Morgunblaðið - 04.07.2014, Side 28

Morgunblaðið - 04.07.2014, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 ✝ Ásgeir PéturÁsgeirsson, fyrrverandi dóm- stjóri, fæddist á Böggvisstöðum í Svarfaðardal 17. janúar 1944. Hann lést á Landspít- alanum hinn 15. júní 2014. For- eldrar hans voru Ásgeir Pétur Sig- jónsson, kennari á Dalvík, f. 30. desember 1905, d. 2. september 1992, og Þór- gunnur Loftsdóttir, húsfreyja á Dalvík, f. 17. nóvember 1912, d. 29. júlí 2006. Systir Ásgeirs Pét- urs er Ingibjörg Ásgeirsdóttir, f. 3. september 1938, kennari og verslunarmaður, gift Stefáni Jónssyni, gjaldkera, f. 8. maí 1934. Ásgeir Pétur kvæntist Jón- hildi Valgeirsdóttir, f. 4. ágúst 1954, þann 30. desember 1980. Foreldrar Jónhildar voru Val- geir Norðfjörð Guðmundsson, vélagæslumaður og teiknari í Reykjavík, f. 6. maí 1930, d. 17. arsýslu 2. janúar 1973 og síðar skipaður aðalfulltrúi hjá emb- ættinu hinn 13. desember 1976. Ásgeir Pétur var síðan settur héraðsdómari við embættið 1983 og síðar skipaður héraðs- dómari við sama embætti árið 1985. Hann var skipaður hér- aðsdómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra þegar emb- ættið var stofnað árið 1992 og gegndi því starfi allt þar til hann var skipaður dómstjóri við sama embætti í ágúst 2007. Ás- geir Pétur lét af störfum dóm- stjóra hinn 1. janúar 2008. Sam- hliða aðalstarfi sínu kenndi hann sjórétt við Stýrimanna- skólann á Dalvík á árunum 1981-1992. Þá gegndi hann ýms- um félags- og trúnaðarstörfum. Hann var skipaður í yfirkjör- stjórn Akureyrarkaupstaðar 1982 og gegndi því starfi í tæpa þrjá áratugi. Hann var skipaður aðstoðarsáttasemjari rík- issáttasemjara við lausn vinnu- deilna 1988 er lauk með svo- nefndum Akureyrarsamningum 26. mars 1988. Hann var um tíma formaður stjórnar Plastiðj- unnar Bjargs hf. á Akureyri og formaður Sjálfsbjargar á Ak- ureyri. Útför Ásgeirs Péturs fór fram í kyrrþey frá Fossvogs- kirkju 25. júní 2014. mars 2008, og Bryndís Jónsdóttir, húsfreyja og for- stöðukona, f. 19. nóvember 1926, d. 23. nóvember 1999. Ásgeir Pétur og Jónhildur skildu í mars 1988. Ásgeir Pétur ólst upp á Dalvík og að loknu landsprófi fór hann í Mennta- skólann á Akureyri og útskrif- aðist þaðan 1964. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Há- skóla Íslands 1970 og stundaði framhaldsnám í skattarétti við Oslóarháskóla frá september 1970 til júní 1971. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi 25. september 1978. Ásgeir Pét- ur starfaði hjá skattstjóranum í Norðurlandsumdæmi eystra á Akureyri árið 1971, gegndi starfi lögfræðings hjá Útvegs- banka Íslands á Akureyri 1972, var skipaður fulltrúi hjá bæj- arfógetanum á Akureyri og sýslumanninum í Eyjafjarð- Elsku frændi. Það er komið að kveðjustund og eftir standa góðar minningar, minningar sem eru mér kærar og ná langt aftur. Þau voru ófá skiptin sem þú tókst mig með á trillunni þinni, kenndir mér að veiða á sjóstöng og verða fullgildur háseti fyrir tíu ára aldur. Ég man sérstak- lega vel eftir því hve stoltir við frændurnir vorum þegar ég veiddi nítján kílóa þorsk í einni slíkri ferð og þú þurftir að hjálpa mér, níu ára gömlum, að draga hann inn. Þá var silungs- veiðin í Svarfaðardalsánni ekki síður skemmtileg, þar sem afli morgunsins var gjarnan hafður á borðum á kvöldin. Mér þótti það þó ekkert sérstakt tilhlökk- unarefni að borða silunginn sem við veiddum, en þið afi kunnuð ráð við því og sögðuð við mig að góðir veiðimenn borðuðu alltaf fiskinn sem þeir veiddu. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að búa hjá þér í Heiðarlundinum á síðasta ári mínu í Menntaskólanum á Ak- ureyri enda tengdumst við þá sterkari böndum. Vinum mínum sem kynntust þér á þeim tíma þótti mikið til þín koma, hvernig þú tókst okkur sem jafningjum og hafðir gaman af því að spjalla við okkur um allt og ekkert. Mér þykir alltaf jafn vænt um það þegar þeir spyrja mig hvað sé að frétta af Pétri frænda enda segir það meira en margt annað um mannkosti þína. Það var síðan ekki tilviljun að ég ákvað að læra lögfræði og feta að því leyti sömu leið og þú. Minnisstæðar eru hringferðirnar um landið sem við fórum eftir að laganámi mínu lauk þar sem höfuðáhersl- an var lögð á Hornafjörð enda skipti það þig miklu að halda tengslum við ættingja okkar þar. Ómissandi hluti þessara ferða voru innlitin í Héraðsdóm Suð- urlands og Héraðsdóm Austur- lands enda upphefð í því fyrir mig, óreyndan lögfræðinginn, að sitja með kaffibolla í hendi og taka þátt í léttu spjalli ykkar dómaranna. Elsku Pétur, þú hefur leikið stórt hlutverk í mínu lífi allt frá því ég var smápjakkur á Dalvík og sennilega stærra hlutverk en þú gerðir þér grein fyrir. Þú hefur ekki aðeins verið góður frændi heldur líka góður vinur. Ég á því eftir að sakna þess að geta ekki rætt við þig um hin ýmsu mál og fengið góð ráð hjá þér. Ég á líka eftir að sakna þess að fá ekki símtöl frá þér þar sem þú spyrð um hvernig gangi í vinnunni og hvernig gangi hjá Maríu og börnunum. Takk fyrir að gefa mér góðar minningar um ljúfan frænda. Hvíl í friði. Þinn Hákon. Ásgeir Pétur Ásgeirsson Nú kveðjum við afa Sigga, afa okkar og langafa. Í mínum huga var afi hetja, hann var í slökkviliðinu og upplifði líklega ýmislegt sem flest fólk þarf ekki að kljást víð dags daglega. Það var nokkuð hversdagslegt hjá okkur systkinum að fara með mömmu í heimsókn til afa á „stöðina“ og fá að skoða sjúkra- og slökkvibíla, en var samt alltaf jafn spennandi. Afi var líka bóndi í bænum hann átti fjárhús með kindum, hestum og hænum, sem við barnabörnin fengum að kynnast í gegnum hann. Áhugi undirritaðrar á bú- störfum náði þó ekki að kvikna, en það var alltaf spennandi að kíkja í fjárhúsin hjá afa og bróður hans á vorin og fylgjast með lömbunum. Afi og amma höfðu gaman af ferðalögum og tóku okkur frænd- systkin með í ófáar ferðir, afi keyrði og amma var á kortinu, og þuldi upp ýmis örnefni í kring um okkur á leiðinni. Sem unglingum þótti okkur þetta vera óþarfaupp- lýsingar, en alltaf síaðist eitthvað inn. Í þessum ferðalögum lærðum við í leiðinni að njóta náttúrunnar. Við lentum stundum í ævintýrum sem kannski voru ekki skemmti- Sigurður Hólm Gestsson ✝ Sigurður HólmGestsson fædd- ist 27. október 1932. Hann lést 6. júní 2014. Útför Sigurðar fór fram 19. júní. leg þá, en hægt er að hlæja mikið að í dag. Afi Siggi var alltaf með húmorinn í lagi, og hafði gaman af að stríða okkur barna- börnunum og húm- orinn var til staðar fram á síðustu stund. Í seinni tíð, leitaði hann meira í að segja sögur úr sínu ungdæmi, og rifjaði upp gamlar minningar sem gáfu okkur innsýn í líf hans sem barn og ungur maður. Við höfum notið þeirra forrétt- inda að eiga afa Sigga að, og ég er þakklát fyrir að synir okkar fengu að kynnast honum. Þeirra minn- ingar um afa Sigga eru annars- konar en okkar foreldranna, sem fengum að kynnast afa á meðan hann var enn við góða heilsu. En afi var stoltur af langafabörnun- um, og þótti gaman að fá þau í heimsókn og taka þátt í stærri við- burðum í þeirra lífi á meðan hann hafði heilsu til. Við eigum minningu um síðustu heimsókn okkar til afa stuttu áður en hann kvaddi, þó hann væri orð- inn lélegur var samt ennþá stutt í húmorinn. Við kveðjum afa Sigga með sorg í hjarta en höldum vel utan um góðar minningar, því þær lifa með okkur. Afi Siggi er nú á betri stað og við vonum að amma Stína hafi tek- ið vel á móti honum. Dagný Björk, Birgir Örn, Björgvin Hólm og Reynir. ✝ Matthías Ör-lygsson fædd- ist í Reykjavík 6. október 1962. Hann lést á Drop- laugarstöðum 20. júní 2014. Foreldrar hans eru hjónin Þóra Þorgeirsdóttir, f. 1933, og Örlygur Hálfdanarson, f. 1929. Bræður Matthíasar eru Þorgeir, Hálf- dan og Arnþór Örlygssynir. Matthías var í sambúð með Kolbrúnu Ólafsdóttur og átti með henni dæturnar Matthildi, f. 1982, og Magneu Rut, f. 1986. Matthías og Kolbrún slitu sam- vistir. Árið 1988 gekk Matthías í hjónaband með Elvu Sigtryggs- dóttur, f. 1965. Börn þeirra eru Jóhanna, f. 1993, Thelma Ósk, f. 1998, og Matthías Máni, f. 2003. Matthías og Elva skildu. Matthías var lærður trésmiður og starfaði sem slíkur um árabil en eftir það við bókaútgáfu meðan starfskraftar leyfðu. Útför Matthíasar fer fram frá Neskirkju við Hagatorg í dag, 4. júlí 2014, kl. 13. Elsku besti og yndislegi pabbi minn, núna ertu farinn frá mér og ég mun sakna þin svo óendanlega mikið en núna ert þú kominn á miklu betri stað. Trúi varla ennþá að baráttan hjá þér sé bara búin allt í einu, þú ert sterkasti maður sem ég veit um og ég skil ekki hvernig þú fórst að því að lifa með þessi veikindi í 19 ár en þú gerðir það og stóðst þig eins og hetja. Ég er svo ánægð að ég náði að kveðja þig svona vel og segja þér að ég elski þig. Þú ert besti pabbi sem ég gæti nokkurn tímann ímyndað mér og þú ert klárlega hetjan mín og ég veit að þú passar ennþá upp á mig þótt þú sért farinn frá mér og ég mun hugsa til þín á hverjum degi. Sumt fólk trúir ekki á hetjur en það hefur greinilega ekki kynnst þér. Lífið verður svo skrít- ið án þín því þú gerðir líf mitt svo helmingi betra bara með því að vera hjá mér. Þrátt fyrir þessi veikindi varstu alltaf með bros á vör og hugsaðir aðeins um það já- kvæða. Ég er svo endalaust þakk- lát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér og ég er svo stolt af því að vera dóttir þín, þú varst án efa yndislegasti, frábær- asti, sterkasti og hjartahlýjasti maður sem ég veit um. Ég elska þig og sakna þín svo rosalega mik- ið, hvíldu í friði elsku pabbi minn. Thelma Ósk Matthíasdóttir. Matthías bróðir minn var bor- inn í þennan heim með bros á vör og sól í sinni og þeir eiginleikar auðkenndu hann allt þar til yfir lauk. Hann var athafnasamur og orkumikill sem barn og ungling- ur, leitandi, þurfti stöðugt að finna orku sinni farveg og fór þá ekki alltaf troðnar slóðir. Hann var gamansamur, geislandi af lífs- gleði og kæti, léttur í lund og prakkari í eðli sínu, en það var auðvelt að fyrirgefa honum prakkarastrikin enda bjó alltaf saklaust grín og græskuleysi að baki. Í eðli sínu var hann ljúfling- ur sem öllum vildi gott gera og hafði góða návist. Um tvítugsaldurinn fann Matt- hías lífi sínu farveg, lauk námi í trésmíðum, stofnaði heimili, eign- aðist fjölskyldu og á lengri tíma fimm mannvænleg börn og fimm barnabörn sem voru yndi hans og eftirlæti alla tíð. Hann starfaði um árabil við iðn sína en hóf síðar störf við bókaútgáfu og lífið brosti við honum. Hann átti mörg áhugamál, eins og siglingar og fjallamennsku, sem hann sinnti af kappi eins og öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Þá gerðist hann snemma öflugur liðsmaður í átt- hagafélagi Viðeyinga, var óþreyt- andi við að bæta aðstöðu félagsins í Viðey meðan hann gat þar lagt hönd á plóg og þar átti hann sein- ustu árin margar sínar bestu stundir. En upp úr þrítugu reið ógæfan yfir því þá greindist Matthías með krabbamein í höfði og við þann vá- gest mátti hann glíma það sem eft- ir lifði, tæplega ævina hálfa. Í þeirri baráttu skiptust á skin og skúrir eins og gengur. Stundum, og þá einkum í upphafi veikind- anna, var ástæða til bjartsýni þeg- ar meinið virtist horfið en svo fór að hinn óboðni gestur vitjaði hans aftur og aftur og á endanum varð ekki við snúið. Þótt þrekið færi þverrandi og minnið ætti það til að bregðast honum brást Matthías við örlögum sínum af æðruleysi og af mikilli yfirvegun. Það var sárt að sjá þennan þrek- og orkumikla mann fara halloka í baráttunni við krabbameinið en sárast var það án efa fyrir hann sjálfan að finna mátt sinn og megin þverra hægt og bítandi ár frá ári. Þó kvartaði hann aldrei, var bjartsýnn á að bráðum kæmi betri tíð með blóm í haga og væri hann spurður um líðan sína og hvernig hann hefði það svaraði hann bros- andi því einu til að hann hefði það ágætt og enginn þyrfti að hafa áhyggjur af sér. Matthías naut í veikindum sín- um mikillar aðstoðar foreldra sinna og barna, sem voru óþreyt- andi alla tíð við að létta honum sporin, og er missir þeirra mikill er þau nú kveðja ástvin sinn. Und- ir lokin naut Matthías frábærrar aðhlynningar á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi og á Drop- laugarstöðum og eru starfsfólki þar færðar alúðar þakkir fyrir. Einnig æskufélögum hans og vin- um, Ingimar Ísakssyni, Runólfi Bjarnasyni og Haraldi Lorange, sem sýndu honum trygggð, rækt- arsemi og umhyggju allt til hinstu stundar. Um leið og ég þakka Matthías samfylgdina í gegnum tiðina, hjálpsemina og tryggðina sendi ég börnum hans og barnabörnum samúðarkveðjur. Þorgeir Örlygsson. Matthías Örlygsson, góður vin- ur og fyrrverandi mágur, er fall- inn frá eftir hetjulega baráttu við veikindi í nítján ár. Matti var einstakur maður, ljúfur og hjálpsamur, glaðlyndur með góða nærveru og yndislegur faðir. Hann var frábær smiður og ótrúlega hugmyndaríkur þegar kom að útfærslu og hönnun í smíð- um. Ég naut hæfileika hans þegar ég fór að girða hjá mér garðinn. Matti lét sig ekki vanta, mætti daglega með verkfærin sín og hjálpaði mikið til, gerði teikningu af verkinu og kom með hugmynd- ir. Matti var elskaður og dáður af foreldrum mínum sem féllu frá 2012 og er ég viss um að þau tóku á móti honum þegar hann fór yfir. Það hljóta að hafa orðið fagnaðar- fundir. Matti var þeim einstaklega góður og hjálpsamur á svo marg- an hátt. Hann smíðaði mikið fyrir þau í Þjórsárdalnum þar sem þau áttu hjólhýsi, gerði pall og girð- ingu ásamt stóru hliði sem hæfði höfðingjum. Hann naut sín líka þar með börnunum sínum og í öðrum góð- um félagsskap. Þar var líka nóg að gera, dytta að hlutum og betrum- bæta. Á ég góðar minningar frá þeim stundum. Sjúkdómurinn hægði á Matta en hann gerði bara hlutina á sín- um hraða og kom ótrúlega miklu í verk. Úti í Viðey vann hann ein- stakt verk sem mun standa um ókomna tíð sem merki um seiglu hans og hæfni. Undirritaður og fjölskyldan vottar börnunum, Elvu, foreldrum og systkinum Matthíasar innileg- ustu samúð. Guðmundur Sigtryggsson. Okkar kæri vinur, Matthías Ör- lygsson, er nú látinn langt um ald- ur fram. Hann háði áralanga bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Matti sýndi einstakan styrk og æðru- leysi í sínum veikindum, aldrei heyrði maður hann kvarta. Á kveðjustund renna margar góðar minningar í gegnum hugann. Kynni okkar hófust snemma en leiðir okkar þriggja lágu saman á unglingsárunum og varð með okk- ur mikill vinskapur. Þá var margt brallað og mikið hlegið. Uppátæki og annað sem Matti og við vinirnir tókum okkur fyrir hendur eru mörg hver ógleymanleg svo stundum þótti mörgum nóg um. Matti átti og var mikið fyrir hrað- skreið farartæki svo sem mótor- hjól, sportbáta og breytta fjalla- jeppa. Hann var einstaklega laginn við að aka þannig farar- tækjum hvort sem var á fjöllum eða á handfæraveiðum fyrir utan Viðey þar sem hann naut sín mjög. Matti var alltaf einstaklega ljúfur og yfirvegaður og hafði góða nær- veru. Við fórum okkar leiðir í lífinu en alltaf hélst vinskapurinn og síð- ustu árin höfum við félagarnir þrír hist reglulega. Þrátt fyrir að sjúk- dómurinn hefði sett mark sitt hélt Matti ávallt sinni góðu kímnigáfu og var stutt í grínið, við áttum góð- ar stundir saman. Ógleymanleg er óvissuferðin sem Matti bauð okk- ur í í tilefni af 50 ára afmælinu. Ferðin lá um Reykjanesið og end- aði í humarveislu fyrir austan fjall. Við erum þakklátir fyrir góðan vinskap. Fjölskyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Matta. Ingimar og Runólfur. Nú er Matti, æskuvinur minn, laus og frjáls úr viðjum veikinda sinna. Það hefur verið erfitt að sætta sig við hvað veikindin voru honum og fjölskyldu hans erfið síðustu árin. En Matti var þeim eiginleikum búinn að líta á bjartar hliðar lífsins og gera góðlátlegt grín að aðstæðum sínum. Hann var traustur vinur, hafði gaman af að gleðjast í góðra vina hópi, glett- inn og spaugsamur, og var mikill keppnismaður. Bílaíþróttir og ferðalög voru honum hugleikin og hafði hann einstakt lag á tækjum og tólum, já, hraðskreið ökutæki og allt sem tengdist þeim. Hér smullum við vinirnir saman og nutum hverrar stundar. Ég minn- ist nú með ánægju ferðalaga okk- ar til Evrópu og um fjöll og firn- indi á Íslandi. Þessi ferðalög voru ekki hættulaus og lentum við því í margvíslegum ævintýrum, sem fóru þó öll vel að lokum. Allt sem Matti tók sér fyrir hendur var gert með stæl. Foreldrar Matta, Örlygur og Þóra, voru höfðingjar heim að sækja og þar fann maður fyrir hlýju og vinskap alla tíð. Þar lærði ég meistaratakta í mat- reiðslu sem ég mun búa að allt mitt líf. Matti var mér dýrmætur vinur og ég treysti því að hann bíði mín með bros á vör á Willys-jepp- anum í sólskininu hinum megin. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Ég votta aðstandendum Matta mína dýpstu samúð. Megi hann hvíla í friði. Haraldur Lorange. Sterkt föðurhjarta, sem sló fyr- ir fimm yndisleg börn, barnabörn, yndislega foreldra og dásamlegt fólk í kringum sig sem mun syrgja og eiga yndislegar minningar um yndislegan mann, slokknaði hinn 20. júní. Það er ekki nógu oft sagt orðið „yndislegt“ um þennan mann, sem gerði allt fyrir alla og gekk í gegn- um nokkuð sem enginn svona ungur maður á að ganga í gegn- um. Við huggum okkur við að hann er á betri stað og getur fylgst með börnum sínum og barnabörnum vaxa og dafna það- an. Þar sem ég ólst upp með ann- an fótinn á heimili þeirra Elvu er ég honum ævinlega þakklát fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Gaf mér minningar í æsku sem ég mun geyma alla ævi og bjó til bestu börn í heimi ásamt Elvu sem mér þykir endalaust vænt um! Það var aldrei langt í húm- orinn hjá þessum manni og stund- um vissi maður ekki hvað var grín hjá honum og hvað ekki því það var yfirleitt allt djók. Þegar hann var virkilega að skamma mann varð maður samt alltaf vandræða- legur og ég leit undantekningar- laust á Jóhönnu og spurði „er hann að grínast núna eða?“ sem sýnir hversu hress og skemmti- legur maður hann var. Hvíldu nú í friði, elsku Matti minn. Þrátt fyrir stutt líf og mikla baráttu varstu mjög ríkur maður alla ævi og munt alltaf vera það, sterkari mann er varla hægt að finna. Minning þín mun lifa að ei- lífu í hjarta mínu og mun ég fara óspart með skemmtilegar sögur af þér. Þórey Rán. Matthías Örlygsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.