Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 SPARNEYTINN OG SPORTLEGUR. Enginn annar bílaframleiðandi hefur jafn staðfastlega og jafn lengi leitað nýrra leiða til að draga úr eldsneytiseyðslu og BMW. Það er komið að þér að upplifa BMW gæði, sparneytni og afl. BMW 116d með 116 hestafla dísilvél er skemmtilegur millistærðarbíll sem sameinar alla helstu kosti BMW. Við bjóðum þig velkominn að reynsluaka og upplifa BMW. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 18 8 *Miðað við uppgefnar viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Less emissions. More driving pleasure. BMW 116d – 4,1 l/100 km* Verð frá 4.490.000 kr. OPIÐ Í DAG FRÁ 12-16 Hrein akstursgleði BMW 1 www.bmw.is STUTTAR FRÉTTIR ● Stjórn breska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca hefur hafnað yfirtöku- tilboði bandaríska lyfjarisans Pfizer. Hljóðaði tilboðið upp á 50 pund á hlut en miðað við það er AstraZeneca met- ið á um 106 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 12.000 milljarða króna. Tilboð Pfizer var sett fram í gær- morgun en það er um 6 milljörðum dala hærra en fyrra tilboð félagsins. Fram kemur í tilkynningu frá Astra- Zeneca að tilboðsfjárhæðin og önnur skilyrði sem eru í yfirtökutilboðinu séu ófullnægjandi en að mati stjórnar fé- lagsins er verðmatið allt of lágt. Yfir 50 þúsund manns starfa hjá AstraZeneca og um 70 þúsund hjá Pfizer, sem er stærsta lyfjafyritæki Bandaríkjanna mælt í tekjum. Hafna 106 milljarða dala tilboði Pfizer Mat stjórnenda Arion banka er að ekki sé tímabært fyrir bankann að sækja lánsfé á alþjóðlega skulda- bréfamarkaði. Þótt eftirspurn sé eft- ir bréfum eru kjörin sem bjóðast enn sem komið er ekki ásættanleg. Því sé skynsamlegra að doka við og bíða betra markaðstækifæris. Nýlega undirritaði Arion banki rammasamning fyrir skuldabréf á alþjóðlegum markaði, svokölluð „Euro-medium term notes“ (EMTN), við hóp alþjóðlegra banka. Í framhaldi af því var hafinn undir- búningur að því að gefa út fyrstu skuldabréfin undir rammasamn- ingnum og var þremur bönkum falin umsjón útgáfunnar. Stefnan var sett á útgáfu skuldabréfa til þriggja ára að fjárhæð allt að 300 milljónir evra, eða um 47 milljarða króna. Stefnt undir 300 punkta Við undirbúning skuldabréfa- útgáfunnar voru haldnir fundir með fjárfestum í London, Kaupmanna- höfn, Stokkhómi og Helsinki. Þrátt fyrir að Arion banki stefndi að út- gáfu lá ljóst fyrir að það væri háð því að kjör og markaðsaðstæður væru viðunandi. Þau kjör sem bankinn hafði upphaflega í huga voru innan við 300 punkta álag á Euribor-milli- bankavexti. Nú liggur fyrir að þau kjör bjóðast ekki við núverandi markaðsaðstæður. Að sögn Eiríks Magnúsar Jens- sonar, forstöðumanns fjármögnunar hjá Arion banka, hefur verið stefnt að skuldabréfaútgáfu um nokkurt skeið sem hluta af áætlun til lengri tíma. „Það hefur verið töluvert um útgáfur að undanförnu frá bönkum frá Írlandi, Portúgal og nú síðast Grikklandi. Vaxtaálag þessara skuldabréfa hefur smám saman ver- ið að færast neðar, en í sömu viku og við áttum okkar fundi kom grískur banki á markaðinn þar sem ávöxt- unarkrafan hækkaði verulega eftir útgáfu. Jafnframt hefur óróleikinn í Úkraínu haft neikvæð áhrif á mark- aðinn.“ Kennitölur bankans sterkar Að sögn Eiríks kom í ljós þegar umsjónarbankar útgáfunnar könn- uðu þau kjör sem myndu bjóðast við núverandi markaðaðstæður að þau voru ekki í samræmi við það sem lagt hafði verið upp með. Bankinn sé samt ekki hættur við útgáfu heldur ætlar hann að bíða að minnsta kosti fram eftir ári, enda ekki brýn þörf á endurfjármögnun. Í því sambandi má geta þess að í tengslum við rammasamkomulag um stofnfjármögnun Arion banka frá árinu 2009 veitti ríkið bankanum víkjandi lán í evrum að fjárhæð tæp- lega 30 milljarðar króna til 10 ára. Víkjandi lánið ber 400 punkta álag á Euribor-vexti fyrstu fimm árin og 500 punkta álag eftir það. „Fjárfestum líst almennt vel á bankann. Íslensku bankarnir eru um þessar mundir á meðal fjárhagslega sterkustu banka þegar litið er til helstu kennitalna. Helstu áhyggjur snúa hins vegar að smæðinni og svo að sjálfsögðu gjaldeyrishöftunum,“ segir Eiríkur. Arion fékk ekki viðunandi kjör á 47 milljarða útgáfu  Hækkun ávöxtunarkröfu og órói í Úkraínu á meðal ástæðna þess að Arion banki sló skuldabréfaútgáfu á frest  Hugsanlega ráðist í útgáfuna síðar á þessu ári Alþjóðleg skuldabréf Arion banki taldi ekki grundvöll til þess að gefa út 300 milljóna evra skuldabréf til þriggja ára við núverandi markaðskjör.                                      !"# !# $ "# $ ! # ## %%%" &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $"  !# ! % "# $  !" " %#$  " !!# ! " #  ! % "$ %% !%#% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.