Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 12
Verkefnið með lirfur svörtu hermannaflug- unnar lítur mjög vel út að sögn Jóns, lirfurnar nýti ætið mjög vel og alveg ljóst að eitthvað verði úr því verkefni. „Lirfurnar minnka um- fang úrgangsins um 40% til 90%, háð því hvaða æti þeim er boðið. Það sem eftir verð- ur er kjörinn áburður og svo verða lífverurnar sjálfar fóður,“ segir Jón. „Annað stórt svið sem menn eru áhuga- samir um er að nota smáþörunga sem upp- sprettu að nær- ingarefnum í fóður fyrir fiska. En það er ekki komið eins langt á veg og annað sem við höfum verið að skoða. Það er mikið verið að vinna með þessa þörunga en það er allt á frumtilraunastigi ennþá.“ Smáþörungar í skoðun ÝMIS VERKEFNI Í GANGI Svarta hermannaflugan. Medical doctors Work available for 1-2 full time GPs in community health care centre, Vanylven, Norway. For more information please meet us at European job days at Harpa, Saturday 10.05.14 or at Hotel Arnarhvoll Thursday 08.05.14, 19.00 o’clock. Ask for Arnhild Nordaune. You can also get in touch with us through the following links: Arnhild.nordaune@vanylven.kommune.no www.vanylven.kommune.no. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 rænum og ólífrænum úrgangi sem er illa nýttur. „Mengun er í mörgum tilfellum gott efni sem er statt á röngum stað. Það þarf að taka þetta efni og umbreyta því í einhvern massa sem við getum notað til góðs eins og í fiskifóður,“ segir Jón. Fóðurkostnaður í fiskeldi í dag er um helmingurinn af framleiðslukostnaði á eld- isfiski og því leita menn allra leiða til að búa til fóður á sem hagkvæmastan hátt. „Takist að gera fóðrið ódýrara hefur það mest og beinust áhrif á framleiðslukostnaðinn í eld- inu því prótein er dýrasta næringarefnið í fóðrinu,“ segir Jón. Ákveðinn hluti dýrapró- teins verður að vera í fiskifóðri og eru t.d hermannaflugu lirfur og sveppamassinn úr timbrinu með nánast sömu amínósýrusam- setningu og dýraprótein og því hægt að skipta út fiskimjölinu fyrir þessa prótein- gjafa. Um 15% af fiskifóðri í dag er fiski- mjöl, 10% lýsi og restin kemur úr jurtarík- inu eins og sojamjöl, hveitiglúten, sólblómamjöl og repjuolía. Jón segir að til mikils sé að vinna að geta skipt út fiskimjöl- inu fyrir aðra próteingjafa en verð á pró- teini mun hækka í framtíðinni og því þurfi að finna allar mögulegar leiðir til að finna hagkvæma próteingjafa í fóðrið. Nýta vannýtt hráefni í fiskafóður  Matís finnur leiðir til að nýta margvíslegan úrgang í fóður fyrir eldisfiska  Próteinmassi búinn til úr timburafgöngum og örverur ræktaðar í brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun  Tilraunir ganga vel Morgunblaðið/Eggert SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Úrgangur frá timburverksmiðjum í Svíþjóð og öruverumassi sem er ræktaður í jarð- hitagasi frá Hellisheiðavirkjun gæti orðið úrvalsfóður fyrir eldisfiska í framtíðinni ef tilraunir Matís ganga vel. Hjá Matís eru í gangi ýmiskonar verkefni sem snúa að því að finna leiðir til að nýta vannýtt hráefni og búa til fóður fyrir bæði menn og dýr. Sagt var frá því í Morg- unblaðinu nýverið að brátt hæfist rekstur fóðurskordýrabús á Vestfjörðum þar sem lirfa svörtu hermannaflugunnar yrði látin éta lífrænan úrgang og enda síðan sjálf þurrkuð í fóður fyrir eldisfiska en lirfan er mjög próteinrík. Matís stendur á bak við það verkefni en fleira slíkt er í gangi eins og blaðamaður komst að þegar hann heimsótti Jón Árnason, sérfræðing í fóðurfræði fiska, og Ragnar Jóhannsson, fagstjóra við- skiptaþróunarsviðs, í höfuðstöðvum Matís í Grafarholti í gær. Bakteríur sem lifa á gasi „Við höfum verið að vinna með sænsku fyrirtæki að því að nýta afganga frá timb- urvinnslu til að búa til próteinmassa. Í timbri eru skrítnar sykrur, við látum tvær gerðir af myglusveppum í timburúrganginn og þeir nota sykurinn sem sína orkuupp- sprettu og búa til lífmassa sem er prótein. Massinn er þurrkaður og blandað saman við annað hráefni í fiskifóðri í staðinn fyrir fiskimjöl. Þetta var fyrst prófað á tilapíu og það kom vel út, þetta er mjög góður prótein- gjafi og núna erum við að útbúa fóður fyrir bleikju úr þessum massa,“ segir Ragnar en fjöldi timburverksmiðja er í Svíþjóð og kjör- ið tækifæri að búa til verðmæti úr úrgangi frá þeim. Hitt verkefnið snýr að nýtingu brenni- steinsvetnis frá Hellisheiðavirkjun. Þá var ræktaður örverumassi úr hveragufunum en gasið getur virkað sem orkugjafi fyrir sér- hæfðar bakteríur. „Bakteríurnar lifa á gas- inu, þær vaxa og eru síðan uppskornar og þurrkaðar og notaðar í fiskifóður,“ segir Ragnar. Því verkefni lauk nýverið eftir tveggja ára tilraun og kom það ágætlega út, um framtíðar fiskifóður gæti verið að ræða. „Drifkrafturinn á bak við þessi verkefni er að nýta eitthvað sem er vannýtt í dag og fá gott hráefni, umbreyta því í eitthvað nýti- legt t.d. fóður fyrir fiska eða mannamat. Matur er ekki sjálfsagður hlutur í heiminum í dag og það þarf að hugsa um þetta,“ segir Jón. Mikill vöxtur er í fiskeldi á Íslandi og víð- ar í heiminum og til þess þarf fóður, þá er um að gera að nýta það mikla magn af líf- Tilraunir Ragnar Jóhannsson, fagstjóri viðskiptaþróunarsviðs, og Jón Árna- son, sérfræðingur í fóðurfræði fiska, í höfuðstöðvum Matís í Grafarholti. Þeir koma að ýmiskonar tilraunum með fóðrun fiska sem Matís vinnur að. Kaupum alla bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.