Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Laugardagstilboð – á völdum glösum Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegtúrval af glösum fyriröll tækifæri Cancun Sevillia Barista Gem Marguerita Quartz Opið laugardaga kl. 10-16 Konur til áhrifa Vöxtur í ferðaþjónustu – tækifæri kvenna Þriðjudaginn 6. maí kl. 12:00–13:15 Fundarstjóri er Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Framsögur halda: Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF – Samtaka ferðaþjónustunnar Eva María Þórarinsdóttir Lange, eigandi og framkvæmdastýra Pink Iceland Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Konur í rekstri: framtíðin bankar upp á Þriðjudaginn 20. maí kl. 12:00–13:15 Fundarstjóri er Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Framsögur halda: Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar Hanna Katrín Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Icepharma Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Fésbókarsíða Landssambands sjálfstæðiskvenna er: www.facebook.com/landssambandsjalfstaediskvenna Verð á hádegisverði er 1.900 kr Allir hjartanlega velkomnir! Hádegisverðarfundir Landssambands sjálfstæðiskvenna á Nauthóli Nansý Davíðsdóttir vann gull- verðlaun í yngsta aldursflokki á Norðurlandamóti stúlkna á Bifröst um síðustu helgi. Nansý hlaut 4 ½ vinning af fimm mögulegum en hún vann helsta keppinaut sinn í c-flokki mótsins með svörtu í næstsíðustu umferð. Íslendingar voru nálægt því að hreppa einnig gullið í b-flokki og segja má að einungis tæknileg atriði við jafntefliskröfu hafi komið í veg fyrir að Sóley Lind Pálsdóttir myndi sigra þar en í úrslitaskák hennar í fjórðu umferð kom sama staðan upp þrisvar, en Sóley ógilti kröfuna með því að leika fyrst og krefjast síðan jafnteflis en reglur FIDE gera ráð fyrir að fyrst sé leikur skráður, klukkan stöðvuð og síðan kallað á dómara. En Sóley Lind tefldi skák mótsins í 2. umferð en meðal áhorf- enda að þeirri viðureign var Illugi Gunnarsson menntamálráðherra sem kom á laugardagsmorguninn til að heilsa upp á keppendur: Sóley Lind Pálsdótir – Brandy Paltzer (Svíþjóð) Sikleyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 Rc6 7. Rb3 g6 8. Be2 Bg7 9. Dd2 Be6 10. f3 O-O 11. O-O-O Re5 12. Bh6 Bxh6?! Það er alltaf varasamt að taka strax á h6. Þar er drottningin stór- hættuleg en hvítur hefur sparað sér tíma miðað við þekkt afbrigði með því að staðsetja biskupinn á e2 en ekki b3. 13. Dxh6 Hc8 14. h4 Dc7? Annar slakur leikur. Fórnin á c3, 14. … Hxc3! 15. bxc3 Dc7 er eina leiðin til að skapa mótspil. 15. h5 Rxh5 16. g4 Rf6 17. Hh2! Útsmoginn leikur sem villir sýn á aðalhluverki hróksins sem er að valda c2-peðið! 17. … Hfd8 18. g5 Rh5 19. f4 Rg4 20. Bxg4 Bxg4 21. Rd5 Dd7 Meira viðnám, veitti 21. … Dc4 en eftir 22. Rxe7+ Kh8 23. He1! stend- ur hvítur til vinnings. En nú kemur glæsileg leikflétta. 22. Hxh5! Bxh5 23. Rf6+! exf6 24. gxf6 Hxc2+ 25. Kb1! Hc1+ 26. Hxc1 De8 27. Dg7 mát. Hjörvar efstur á Wow air-mótinu Hjörvar Steinn Grétarsson hefur unnið allar skákir sínar á Wow air- móti Taflfélags Reykjavíkur. Hann vann Hannes Hlífar Stefánsson í 4. umferð og hefur vinningsforskot á næsta mann sem er Dagur Arn- grímsson. Þeir tefla saman í fimmtu umferð. Allar líkur benda til þess að Hjörvar komist upp fyrir Hannes Hlífar og Héðin Steingrímsson á næsta stigalista FIDE. Skák Hjörv- ars og Hannesar lauk eftir aðeins 25 leiki en baneitraður 20. leikur Hjörvars gerði í raun út um taflið: Hjörvar Steinn Grétarsson – Hannes Hlífar Stefánsson Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4 4. Bd2 Bxd2 5. Rbxd2 d5 6. g3 O-O 7. Bg2 c6 8. O-O Rbd7 9. Dc2 b6 10. e4 Rxe4 11. Rxe4 dxe4 12. Dxe4 Bb7 13. Hfd1 Dc7 14. Re5 Rxe5 15. Dxe5 Hac8 16. c5 Hfd8 17. b4 Ba6 18. Hac1 Bb5 19. De3 a5 20. d5 20. … bxc5 21. dxe6 cxb4 22. Bh3 Hb8 23. e7 Hxd1 24. Hxd1 c5 25. Df4! - og Hannes gafst upp. Enn sigrar Magnús Carlsen Skákheimurinn rak upp stór augu þegar Magnús Carlsen tapaði tveim skákum í röð í fyrri helmingi minn- ingarmótsins um Vugar Gashimov í Aserbaídsjan. En í seinni hlutanum vann hann strax tvær skákir með svörtu og knésetti helsta keppinaut sinn, Ítalann Caruana, í lokaumferð- inni: Lokaniðurstaðan: 1. Magnús Carl- sen 6 ½ v. (af 10) 2. Caruana 5 ½ v. 3.-5. Karjakin, Nakamura og Radja- bov 5 v. 6. Mamedyarov 3 v. Nansý Davíðsdóttir Norðurlanda- meistari stúlkna Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is – með morgunkaffinu Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.