Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Sýningar hefjast í dag í Bíó Paradís á sér- stökum stuttmyndapakka. „Um er að ræða tólf teiknimyndir frá átta löndum. Allt eru þetta verðlaunamyndir sem ættu að gleðja alla káta krakka. Tíu myndir eru án tals, ein með örlitlu ensku tali og ein á spænsku með íslenskum texta. Dagskráin er alls 84 mínútur og hentar öllum aldurs- hópum,“ segir í tilkynningu. BDSM á Íslandi heldur litla kvikmynda- hátíð í samvinnu við Bíó Paradís annað kvöld. „Sýndar verða sex stuttmyndir sem fjalla um BDSM, erótískt blæti, draumóra, og transfólk,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Fetish Film Festival hafi boðið BDSM á Íslandi að sýna nokkrar myndir frá hátíðinni, en Fetish Film Festi- val er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem haldin hefur verið árlega í Kiel í Þýskalandi síðan 2008. Stuttmyndirnar sex hafa allar unnið til verðlauna á hátíðinni. Allar nánari upplýsingar um ofangreindar myndir má nálgast á vefn- um bioparadis.is. Teiknimyndir og BDSM-bíó  Fjöldi verðlaunamynda í Bíó Paradís Trans Úr Miss D . Verkið „Undir tekur yfir“ eftir Hildi Guðnadóttur og „Solar 5: Journey to the Center of Sound“ eftir Huga Guðmundsson, Hilmar Jensson, Sverri Guðjónsson og Matthías Hemstock, með gagnvirku myndefni eftir Joshue Ott, eru þau tvö verk- efni sem tilnefnd eru að þessu sinni fyrir Íslends hönd til Tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs. Til- kynnt var um tilnefningarnar við opnun SPOT-tónlistarhátíðarinnar í Árósum fyrsta maí. Við það tækifæri fluttu verðlaunahafi síðasta árs, finnski fiðluleikarinn Pekka Kuus- isto, og færeyski lagasmiðurinn Teitur tónlistarspuna. Ellefu verk og verkefni eru til- nefnd til verðlaunanna að þessu sinni og við kynningu þeirra var tek- ið fram að sérstaklega hefði verið lit- ið til þess að verkin væru skýr að byggingu og formi og fælu í sér þætti sem yrðu til í flutningi verks- ins. Verkin eigi að standast strangar listrænar kröfur og þykja hafa nýtt fram að færa innan sinnar tónlist- argreinar. Draumur og samruni Verk Hildar, „Undir tekur yfir“, var frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Ilans Volkovs, á Tectonics-hátíðinni í fyrra. „Í júlí 2012 dreymdi mig verkið, í formi teikningar. Þar sem mér fannst að undirmeðvitundin ætti við mig er- indi, þá teiknaði ég það sem mig dreymdi og byggði tónverkið á teikningunni,“ skrifaði Hildur þá. Solar 5 var flutt í tvígang í Silf- urbergi í Hörpu í nóvember síðast- liðnum og sagði Sverrir Guðjónsson, forsprakki verkefnisins og einn fimm höfunda, að í því fælust sterk tengsl milli tónlistar, vísinda og lif- andi gagnvirkrar innsetningar. Þá byggðist það á samruna tónlistar og myndlistar. Niðurstaða í október Önnur verk sem tilnefnd eru til Tónlistarverðlauna Norðurlanda- ráðs að þessu sinni eru, frá Dan- mörku: „Balladeering-Time- December Song“ eftir Jakob Bro og „Black Box Music“ eftir Simon Steen-Andersen; frá Finnlandi: „Jong“ eftir Lotta Wennäkoski og „Eerik XIV“ eftir Mikko Heiniö og Juha Siltanen; frá Færeyjum: „Bar- bara“ eftir Trónd Bogason; frá Nor- egi: „Constructing Jungle Books“ eftir Øyvind Torvund og „Lion“ eftir Marius Neset; frá Svíþjóð: „Frames in transit“ eftir Jesper Nordin og „Ice Concerto“ eftir Fredrik Hög- berg. Tilkynnt verður um verðlauna- hafa og verðlaunin afhent við athöfn á þingi Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi 29. október. Solar 5 og verk Hildar Guðnadóttur tilnefnd  Ellefu tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Morgunblaðið/Ómar Solar 5 Fjórir af fimm höfundum verksins í Hörpu fyrir flutninginn. Morgunblaðið/Kristinn Hildur Verk Hildar I. Guðnadóttur var frumflutt á Tectonics 2013. Arna Guðný Valsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í dag kl. 14. Á sýning- unni er hægt að upplifa verk er nefnist „Mahú Blassdjús - Raddteikning“ sem byggist á 26 ára gömlu hljóðverki sem Arna vann á skólaárum sín- um í Hollandi. „Verkið vann ég í upptökustúdíói á 16 rása upptökutæki. Ég var ein í stúdíóinu og vann verkið á þann hátt að ég gerði fyrst upptöku á eina rás þar sem ég spann með röddinni eða teiknaði línu sem mótaði form í loftið. Ég stillti síðan á næstu rás, hlustaði á þá fyrri í heyrnartólum og vann næstu línu. Ekkert var undirbúið heldur lét ég augnablikið ráða hvernig næsta rödd svaraði þeirri fyrri. Ég hlustaði á þær raddir sem fyrir voru og byggði jafnóðum ofan á þær.“ Sýningin stendur til 25. maí og er opin eftir sam- komulagi eða þegar skilti er úti milli kl. 14-17. Raddteikning í Kompunni Arna Guðný Valsdóttir 7 12 12 L ÍSL TAL 14 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE OTHER WOMAN Sýnd kl. 5 - 8 - 10:20 SPIDERMAN 2 3D Sýnd kl. 2 - 7 - 10 RIO 2 2D Sýnd kl. 2 - 4:30 A HAUNTED HOUSE 2 Sýnd kl. 10 HARRY OG HEIMIR Sýnd kl. 2 - 4 - 6 - 8 EGILSHÖLLÁLFABAKKA TRANSCENDENCE KL.3-5:30-8-10:30 TRANSCENDENCEVIP KL.3-5:30-8-10:30 THATAWKWARDMOMENTKL.5:50-8-10:10 DIVERGENT KL.5:10-8-10:50 CAPTAINAMERICA2 KL.3D:5:10-8-10:45 2D:2 NOAH KL.2-5-8 NEEDFORSPEED KL.10:40 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.2 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.2 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI TRANSCENDENCE KL.8-10:30 CAPTAINAMERICA23D KL.5:10 DIVERGENT KL.5:10-10:10 THATAWKWARDMOMENTKL.8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.2:50 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.2:50 TRANSCENDENCE KL.5:30-8-10:30 THATAWKWARDMOMENTKL.5:50-8-10:10 DIVERGENT KL.5-8 CAPTAINAMERICA22D KL.10:50 TRANSCENDENCE KL.5:25-8-10:35 THEAMAZINGSPIDER-MAN23DKL.2-4:50-7:40-10:35 DIVERGENT KL.4:50-7:40-10:30 CAPTAINAMERICA23DKL.2-4:50-7:40-10:30 RÍÓ2 ÍSLTAL KL.3D:2:30 2D:3:10 (1(SUN)) SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR EMPIRE  ENTERTAINMENT WEEKLY  TOTAL FILM  KEFLAVÍK TRANSCENDENCE KL.5:30-8-10:30 THEAMAZINGSPIDER-MAN22DKL.5-10:20 THEOTHERWOMAN KL.8 RÍÓ2 ÍSLTAL3D KL.1:30-3:30 HNETURÁNIÐ ÍSLTAL2D KL.2  CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY  WASHINGTON POST  PORTLAND OREGONIAN  BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK TOTAL FILM  EMPIRE  FRÁ FRAMLEIÐANDANUM CHRISTOPHER NOLAN LEIKSTJÓRA DARK KNIGHT ÞRÍLEIKSINS OG INCEPTION LOS ANGELES TIMES  CHICAGO SUN TIMES 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.