Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 ✝ Jón Ægissonfæddist á Siglu- firði 19. maí 1953. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Ási í Hvera- gerði 22. apríl 2014. Foreldrar hans voru Þóra Frí- mannsdóttir, hús- freyja og verkakona á Siglufirði, fædd í Neðri-Sandvík í Grímsey, og Kristján Ægir Jóns- son, sjómaður og verkamaður á Siglufirði, fæddur að Stóra- Grindli í Fljótum, í Skagafirði. Jón var þriðji í röð fimm al- bræðra. Elstur er Gylfi, fæddur 1946, næstelstur Lýður, fæddur 1948, fjórði er Sigurður, fæddur 1958, og fimmti og yngstur Matthías, fæddur 1960. Hálfsystkin sammæðra eru Frímann Emil Ingimundarson, fæddur 1941, Ríkey Ingimund- ardóttir, fædd 1942, og Þor- steinn Ingimund- arson, fæddur 1943, dáinn 1963. Hálfbróðir sam- feðra er Ríkharð Sæmundur Krist- jánsson, fæddur 1940, dáinn 2009. Jón ólst upp á Siglufirði og gekk þar í skóla. Að námi loknu var hann á ýmsum bát- um og skipum í nokkur ár, sem gerð voru út frá Akureyri, Höfn í Hornafirði, Keflavík, Siglufirði og Vestmannaeyjum. Síðustu 40 árin var hann í skjóli heilbrigð- iskerfisins, fyrst í Reykjavík en síðustu rúma tvo áratugina í Ási í Hveragerði, sökum veikinda sem á hann lögðust um og eftir tvítugt. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför hans verður gerð í dag, 3. maí 2014, frá Hveragerð- iskirkju kl. 14.30. Jón bróðir minn kvaddi þetta líf fyrir rúmri viku, einungis sextugur að aldri, hvarf inn í sumarið eilífa. Í dag er hann borinn til grafar á fallegum stað, í nýjum reit á Kotströnd. Það er við hæfi. Minningarnar hrannast upp. Hann var einstaklega hlý per- sóna. Talaði aldrei illa um nokkurn mann. Og var afar barngóður. Þrátt fyrir lítil efni gaf hann öllu nánasta fólkinu sínu jóla- gjafir, eyddi gjarnan síðustu krónunni í það verkefni, bara til að gleðja; unni sér ekki hvíldar fyrr en því takmarki var náð. Og allt var þar skipu- lagt nákvæmlega, langt fram í tímann, og gert klárt. Hann var gáfumenni og mik- ill lestrarhestur, unni þjóðleg- um fróðleik og ættfræði og var frændrækinn með afbrigðum, heimsótti ættingja og vini með- an hann gat og notaði símann óspart, ef fjarlægðir voru mikl- ar, til að halda tengslum. Hann var músíkant, sjálf- lærður, lék á gítar og píanó og þó aðallega á harmonikku og var langfremstur bræðra sinna á þá græju. Kom fram á skemmtunum áður fyrr og lék fyrir dansi. Hann var mjög svo þakklát- ur fyrir allt sem gert var fyrir hann og var ekkert að leyna því, sama hversu ómerkilegt og lítið það virtist. Hann hafði oft á orði hvað honum líkaði vel í Hveragerði, jafnt á sambýlinu og við hjúkrunarfólkið, sem hann elskaði út af lífinu og dáði. Enda vildi hann hvergi ann- ars staðar vera, þótt hann væri ávallt stoltur af því að vera Siglfirðingur. Síðustu árin hringdi hann hvern morgun norður og spurði tíðinda. Oftast um tíuleytið, og gjarnan nokkrum sinnum í við- bót yfir daginn. Kveðja hans var alltaf: Guð veri með ykkur. Nú er sá tónn hljóðnaður. Það er sárt. Og hér er tómlegt. Jónsi lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 22. apríl síðastlið- inn, eftir að hafa greinst með krabbamein í byrjun þessa árs. En aldrei kvartaði hann eða barmaði sér í þeim veikindum. Það var ekki hans stíll. Ég veit ekki enn úr hvaða eðalefni þessi drengur var gerður. Það er ekki þessa heims, svo mikið er víst. Betri manneskja er vandfundin. Áhrif hans á samferðafólkið voru líka djúpstæð. Og hans verður saknað. Tár af hvörmum hrynja, harmur gistir byggðir, sérhver drangi’ og dalur drunga eru skyggðir. Allt með kenndum kærum kveður svo á foldu, þegar blíðu blómi burtu’ er kippt úr moldu. Minning ljúfust lifir, lauguð angan rósa. Uppi’ á himni háum hvílir sálin ljósa. Þó er hugur hrærður, húmuð dægrin björtu. Megi Guð minn góður græða brostin hjörtu. (S.Æ.) Fari þessi ljúflingur í friði og hafi bestu þökk fyrir allt. Uns við hittumst á ný. Sigurður Ægisson. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Jónsi bróð- ir átti ekki alltaf sjö dagana sæla. Hann veiktist mjög ungur að aldri. Jónsi hafði mjög gaman af myndum og skoðaði gamlar fjölskyldumyndir fram á síð- asta dag. Við Lýður bróðir göntuðumst oft með það við Jón hvað hann hefði gaman af að „taka“ myndir og áttum þá við að það fækkaði stundum í fjölskyldualbúminu eftir heim- sóknir Jónsa. Jónsi brosti í kampinn. Hann hringdi oft í ættingja og vini nokkrum sinnum á dag. Eitt sinn hringdi hann í mig og sagði: „Blessaður Matthías Ægisson, bróðir minn, sonur Kristjáns Ægis Jónssonar á Siglufirði.“ Ég þóttist ekki þekkja hann: „Jón? Hvaða Jón?“ „Nú, Hreggviðsson,“ svaraði Jón að bragði. Einu sinni hringdi hann og sagði: „Hefurðu eitthvað heyrt í Frímanni bróður?“ „Nei,“ svaraði ég. Átti von á að hann væri að falast eftir fréttum af Frímanni. Þá sagði hann: „Ég var að enda við að tala við hann. Hann biður að heilsa.“ Jón var ákaflega góðhjart- aður og barngóður og elskaður af mörgum. Hann var mikill tónlistar- maður og -unnandi. Hann lék dásamlega á nikku. Síðustu tvo áratugina var hann vistmaður á dvalarheimilinu Ási í Hvera- gerði. Þar hafði hann það eins gott og mögulegt var. Starfs- fólkið þar reyndist honum stór- kostlega og í Hveragerði undi hann hag sínum vel. Við Lýður bróðir heimsótt- um Jónsa bróður oft í Hvera- gerði og var þá fastur liður að fara í dalinn eins og Jónsi nefndi það og síðan í bakarí. Síðasta ferðin í dalinn er sér- staklega eftirminnileg. Lýður fyllti iðulega á tvær sódaflösk- ur áður en við renndum austur. Ég var kominn niður í tæplega hálfa flösku þegar við sóttum Jón. Ég er undir stýri, Lýður við hlið mér og Jón sest aftur í. Ég tek flöskuna og spyr Jónsa hvort hann vilji drekka. Hann tekur við flöskunni, drekkur og segir svo þessi fleygu orð: „Góða veislu gjöra skal.“ Það má eiginlega frekar segja að hann hafi sungið þetta. Við Lýður skellihlógum. Jónsi, sem hafði verið nokkuð þungur áður en þetta gerðist, hló innilega og var glaður allan tímann sem við vorum hjá honum. Það þurfti ekki meira til að gleðja hann en volgan súp af sódadrykk og fé- lagsskap bræðra sinna. Þetta var síðasta ferð okkar bræðra í dalinn. Fram á síðasta dag spurði Jón hvernig við hefðum það og hvort nokkur væri veikur heima. Þegar ég spurði hvort hann væri með verki var svarið alltaf: „Nei.“ Ég sakna Jónsa bróður míns. Lífið verður ekki eins án hans. Hvíl í friði, elsku bróðir. Elska þig. Matthías Ægisson. Jón Ægisson ✝ Bertel Berthel-sen Jónsson fæddist á Skjaldv- ararfossi á Barða- strönd 6. mars 1924. Hann and- aðist 24. mars 2014 á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík. Bertel ólst upp á Skriðnafelli á Barðaströnd. Hann átti lengi heima á Framnesvegi 40, Reykjavík, og síðustu ár hefur hann verið á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Móðir Bertels voru Sol- veig Annike Emelíe Berthelsen, f. 5. júlí 1884, d. 26. mars 1956. Foreldrar hennar voru Jórunn Jónsdóttir, f. 1849, d. 1923, og Skriðnafelli ásamt dætrunum Valgerði Elínborgu Jónsdóttur, f. 1906, d. 1983, síðar á Pat- reksfirði, og Guðrúnu Elísabetu Jónsdóttur, f. 1904, d. 1986, sem bjó í Reykjavík. Systkini Bertels sammæðra voru Nicolína Berthelsen Bajer, f. 21. júní 1909, og Bragi Bert- helsen Geirsson, f. 1. sept. 1912., d. 20. júlí 1913. Bertel stundaði ýmis störf, vann meðal annars í fiski á Patreksfirði, og á sumrin fór hann lengi vel og hjálpaði til við heyskap í sveitinni sinni. Í allmörg ár starfaði hann við vegagerð á Vestfjörðum. Einn- ig var hann við gerð Keflavík- urflugvallar og um tíma á sjó frá Reykjavík. Hann vann í frystihúsinu í Flatey og síðar hjá Granda í Reykjavík í mörg ár eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Bertel var ókvæntur og barnlaus. Útför Bertels fór fram frá Fossvogskapellu 1. apríl 2014. Nikolaj Sophus Berthelsen, f. 1855, d. 1915, fyrsti mál- arinn í Reykjavík. Faðir Bertels var Jón Júlíus Guð- jónsson, f. 14. nóv- ember 1895, d. 1. okt. 1931. Jón Júl- íus var til heimilis ásamt foreldrum sínum, Guðjóni Jónssyni, f. 1856, d. 1926, og Sigríði Guðbjarts- dóttur, f. 1859, d. 1945, á býli sem þá var nefnt Laufhóll og var í landi Skjaldvararfoss. Fósturforeldrar Bertels voru Jón Elíasson, f. 1883, d. 1944, og Jóhanna Ebenesersdóttir, f. 1874, d. 1949, sem bjuggu á Kynni okkar Bertels eru ekki löng en það var fyrir tilviljun að ég fann grein á netinu haustið 2007 þar sem minnst var á hann. Berthelsen málari eignaðist átta börn en aðeins sex af þeim kom- ust til manns. Solveig, móðir Ber- tels, var daufdumb, sem kallað var, en ekki er vitað hvort hún bjó við aðra fötlun. Hún eignaðist tvö börn meðan hún bjó hjá for- eldrum sínum í Reykjavík, Nicol- ínu Berthelsen Bajer og Braga Berthelsen Geirsson. Faðir Ni- colínu var Asfred Bajer, danskur bankaritari í Reykjavík. Hún trú- lofaðist Johan Friberg Larsen, kyndara á Botníu 1931 og flutti með honum til Danmerkur en skildi við hann 1936. Ekkert er vitað um hennar afdrif eftir þann tíma. Eftir að Berthelsen málari lést var heimilið leyst upp og Sol- veigu komið fyrir í Sauðeyjum á Breiðafirði og tveimur árum seinna fór hún að Skjaldvarar- fossi á Barðaströnd þar sem Ber- tel fæddist. Á Fossi dvaldi hún til ársins 1942. Solveig var síðustu æviárin og til dánardags í Arnarholti á Kjalarnesi. Afi minn, Sófus, hafði heyrt að Solveig móðursystir hans hefði eignast tvö börn en vissi ekkert um afdrif hennar fyrr en hún var komin að Arn- arholti, en hún gat ekki tjáð sig um málefni sín. Það var mér því mikið undrunarefni að sjá í grein á netinu að hún hefði eignast þriðja barnið, Bertel, og að hann ætti heima í Reykjavík. Bertel var einstæðingur og vissi fátt um móðurfólkið sitt. Hann mundi vel eftir móður sinni þó að hann hefði alist upp hjá annarri fjölskyldu í sömu sveit, þar sem móðir hans gat ekki séð um hann. Föður sinn þekkti hann lítið enda dó hann þegar Bertel var barn og faðir hans átti ekki önnur börn en hann. Bertel fékk litlar upplýsingar um móður sína en hélt að hún hefði verið dönsk. Hann taldi þó að hann ætti ein- hvers staðar systkini en vissi ekkert hvað varð um þau. Fóst- urforeldrar hans voru fullorðin hjón sem áttu tvær uppkomnar dætur. Heyra mátti á Bertel að honum þótti afskaplega vænt um það fólk og það hafði reynst hon- um vel. Bertel var afskaplega ljúfur maður en gat verið stífur á meiningunni ef því var að skipta og hann hafði skemmtilegan húmor. Hann varð mjög undr- andi yfir því þegar einhver frænka birtist skyndilega heima hjá honum en honum þótti mjög gaman að heyra af móðurfólki sínu. Þó að hann hefði búið einn, verið barnlaus og mikið einn með sjálfum sér naut hann þess líka að hitta fólk. Lánið er mitt að hafa fengið að kynnast Bertel og fengið að hafa samband við hann síðustu árin hans. Við áttum ljúf samtöl og samveru þegar ég kom í bæinn og kom við á Grund. Sorg mín er meðal annars fólgin í því að hafa ekki vitað um frænda minn miklu fyrr. Þá hefði hann fengið að hitta afa minn og hans fólk. Bertel hefði eflaust ekki verið eins mikill einstæðingur síðustu árin ef svo hefði orðið. Bertel hafði tekist, þrátt fyrir að hafa alla tíð verið láglaunamaður, að leggja fyrir dágóða peningaupphæð auk þess að eiga eigin íbúð. Hann eyddi litlu fyrir sjálfan sig og var mjög nægjusamur varðandi eigin þarf- ir. Að honum látnum renni þær eigur til félagsins Einstakra barna að hans ósk. Sesselja Vilborg Arnarsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Bertel Berthelsen Jónsson ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILHELMÍNA NORÐFJÖRÐ ÓSKARSDÓTTIR, Heiðarhvammi 6, Keflavík, sem lést þriðjudaginn 22. apríl, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 13.00. Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, Ásgeir Sigurvaldason, Margrét Ósk Einarsdóttir, Einar Þór Kristjánsson, Guðmundur Ingi Einarsson, Elísabet Norðfjörð Falvey, Troy Falvey og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA BJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR sjúkraliði, Fjarðarseli 25, Reykjavík, lést laugardaginn 19. apríl. Jarðsungið verður frá Seljakirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.00. Dagfinnur Ólafsson, Þóra Björg Dagfinnsdóttir, Geir Magnús Zoëga, Elísabet Dagfinnsdóttir, Ari Jóhannesson, Ólöf Dagfinnsdóttir, Albert Þór Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA S. JÓNSDÓTTIR, Suðurvangi 6, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 23. apríl. Útförin fer fram í Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem viljast minnast hennar er bent á líknarfélög. Kristbjörg Einarsdóttir, Guðlaugur Ellertsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Júlíus Jón Jónsson, Sólbjörg Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, LÁRUS ÁGÚSTSSON, Indriðakoti, lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, þriðjudaginn 29. apríl. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ingibjörg Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.