Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 ✝ María SigríðurHákonardóttir fæddist í Flatey í Breiðafirði 22.6. 1924. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 17.4. 2014. Foreldrar henn- ar vou Karitas El- ísabet Bjarnadóttir, f. 20.11. 1897, d. 15.11. 1958, og Há- kon Einarsson, f. 12.8. 1892, d. 2.1. 1955. María var elst þriggja systra, yngri voru Erna, f. 14.3. 1933 og Steinunn Unnur, f. 9.5. 1935, d. 4.2. 2013. Eftirlifandi eiginmaður Mar- íu er Markús Friðjón Mark- ússon, f. 11.1. 1922, frá Hauka- dal í Dýrafirði. Foreldrar hans voru Sigríður Ólafsdóttir, f. 15.1. 1891, d. 17.2. 1933, og Ele- sus Markús Jónsson, f. 23.10. 1895, d. í maí 1921. Þau gengu í hjónaband 12.5. 1944 og eign- uðust sjö börn. Þau eru: 1) Sig- isdóttir, f. 23.7. 1987, þau eiga einn son, b) Linda Björk, f. 19.2. 1986, unnusti Steinþór Rafn Matthíasson, f. 13.7. 1982, þau eiga tvö börn, c) Andri Már, f. 6.9. 1995. 5) Hrafnhildur, f. 19.10. 1962, maki Þór Þórsson, f. 22.9. 1962. Börn a) Þór Þórsson, 15.1. 1983, í sambúð með Hörpu Guðlaugsdóttir, 29.11. 1985, og á hún einn son b) Trausti Páll Þórsson, 26.4. 1988, c)Kristófer Fannar Þórsson, 28.3. 1992. 6) Karitas, f. 5.3. 1965, börn a) Mel- korka Guðmundsdóttir, f. 22.3. 1992, b) Guðbjörg María Guð- mundsdóttir, f. 8.4. 1998. 7) Guð- björg, f. 22.5. 1966, maki Jón Ingi Hákonarson, 7.9. 1960, börn a) Anton Örn Janusson, f. 27.10. 1986, b) Óli Kristján Ja- nusson, f. 29.1. 1992, c) dóttir Jóns, Birna Ósk, f. 26.4. 1990, unnusti Daníel Þór Hjaltason, f. 14.2. 1985, þau eiga einn son. María og Markús bjuggu lengst af í Kópavogi, þau byggðu sér hús í Hófgerði 24 ár- ið 1955 og bjuggu þar, uns þau flutt í Gullsmára árið 2000, síð- ustu ár hafa þau búið á Hjúkr- unarheimilinu Sóltúni. Útför Maríu fór fram í kyrr- þey frá Kópavogskirkju 25. apr- íl 2014. ríður Elsa, f. 29.8. 1947, maki Jón Elv- ar Kjartansson, f. 11.11. 1946, börn: a) Guðmundur Örn, f. 12.8. 1969, maki Anna Valdimars- dóttir, f. 30.4. 1969, þau eiga þrjú börn. b) María Kristín, f. 19.2. 1976, hún á einn son. 2) Bjarnd- ís, f. 10.8. 1948, maki Pétur Maack Pétursson, f. 6.11. 1944, börn a) Þórhildur Þöll, f. 19.10. 1970, maki Birgir Bragason, f. 24.5. 1969, þau eiga þrjú börn. b) Reynir Freyr, f. 29.3. 1977. 3) Hákon Karl, f. 25.4. 1951, maki Guðrún Bjart- marz, f. 26.7. 1951, börn a) Hild- ur, f. 7.9. 1983, b) Brynjar Þor- steinsson, f. 19.8. 1980, d. 10.10. 2001. 4) Þorbjörg Guðrún, f. 12.12. 1960, maki Sigurður Ein- arsson, f. 31.5. 1961, börn a) Markús Már Efraim, f. 12.1. 1982, unnusta Oddný Heim- Elsku mamma mín, þakka þér fyrir allan kærleikann og um- hyggjuna sem þú hefur veitt mér. Þú varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda, hvort sem það var þegar ég var unglingur í skóla eða þegar ég var sjálf komin með börn og þurfti aðstoð með þau. Það er mikið starf að hugsa um stórt heimili og vera útivinn- andi og þú gerðir það án þess að kvarta. Þér fannst ekki mikið mál að bæta við einum litlum ömmust- rák þegar þú áttir frí, svo mamma hans gæti farið að vinna. Fjöl- skyldan var alltaf í forgangi og þú settir þig alltaf í síðasta sæti. Nú ertu farin. Hefur fengið hvíld eftir langvinn veikindi. Ég mun alltaf minnast þín með hlýhug og ást. Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Ástarkveðja. Þín dóttir, Þorbjörg (Bogga). Nú er hún elsku mamma okkar búin að kveðja þennan heim. Sagt er enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á víst vel hér við. Við gerðum okkur ekki grein fyrir hversu mikið við komum til með að sakna þín innilega. Þetta er okkar hinsta kveðja til þín. Móðir okkar var fædd í Flatey á Breiðafirði og minntist hún mjög oft á æsku sína þar og talaði hún mikið um föður sinn, Hákon, sem var bóndi í Flatey og henni þótti einkar vænt um enda hafði Hákon afi alveg einstaklega gott lag á börnum og dýrum. Sagt var að hann hafi bara þurft að kalla á kindurnar og þá komu þær hlaup- andi til hans og einnig var sagt að börn og unglingar sem aðrir litu á sem óviðráðanleg löðuðust að hon- um því hann hafði einstaklega gott lag á þeim. Eins og hún lýsti sambandi sínu við pabba sinn var hún greini- lega mikil pabbastelpa. Því miður veittist okkur ekki sá heiður að kynnast afa okkar úr Flatey því hann var látinn þegar við fædd- umst, hann dó því miður frekar ungur. Við munum hversu oft þegar við vorum ungar stúlkur að við óskuðum þess að afi okkar væri enn á lífi og við gætum fengið að eyða tíma með honum því þú tal- aði svo mikið og fallega um hann, elsku mamma okkar. Þú talaði líka um þegar þú varst að sigla með honum hvað þú hafðir gaman af því þegar selirnir eltu bátinn, sérstaklega þegar þú varst klædd í eitthvað rautt, selirnir voru svo hrifnir af rauðu og komu svo ná- lægt bátnum að það var hægt að klappa þeim á kollinn. Við vorum yngstar af sjö systk- inum og þrátt fyrir stóran systk- inahóp var móðir okkar yfirleitt alltaf líka útivinnandi og sinnti samt alltaf húsmóðurhlutverkinu mjög vel. Pabbi okkar var oftast á sjónum þannig að mestöll vinnan lenti á henni. Alltaf varstu samt mjög iðjusöm, elsku mamma, og ef þú varst ekki að sinna húsmóð- urverkunum þá varstu alltaf með einhverja handavinnu sem þú varst einstaklega lagin við. Mamma elskaði blóm, sérstak- lega sumarblóm, hún virtist geta fengið allar plöntur til að skarta sínu fegursta. Hún var líka ein- staklega barngóð og fannst alltaf gaman að fá barnabörnin sín í heimsókn og voru heimatilbúnu fiskibollurnar mjög vinsælar hjá flestum þeirra. Mamma vann ýmis störf á sinni ævi en lengst af vann hún á Kópa- vogshæli við aðhlynningu og var hún einstaklega góð við fólkið þar og bauð hún þeim oft jafnvel heim í vöfflur og pönnukökur, þannig að við fengum mjög ungar að kynn- ast því hversu móðir okkar kom hlýlega fram við íbúana þar og sýndi þeim virðingu. Það reyndist okkur góður lærdómur fyrir lífs- leiðina og í okkar starfi. Elsku mamma okkar, við trú- um því að þú sért komin á betri stað og með afa og ömmu. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Takk fyrir okkur og hvíl í friði. Karítas og Guðbjörg. Elsku mamma mín, ég vil þakka þér fyrir öll árin sem ég fékk með þér. Við höfum átt ynd- islega tíma saman sem ég mun varðveita í hjarta mér. Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni, og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni, hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljómar, og minningin í sálu fegurst ómar. Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgi mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í Drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson) Samverustundir okkar mun ég geyma í hjarta mínu að eilífu, takk fyrir allt. Hvíldu í friði, elsku mamma. Þín dóttir, Hrafnhildur. Mig langar til að minnast tengdamóður minnar, Maríu Há- konardóttur, með nokkrum orð- um. María Hákonardóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði og ólst þar upp en fluttist síðan suður. Lengst af bjuggu María og Markús í Hófgerðinu í Kópavogi, en þar kynntist ég henni fyrst. Já, þangað átti ég eftir að koma oft, fyrst til að hitta kærustuna mína, en seinna til að heimsækja tengdaforeldrana. Þangað var oft farið í kaffi eða bara rétt til að segja halló og hitta einhvern úr fjölskyldunni, því allt- af voru einhverjir þar í heimsókn. Þaðan eiga margir góðar minn- ingar. Alltaf var eitthvað galdrað fram úr erminni, kökur eða eitt- hvað nýbakað, sem virtist vera endalaust til af. Öll barnabörnin voru englarnir hennar, fallegust og duglegust, já, amma Maja var einstaklega barn- góð og var henni umhugað um að öllum liði vel. Þolinmæði hennar til þeirra sem minna máttu sín virtist óþrjótandi. Þá lá hún ekki á skoðunum sín- um gagnvart þeim sem voru henni næstir. Þau María og Markús voru samrýnd í því sem þau tóku sér fyrir hendur og þegar flutt var í Gullsmárann var Maríu létt, laus við stigann, já, þetta var nú eitt- hvað annað! Þá sátu þær oft og röbbuðu saman i eldhúsinu yfir kaffibolla hún og Dæja frænka. Árin færð- ust yfir en alltaf var viðkvæðið: „Ég get séð um mig, ég þarf enga hjálp.“ Það voru orð að sönnu því að hún eyddi sinni ævi í að hjálpa og þjóna öðrum, en alls ekki í dekur og spa fyrir sjálfa sig. Alltaf var tengdamamma með eitthvað á prjónunum eða að sauma út, já, hún var alltaf eitt- hvað að stússa. Hún hefði ekki getað fengið betri hjálp en hún fékk síðustu ár- in í Sóltúni, þar naut hún einstakr- ar umhyggju og hlýju. Með þessum fáu orðum kveð ég þig. Guð varðveiti þig elsku tengda- mamma, takk fyrir allt og takk fyrir mig og mína. Þinn tengdasonur Þór. Elsku amma. Nú ætla ég að kveðja þig þegar þínum tæpu 90 árum er lokið. Af þeim árum vor- uð þið afi hjón í tæp 70 ár og af- komendahópurinn ykkar er orð- inn stór. Öll söknum við þín, en vorum svo lánsöm að fá að njóta gæsku þinnar og elsku á meðan þú lifðir. Ég naut þess að vera næstelsta barnabarnið þitt og var oft í pöss- un í Hófgerðinu hjá þér. Minning- arnar um þá daga eru bjartar og góðar, t.d. þegar við tvær sungum hástöfum með lögum þeirra Elllý- ar og Vilhjálms þegar aðrir voru ekki heima. Þú varst þeim eigin- leika gædd að vera oftast kát og glöð og í góðu skapi, að minnsta kosti man ég þig þannig. Þú kenndir mér líka að allir væru jafnir og að ekki þyrfti að óttast þá sem væru öðruvísi. Stundum fékk ég að að heimsækja þig í vinnuna þína á Kópavogshælinu, sem var mér lærdómsríkt, og sá þá að þar þú varst elskuð af öllum. Þú, sjómannskonan, vannst alltaf mikið og varst alltaf að, enda nóg að gera á stóru heimili. Alltaf var fjöldi manns í mat og margt þurfti að hugsa um. Eflaust var ekki alltaf til nóg af peningum til að reka svona stórt heimili en aldrei fann maður fyrir því. Yfir- leitt var lítið mál að bæta við auka- disk á matarborðið ef einhver bættist óvænt í hópinn. Þú settist samt sjaldnast sjálf niður til að borða með okkur, heldur stóðstu upp á endann og stjanaðir við okk- ur. Stundum dettur mér í hug sag- an sem pabbi sagði mér af deg- inum sem Gugga fæddist. Þá var hann um tvítugt og tíður gestur í Hófgerðinu. Þú varst 42 ára göm- ul og gekkst með þitt síðasta barn, það áttunda í röðinni. Þetta var í maí 1966 og þú fórst út og stakkst upp kartöflugarðinn og settir nið- ur kartöflur, svo fórstu inn og gerðir við föt og sitthvað fleira. Seinna um kvöldið fengu mamma og pabbi svo þær fréttir að mamma hefði eignast litla systur. Svona varstu amma mín, alltaf að og alltaf að stjana við okkur. Seinna þegar ég var orðinn ung- lingur og vann úti sjálf og þú hafð- ir færra fólk í heimili naut ég þess hvað þú vildir alltaf stjana við okk- ur. Þá hringdir þú iðulega í mig og bauðst mér í kvöldmat í matartím- anum mínum, og varst þá að sjálf- sögðu búin að hafa til uppáhaldið mitt, ýsubollur í brúnni sósu. Við vorum miklar vinkonur og bröll- uðum ýmislegt, þegar ég var yngri fékk ég oft að greiða þér og setja í þig rúllur og hef örugglega ekki alltaf verið mjúkhent. Svo kenndirðu mér allskonar trix t.d. við að rotverja rabarbarasultu, þá skyldi ég loksins af hverju vod- kapelinn var í eldhúsinu, þú sem aldrei bragðaðir áfengi. Þú sagðir mér sögur af lífinu í Flatey, af langömmu og langafa og bræðr- um þínum sem allir dóu við fæð- ingu. Frá því þegar mamma og krakkarnir voru lítil og af ýmsu samferðafólki þínu. Frá litla drengnum þínum sem fæddist andvana þegar þú varst rétt tví- tug og svo margt, margt fleira. Síðustu árin í lífi þínu hvarfstu frá okkur vegna veikinda þinna. Þó að þú gleymdir nöfnum og virt- ist ekki alltaf þekkja okkur þá tókstu alltaf hlýlega á móti okkur, straukst um vangann og kallaðir okkur elskurnar þínar. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Þórhildur Þöll Pétursdóttir. María Sigríður Hákonardóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson ✝ Okkar ástkæri JÓN HERMANNSSON frá Borgarnesi, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, andaðist laugardaginn 26. apríl á Landspítalanum, Fossvogi. Hann verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 14.00. Indriði Albertsson, Helga Sveinbjörnsdóttir, Helga Indriðadóttir, Margrét Kristín Indriðadóttir, Sveinbjörn Indriðason, Magnús Indriðason, fjölskyldur þeirra og aðrir aðstandendur. Þökkum samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, GUÐMUNDAR JÓHANNS HALLVARÐSSONAR, tónlistarkennara og fararstjóra, Karfavogi 34, Reykjavík. Anna Margrét Jónsdóttir, Lilja Dögg Guðmundsdóttir, Elvar Már Ólafsson, Hallvarður Jón Guðmundsson, Elfa Rún Guðmundsdóttir, Vala Baldursdóttir, Helge Haahr og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður, tengdamóður og ömmu, SVANHILDAR ÓLADÓTTUR sjúkraliða, áður til heimilis í Sunnuflöt 36, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold mánudaginn 14. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Svanhildur Pétursdóttir, Ingimundur Helgason, Gunnar Óli Pétursson, Brynja Baldursdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, REYNIR ÞORGRÍMSSON, lést á Landspítalanum, Landakoti, fimmtudaginn 1. maí. Útför hans verður auglýst síðar. Rósa Guðbjörg Gísladóttir, Einar Örn Reynisson, Ása Sóley Hannesardóttir, Ingibjörg Reynisdóttir, Ólafur Tryggvason, Ragnar Már Reynisson, María Gomez og barnabörn. ✝ Ástkær sonur minn og bróðir okkar, ELDÓR REYKFELL ÞURÍÐARSON, lést á Östra-sjúkrahúsinu í Gautaborg sunnudaginn 13. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey í Gautaborg að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Þuríður Júlíusdóttir, Ólöf Bettý Grétarsdóttir, Hinrik Grétarsson, Sigurður Grétarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.