Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Gönguferðir með barnavagna og kerrur Brottför: Kl. 12 alla daga vikunnar, 5. – 9. maí Mánudagur 5. maí: Perlan Þriðjudagur 6. maí: Ábæjarlaug Miðvikudagur 7. maí: Gerðusafn Kópavogi Fimmtudagur 8. maí: Nauthóll Föstudagur 9. maí: Grasagarðurinn Laugardal Hressandi ganga fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur með léttum æfingum, teygjum og slökun. Fararstjóri: Auður Kjartansdóttir Þátttaka ókeypis – allir velkomnir Barnavagnav ika FÍ og Ferðafélags barnanna VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Flokka má hluta íbúðalána til tekjulágra ein- staklinga á árunum 2006 til 2008 sem undir- málslán, enda voru veðhlutföllin mjög há og áhætta lántakans mikil. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, lektors í hag- fræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstöðumanns greiningardeildar Kaup- þings. „Mér sýnist að áhrif þess- ara lána á fasteignamarkað- inn hafi verið vanmetin. Það er einkum vegna þess að Íbúðalánasjóður naut ríkis- ábyrgðar og blés í bóluna með niðurgreiddum vöxtum. Það má færa rök fyrir því að bankarnir hafi farið óvarlega inn á markaðinn. Þeir voru hins vegar búnir að draga sig til baka þegar sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður hófu sameiginlega markaðssókn árið 2006. Það getur ekki kallast annað en ábyrgðarleysi að draga tekjulágt fólk inn á markað sem var þá orðinn yfirspenntur. Eins og rakið er í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina var það keppikefli hjá sjóðunum og Íbúðalánasjóði að auka sína mark- aðshlutdeild, eftir að hún hafði minnkað árin á undan. Þeir nýttu tækifærið þegar bankarnir drógu sig í hlé 2006, eftir að Seðlabankinn fór í miklar vaxtahækkanir. Það olli því að bankarnir hrökkluðust til baka,“ segir Ásgeir. Stóð gegn Seðlabankanum „Íbúðalánasjóður stóð gegn því að hækka sína útlánavexti og stóð þannig gegn Seðlabank- anum á mikilvægu tímabili. Íbúðalánasjóður gaf aðeins út lengsta flokkinn af skuldabréfum sem síðan hefur valdið honum mestu tapi. Sjóðurinn bauð lægri vexti en samkeppnisaðilar og margt bendir til að þeir hafi verið undir markaðskjör- um. Íbúðalánasjóður var með langlægstu vext- ina og undirbauð bankana í raun. Sjóðurinn var auk þess með mikið laust fé og var undir póli- tískum þrýstingi um að lána tekjulágu fólki.“ – Hver hefði orðið þróunin á fasteignamark- aði 2006 til 2008, ef sparisjóðirnir og Íbúðalána- sjóður hefðu ekki hafið þessa markaðssókn? „Greiningardeild Kaupþings gaf út fasteigna- greiningu í júlí 2006 þar sem niðurstaðan var sú að fasteignamarkaðurinn væri ofmetinn og að verðlækkanir væru í nánd. Sú ályktun var dreg- in af því að fasteignaverð hefði hækkað langt umfram kaupgetu almennings. Seðlabankinn hafði einnig hækkað vexti verulega og bank- arnir dregið sig út af markaðinum. Það er enginn vafi á því að sameiginleg sókn sparisjóðanna og Íbúðalánasjóðs með veitingu fasteignalána til tekjulágra með litlum sem eng- um veðum og niðurgreiddum ríkistryggðum vöxtum átti stóran hlut í því að framlengja fast- eignabóluna í 1-2 ár til viðbótar.“ Fasteignaverð ofmetið 2006 – Nú var kaupgeta þessara tekjulágu einstak- linga ekki mikil, þrátt fyrir óvenjumikla lána- fyrirgreiðslu tímabundið. Ertu ekki að ofmeta áhrifin af lánum til þeirra á markaðinn? „Það er að sönnu rétt að áhrifin voru kannski ekki mikil á dýrustu eignir, eins og einbýlishús. Áhrifin voru hins vegar fyrst fremst á milli- tekjuhópa, ungt fólk sem var að kaupa sína fyrstu íbúð o.s.frv. Þetta er jafnframt fólkið sem lenti í alvarlegum skuldavandræðum þegar fasteignabólan sprakk og verðbólgan þaut upp.“ – Hefði raunverð fasteigna lækkað árið 2007, ef ekki hefði verið farið í þessa markaðssókn? „Það er erfitt að fullyrða, enda ansi margt í gangi á því fræga ári. Hins vegar má leiða að því líkur að það hefði ekki hækkað jafn mikið og víst er að mun færri hefðu lent í alvarlegum skulda- vandræðum og yfirveðsetningu í kjölfar hruns- ins ef kostaboð sparisjóðanna og Íbúðalána- sjóðs hefðu ekki staðið þeim til boða. Á sínum tíma bjuggum við á greiningardeild Kaupþings til mælikvarða til þess að meta fast- eignaverðið með tilliti til bæði launa og vaxta. Með þessum mælikvarða var fasteignaverð van- metið árið 2004 en var orðið algerlega ofmetið árið 2006. Þeirri niðurstöðu komum við á fram- færi á sínum tíma. Þessum fréttum var ekki vel tekið á sínum tíma. Félag fasteignasala mótmælti greiningu okkar hástöfum, að það væri verið að tala niður fasteignaverðið. Það var meira að segja stofnuð sérstök greiningardeild fasteignasala sem spáði hækkunum á fasteignaverði 2007. Eins og kunnugt er var spá þeirra fyrir árið 2007 rétt, en fallið varð vitaskuld miklu meira í kjölfarið,“ segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur. Undirmálslán skekktu markað  Lektor telur áhrif undirmálslána á fasteignamarkaðinn fyrir hrun vanmetin  Sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður hafa dregið tekjulága inn á markaðinn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Fasteignaverð náði sögulegum hæðum í október 2007. Fasteignabólan sprakk svo. Ásgeir Jónsson Vextir á verðtryggðum íbúðalánum hafa ekki verið jafn hagstæðir síðan a.m.k. árið 1994. Oddgeir Á. Ottesen, aðalhagfræð- ingur hjá greiningarfyrirtækinu IFS, bend- ir aðspurður á þetta þegar hann er spurð- ur tíðinda af fasteignamarkaði. „Meðalmaðurinn sem tekur lán í dag greiðir lægra hlutfall af sínum launum í af- borganir og vexti en árið 2002 og lægra hlutfall en meðalmað- urinn gerði árið 1994. Miðað við þennan mælikvarða ætti fast- eignaverð að hækka, þ.e.a.s. ef fólk gæti borgað sama hlutfall af launum í vexti og af- borganir og það gerði áður. Lægri laun duga fyrir hærri afborg- unum en áður. Vextir hafa verið að lækka. Hlutfall afborgana af launum er því lægra en það hefur verið megnið af tímanum frá 1994,“ segir Oddgeir um þróunina. Á grafinu hér fyrir ofan má sjá þróun hagstæðustu vaxta af verðtryggðum íbúðalánum aftur til ársins 1994, en gögn- in sem Oddgeir gat nálgast með litlum fyrirvara ná ekki lengra aftur. „Hagstæðustu vextir af verðtryggðum íbúðalánum er nú hagstæðari en þeir voru allan tíunda áratuginn,“ segir Oddgeir. Hlutfall verðtryggðra lána af nýjum íbúðalánum var 67% í febrúar sl. Vextir ekki verið lægri í tvo áratugi VERÐTRYGGÐ ÍBÚÐALÁN Oddgeir Ágúst Ottesen Hagkvæmustu íbúðavextir Af verðtryggðum lánum* * Staðan í janúar ár hvert. % 3,5 3,0 3,5% 5,8% 5,1% 4,2%4,0 4,5 5,0 6,0 5,5 Jan. 2014Jan. 1994 Heimild: IFS Greining

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.