Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 ✝ Sæbjörn Hall-grímur Jónsson var fæddur á Skeggjastöðum í Fellum 1. júní 1925. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði þann 24. apríl 2014. Foreldrar voru Jón Hallgrímsson, bóndi á Skeggja- stöðum, f. 21. júní 1889, d. 13. maí 1928, og Þórey Brynjólfs- dóttir, frá Ási í Fellum, f. 10. júní 1893, d. 24. janúar 1984. Bróðir Sæbjörns var Þorbergur Jóns- son, bóndi Skeggjastöðum Fell- um, f. 12. október 1926, d. 1. október 2012. Sæbjörn kvæntist þann 17. september 1960 Jónínu Öldu Björnsdóttur, frá Gróf- arseli í Jökulsárhlíð, f. 14. apríl 1937, d. 20. nóvember 1992. Börn þeirra eru: 1) Guðlaugur, f. þeirra eru: a) Helena Rut, f. 17. júlí 1992, í sambúð með Stefáni Óskari Gíslasyni, og eiga þau Aniku Rut, f. 6. janúar 2013, b) Jónína Vala, f. 13. apríl 1997. Sæbjörn og Jónína stofnuðu ný- býlið Sólbrekku úr hluta jarð- arinnar Skeggjastaða í Fellum. Byggðu þau sér einbýlishús og hófu blandaðan búskap eins og tíðkaðist á þeim tíma. Sæbjörn tók virkan þátt í félagsstarfi hestamannafélagsins Freyfaxa. Hann tók þátt í að stofna kirkju- kór Áskirkju í Fellum og var fyrsti söngstjóri kórsins. Sæ- björn hætti alfarið hefðbundnum búskap árið 1993 en bjó áfram á Sólbrekku og sinnti hrossarækt auk þess sem hann gerði samn- ing við Héraðsskóga um nytja- skóg á hluta jarðarinar. Árið 2006 flyst Sæbjörn á sambýli Dvalarheimilis aldraðra á Egils- stöðum og er þar til ársloka 2007 en þá flytur hann á sjúkrahúsið á Egilsstöðum og dvelst þar fram í mars 2011 þegar hann fer inn á sjúkrahúsið á Seyðisfirði og dvaldi þar til dánardags. Útför Sæbjörns fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 3. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 14. 13. júní 1960, kvæntur Áslaugu Ragnarsdóttur, f. 24. júní 1963, frá Eskifirði, og börn þeirra eru: a) Andri, f. 27. ágúst 1986, í sambúð með Steinunni Sigurð- ardóttur og eiga þau Kötlu Arneyju, f. 6. apríl 2011, b) Óttar, f. 24. febrúar 1992, c) Sæbjörn, f. 2. mars 1998 2) Erna, f. 15. mars 1962, gift Úlfari Karlssyni f. 7. júlí 1962, frá Hafnarfirði, og börn þeirra eru: a) Alda, f. 27. apríl 1986, í sambúð með Þráni Gunnlaugi Þorsteinssyni, b) Þórey, f. 19. nóvemer 1989, í sambúð með Stefáni Hjaltalín Kristinssyni. 3) Þór, f. 17. september 1966, kvæntur Maríu Önnu Guð- mundsdóttur, f. 28. september 1970, frá Kópavogi, og börn Hann Sæbjörn afi minn á Sól- brekku hefur nú kvatt þennan heim og loks haldið til fundar við hana ömmu mína sem fór full- fljótt að mínu mati. En það er ekki spurt álits í þessum efnum, þó svo ég efist um að hann afi minn hafi haft eitthvað gaman af þessu lífi undir það síðasta. Mað- ur sem hafði þvílíkt yndi af því að lesa, liggja í sófanum og hálf- dorma undir tónum útvarpsins. Ótrúlegt að hann skuli ekki hafa fengið eitthvert áfall í einhver af þessum skiptum sem maður kom í Sólbrekku og hálfgargaði halló (á yngri árum) til að yfirgnæfa útvarpið í stað þess kannski að bara lækka eða bíða eftir að hann rumskaði. Ég átti mikinn tíma með afa mínum á Sólbrekku og var þar ófáar stundir að hjálpa honum við annaðhvort það sem vinna þurfti á traktor þar sem hann átti ekki gott með að sitja lengi á honum, eða þá að eltast við og halda hestunum í skefjum. Það gat stundum verið skrautlegt að vera á Sólbrekku þar sem hann var að stíga sín fyrstu skref í eldamennsku með margt. Flest var vel steikt, annað var vel salt, en yfirleitt var þetta allt í sama potti. Það er jú ekki til neins að vera að skíta út meira en þarf. Hann var yfirleitt til í að leyfa mér að gera flestallt sem ekki var þeim mun vitlausara og aldr- ei varð hann reiður, nema þegar ég leyfði Öldu að keyra traktor- inn með fullan vagn af böggum og fólki. En það var nú sennilega því það var ekki í mínum verkahring að vera einhver ökukennari 13 eða 14 ára gamall. Hann var heldur ekki mikið fyrir að vera með skammir. Hann var til dæm- is ekkert að skammast þegar ég tók bílinn og rallaði um allt stæð- ið heima meðan hann fór út á kletta og sá ekki til mín (þótt stæðið væri allt útskrensað) – í staðinn voru bara lyklarnir uppi á ísskáp næst þegar hann fór út. Hann hafði líka sitt eigið lag á að keyra. Þótt það væri að koma bíll á móti á Fellaveginum var ekkert verið að víkja neitt of tímanlega, þetta hafði allt sinn tíma þótt ég væri hálftaugaveiklaður. Svo gat líka verið ágætt fyrir hann að hafa mig með sem ökumann, færði sjálfskiptinguna ef hún fór of langt. Hann afi var búinn að vera langan tíma á sjúkrahúsi, fyrst hér á Egilsstöðum og svo nú síð- ast á Seyðisfirði. Það skemmti- legasta af því sem ég tek frá dvöl hans þar er þegar ég kom með dóttur mína til að hann gæti hitt hana. Þó svo ég viti ekkert hvort hann áttaði sig á hvaða tengsl hann hafði við þessa litlu mann- eskju þá veitti hún honum ein- hverja ánægju, sem og reyndar mörgum öðrum þarna á deild- inni. Sennilega stóð það upp úr hjá þeim báðum þegar hún fékk að sitja á göngugrindinni hjá honum þegar hann fór fram að matast. Þau alla vega hlógu bæði tvö. Síðan var það nú síðast síð- asta sumar á áttatíu og átta ára afmæli hans þegar meðlimir karlakórsins Drífanda mættu og sungu nokkur lög fyrir þá sem á deildinni á Seyðisfirði dvöldu af tilefni afmælis hans. Þótt hann væri ekki mikið inni í þessum heimi vegna veikinda sinna var það einstakt að sjá að hann þekkti greinilega öll lög sem sungin voru og reyndi eftir besta mætti að raula með þeim. Andri Guðlaugsson. Sæbjörn H. Jónsson Með fáeinum orð- um langar mig að minnast vinar míns Þorsteins Guðlaugssonar. Við Þorsteinn kynntumst árið 1984 þegar hann réð mig til starfa hjá sér. Þá var ég á erfiðum kross- götum í lífi mínu, en Þorsteinn lét það ekki á sig fá, heldur gaf mér tækifæri sem ég verð honum ávallt þakklát fyrir. Hann kenndi mér allt varðandi bókhald, sem hefur síðan verið minn aðalstarfs- vettvangur. Hjá honum vann ég í 10-11 ár með nokkrum hléum og hann er án efa sá allra besti yf- irmaður sem ég hef haft, en hann var meira en það, hann var góður vinur og góð fyrirmynd. Það var gaman að vinna hjá honum, oft vorum við störfum hlaðin í marga mánuði á ári en hann kunni að efla fólk svo við unnum okkar störf með mestu ánægju. Svo komu ró- legir tímar inn á milli og þá var ekki ólíklegt að hann gæfi manni frí, bara til þess að njóta dagsins. Hann var örlátur og sanngjarn við starfsfólk sitt, enda voru ekki tíð starfsmannaskipti hjá honum. En Þorsteinn kenndi mér líka svo margt annað. Með góð- mennsku sinni, örlæti, jákvæðni og þolinmæði gaf hann mér mikið – lífsgildi sem ég hef síðan tileink- að mér í lífinu. Og að lifa eftir þeirri einföldu lífsreglu að allir eigi rétt á öðru tækifæri. Einfalt og gott heilræði fyrir hvern sem er að hafa gagnvart samborgurum sínum. Aldrei heyrði ég Þorstein hallmæla nokkurri manneskju. Þorsteinn Rínar Guðlaugsson ✝ Þorsteinn Rín-ar Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1934. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítala 9. apríl 2014. Þorsteinn var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 25. apríl 2014. Hann dæmdi ekki fólk, heldur leitaði eftir þeirra góðu kostum. Við höfðum ekki mikil samskipti hin síðari ár, en ég kom þó nokkuð oft við hjá honum á Njálsgöt- unni. Alltaf var mér einstaklega vel tekið og gott að sitja hjá honum og spjalla um heima og geima. Þorsteinn var al- veg einstaklega barngóður og börnin mín voru mjög hrifin af honum, sérstaklega Sara dóttir mín, en hún kynntist honum vel þegar hún var yngri. Reyndar sagði hún mér fyrir stuttu að þeg- ar hún var yngri hefði hún haldið að hann væri afi hennar. Það var auðvelt fyrir lítil börn að sjá afaí- mynd í Þorsteini, hann var bara þannig maður. Ég kveð þig með eftirsjá kæri vinur og vil þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og allt sem þú kenndir mér. Það mun ég varð- veita og lifa eftir. Eftirlifandi eiginkonu hans, Birnu, Gylfa Þór syni hans og öðr- um fjölskyldumeðlimum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Aðalsteinsdóttir. Kynni mín af Þorsteini hófust fyrir hartnær fjörutíu árum þegar mig vantaði einhvern með góða þekkingu á bókhaldi og rekstrar- uppgjöri til að greiða úr ákveðinni flækju sem fyrirtæki mitt hafði lent í. Þá var mér ráðlagt af góð- um manni sem þekkti til mín að tala við Þorstein. Það var eins og við manninn mælt, hann tók erindi mínu vel og greiddi úr þessari flækju, skjótt og vel, og þannig æxlaðist til að hann hefur allar götur síðan séð um mín framtöl, bæði fjölskyldu minnar og fyrir- tækis. Það liggur í augum uppi að náin kynni myndast þegar umfjöllun um fjármál og rekstur er til um- fjöllunar og úrvinnslu í jafnlangan tíma og raun ber vitni og þannig varð það að við Þorsteinn knýtt- umst nánum vináttuböndum og höfum gengið lífsbrautina, átt samleið í meðbyr og í andstreymi, þar sem hallað hefur mun meira á hann í því síðarnefnda, en hann ávallt staðið keikur og hrist af sér allan mótbyr. Minnist sérstaklega atviks þegar hann kom aftur til vinnu eftir hjartauppskurð og endurhæfingu á Reykjalundi. Þegar ég heimsótti hann fyrsta vinnudaginn hans í Furugerðinu til að fagna komu hans dró hann upp vindlingapakka og fékk sér sígarettu. Þá sagði ég við hann: „Þorsteinn! Var þér ekki sagt að hætta að reykja?“ „Jú,“ svaraði hann, „en maður á bara eitt líf.“ Síðan eru liðin mörg ár og ótrúlegt eftir öll skakkaföllin sem á honum dundu að hann skyldi samt eiga mörg líf þangað til núna. En eitt sinn skal hver deyja, svo mikið er víst, og Þorsteinn hefur núna gengið á vit skapara síns, sem hann hefur undanfarin ár þjónað dyggilega, bæði sem messuþjónn í Hallgrímskirkju og eins annast undirbúning messuhalds í Þing- vallakirkju. Ég þykist vita að þessi vinna hans í þágu kirkju sinnar hefur fyllt líf hans ánægju og gleði, sem hann hefur deilt með Birnu Gunnarsdóttur, eiginkonu og félaga til margra ára eftir að fyrrverandi eiginkona hans lést. Í fylgsni huga míns er varðveitt minning um góðan vin og sam- ferðamann sem ég kann alúðar- þakkir fyrir einlæga vináttu og hugulsemi í minn garð og fjöl- skyldu minnar um alla tíð. Samúð mín og fjölskyldu minnar er með eiginkonu, aldraðri móður, syni og stjúpsonum. Guð blessi minningu þessa mæta manns. Birgir Arnar. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra MATTHÍASAR BJARNASONAR, fyrrv. alþingismanns og ráðherra, Lómasölum 16, Kópavogi. Auður Matthíasdóttir, Kristinn Vilhelmsson, Hinrik Matthíasson, Steinunn Ósk Óskarsdóttir, Matthías Kristinsson, Liv Anna Gunnell, Matthías Hinriksson, Kristín Dögg Guðmundsdóttir, Sigrún Hanna Hinriksdóttir, Kenneth Kure Hansen, Kristín Petrína Hinriksdóttir og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför ástkærs maka, föður, tengdaföður, afa, bróður og vinar, EIRÍKS RÚNARS HERMANNSSONAR, Laugarnesvegi 78, Reykjavík. Þór Breiðfjörð, Matti Matt og Soffía Karls, við sendum ykkur sérstakar þakkir fyrir sönginn í kirkjunni og til þín Solla (í Gló) fyrir alla hjálpina, vináttuna og veitingarnar. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Grétarsdóttir, Erlendur Eiríksson, Ragna Eiríksdóttir og Jóhannes K. Pétursson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu og afa, langömmu og langafa, MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR og GUÐMUNDAR SIGURÞÓRSSONAR. Erna Bjargey Guðmundsdóttir, Rúnar Vernharðsson, Sigurþór Guðmundsson, Ólöf Ásta Þorsteinsdóttir, Margrét Rúnarsdóttir, Berglind Rúnarsdóttir, Þráinn Árni Baldvinsson, Nanna Björk Rúnarsdóttir, Björn Unnar Valsson, Auður Ýr Sigurþórsdóttir, Veigar Pálsson, Guðmundur Sigurþórsson, Bryndís Ýr Sigurþórsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástvinar okkar, ÞORSTEINS RÍNARS GUÐLAUGSSONAR endurskoðanda, Njálsgötu 64, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landspítala. Aðalheiður Birna Gunnarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Gylfi Þór Þorsteinsson, Hannes Snorri Helgason, Jón Karl Helgason, Fríða B. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Útför ástkærs eiginmanns míns og föður okkar, MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi eftirlitsflugstjóra og flugeftirlitsmanns, sem lést sunnudaginn 27. apríl, fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.00. Agnete Simson, Bragi Magnússon, Guðný Magnúsdóttir, Guðmundur Magnússon, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Una Þóra Magnúsdóttir, Hörður Högnason, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.