Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 7
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 41 12 0 FALDIR Vildarpunktar Icelandair alla helgina 3.–6. júlí 4 Dæmi: 10.000 kr. áfylling gefur 600 Vildarpunkta. Til að safna Vildarpunktum Icelandair þarf að greiða með eða hafa lykil tengdan Visa Icelandair, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís. Einstaklingar sem ekki eru handhafar Vildarkorts Visa, American Express eða með Olís-kort geta safnað Vildarpunktum Icelandair með Sagakorti. Nánari upplýsingar um vildarkerfi ÓB eru á ob.is/vildarkerfi. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kerfill og lúpína eru vaxandi vandamál í Bolungarvík eins og gerist víða annars staðar með þess- ar ágengu plöntur. Þar í bæ hefur í vor markvisst verið unnið gegn kerflinum með virkri þátttöku bæj- arbúa. Stórvirkum vinnuvélum og hrossum hefur meðal annars verið beitt gegn þessum óboðna gesti. Vonast bæjaryfirvöld eftir mark- tækum árangri umfram það sem reyndin var síðustu ár þegar m.a. var reynt að eitra gegn plöntunum og vinna gegn þeim með handafli. Mótvægisaðgerðir skipulagðar Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segist ekki telja að þessar ágengu plöntur séu meira vandamál í Bolungarvík en annars staðar. Bæj- arfélagið hafi eigi að síður ákveðið að fá Náttúrustofu Vest- fjarða til að kortleggja alaskalúp- ínu, skógarkerfil og njóla í sveitar- félaginu. Umhverfisfulltrúi bæjarins hafi síðan unnið með Náttúrustofunni að því að skipu- leggja mótvægisaðgerðir, en í vor hafi áherslan verið lögð á kerfilinn. „Við höfum reynt að nálgast verkefnið á þrjá vegu,“ segir Elías. „Í fyrsta lagi höfum við fært bit- haga fyrir hross þannig að hrossin fara í kerfilinn og éta hann. Önnur aðferð er að reyna að slá hann niður í þrjú ár í röð. Reyndar eru skiptar skoðanir um hvort þessi aðferð dugir, en hún heldur honum að minnsta kosti í skefjum. Þriðja að- ferðin er síðan að rífa hann hrein- lega upp með stórvirkum vinnu- vélum. Þar verður sáð grasfræi og ef kerfillinn birtist aftur á næstu árum verður landið orðið sléttara og sláan- legt.“ Elías segir að að þessu sé unnið á vegum bæjarins og komi stálpaðir unglingar að verkefninu, þ.e. þeir sem mega vinna með sláttuorf. Auk þess séu margir í bænum áhuga- samir um verkefnið og hafi haft frumkvæði að því að vinna á ýmsum svæðum inni í bænum. Þá sé virkur hópur á fésbókinni og þar sé m.a. að finna fræðslu um plönturnar og framvindu mála. Samfelldar breiður Í umsögn Náttúrustofu Vest- fjarða segir að þekjan sem tegund- irnar þöktu hafi verið stærri en gert var ráð fyrir í fyrstu. Þar segir m.a.: „Útbreiðsla ágengra teg- unda hefur farið vaxandi und- anfarin ár í Bolungarvík- urkaupstað, aðallega í og við þorpið. Ágengar ríkjandi tegundir í landi Bolungarvíkurkaup- staðar eru aðallega alaskalúpína (Lup- inus nootkatensis) og skógarkerfill (Ant- hriscus sylvestris). Báðar tegundir geta myndað samfelldar breiður og geta þær breiðst út á skömmum tíma. Undanfarin ár hafa fyrrnefndar tegundir breiðst töluvert út og hætta er á að þær breiðist út á stór ónumin svæði á komandi áratugum ef ekki er komið í veg fyrir það. Báð- ar eru þær stórvaxnar og til- heyra alaskalúpína og skóg- arkerfill ágengum framandi tegundum á Íslandi. Kortlagðar voru líka einstaka breiður af njóla þar sem hann hefur fengið að breiða úr sér og er kominn yfir stór svæði.“ Bent er á skýrslu sem Náttúru- stofa Vesturlands gerði um ágeng- ar plöntur í Stykkishólmi fyrir nokkrum árum. Beita hrossum á kerfil Ljósmynd/Elías Jónatansson Kerfillinn sleginn Jacob Kruse og Natan Elí Finnbjörnsson við slátt á kerflinum í nágrenni Bolungarvíkur og Sigurður Friðgeir Friðriksson, umhverfisfulltrúi Bolungarvíkurkaupstaðar, fylgist grannt með þeim köppum.  Átak gegn ágengum plöntum í Bolungarvík  Útbreiðsla hefur farið vaxandi og hætta á að breiðist út á ónumin svæði sig að flýta sér ekki um of í þessum málum. Ég býst við að framkvæmdir fari ekki af stað á þessu ári heldur því næsta. Það verður bara unnið að hönnun og síðan lagt fyrir íbúa í haust. Ég held að það borgi sig bara að gefa sér góðan tíma í það,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður ráðs- Framkvæmdir við endurgerð Hofs- vallagötu í Reykjavík sem til stóð að hæfust á þessu ári munu að líkindum ekki hefjast fyrr en á því næsta. Drög að endurhönnun götunnar voru lögð fyrir umhverfis- og skipulags- ráð borgarinnar í vikunni. „Það hefur sýnt sig að það borgar ins. Hann segir jafnframt að best sé að endurhönnunin verði gerð í sem mestu samráði við íbúa. Á meðal þess sem verði skoðað sé skipulag gatnamóta Hofsvallagötu og Hringbrautar, en skiptar skoðan- ir hafi verið um breytingar sem gerð- ar voru á þeim í fyrra. kjartan@mbl.is Taka sér tíma í Hofsvallagötu  Unnið að endurhönnun en framkvæmdir bíða næsta árs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.