Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 GAMALDAGS ÚTILJÓS Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is LYKILVERSLUN VIÐ LAUGAVEGINN Verð frá 21.400 Sérpöntunarþjónusta Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 9. maí Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir heimilin. Skoðuð verða húsgögn og hönnun fyrir stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar bæði í eldhús og bað. SÉRBLAÐ HEIMILI & HÖNNUN –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 5.maí. bíða eftir að einhver framleiði klippiprógramm þar sem tímalínan er hringur með engu upphafi eða enda. Þannig er myndlistin, hún er meiri hringur. Það er svo frelsandi að vinna í raunverulegu rými, setja saman frásögn eða upplifun í rými Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Í kvöld klukkan 20 opnar listakonan Ragnheiður Gestsdóttir sýningu á nýjum verkum í Kunstschlager við Rauðarárstíg 1. Sýningin ber titilinn Mikli hvellur – algjör smellur, en þar vísar Ragnheiður í hugmyndir manna um uppruna heimsins eins og við þekkjum hann. Að sögn Ragnheiðar eiga öll verk- in á sýningunni það sameiginlegt að vísa í ákveðið sjónarhorn eða hug- myndafræði sem mennirnir meira og minna hafa sameinast um á ákveðnum tímabilum sögunnar. „Einu sinni trúðum við því að jörðin væri flöt og að VHS væri framtíðin. Núna vitum við að jörðin er kúla og erum vön því að horfa á myndefni í gegnum pixla,“ segir Ragnheiður. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum í höndunum í dag er mögulegt að heimurinn hafa skapast í Mikla hvelli, en sú kenning er byggð á tilgátum sem kannski munu þykja fáránlegar eftir 200 ár. Sýn- ingin varpar fram svona nokkrum hugmyndum eða sjónarhornum sem mér þykja áhugaverð.“ Myndlistin frelsandi Ragnheiður er með MFA-gráðu í myndlist frá Bard College í Banda- ríkjunum og MA-gráðu í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College í London. „Ég lærði sjónræna mann- fræði áður en ég fór í myndlist og er á þessari sýningu undir áhrifum þess,“ segir hún og kveðst hafa gegnum tíðina unnið jöfnum hönd- um með filmu, vídeó og innsetn- ingar. Sýningin hennar í Kunstschlager er innsetning þar sem koma fyrir vídeó, hljóð, skúlp- túr og ljósmyndir. Hún er einnig ötul kvikmyndagerðarkona. „Það var svo frelsandi að fara í myndlist. Við kvikmyndagerð er maður alltaf fastur á tímalínu. Þó að maður reyni að brjóta upp línulegu frásögnina er maður alltaf að klippa á tímalínunni, með ákveðinn upp- hafs- og lokapunkt. Ég er alltaf að með hlutum, hljóðum, myndum eða hverju sem er. Áhorfandinn raðar upplýsingunum svo saman á sínum eigin forsendum,“ segir Ragnheið- ur. Hún segir sýninguna snúast um þrá manna eftir að skilja hlutina. „Það er áhugavert að fá þetta ákveðna sjónarhorn þegar kemur að þekkingu og hugmyndafræði. Það er mjög pólitískt hvaða hug- myndafræði er ríkjandi á hverjum tíma en oft á hún dýpri rætur sem eru miklu meira spennandi en tungumálið sem við notum til þess að skilja og útskýra heiminn. Mynd- listin er sá miðill sem opnar fyrir annars konar skynjun eða lestur á umhverfinu, annars konar fram- setningu á veruleikanum og vanga- veltur um einstaklinginn og hans stað í veröldinni. Þá er hægt hugsa hlutina út frá annarri aðferðarfræði, sem sinnir því að skynja veröldina, stundum ná orðin ekki best yfir þessa skynjun, og stærðfræðin er ekki best við að skilgreina.“ Sjónarhorninu snúið við Á sýningunni er eitt vídeóverk sem Ragnheiður hugsar sem hring. Þar sér áhorfandinn aðeins 1/4 úr hringnum en heyrir í 3/4. Áhorfand- inn horfir á og heyrir jörðina fara í kringum sig en hann sjálfur verður eins og sólin í rýminu. „Jörðin er þarna orðin kassi samansettur úr 36 pixlum. Þetta er stolið úr frægri ljósmynd, „Fölblár punktur“, sem tekinn var úr geimskutlunni Voya- ger af jörðinni árið 1990. Við erum alltaf að horfa út, rannsaka heiminn til þess að kannski skilja okkur sjálf. Á þessari ljósmynd er sjónarhorn- inu í fyrsta skiptið snúið við og okk- ar pláneta verður viðfangsefnið. Þar er jörðin bara pínulítill punktur og með því að súmma inn aftur og aftur verður punkturinn þessir 36 pixlar. Annað sjónarhorn. Þessi ljósmynd er upphafspunkturinn á sýning- unni,“ segir Ragnheiður og bætir við að henni hafi lengi fundist þetta áhugaverð hugmynd. „Við erum alltaf að horfa út og reyna að finna okkur sjálf með því að horfa út og lengra. Þetta er einhver þrá sem býr innra með okkur,“ segir Ragn- heiður og bætir við að sýningin fjalli einnig um það að horfa, hvert við horfum og hvað við sjáum út frá tækni og þekkingu hvers tíma. Ragnheiður er ásamt Markúsi Þór Andréssyni sýningarstjóri sýn- ingarinnar æ ofani æ, með verkum Hreins Friðfinnssonar sem opnaði í Nýlistasafninu á dögunum. Þar er einnig sýnd samnefnd kvikmynd þeirra, út frá lífi og list Hreins. Morgunblaðið/Ómar Listakonan „Það var svo frelsandi að fara í myndlist,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir. Hún sýnir nú myndlist en er líka kunn fyrir heimildarkvikmyndir. „Myndlistin er sá miðill sem opnar fyrir annars konar skynjun eða lestur …“ Skoðar þrá mannkyns eftir skilningi  Ragnheiður Gestsdóttir opnar sýningu í Kunstschlager  Veltir fyrir sér hugmyndum um uppruna heimsins  Innsetning þar sem koma fyrir vídeó, hljóð, skúlptúr og ljósmyndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.