Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 16
Þegar ég spyr innflytjendur hvers vegna þeir fluttu til landsins nefna margir öryggið sem fylgir því að búa á Íslandi. Fólk í Póllandi fær engar atvinnuleysisbætur ef það missir vinnuna. Það fær engar barnabætur eða húsaleigubætur. Ef eitthvað kemur upp á hugsa for- eldrar fyrst og fremst um velferð barnsins. Þá skiptir öryggið miklu máli. Þetta skjól finna innflytjendur á Íslandi. Fólk er ekki svona öruggt í Pól- landi. Ef ég tek börnin mín sem dæmi geta þau hjólað ein í skólann. Öryggið er ekki svona mikið í stærri löndum. Í Póllandi er börn- um bannað að tala við ókunnuga,“ segir Magdalena Elísabet. Hún víkur svo að Pólverjum sem gengið hafa menntaveginn á Íslandi og t.d. fengið vinnu sem hjúkrunar- fræðingar og í banka. Íslenskan erfið mörgum börnum  Ráðgjafi áætlar að um 20% pólskra barna í leikskólum í Reykjavík eigi erfitt með að læra íslensku  Um 80% barnanna ná góðum tökum á íslensku  Um 280 börn frá Póllandi eru nú í leikskólunum Morgunblaðið/Júlíus Ráðgjafi Það leynir sér ekki í samtali að Magdalena Elísabet hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Tæplega 9.400 » Samkvæmt tölum frá Hag- stofu Íslands var 9.371 ein- staklingur skráður sem inn- flytjandi frá Póllandi hinn 1. janúar 2013. » Íbúafjöldi í Póllandi er nú um 38 milljónir og er landið eitt það fjölmennasta í Evrópu. » Samkvæmt tölum frá Hag- stofunni bjó 7.271 erlendur ríkisborgari á Íslandi árið 2000 og voru þeir 2,6% íbúafjöld- ans. » Erlendir ríkisborgarar urðu flestir 2009 eða 24.379 og voru þeir 7,6% íbúafjöldans. » Þeir voru alls 21.446 hinn 1. janúar 2013 og samsvaraði það 6,7% íbúafjöldans. » Aðfluttir erlendir ríkisborg- arar umfram brottflutta voru alls 2.890 frá 1. júlí 2012 til 31. mars 2014. „Það er svo stórkostlegt að fólk getur menntað sig og svo fengið vinnu við hæfi. Þetta er ekki alltaf hægt í Póllandi. Sumir ljúka meistaranámi í háskóla en fá hvergi vinnu. Á Íslandi starfa þó margir hámenntaðir Pólverjar við einföld störf sem ekki krefjast slíkrar menntunar.“ Magdalena Elísabet segir það hlutverk sitt að styðja nám og þroska barna af pólskum uppruna. Hún hjálpar börnunum að aðlagast nýju umhverfi og veitir túlkaþjón- ustu fyrir foreldra á pólsku. Þótt hún telji að ýmislegt megi betur fara í stuðningi við börnin telur hún aðbúnaðinn almennt framúrskar- andi. Hún eigi ekki orð yfir það hversu mikið margir kennarar leggi sig fram undir miklu álagi. Margir leikskólarnir séu undirmannaðir af leikskólakennurum. VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mörg börn af erlendum uppruna í leikskólum Reykjavíkurborgar þurfa meiri stuðning við íslensku- nám. Þá þarf að virkja foreldra margra þessara barna til að taka meiri þátt í skólastarfinu. Þetta segir Magdalena Elísabet Andrésdóttir en hún er pólsk að uppruna og hefur frá árinu 2012 verið pólskumælandi ráðgjafi fyrir pólsk börn í leikskólum borg- arinnar. Starf hennar felst í sam- vinnu með starfsfólki leikskólanna vegna kennslu pólskra barna sem eru að læra íslensku sem annað mál. Áður en Magdalena tók við ráðgjafastarfinu hafði hún starfað í leikskólum borgarinnar í um ára- tug. „Í raun vil ég vera brúin milli skóla og heimilis barnanna,“ segir hún um starfið. Mörg hundruð börn sem eiga annað móðurmál en íslensku eru nú í leikskólum borgarinnar og eru þar af um 280 pólskumælandi börn. Hlutfall barna sem eru af erlendu bergi brotin í leikskólum borg- arinnar er hæst í leikskólanum Ösp í Breiðholti, eða 84%. Þar eru 47 af 56 börnum af erlendum uppruna. Eiga erfiðara með að læra „Börn sem hafa ekki góð tök á móðurmáli sínu eiga erfiðara með að læra íslensku en önnur börn. Á sumum heimilum er ekki mikil rækt lögð við að byggja upp orðaforða barnanna á móðurmáli sínu. Það þarf að virkja foreldrana til að kenna börnunum fleiri orð. Foreldr- arnir þurfa að vera vakandi yfir því að þau taki framförum. Börn sem eru ekki góð í eigin móðurmáli eiga erfitt með að læra annað tungumál. Grunnurinn er ekki góður. Ég segi foreldrunum að gefa börnunum meiri tíma og spyrja þau hvað þau gerðu í leikskólanum. Ég er nú að undirbúa námskeið fyrir pólska for- eldra um mikilvægi móðurmálsins og fleira. Þar munu talmeinafræð- ingur og sálfræðingur ræða við for- eldrana. Það eru dæmi um að börn af erlendum uppruna byrji ekki í leikskóla fyrr en fimm ára. Það er mjög sorglegt, enda læra börnin svo margt á því að vera með öðrum börnum í skólanum,“ segir Magda- lena Elísabet. Hún segir aðspurð að gróft á litið þurfi um fimmtungur barna af pólskum uppruna við leikskóla borgarinnar, eða 50-60 börn, meiri aðstoð frá foreldrum við námið. Hinum börnunum gangi vel að læra íslensku. Jafnframt þurfi að efla fjölmenningarkennslu fyrir leik- skólakennara. Tungumálaörðug- leikar valdi því oft að kennarar eigi erfitt með að kynna sér bakgrunn barnanna og viti því oft ekki hvern- ig heimilisaðstæður barnsins eru. Dæmi séu um að sumum börnum líði illa í leikskóla og skorti sjálfs- traust. Þau vilji ekki hafa samskipti við íslensk börn, séu einangruð og geti haft neikvæð viðhorf í garð ís- lenskrar menningar. Upplifa mikið öryggi á Íslandi Magdalena Elísabet leggur áherslu á að margt sé mjög vel gert í leikskólakennslu á Íslandi. Hún segir pólska foreldra almennt mjög ánægða með íslenska leikskóla og velferðarkerfið á Íslandi. „Það er ekki ódýrt að búa á Íslandi. Ef fólk vill eignast fjölskyldu er Ísland hins vegar eitt besta land í heimi. Hér er svo mikil velferðaraðstoð. Börn fá ókeypis í skóla og fá frítt í strætó. Það er mjög erfitt fyrir ein- stæðar mæður í Póllandi að fram- fleyta sér. Ef þær fá ekki vinnu hafa þær ekki fjárráð til að hafa börnin í leikskóla. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Magdalena segir ýmis dæmi um að heimili innflytjenda á Íslandi hafi litlar tekjur. Líkt og á mörgum heimilum íslenskra ríkisborgara séu dæmi um að annað foreldrið sé atvinnulaust og því hafi fjöl- skyldan ekki úr miklu að spila. „Það getur verið erfitt að leigja íbúð og reka heimili á Íslandi ef aðeins annað foreldrið er með vinnu,“ segir Magdalena. Um 280 pólsk börn eru nú á leikskólum Reykjavíkurborgar og áætlar Magdalena aðspurð að það eigi við um 10-15% heimila pólskra innflytjenda á Íslandi að annað foreldrið sé atvinnulaust. Hún hitti stundum foreldra sem hafa ekki efni á að kaupa ný föt. „Mér finnst erfiðast að koma til foreldra sem ég veit að eiga ekki pening fyrir t.d. nýjum kuldagöll- um fyrir börnin. Svona hlutir eru mjög dýrir á Íslandi.“ Hún segir erlenda leikskóla- kennara sýna starfi hennar áhuga. „Til dæmis komu til okkar leik- skólakennarar frá Þýskalandi. Þeir vilja kynna sér hvernig við styðjum nám barna af erlendum uppruna. Evrópa er að minnka. Fólk flytur orðið milli landa í mun meira mæli en áður var. Þjóðverj- arnir sögðu okkur að margir Tyrkir og Pólverjar flyttu til Þýskalands en vildu ekki læra þýsku. Það sama hefur gerst í Bretlandi. Dæmi eru um að inn- flytjendur loki sig af frá nýju sam- félagi. Það er nú svo mikil fjöl- menning á leikskólunum. Þetta er nýtt fyrir leikskólakennara á Ís- landi. Börnin koma nú hvaðanæva úr heiminum og eru velkomin.“ Sárnar að sjá fátæktina Lífsbaráttan er hörð á mörgum heimilum Fjöldi barna af erlendum uppruna, eftir leikskólum* Tólf mestu fjölmenningarleikskólarnir í Reykjavík *Alls 1.148 börn, þar af 475 með annað foreldrið íslenskt. Börn sem fæðst hafa á Íslandi meðtalin. Heimild: Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2014. Skóli Fjöldi Hverfi Miðborg 68 101 Holt 62 111 Suðurborg 49 111 Ösp 47 111 Sunnuás 47 104 Borg 46 109 Skóli Fjöldi Hverfi Laugasól 39 105 Bakkaborg 36 109 Drafnarsteinn 32 101 Hálsaskógur 31 109 Múlaborg 30 108 Rofaborg 30 110 Opið: 8 :00 - 1 8:00 mánud . til fim mtud. 8:00 - 17:00 föstud aga Er bílrúðan brotinn eða skemmd? Við erum sérfræðingar í bílrúðuskiptum og viðgerðum á minni rúðutjónum. Erum í samvinnu við öll tryggingafélög landsins. Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.