Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 20
ÚR BÆJARLÍFINU Andrés Skúlason Djúpivogur Sjávarþorpið Djúpivogur hefur nú í tvígang með nokkurra ára millibili þurft að horfast í augu við alvarlegar afleiðingar þess brotakennda fiskveiðistjórnunarkerfis sem byggðum landsins er ætlað að lifa við. Nú þegar áform Vísis hf. eru uppi um flutning á allri vinnslu og aflaheimildum af svæðinu hafa stjórnvöld ekki enn sýnt hvernig þau ætla að bregðast við. Ljóst má vera að við jafn stórar aðgerðir og hér er um að ræða af hálfu Vísis hf. þá krefjast þær jafnframt stórra mót- vægisaðgerða af hálfu stjórnvalda sem ein hafa tækin til að koma til móts við áfallið sem byggðin þarf að horfast í augu við. Íbúar og þá ekki síst starfsmenn eru eðlilega felmtri slegnir yfir ótíðindum þessum en samfélagið allt á Djúpavogi er hins- vegar nú sem fyrr staðráðið í að berjast fyrir byggðina með bjartsýn- ina og kraftinn að vopni og gefa ekk- ert eftir í þeirri réttlætisbaráttu að byggðinni verði tryggt varanlegt að- gengi til framtíðar að hinni sameig- inlegu auðlind.    Stórkostlegri fjögurra daga tónlistarveislu, svokallaðri Ham- mondhátíð, lauk á Djúpavogi um síð- ustu helgi en hátíðin var vel sótt og fullt út úr dyrum flest kvöldin. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins sóttu hátíðina sem er að festa sig sífellt betur í sessi sem einn af helstu menningarviðburðum á Austurlandi. Athygli hefur vakið hversu vel hefur tekist til með að halda svo stóra og vel lukkaða menn- ingarhátíð á þessum árstíma.    Önnur tónlistarveisla var haldin síðastliðinn fimmtudag á Djúpavogi en þar var á ferð svokall- að Músíkfestival en það er árleg tónlistarveisla í boði Tónskóla Djúpavogs . Má sannarlega segja að þar hafi hver upprennandi tónlist- arsnillingurinn af öðrum slegið í gegn. Mjög kraftmikið tónlistarstarf hefur verið á Djúpavogi á und- anförnum árum undir stjórn Józsefs Béla Kiss tónlistarkennara og konu hans Andreu Kissné Refvalvi.    Nú stendur fyrir dyrum svokall- að Fuglalandsmót þar sem áhuga- menn um fuglaskoðun víðsvegar um landið munu streyma eins og far- fuglarnir til Djúpavogs um helgina 9.-11. maí. Margt forvitnilegt verður á boðstólum auk fuglaskoðunar á svæðinu, m.a. verður Jóhann Óli Hilmarsson með áhugavert erindi, „Náttúru- og dýralíf á Svalbarða.“ Þá munu Björn Arnarsson og Brynj- ólfur Brynjólfsson frá Hornafirði vera með erindi um hvernig best sé að greina hinar ýmsu máfategundir svo eitthvað sé nefnt.    Stór hreindýrahjörð hefur haldið sig við bæjarmörkin á Djúpa- vogi á undanförnum vikum og mán- uðum og hafa dýrin stundum verið bókstaflega inni í bænum. Sitt sýnist hverjum um ágang þennan þar sem dýrin hafa valdið tjóni á ýmsum trjá- tegundum. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Stilla Bátarnir speglast í Djúpavogshöfn. Íbúarnir eru staðráðnir í að berjast fyrir byggðina. Mótvægisaðgerða er þörf 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Syrusson Hönnunarhús Síðumúla 33 Ótrúlegt úrval húsgagna og gjafavöru - Láttu verðið koma þér þægilega á óvart Syrusson - alltaf með lausnina! Loki Funi LjúfurFannar VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting • Lífríki í ám og vötnum • Rannsóknir • Ráðgjöf Hvernig verður stangveiðin í sumar? Ársfundur Veiðimálastofnunar 2014 Verður haldinn þriðjudaginn 6. maí 2014 í sal Veiðimálastofnunar, 3. hæð á Keldnaholti (Árleyni 22) Dagskrá: 14:00 Fundur settur Yfirlit yfir starfsemi Veiðimálastofnunar Sigurður Guðjónsson 14:20 Staða Atlantshafslaxins hér á landi og annars staðar Guðni Guðbergsson 14:40 Kaffihlé 15:10 Framleiðsla í íslenskum ám Jón S. Ólafsson 15:30 Áhrif hita á smádýr í ferskvatni, rannsóknir í Hengladölum Elísabet R. Hannesdóttir Allt áhugafólk velkomið Sunnlenski sveitadagurinn verður haldinn í dag á Selfossi. Jötunn og Vélaverkstæði Þóris standa saman að deginum en hann verður nú haldinn í sjötta sinn. Dagskráin verður á at- hafnasvæði fyrirtækjanna tveggja, við Austurveg 69. Svæðið verður opið frá klukkan 12-17. Sýningin hefur verið fjölsótt og í fyrra til að mynda sóttu 7.000 manns sýninguna. Sunnlenski sveitadagurinn er fjöl- breytt fjölskylduhátíð þar sem gest- um er boðið að upplifa sveitastemn- ingu og bragða á afurðum bænda. Undanfarin ár hefur Félag kúa- bænda heilsteikt naut á staðnum og Félag sauðfjárbænda grillað lamba- kjöt og nú hafa svínabændur bæst í grillhópinn. „Langar biðraðir mynd- ast við grillin því gestir kunna svo sannarlega að meta grillkjötið,“ segir í tilkynningu. Sunnlenskir bændur fá tækifæri til að kynna, gefa smakk og selja afurðir sínar á sýningarsvæðinu og kennir þar ýmisa grasa, enda stór atvinnugrein á Suðurlandi. Margvís- legt handverk og listmunir af vönd- uðum toga og í ár verður sýning á ís- lenskum þjóðbúningum. Að vanda verða sýndar gamlar dráttarvélar og gömul amboð í bland við nýjustu landbúnaðartækin. Þá verður keppt í baggakasti og glímu og landnámshænur verða sýndar. Hvítur kálfur boðinn upp Klukkan 14.45 mun Böðvar Páls- son á Búrfelli bjóða upp hvítan kálf sem Guðbjörg Jónsdóttir, bóndi á Læk, ánafnar sýningunni til minning- ar um mann sinn, Gauta Gunnarsson. Litarhaft kálfsins er fátítt en hann er skjannahvítur og slíkir gripir fáséðir. Ágóðinn af uppboðinu rennur til góðra mála í minningu manns hennar. Að uppboði loknu fer kálfurinn hvíti í Húsdýragarðinn í Reykjavík, en þar starfaði Gauti í nokkur ár sem yfir- dýrahirðir uns hann gerðist bóndi að Læk í Flóahreppi. Gauti lést af völd- um krabbameins á síðasta ári frá konu og fjórum börnum en fjölskyld- an hefur nú brugðið búi. Búast við þús- undum gesta  Sunnlenski sveitadagurinn á Selfossi Hvítur kálfur Leið hans liggur í Húsdýragarðinn. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka stuðning við eftirlitsverkefni Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu (ÖSE) í Úkraínu. Stjórnvöld veita sex milljóna króna framlag til verkefnisins auk þess sem ráðu- neytið mun senda annan mann til starfa á vegum samtakanna. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra starfar nú sem yfirmað- ur eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu. Nú er unnið að því að fjölga eftirlitsmönnum stofnunar- innar úr eitt hundrað í fimm hundruð. Tillagan var samþykkt að ráði Gunnars Braga Sveinssonar ut- anríkisráðherra. Ríkisstjórnin ákvað jafnframt að kosta borg- aralegan sér- fræðing sem fer til starfa á vegum Atlantshafsbandalagsins í einni af stjórnstöðvum þess í Evrópu. Framlagið verður liður í samstöðu- aðgerðum bandalagsins gagnvart Eystrasaltsríkjunum og öðrum bandalagsríkjum í austurhluta Evr- ópu sem ákveðnar voru á fundi ut- anríkisráðherra NATO í byrjun apríl. ÖSE gegnir mikilvægu hlutverki við eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildar- ríkjunum sem eru 56 talsins. Aukinn stuðningur við ÖSE  Ríkisstjórnin styður eftirlit í Úkraínu og við Eystrasalt Gunnar Bragi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.