Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 123. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hrottalegt morð á 8 ára stúlku 2. Er þotan í Bengalflóa? 3. 17 lygar um kynlíf … 4. Bossi Pippu var „óekta“  Í tengslum við fyrstu einkasýningu Ragnars Kjartanssonar í safni í New York-borg, sem opnuð verður í New Museum í næstu viku, verða foreldrar listamannsins, Guðrún Ásmunds- dóttir leikkona og Kjartan Ragn- arsson leikstjóri, sérstakir gestir á sýningu á kvikmyndinni Morðsögu í safninu á föstudaginn kemur. Þau léku bæði í kvikmyndinni sem var frumsýnd árið 1977. Sýning Ragnars nefnist „Me, My Mother, My Father, and I“. Meðal verkanna sem sýnd verða eru mynd- bandsverk sem Ragnar byrjaði að taka fyrir fjórtán árum og sýna hvar Guðrún spýtir ítrekað á andlit hans. Þá hefur Kjartan Sveinsson tónskáld samið tónverk upp úr samtali persón- anna sem Guðrún og Kjartan leika í Morðsögu, fyrir tíu tónlistarmenn sem munu flytja það alla daga í safn- inu, meðan á sýningunni stendur, til 29. júní. Guðrún og Kjartan við sýningu Morðsögu  Áslaug Thorlacius, myndlistarkona, kennari og þýðandi, hefur verið ráðin skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Áslaug hefur haldið fjölda sýninga, verið framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlist- armanna og kennt í grunnskóla, há- skóla og Myndlista- skólanum. Hún tekur við af Ingi- björgu Jó- hannsdóttur sem verður skólastjóri Landakotsskóla. Áslaug Thorlacius ráðin skólastjóri FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR Á sunnudag Suðaustan 5-13 m/s og víða rigning, en hægari og úrkomulítið með kvöldinu. Hiti 5 til 12 stig, mildast vestanlands. Á mánudag Austan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast og lítils háttar væta með suður- ströndinni en annars þurrt. Fer að rigna sunnan- og austantil um kvöldið. Hiti 8 til 13 stig. Það hefur stundum virst hreinlega fastur liður á þessum tíma árs, eins og þessi furðulegu fimmtudagsfrí og dimitteringar stúdenta, að KR-ingum sé spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu karla. Þannig var það alla vega í ár enda rík ástæða til. KR-ingar eru ríkjandi meistarar, eftir að hafa í fyrra náð mesta stigafjölda sem náðst hefur á einu Íslandsmóti. »4 Rík ástæða til að spá KR Íslandsmeistaratitli „Við ætlum að halda áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð. Það er nægur efniviður hjá Safamýrarlið- inu. Okkar markmið er að byggja upp sterkt lið með heimaöldum leikmönnum og leggja talsvert í það frek- ar en að kaupa til okkar leikmenn,“ segir Guðlaugur Arnarsson sem framlengdi í gær samning sinn við Fram til 2017. »1 Höldum áfram á sömu braut Körfuboltamaðurinn efnilegi Martin Hermannsson kvaddi KR-inga með Ís- landsmeistaratitli í fyrrakvöld og var valinn besti leikmaðurinn í úrslitakeppninni eftir sig- ur Vesturbæinga á Grinda- vík í fjórða leik liðanna. „Tilfinningin er náttúr- lega bara einstök og maður má ekki gleyma sér, heldur muna að njóta sín og fagna þessu í heilt ár,“ segir Martin. »2-3 Tilfinningin er nátt- úrlega bara einstök Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Stuðningsmenn íslenska Eurovision- hópsins ættu ekki að fara framhjá neinum í Danmörku næstu daga. Þeir sýna stuðning sinn í verki og klæðast margir Pollapönksgöllum í ýmsum áberandi litum. Það var FÁSES – Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva á Íslandi sem stóð fyrir því að láta sauma Pollapönksgalla á full- orðna hjá Henson. Um þrjátíu manns fengu sér galla en um sextíu keyptu sér aðdáenda- pakka á keppnina í gegnum FÁSES, inni í honum eru miðar á öll keppn- iskvöldin og dómararennslin. Þá keyptu nokkrir almennan miða en um áttatíu manns eru í fésbókarhópi fólks sem er að fara út til Danmerk- ur á keppnina. Eyrún Valsdóttir, formaður FÁSES, giskar þó á að rúmlega hundrað Íslendingar verði á keppninni enda alltaf ákveðinn fjöldi sem fer á eigin vegum. Zumba og upphitun Hljómsveitin Pollapönk, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovisi- on, flytur lag sitt „No Prejudice“ næsta þriðjudagskvöld á fyrri keppnisdegi undankeppninnar. Ef þeir komast áfram keppa þeir til úr- slita laugardaginn 10. maí. FÁSES stendur fyrir ýmsum við- burðum í Kaupmannahöfn í vikunni, m.a. verður Flosi Jón Ófeigsson, sem er í stjórn FÁSES, með Euro- vision-zumba í hádeginu á þriðjudag og svo verður upphitun fyrir keppnina um kvöldið á aðal- aðdáendaskemmtistaðnum í borg- inni. „Við erum að skipuleggja að allir komi saman í Köben og skemmti sér. Íslendingarnir eiga heldur ekki eftir að fara fram hjá neinum í þessum göllum,“ segir Eyrún, hún fer reyndar ekki út í þetta skiptið en fékk sér þó gulan galla til að klæðast heima í sófa á keppniskvöldinu. En hver var vin- sælasti liturinn á göllunum? „Það voru blár og rauður, sem er ekki skrítið því aðalpollarnir klæðast þeim litum,“ svarar Eyrún. Framlagi Íslands til Eurovision í ár er ekki spáð góðu gengi en aðdá- endurnir eru bjartsýnir. Eyrún seg- ir lagið pottþétt munu komast áfram og Flosi bætir við að mörg róleg lög séu í sama riðli, sem gæti verið Ís- landi í hag. „Ég held að þeir eigi eftir að toppa á réttum tíma,“ segir Flosi. Litskrúðugir aðdáendur  Íslendingar verða áberandi á Eurovision Morgunblaðið/Árni Sæberg Áfram Ísland F.v. Alma Tryggvadóttir, Eyrún Valsdóttir og Flosi Ófeigsson, í stjórn FÁSES, og Alma Sigurðardóttir, Jóhannes Flosi Rúnar Ingason og Guðrún Eva Jóhannesdóttir sem eru öll að fara út til Danmerkur á keppnina. FÁSES var stofnað haustið 2011 af sex Eurovision-áhugamönnum. Skráðir félagsmenn eru núna 450 en Eyrún segir um 250 af þeim vera virka. „FÁSES er hluti af OGAE sem eru stór al- þjóðleg regnhlífarsamtök yfir aðdáendaklúbba. Við vorum tekin formlega inn í hittifyrra og erum einn hraðast stækkandi klúbburinn. Okkur fannst vanta vettvang fyrir alla þá sem hafa áhuga á keppninni hér heima, við stöndum t.d. fyrir viðburðum og höldum úti vefsíðu með íslensku efni,“ segir Eyrún. Í félaginu eru líka útlendingar sem halda svo með Íslandi í keppninni að þeir vilja frekar vera í FÁSES en klúbbi heima- lands síns. FÁSES er með heimasíðuna www.fases.is auk þess að vera á Facebook. Ört stækkandi klúbbur SÖNGVAKEPPNI EVRÓPSKRA SJÓNVARPSSTÖÐVA Skannaðu kóðann til að sjá meira á mbl.is. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 8-15 m/s með rigningu á Suður- og Suð- vesturlandi, hægari vindur og þykknar upp nyrðra og eystra. Hiti 4 til 12 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.