Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 43
„Ég hef kennt alla kjarnaáfangana í íslensku, tjáningu og valáfangana ÍSL 633 (barnabókmenntir) og ÍSL 373 (yndislestur).“ Hún varð skóla- meistari við skólann í október 2012. „Ég er því að fara að útskrifa minn annan hóp í lok maí. Þetta er 120 manna skóli og einkunnarorð hans eru frumkvæði, samvinna og hug- rekki sem við viljum hafa að leið- arljósi í daglegu starfi skólans. Mér líkar vel við starfið, það er gaman að vinna með nemendunum og hér er gott starfsfólk.“ Áður en Dóra hóf störf við FSH vann hún hin ýmsu þjónustustörf, lengst af í Íslandsbanka og Sundlaug Húsavíkur, einnig í verslun og við fiskvinnslu. Áhugamál og félagsstörf Áhugamál Dóru eru m.a. leiklist, en hefur hún starfað mikið með Leik- félagi Húsavíkur, tónlist og bók- menntir. Dóra er félagi í Golfklúbbi Húsavíkur og hefur mjög gaman af því að spila golf bæði innan lands og utan. „Við vorum í níu daga golfferð um páskana á Spáni í tilefni af 50 ára afmæli mínu. Við fórum líka í golf- ferð í haust og héldum þar upp á 50 ára afmæli eiginmannsins. Þetta eru utanlandsferðirnar okkar núna.“ Dóra hefur unnið að hinum ýmsu félagsmálum og verið í stjórnum ým- issa samtaka. Má þar nefna að hún- sat í stjórn Leikfélags Húsavíkur. 2008-2012, var í skólanefnd FSH 2003-2004 , sat í stjórn Ladies Circle 5 2000-2003, þar af formaður 2002- 2003, formaður Kennarafélags FSH 2002-2003, sat í stjórn foreldrafélags Borgarhólsskóla á Húsavík 1995- 1997 og var í skólanefnd FSH 1995- 1996. Fjölskylda Eiginmaður Dóru er Gunnlaugur Stefánsson, f. 8.10. 1963, fram- kvæmdastjóri og eigandi Sagarinnar ehf. og forseti bæjarstjórnar Norð- urþings. Foreldrar hans eru Stefán Óskarsson, f. 10.3. 1941, og Aðal- björg Gunnlaugsdóttir, f. 18.6. 1943. Þau eru stofnendur og eigendur Trésmiðjunnar Rein í Reykjahverfi og eru búsett þar. Synir Dóru eru Andri Birgisson, f. 30. apríl 1982, verkefnisstjóri á Frí- stundaheimilinu Frostaskjóli. Faðir hans er Birgir Skúlason, bifvélavirki frá Húsavík; Ármann Örn Gunn- laugsson, f. 15.6. 1991, meistaranemi í alþjóðaviðskiptum við HR; Patrek- ur Gunnlaugsson, f. 24.11. 1995, nemi í Framhaldsskólanum á Húsa- vík. Stjúpsonur Dóru er Stefán Breið- fjörð Gunnlaugsson, f. 8.1. 1985, flugmaður, búsettur í Hafnarfirði. Sonur hans er Tristan Breiðfjörð, f. 9.1. 2009, móðir Tristans er Tanja Björk Jónsdóttir. Sambýliskona Stefáns er Sigrún Erna Sævars- dóttir, f. 1.10. 1986, nemi við HÍ. Móðir Stefáns er Ágústa Hera Birg- isdóttir. Systkini Dóru eru Snjólaug Ár- mannsdóttir, f. 10.9. 1959, hjúkr- unarfræðingur á augndeild Lands- spítalans, bús. í Reykjavík, og Sigurjón Ármannsson, f. 3.1. 1966, starfsmaður Norðlenska á Húsavík. Foreldrar Dóru eru Ármann Sig- urjónsson, f. 5.10. 1938, starfaði lengst af í Mjólkursamlagi KÞ og Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, og Rósa Björnsdóttir, f. 11.10. 1938, d. 3.7. 2013, starfaði lengst af í leikskóla. Úr frændgarði Dóru Ármannsdóttur Dóra Ármannsdóttir Jóhanna Rósa Jóhannsdóttir húsfreyja Hjörleifur Baldvin Jóhannsson bóndi á Gullbringu í Svarfaðar- dal og sjómaður á Dalvík Snjólaug Hjörleifsdóttir húsfreyja í Svarfaðardal Björn Júlíusson pípulagningameistari og bóndi í Svarfaðardal Rósa Björnsdóttir starfsmaður á leikskóla á Húsavík Jóhanna María Björnsdóttir húsfreyja í Syðra-Garðshorni Júlíus Jón Daníelsson bóndi í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal Halldóra Magnúsdóttir húsfreyja, ættuð úr Fjörðum Bjarni Þórðarson sjómaður á Húsavík Þórhalla Bjarnadóttir húsfreyja á Húsavík Sigurjón Ármannsson kennari og bæjargjaldkeri á Húsavík Ármann Sigurjónsson verkamaður á Húsavík Helga Jónína Benediktsdóttir frá Hólmavaði í Aðaldal Ármann Þorgrímsson frá Hraunkoti í Aðaldal, bóndi þar Hjónin Í golfferð um páskana. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Jónas Jónasson fæddist íReykjavík 3.5. 1931 og ólst þarupp. Foreldrar hans voru Jón- as Þorbergsson, ritstjóri, alþm. og fyrsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir húsfreyja. Jónas stundaði nám í Ingimars- skóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1947, stundaði nám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1946-48 og 1949- 51, hjá Ragnari H. Ragnar í Tónlist- arskóla Ísafjarðar 1948-49, við Leik- listarskóla Ævars Kvaran í fimm ár, var þar kennari í tvö ár, kynnti sér kvikmyndagerð hjá London Films Studios 1951 og flutning útvarps- leikrita hjá BBC 1951 og sótti nám- skeið í stjórnun sjónvarpsþátta hjá Danska sjónvarpinu 1963. Jónas hóf kornungur að vinna hjá Ríkisútvarpinu og starfaði þar æ síð- an. Hann hóf störf á fréttastofu RÚV 1949, var fréttaþulur RÚV, dagskrárþulur, starfsmaður leiklist- ardeildar, tónlistardeildar og dag- skrárdeildar, veitti forstöðu RÚV á Akureyri og var upphafsmaður fyrsta svæðisútvarpsins 1982-86. Jónas stjórnaði fjölda útvarpsþátta um áratugaskeið en þekktastir urðu viðtalsþættir hans, Kvöldgestir, sem fluttir voru á föstudagskvöldum, óslitið í þrjátíu ár. Hann hafði auk þess umsjón með fjölda annarra út- varpsþátta, leikstýrði fjölda út- varpsleikrita og leikrita hjá áhuga- leikfélögum. Jónas samdi fjölmörg leikrit og rit, bæði skáldsögur og ævisögur, og samdi fjölda þekktra sönglaga, s.s. Bátarnir á firðinum; Kvöldljóð, Hagavagninn, og Vor í Vaglaskógi. Kona Jónasar er Sigrún Sigurðar- dóttir, f. 18.1. 1938, fyrrv. ritari inn- lendrar dagskrárgerðar hjá Sjón- varpinu. Hún er dóttir Sigurðar B. Jónssonar loftskeytamanns, og k.h., Guðríðar Sigurðardóttur, húsfrúar og kaupkonu. Dóttir Jónasar og Sig- rúnar er Sigurlaug Margrét fjöl- miðlakona. Dætur Jónasar og Auðar Steingrímsdóttur fyrri konu hans eru Hjördís Rut hjúkrunarfræð- ingur og Berglind Björk söngkona. Jónas lést 22.11. 2011. Merkir Íslendingar Jónas Jónasson Laugardagur 85 ára Jóhanna S. Þorsteinsdóttir Lilja Þorkelsdóttir 80 ára Guðný Finna Benedikts- dóttir Jóna Veiga Benediktsdóttir Jónmundur Ólafsson 75 ára Hjördís Jónsdóttir Hrafnhildur Pétursdóttir Reinhold Kristjánsson Vernharður Vilhjálmsson 70 ára Arndís Hildib. Kristjáns- dóttir Bertha Svala Bruvik Ester Kristjánsdóttir Ragnheiður Pétursdóttir Sóley Jóhannsdóttir 60 ára Ágúst F. Sigurðsson Gestur Þorsteinn Gunn- arsson Guðrún Oddný Kristjáns- dóttir Hafdís Hafliðadóttir Helga Guðbjörg Sigurð- ardóttir Sigrún Eldjárn Sigurður Ágúst Þórðarson Valentina Simkiené 50 ára Dagur Georgsson Dorota Filipek Grzegorz Benedykt Korus Gunnar Ásgeir Gunnarsson Hannes Jónsson Heiðdís Jónsdóttir Hrönn Einarsdóttir Ingi Borgþór Rútsson Jón Sigurðsson Jumara Rocha Fortes Karl Ottó Schiöth Kristinn Jóhannsson Kristi Sóley Joensen Kristján Páll Ström Jónsson Mildrid Irene Steinberg Ólafur Ingi Ólafsson Ómar Hafliðason Sigurdís Harpa Arnarsdóttir Sigvaldi Thordarson Sólon Árni Gíslason Stanislaw Wojciech Mazowiecki Stefanía Sæmundsdóttir Sverrir Haraldsson 40 ára Anna Sigurðardóttir Elín Anna Guðjónsdóttir Elísabet Stefánsdóttir Friðjón Ásgeirsson Guðrún Bjarnadóttir Hrönn Harðardóttir Jónas Friðrik Steinsson Kristín Magnhildur Karlsdóttir Óskar Þórður Sveinsson Páll Hermannsson Sigurbjörg Helga Sigurðardóttir Sigurður Rúnar Bergþórsson Sveinn Rúnar Reynisson Þorkell Magnússon 30 ára Árný Ilse Árnadóttir Bergþóra Ólöf Björnsdóttir Birna Ármey Þorsteinsdóttir Böðvar Einarsson Davíð Brynjar Sigurjónsson Guðrún Fanney Einarsdóttir Guðrún Harðardóttir Inga Skagfjörð Helgadóttir Ívar Atlason Jóhann Bragi Birgisson María Rut Björgvinsdóttir Stefán Jóhann Eggertsson Þorgerður Drífa Frostadóttir Sunnudagur 95 ára Gróa Frímannsdóttir Stefanía Kristinsdóttir 90 ára Agla Bjarnadóttir Jónína Einarsdóttir 85 ára Ásgeir Eyjólfsson Dýrleif Ásgeirsdóttir Laufey Karlsdóttir Margrét Einarsdóttir Pálmi Friðriksson 80 ára Arnbjörg Sveinsdóttir Garðar H. Björgvinsson Haukur Bjarnason Jakobína B. Stefánsdóttir 75 ára Anna Jeppesen Baldur Frímann Sigfússon Baldur Jónsson Geir Geirsson Guðrún Valdemarsdóttir Helga Loftsdóttir Ingibjörg Stefánsdóttir Margrét Arnbergsdóttir Sigríður Kristín Andrésdóttir 70 ára Anna Fanney Arnbjörnsdóttir Álfhildur Hjördís Jónsdóttir Roar Kvam Sigurður Óskarsson 60 ára Bjarney S. Gunnarsdóttir Brynjólfur Sveinsson Guðmundur Friðriksson Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir Ólafur Jónsson Rósa Sigríður Gunnarsdóttir Sigrún Olsen Sigurbjörg Einisdóttir 50 ára Alfonsas Petrauskas Elías Guðmundur Magnússon Ewa Helena Ogórek Eyjólfur Steinsson Sigfús S. Svanbergsson Valdimar Sveinbjörn Stefánsson Þór Egilsson 40 ára Anna Margrét Sigurðardóttir Áskell Gestsson Berglind Pálsdóttir Friðrik Guðfinnur Matthíasson Guðmundur Örn Ingvarsson Harpa Ragnarsdóttir Hólmfríður Jónsdóttir Hörður Arnar Stefánsson Jónas Þór Jónasson Sigurborg Anna Ólafsdóttir Styrmir Jónsson Örn Eyjólfsson 30 ára Friðrik Arnar Helgason Hildur Una Högnadóttir Katrín Ólöf Normansdóttir Sævar Ríkharðsson Valdís Vaka Kristjánsdóttir Til hamingju með daginn Fituhreinsir 1 ltr. 4899,-4899,- 999,- SíuhreinsirFroðueyðir 1 ltr. Fullt verð 5.443,-Fullt verð 5.443,- Fullt verð 1.249,- 10-20% afsláttur m i ð s t ö ð v a r o f n a r Handklæðaofn mánaðarins Úrval fylgihluta fyrir heita potta á tilboði í tilefni sumarsins... 6.990,- Home Swim pakki, hreinsiefni án klórs 2 fyrir 1 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - ofnasmidja@ofnasmidja.is - simi 577 5177 CO • Ryðfrítt stál 114.999,-Fullt verð 124.999,- ára ábyrgð *Tilboðin gilda út maí á meðan birgðir endast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.