Morgunblaðið - 04.07.2014, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Heimaeyjargosinu lauk endanlega 3.
júlí árið 1973, en það hafði staðið yfir
frá 23. janúar sama ár. Um helgina
er hin árlega goslokahátíð haldin til
þess að fagna goslokunum, en í ár er
41 ár síðan gosinu lauk. Hátíðar-
höldin standa yfir frá fimmtudegi til
sunnudags með fjölbreyttri dagskrá.
Hefð er fyrir því að bæjarbúar
skreyti hús sín í litum hverfanna og
eru verðlaun veitt fyrir best
skreytta húsið.
Myndlistarsýningar verða opn-
aðar víðs vegar um bæinn og er ým-
iss konar afþreying í boði fyrir alla
aldurshópa. Golfmótið Volcano Open
verður haldið, en auk þess verða
frisbímót og bryggjuveiðimót haldin
á svæðinu.
Margrét Rós Ingólfsdóttir er í
Goslokanefnd og segir hún undir-
búning hafa gengið vel. „Undir-
búningur er búinn að ganga mjög vel
og veðurspáin lofar góðu, svo það er
allt eins og það á að vera,“ segir hún.
Að sögn Margrétar hófust viðburðir
í gær og munu þeir ná hápunkti á
laugardaginn. „Það er mikið af lista-
sýningum og tónlistarviðburðum um
allan bæ. Veitingastaðir í bænum
bjóða flestir upp á sérstakan gos-
lokamatseðil og margir þeirra eru
einnig með lifandi tónlist.“ Margrét
segir afþreyingu í boði fyrir alla
aldurshópa, en í kvöld verða haldnir
tónleikar með stórhljómsveitinni
Logum, sem fagnar í ár 50 ára af-
mæli sínu. Tónleikarnir eru haldnir í
gömlu Höllinni, sem er Eyja-
mönnum vel kunn að sögn Mar-
grétar. Á laugardaginn er haldin
fjölskylduhátíð í miðbænum og um
kvöldið er barnaskemmtun þar sem
töframenn, vísindamenn og fleiri
skemmta gestum. Seinna um kvöldið
mun gleðin taka öll völd: „Þá munu
ýmsar Eyjahljómsveitir ásamt gest-
um spila í gömlum króm á hafnar-
svæðinu, þar sem sannkölluð Eyja-
stemning verður ríkjandi.“ segir
Margrét að lokum.
Ljósmynd/Vestmannaeyjabær
Sögustund Í gær var Búkollusteinn vígður og sagan af Búkollu sögð fyrir leikskólabörn í Vestmannaeyjum. Var
þetta hluti af Goslokahátíðinni sem stendur yfir nú um helgina. Á hátíðinni er í boði ýmiss konar skemmtun.
Fjölbreytt skemmtun
Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum
haldin um helgina, 41 ári eftir goslok
Helgarferðir – áhugaverðir áfangastaðir
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð
K 2.21
110 bör max
360 ltr/klst
K 4.200
130 bör max
450 ltr/klst
K 7.700/K 7.710
160 bör max
600 ltr/klst
K 5.700
140 bör max
460 ltr/klst
Háþrýstidælur
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
T 400
Snúningsdiskur
Fyrir pallinn,
stéttina o.fl.
Since 1921
Ég elska Weleda
andlitsvörurnar
Weleda vörurnar stuðla að heilbrigði húðarinnar.
Hver einasta vörulína inniheldur eina lækningajurt sem er kjarni viðkomandi línu
og er valin með tilliti til áhrifa hennar á húðina. Í samhljómi við mann og náttúru,
lesið meira um vörurnar á www.weleda.is
-Útsölustaðir Weleda eru heilsuverslanir og apótek.
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaísland
Hátíðin Jól í júlí verður haldin í
fyrsta skipti um helgina í Fjarðar-
borg, Borgarfirði eystri. Boðið verð-
ur upp á hangikjöt, laufabrauð,
piparkökur og möndlugraut, að
sönnum íslenskum jólasið. Einnig
verður dansað í kringum jólatréð og
hver veit nema jólasveinarnir muni
láta sjá sig. Gestir munu einnig geta
spreytt sig í jólakaraókí auk þess að
taka þátt í pakkaskiptum.
Ásgrímur Ingi Arngrímsson er
einn skipuleggjenda hátíðarinnar og
segir hann hugmyndina hafa verið í
vinnslu undanfarin misseri. „Við höf-
um staðið fyrir nokkrum hátíðum
hérna og fannst röðin vera komin að
jólahátíð,“ segir hann. „Við skipu-
leggjendurnir erum allir mikil jóla-
börn og þykir jólamatur góður svo
við ákváðum að slá til.“ Ásgrímur
segir allt stefna í stóra jólaveislu,
sem enda muni á skemmtun fram á
nótt. „Þetta er tilvalið fyrir þá sem
hefur alltaf langað að fara til Kanarí
um jólin,“ segir Ásgrímur að lokum.
„Þá er tilvalið að skella sér hingað í
alvöru rauð jól.“ if@mbl.is
Ljósmynd/Guðný Sigríður Ólafsdóttir
Jólahátíð Fjarðarborg verður sett í hátíðlegan búning í tilefni af hátíðinni
Jólum í júlí sem haldin verður í fyrsta skipti nú um helgina.
Jól haldin hátíðleg í
júlí í Fjarðarborg
Hátíðin Jól í júlí haldin í fyrsta skipti
Ýmsar hátíðir verða haldnar
um land allt um helgina og
ættu allir að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi. Þjóð-
lagahátíðin á Siglufirði hófst
á miðvikudag og stendur yfir
fram á sunnudag, en það er
alhliða tónlistarhátíð með rót
sína í þjóðlagaarfinum. Tón-
listarhátíðin Rauðasandur
Festival verður einnig haldin
nú um helgina í fjórða skipti.
Hátíðin, sem átti að fara fram
á Rauðasandi eins og nafnið
gefur til kynna, hefur verið
færð á Patreksfjörð vegna
veðurs. Einnig má nefna Írska
daga á Akranesi, Dýrafjarð-
ardaga á Þingeyri, Markaðs-
helgina í Bolungarvík og Báta-
daga í Breiðafirði.
Tónlist og
menning
FLEIRI HÁTÍÐIR UM LANDIÐ