá dimission-fögnuði sínum og stilltu sér upp fyrir myndatöku við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í blíðunni í gær. Gleðin var við völd, enda kennslu lokið og stúd- entsprófin ein sem bíða þeirra fyrir útskrift. Tígrar, kanínur og skósveinar Morgunblaðið/Ómar Verðandi útskriftarnemar úr Borgarholtsskóla  Hagstæðustu vextir af verð- tryggðum íbúðalánum hafa ekki verið lægri í um tvo áratugi. Odd- geir Á. Ottesen, aðalhagfræðingur IFS Greiningar, bendir á þetta en gögnin sem hann hafði til hlið- sjónar ná aftur til 1994. Hagkvæmustu vextir af slíkum lánum voru 5,8% í mars 2008 en þeir hafa síðan lækkað jafnt og þétt og eru nú 3,5%. Hlutdeild verð- tryggðra lána af nýjum íbúðalánum var um 67% í febrúar sl. »14 Vextir ekki hag- stæðari í 20 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.