Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.05.2014, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Sjálfsagt má einu gilda hver fíknin er, summa lastanna verðuralltaf söm. Ég hvorki reyki né drekk en reynslusport er mínfíkn. Ég hleyp, oftast einn, en stundum með skokkhópi KR, æfi líka svolítið með Ægi þríþraut og nýlega fór ég í mína fyrstu hjólreiðakeppni. Þetta er skemmtilegt og gefur mér orku til dag- legra starfa,“ segir Benedikt Sigurðsson sem er fimmtugur í dag. Benedikt er Reykvíkingur að uppruna, en segist finna sig vel á flakki út um land. Sem strákur hafi hann verið í sveit víða um land. „Þarna kynntist ég landsbyggðinni og búskap og það kemur sér vel í núverandi starfi,“ segir Benedikt. Er aðstoðarmaður í atvinnuvega- ráðuneytinu og sinnir einkum landbúnaðarmálum. Eftir að Benedikt lauk sagnfræðinámi við HÍ varð hann frétta- maður á RÚV. „Ég var í fréttamennsku 1994 til 2006. Það var æv- intýralegur tími,“ segir Benedikt sem síðar var blaðafulltrúi Kaup- þings og Actavis. Svo tóku ný verkefni við. „Hér í ráðuneytinu er maður í kvikunni og vinnur með góðu fólki. Það er plús,“ útskýrir Benedikt sem segir afmælisdaginn verða lágstemmdan. Fjölskylda og nánustu ættingjar komi í mat. „Svo má vera að við skreppum út úr bænum. Það er komið vor og eitthvað skemmtilegt liggur í loft- inu,“ segir Benedikt sem er kvæntur Dagnýju Baldvinsdóttur og eiga þau þrjú börn. sbs@mbl.is Benedikt Sigurðsson er 50 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fimmtugur „Þarna kynntist ég landsbyggðinni og búskap og það kemur sér vel í núverandi starfi,“ segir Benedikt Sigurðsson. Finnur sig vel á flakkinu út um land Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kaupmannahöfn Lilja Margrét fæddist 21. september kl. 10.54. Hún vó 12,5 merkur og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Erla Dögg Guð- mundsdóttir og Morten Raskov. Nýir borgarar Þorlákshöfn Helga Laufey fæddist 15. maí. Hún vó 1.466 g og var 41,4 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðbergur Kristjánsson og Karen Hrund Heim- isdóttir. D óra fæddist 3. maí 1964 á Húsavík og ólst þar upp. „Ég hef búið alla mína tíð á Húsavík fyr- ir utan námsár mín á Akureyri og í Reykjavík.“ Dóra tók verslunarpróf frá Fram- haldsskólanum á Húsavík 1985, stúd- entspróf frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1987, BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands 1990, lauk uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands 1992, Dipl. Ed. frá Háskólanum á Akureyri 2008 og M.Ed. í mennt- unarfræði með áherslu á stjórnun frá Háskólanum á Akureyri 2012. Einn- ig hefur hún tekið námskeið á vegum Samtaka móðurmálskennara og Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. Starfsferill Dóra hóf kennslu við Framhalds- skólann á Húsavík árið 1992. Dóra Ármannsdóttir, skólameistari við FSH – 50 ára Útskrift úr FSH Dóra Ármannsdóttir skólameistari ásamt Herdísi Þ. Sigurðardóttur aðstoðarskólameistara með fyrsta útskriftarhóp þeirra beggja í Framhaldsskólanum á Húsavík 24. maí 2013. Golf og skólamál eru helstu áhugamálin Fjölskyldan Dóra og Gunnlaugur og synirnir fjórir, Stefán, Andri, Ármann Örn og Patrekur, á stúdentsdegi Ármanns Arnar vorið 2010. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSmiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.