Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 35
starfa við í dag.“ Björn Bragi stefndi þó ekki á að vinna við fjölmiðla því hann útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010. Hann var síðan að hugsa um að fara í framhaldsnám í viðskiptafræði þegar hann fékk tilboð um að gerast ritstjóri Monitor. „Síð- an vatt þetta smám saman upp á sig og nú er ég staddur í sjónvarpinu.“ Björn Bragi byrjaði fjölmiðlaferil sinn þó nokkru fyrr, á Blaðinu og síð- ar 24 stundum árið 2005, og starfaði þar til 2008. Hann var síðan ritstjóri Monitor eins og áður sagði 2009-2011 og síðan sjónvarpsmaður á Stöð 2 2011-2013. Hann stýrði þar meðal annars sjónvarpsþættinum Týndu kynslóðinni í tvo vetur. Hann hefur verið sjónvarpsmaður á RÚV frá desember 2013. Hann hefur tvisvar verið tilnefndur til Edduverðlauna og vann þau sem sjónvarpsmaður ársins 2013. Björn Bragi stýrir sjónvarps- þættinum Gettu betur og nú HM- stofunni í kringum HM í knatt- spyrnu. „Ég er búinn að vera í tveggja daga fríi, fór aðeins úr bæn- um og það var fínt að komast undir bert loft eftir að hafa horft á rúmlega 50 leiki á þrem vikum.“ Spáir Argentínu sigri á HM Átta liða úrslitin hefjast í dag með tveim hörkuviðureignum „Þýskaland og Frakkland verður frábær leikur, þau hafa staðið sig frábærlega en einnig sýnt veikleika. Ef bæði lið spila af fullri getu eiga Þjóðverjar að taka þetta. Ég er samt hrifinn af óvæntum úrslitum og ég held að í hinum leikn- um vinni Kolumbía heimamenn í Brasilíu. Ég hef þó mesta trú á að Argentína fari alla leið og hampi heimsmeistaratitlinum.“ Björn Bragi starfar einnig sem grínisti í uppistandshópnum Mið- Íslandi. „Við höfum verið með uppi- standssýningar í Þjóðleikhúskjall- aranum frá árinu 2010 og síðastliðinn vetur sýndum við 75 sýningar fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúskjallaranum og víðar um landið. Þetta hefur geng- ið rosa vel og gengur betur með hverjum vetrinum og við vorum með 15.000 áhorfendur á síðasta vetri. Ég hef verið svo heppinn að vinna með frábæru fólki á öllum þessum stöðum sem ég hef lært mikið af. Mér finnst mikilvægt að vera duglegur að takast á við nýjar áskoranir og fara út fyrir þægindahringinn. Ég hef gaman af þeim verkefnum sem ég hef verið að sinna í sjónvarpi og nýt mín sjald- an betur en þegar ég er að grínast með vinum mínum í Mið-Íslandi.“ Fjölskylda Unnusta Björns Braga er Hildur Vala Baldursdóttir, f. 25.7. 1992, flug- freyja og nemi. Foreldrar hennar eru Baldur Þór Bjarnason, f. 3.7. 1969, flugstjóri, og Auður Stefánsdóttir, f. 6.7. 1969, flugfreyja. Systkini Björns Braga eru Rut Arnarsdóttir, f. 28.1. 1977, skólaritari, búsett í Reykjavík, og Eva Arnars- dóttir, f. 10.11. 1978, fjármála- hagfræðingur, búsett í Reykjavík. Foreldrar Björns Braga eru Arnar Brynjólfsson, f. 17.1. 1956, fram- kvæmdastjóri, og Hildur Björns- dóttir, f. 28.2. 1959, bókari. Þau reka Flutningaþjónustu Arnars og eru búsett í Reykjavík. Úr frændgarði Björns Braga Arnarssonar Björn Bragi Arnarsson Margrét Þorvarðardóttir húsmóðir í Reykjavík Ragnar Þórðarson vélstjóri í Reykjavík Jóhanna Ragnarsdóttir sjúkraliði í Noregi Björn Bragi Magnússon prentari og skáld í Reykjavík Hildur Björnsdóttir bókari í Reykjavík Elínborg Magnúsdóttir kennari í Reykjavík Arnfríður Vilhjálmsdóttir húsmóðir í Reykjavík Guðmundur Jóhannesson leigubílstjóri og sjómaður í Rvík Anna Guðrún Guðmundsdóttir bóndi í Hreiðurborg Brynjólfur Þorsteinsson bóndi í Hreiðurborg Karólína Þorsteinsdóttir kaupkona á Seyðisfirði Arnar Brynjólfsson framkvæmdastjóri í Reykjavík Júlíanna Jóhanna Sturlaugsdóttir húsfreyja í Hreiðurborg Þorsteinn Brynjólfsson bóndi í Hreiðurborg í Flóa, Árn. Magnús Ástmarsson prentsmiðjustjóri í Reykjavík Ingólfur Ástmarsson prestur á Mosfelli í Grímsnesi Með uppistand Björn Bragi uppi á sviði á sýningu með Mið-Íslandi. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 Doktor í sálfræði 90 ára Haukur Sigurjónsson Magnús Bjarnason 85 ára Guðrún Jörgensdóttir Helga Stefánsdóttir Konráð Antonsson Svanhildur Þórisdóttir 80 ára Ólafur Kristinsson Valgerður Helga Eyjólfsdóttir 75 ára Hreinn Guðnason Sofía Jóna Thorarensen Örn Guðmundsson 70 ára Árni Jón Arnþórsson Dagbjörg Traustadóttir Einvarður Guðmundur Jósefsson Elín Sigfúsdóttir Eysteinn H. Nikulásson Jens Sigurðsson Jensson Jóhanna Emilía Andersen Valgerður Ólafsdóttir 60 ára Elínborg Þórarinsdóttir Guðjón Guðmundsson Guðmundur Gunnarsson Hjörleifur Jónsson Jóhann Hreiðarsson Kolbrún Sandholt Jónsdóttir Kristján Hannesson Márus Jóhannesson Snorri Steindórsson Una Dagbjört Kristjánsdóttir Vilhjálmur Sigurðsson 50 ára Ásta Björg Pálmadóttir Gísli Sigurðsson Hallgrímur Sigurðsson Jón Þór Víglundsson Kristján Ævar Magnússon Samúel Sigurðsson Stefán Garðarsson Steindór Einarsson 40 ára Elva Jóna Gylfadóttir Godwin Ugochukwu Nwankwo Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir Kristjana Erna Helgadóttir Silja Arnarsdóttir Þórdís Sveinsdóttir 30 ára Ástdís Þorsteinsdóttir Ingólfur Þorbergsson Katarzyna Monika Giniewicz Piotr Jacek Janczak Sunneva Ósk Ayari Til hamingju með daginn 40 ára Hreiðar býr í Garðabæ og er netsér- fræðingur hjá Gagnaveitu Reykjavíkur. Maki: Þrúða Dóra Högna- dóttir, f. 1986, vinnur í varahlutadeild Toyota. Dóttir: Edda Kolbrún, f. 2012. Foreldrar: Jóel Sverr- isson, f. 1950, viðhalds- stjóri á Búrfellssvæðinu hjá Landsvirkjun, og Guð- finna Guðnadóttir, f. 1950, leikskólakennari. Hreiðar Jóelsson 30 ára Sigríður er frá Emmubergi á Skógar- strönd, Dalabyggð, og er bóndi þar. Hún er við- skiptafr. að mennt. Maki: Björgvin Sævar Ragnarsson, f. 1982, pípulagningamaður. Börn: Tvíburarnir Embla Dís og Kristey Sunna, f. 2007, og Guðmundur Ari, f. 2013. Foreldrar: Skúli Jónsson, f. 1941, og Kristín Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1951. Sigríður Huld Skúladóttir 30 ára Karl er Reykvík- ingur og er læknir á Land- spítalanum. Maki: Sólveig Þórarins- dóttir, f. 1984, sjúkra- þjálfari í Orkuhúsinu. Sonur: Úlfur, f. 2013. Foreldrar: Kristinn Karls- son, f. 1950, félags- fræðingur á Hagstofunni, og Ragnheiður Indriða- dóttir, f. 1951, sálfræð- ingur og rekur eigin stofu. Þau eru búsett í Reykja- vík. Karl Kristinsson Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Sigrún Birna Sigurðardóttir hefur var- ið doktorsverkefni sitt við Tæknihá- skóla Danmerkur, DTU Transport. Verk- efnið ber heitið ,,Drivers of sustainable future mobility: Understanding young people’s travel trends and the mediat- ing factors of individual mobility inten- tions.“ Leiðbeinendur verkefnisins voru dr. Mette Møller við DTU Transport og dr. Tomas William Teasdale, lektor við Kaupmannahafnarháskóla. Andmæl- endur voru dr. Thomas A. S. Nielsen frá DTU Transport, dr. Randi Hjorthol frá TOI í Noregi og dr. Jillian Anable, pro- fessor frá háskólanum í Aberdeen í Skotlandi. Doktorsverkefnið var hluti af stærra verkefni, ,,Drivers and limits“, sem var styrkt af Vísinda- og frum- kvöðlastofnun Danmerkur (Styrelsen for Forskning og Innovation). Þrjár rannsóknir liggja til grundvallar verkefninu, sem miðaði að því að bæta þekkingu á þeim þáttum sem hafa áhrif á samgönguhegðun og ákvarðanir ungs fólks. Notast var við umfangsmiklar tímaraðagreiningar frá Dönsku ferða- rannsókninni (Transportvane- undersøgelsen, TU) þar sem ferða- hegðun ungs fólks var greind yfir 15 ára tímabil og kynjamunur skoð- aður sérstaklega. Eins var ítarlegur spurningalisti lagður fyrir úrtak 15 ára ungmenna á lands- vísu, þar sem áhrifaþættir samgöngu- áforma voru kannaðir og kortlagðir í til- gáturamma (theoretical framework) sem staðfestur var með SEM- greiningu. Loks voru gögn frá 50 djúp- viðtölum greind með þemagreiningu (Thematic analysis) þar sem áhrifa- þættir áforma um að taka bílpróf og eignast bíl voru kannaðir og voru nið- urstöðurnar settar fram í ítarlegum hugtakaramma. Niðurstöðurnar eru afar hagnýtar fyrir markaðssetningu og stefnumótun stjórnvalda og sem grundvöllur fyrir framhaldsrannsóknir á þessu sviði. Sigrún B. Sigurðardóttir  Sigrún Birna Sigurðardóttir lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2005 og MSc-prófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2008 með áherslu á taugasálfræði, rannsóknaraðferðir í sálfræði og klíníska sálfræði. Samhliða grunnnámi starfaði hún hjá Decode Genetics og sem aðstoðarmaður við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands eftir grunnnám. Hún hefur starfað við rannsóknir tengdar einstaklingsmun, sálfræðilegum prófunum og umferðar- sálfræði og er meðlimur í NECTAR-samtökunum. Sigrún er fædd 5. ágúst 1979 og er dóttir hjónanna Ingu Þorbjargar Steindórs- dóttur og Sigurðar Mikaelssonar. Eiginmaður hennar er Ingi Jarl Sigurvalda- son og eiga þau dæturnar Sögu Björgu (2008) og Filippu Borg (2011). Fjöl- skyldan hefur nýverið flutt heim eftir átta ára dvöl í Kaupmannahöfn. Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.