Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Kántrýbær til sölu eða leigu Við höfum ákveðið að selja Kántrýbæ, rekstur hans og helst húsið líka. Einnig kemur til greina að leigja reksturinn. Eftir átján ára starf langar okkur hjóniná til að breyta til enda vaxa börnin hratt úr grasi og hverfa brátt að heiman. Þess vegna er tími til að leita nýrra tækifæra. Kántrýbær Skagaströnd nýtur mikils velvilja heimamanna og á álagstímum hefur verið auðvelt að fá íhlaupafólk úr bænum. Reksturinn er góður fyrir samhent hjón. Við höfum fullt vínveitingaleyfi, getum haldið allt að 120 manna veislur, stóra fundi, ráðstefnur, tónleika og böll. Á veturna koma 90 til 100 börn úr grunnskólanum í hádegismat en auk þess erum við með margvíslegar uppákomur, fundi, skemmtanir og veislur. Nú er besti tími ársins framundan. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið og við erum aðilar að Markaðsstofu Norðurlands og Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra, sem auðveldar markaðs- og sölustarfið. Sem sagt, við viljum selja eða leigja en þó ekki hverjum sem er. Nýir eigendur verða óhjá- kvæmilega mikilvægur hluti af samfélaginu okkar hér í bænum, bera ábyrgð en geta um leið hagnast ágætlega. Á Skagaströnd er góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk, leikskóli, grunnskóli, og afar góð aðstaða í fyrir fjarnám. Hér fer vel um alla enda gott að vera. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband, hringja eða senda tölvupóst. Eigendur eru Gunnar Halldórsson, matreiðslumaður, og Svenný Hallbjörnsdóttir. Símar: 452 2829 og 869 1709 - Netfang: kantry@kantry.is. Vitað er að 350 manns létu lífið þeg- ar skriður féllu á þorp í norðurhluta Afganistans í gær. Mörg þúsund manns er saknað og óttast er um ör- lög þeirra. Björgunarmenn leituðu fólks, sem grafið var undir aur og grjóti. Skóflur voru einu verkfærin. Tvær skriður féllu á þorpið Aab Bareek með innan við klukkustund- ar millibili. „Hlíð hrundi yfir þorpið,“ sagði Gul Mohammad Baidar, að- stoðarhéraðsstjóri Badakhshans þar sem þorpið er, við fréttastofuna AFP. „Flestir þeirra, sem saknað er, höfðu komið saman í tveimur mosk- um til föstudagsbæna. Seinni skrið- an féll á heimamenn, sem komu til hjálpar.“ Shah Waliuallh Adeeb, héraðs- stjóri í Badakhshan, sagði AFP að allt að 2.500 manns gætu hafa látist í skriðunum, en bætti við að erfitt væri að átta sig á staðreyndum. Badakhshan er fjallahérað við landamæri Tadsjikistans, Kína og Pakistans. Mikið hefur rignt á þess- um slóðum svo dögum skiptir. Í fréttum hefur komið fram að 700 fjölskyldum hafi verið bjargað og hafa teppi og tjöld verið send fyrir fólkið. Sameinuðu þjóðirnar hjálpa nú til við að skipuleggja björgunar- aðgerðir og er allt kapp lagt á að finna fólk, sem gæti hafa lifað af. Vegir eru ekki góðir á þessum slóð- um og erfitt að koma tækjum og þungavinnuvélum til hjálparstarfs á vettvang. Tvær skriður féllu á þorp í Afganistan  Óttast að 2.500 manns hafi látið lífið Hamfarir Á sjónvarpsmyndum sást hvar skriðurnar féllu á þorpið. Lögregla í Karlskrona í Suður- Svíþjóð hefur handtekið karl og konu sem grunuð eru um hrottalegt morð á átta ára gamalli stúlku. „Þetta eru ekki foreldrar hennar, þeir eru erlendis og hafa ekki verið látnir vita,“ sagði Lotta Hansson hjá lögreglunni í Blekinge við fréttastofuna TT. Og við sænska sjónvarpið bætti hún við: „Okkur hefur ekki enn tekist að hafa uppi á þeim.“ Stúlkan kom í fyrra til Sví- þjóðar sem flóttamaður og hefur verið í umsjá ættingja frá því í jan- úar en foreldrar hennar eru taldir vera í Palestínu og á hádegi í gær hafði ekki enn tekist að hafa uppi á þeim. Lögreglan hefur hvorki vilj- að tjá sig um hvers eðlis áverkar á stúlkunni voru né um parið sem í haldi hennar er. Grunur lék á ofbeldi á heimili stúlkunnar og á lögregla að hafa látið félagsþjónustuna í Karlskrona fyrir páska vita af því. Aðhafðist fé- lagsþjónustan þó ekkert í málinu. Bæjarstjórnin hefur því kært að- gerðaleysi stofnunarinnar til op- inberrar eftirlitsstofnunar sem sinnir eftirliti með velferðarþjón- ustu sveitarfélaga. Talsmaður Karlskronabæjar segir að starfs- maðurinn sem átti að annast ábend- inguna frá lögreglunni með því að fara í heimsókn í íbúðina fái ekki framar að sjá um mál af þessu tagi. Stúlka myrt á hrotta- legan hátt í Svíþjóð  Félagsþjónustan í Karlskrona brást AFP Stúlka myrt Par var handtekið í Svíþjóð fyrir morð á átta ára stúlku. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Max Clifford, sérfræðingur í al- mannatengslum í Bretlandi, var í gær dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa áreitt ungar konur kynferð- islega á árunum frá 1977 til 1984. Að sögn dómarans, Anthonys Leonards, taldi Clifford sig vera „ósnertanlegan“ og að hann yrði að afplána að minnsta kosti helming dómsins. Þá sagði dómarinn að þrátt fyrir að langt væri um liðið og brotin hefðu átt sér stað á tíma þegar kyn- ferðislegt ofbeldi var líklegra til þess að vera umborið en nú væru brotin alvarleg. Hefðu þau átt sér stað í dag hefðu þau verið kærð sem nauðgun. Yngsta fórnarlamb Cliffords var aðeins fimmtán ára. Þá sagðist dóm- arinn einnig vera viss um að Clifford hefði áreitt tólf ára stúlku á Spáni en ekki var hægt að kæra það brot þar sem það átti sér stað áður en bresk lög leyfðu fólki að leita réttar síns vegna þess sem gerðist erlendis. Clifford hafði á sínum tíma marga fræga skjólstæðinga á sínum snær- um og skipulagði ýmsar slúðursögur um menn á borð við Sven-Göran Er- iksson og David Beckham. Hlaut 8 ára dóm fyrir kynferðislegt ofbeldi  Max Clifford taldi sig ósnertanlegan AFP Frægur Max Clifford var frægur á sviði almannatengsla í Bretlandi. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.