Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Caput | Þóra Einarsdóttir | Geoffrey Douglas Madge Pringipessa Orchestra | Örn Árnason kynnir Þér er boðið á tónleika! Evrópusambandið fjármagnar starfsemi Evrópustofu. Í tilefni af Evrópudeginum 2014 stendur Evrópustofa fyrir GRÍSKRI TÓNAGLEÐI í Eldborgarsal Hörpu, föstudaginn 9. maí kl. 20:00 Caput flytur verk eftir Nikos Skalkottas og grísk þjóðlög í útsetningu Maurice Ravel. Hinn heimsþekkti ástralski píanóleikari, Geoffrey Douglas Madge kemur fram með Caput ásamt hinni ástsælu sópransöngkonu Þóru Einarsdóttur. Eftir hlé stígur gríska hljómsveitin Pringipessa Orchestra á svið og leikur lög eftir þjóðlagaskáldið Vasílis Tsitsánis sem almennt er talinn eiga mestan þátt í þróun grískrar tónlistarhefðar sem kallast rebétiko. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og hægt er að tryggja sér miða hjá miðasölu Hörpu. Rebétiko í Reykjavík Skalkottas & Ravel Nánari upplýsingar á evropustofa.is SENDINEFND ESB Á ÍSLANDI Á morgun, sunnudaginn 4. maí klukkan 15, verður opið hús hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að Hátúni 12b í austurenda hússins. Sett verður upp sögusýning um stofnun Mæðrastyrksnefndar í kjöl- far strands Jóns forseta undan Stafnesi 28. febrúar 1928 og fleiri sjóslysa sem urðu um svipað leyti. Með Jóni forseta fórust 15 sjómenn af 25 og með öðrum skipum fóru heilu áhafnirnar í sjóinn. Mæður urðu ekkjur, börn misstu feður sína og aldraðir foreldrar fyrirvinnur. Til að mæta sárri neyð á fjölda heimila stóðu kvenfélög í Reykjavík að stofnun Mæðrastyrksnefndar. Hún hefur starfað óslitið síðan. „Og þörfin er alltaf brýn þrátt fyrir fé- lagslegar umbætur í áranna rás. Nú fyrir páska þáðu til dæmis rúmlega 900 heimili mataraðstoð,“ segir í tilkynningu. Togarinn Jón forseti RE 108. Mæðrastyrksnefnd verður með opið hús Handverkshóp- urinn Vina- bandið heldur sýningu á búta- saumsteppum í félagsmiðstöð- inni Afla- granda 40 í Reykjavík dag- ana 3.-11. maí. Um er að ræða svo- kölluð sýnishornateppi, saumuð eft- ir bók hönnuðarins Lynne Edwards, „New Sampler Quilt“. Hvert teppi er 20 blokkir og hver blokk er unnin með sérstakri saumaaðferð. Í Vinabandinu eru um 20 konur sem hafa komið saman vikulega í nokkur ár og saumað. Sýningin á Aflagranda er opin virka daga kl. 9-16 og kl. 13-17 um helgar. Kaffistofan verður opin á sama tíma. Vinabandið sýnir bútasaumsteppi Í dag, laugardaginn 3. maí, verður haldinn flóamarkaður á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi milli kl. 11 og 17. Markaðurinn hefur verið haldinn fyrsta laugardag í hverjum mánuði í nokkurn tíma og nýtur aukinna vinsælda. Markaðurinn er að danskri fyrirmynd þar sem fólk kemur með kompudót, handverk, listmuni, föt, skartgripi, búsáhöld, borðbúnað, lampa, myndaramma, leikföng, bækur húsgögn og fleiri hluti. Stefnt er að því að gera þenn- an markað að föstum viðburði á Eiðistorgi. Flóamarkaður að danskri fyrirmynd Meirihlutinn í borgarstjórn virðir ekki samkomulagið sem gert var um sáttaferli Reykjavíkurflugvallar í október í fyrra. Þetta segja samtökin Hjartað í Vatnsmýri. „Fyrst og fremst leggjum við áherslu á það að borgarbúar átti sig á því að þessar kosningar núna snúast um Reykjavíkurflugvöll öðru frem- ur,“ segir Friðrik Pálsson, annar for- manna Hjartans í Vatnsmýri, á blaða- mannafundi í gær. Á fundinum sögðu forsvarsmenn samtakanna að borgin réðist á flug- völlinn á þrennum vígstöðvum sam- tímis. Í fyrsta lagi með skipulagningu byggðar á Hlíðarenda, sem samtökin segja að muni eyðileggja neyðarbraut flugvallarins. Í öðru lagi standi til að rífa flugskýli og -skóla í Fluggörðum árið 2015 og í þriðja lagi sé gerð árás á flugvöllinn Skerjafjarðarmegin, þar sem samþykkt hafi verið skipulag og tilkynnt um byggð sem eigi að rísa á neyðarbraut vallarins við Skerjafjörð. Reykjavíkurborg sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem fullyrt er að borgin hafi virt samkomulag við inn- anríkisráðuneytið og Icelandair um innanlandsflug í einu og öllu. Segir borgin að nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll sé í fullu sam- ræmi við samkomulagið og það séu uppbyggingaráform Valsmanna á Hlíðarenda einnig. Borgarráð hafi gert sérstaka bókun um að við mótun skipulags í Skerjafirði verði horft til niðurstöðu nefndar sem nú er að störfum undir forystu Rögnu Árna- dóttur. Friðrik sagðist í gær telja unnt að ná millilendingu í flugvallarmálinu. „En þá verða menn að tala um sama hlutinn. Það er dálítið merkilegt með þetta mál að borgaryfirvöld tala um þetta sem skipulagsmál, og bygginga- mál í Reykjavíkurborg. En allir aðrir en þeir sem hafa þrengstu hagsmuni um að koma þessum velli í burtu líta á þetta sem stærsta samgöngumál og öryggismál þjóðarinnar.“ Segja kosið um flugvöllinn Morgunblaðið/Þórður Á flugvellinum Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson, forsvars- menn Hjartans í Vatnsmýri, á blaðamannafundi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.