Morgunblaðið - 04.07.2014, Side 38

Morgunblaðið - 04.07.2014, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 har@har.is REDKEN Iceland á OIL CARE THAT´S A CUT ABOVE 3X STERKARA, 2X GLANSMEIRA HÁR ÁN SÍLIKONEFNA DIAMOND OIL Redken kynnir fyrstu sílikonlausu meðferðarolíuna á markaðnum. Diamond oil gefur óþrjótandi styrk með 3x sterkara hári áferð með 2x meiri glans og mýkt með 3x meiri næringu. Þú sérð styrk og fegurð demantsins í hverjum Diamond oil dropa. Styrkur og glans fyrir skemmt/viðkvæmt hár , fallega FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. SÖLUSTAÐIR REDKEN SENTER SCALA SALON VEH SALON REYKJAVÍK PAPILLA N-HÁRSTOFA LABELLA MENSÝ MEDULLA KÚLTÚRA HÖFUÐLAUSNIR HJÁ DÚDDA FAGFÓLK Kristín Gunn- laugsdóttir myndlistar- maður býður upp á listamanns- spjall um sýn- ingu sína í Flóru, Hafnarstræti 90 á Akureyri, í kvöld kl. 20-21. Kristín fæddist á Akureyri og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, MHÍ í Reykjavík og Accademia delle Belle Arti í Flór- ens á Ítalíu. Einkasýning hennar í Listasafni Íslands á síðasta ári vakti mikla athygli og hlaut Kristín menningarverðlaun DV fyrr á þessu ári fyrir þá sýningu. Á sýn- ingu Kristínar í Flóru eru málverk og teikningar frá þessu og síðasta ári. Nokkur verkanna voru á einka- sýningu Kristínar í Listasafni Ís- lands og eru einnig verk á sýning- unni sem hafa ekki verið sýnd áður. Listamanns- spjall í Flóru Kristín Gunnlaugsdóttir Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Myndlistarsýningin Dalir og hólar er nú sett upp í fimmta sinn, en fyrsta sýningin var sett upp sumarið 2008. Aðsóknin hefur aukist ár frá ári, enda kann fólk afskaplega vel að meta það að fá að fara í ratleik eins og þennan,“ segir Þóra Sigurðar- dóttir um myndlistar- sýninguna Dalir og hólar – Litur sem opnuð verður á morgun kl. 15.00 í Ólafsdal við Gilfjörð. Þóra er sýningarstjóri ásamt Sólveigu Aðalsteinsdóttur. Aðspurð segir Þóra sýninguna draga nafn sitt af staðsetningu sinni á svæðinu við Breiðafjörð og í Döl- um, en sýnt er í sveitarfélögunum Dalabyggð og Reykhólasveit. Eins og sjá má á meðfylgjandi korti hér til hliðar sýna alls fimm listamenn á átta mismunandi stöðum. „Ár hvert veljum við tiltekið þema og listafólkið sem boðið er að vinna verk fyrir sýninguna út frá því. Þema sýningarinnar í ár er „litur“ og lista- fólkið sem þátt tekur á það allt sam- merkt að hafa unnið mikið með liti í verkum sínum. En þemað vísar einn- ig til sýningarsvæðisins, því að lita- dýrðin hér er ótrúleg. Fjörðurinn er þannig að hann endurvarpar ljósinu og býr til listaspil í öllum veðrum jafnt að sumri sem vetri,“ segir Þóra, en sýnendur í ár eru Bjarki Braga- son, Eygló Harðardóttir, Logi Bjarnason, Tumi Magnússon og Gerd Tinglum. Einstök náttúrufegurð Spurð um val á sýningarstöðum í ár segir Þóra að þeir séu valdir í sam- starfi við listafólkið og heimamenn. „Við höfum ævinlega farið í vettvangsferð um miðjan vetur með listamönnunum til þess að þeir geti valið sér staði, kynnst heimafólki og kynnt sér aðstæður, náttúru og sögu viðkomandi staða. Öll verkin eru því í samtali við þá staði þar sem þau eru sýnd,“ segir Þóra og tekur fram að verkin séu staðsett í húsum og á landsvæðum bænda og landeigenda á svæðinu. Aðspurð segir Þóra auðveldlega hægt að keyra milli allra sýningar- staða á einum degi. „Eitt af mark- miðum sýninganna er að fá fólk hing- að á svæðið með því að beina athyglinni að menningunni og nátt- úrunni hér. Það er einstök nátt- úrufegurð hér við Breiðafjörð og í Dölunum. Því miður er ekki mikið um ferðamenn á þessum hluta Vest- fjarða en við hvetjum sýningargesti til ferðalags um svæðið. Um leið kynnir sýningin verk samtímalista- manna og nálgun þeirra við viðfangs- efni sín.“ Verk unnin inn í tóm hús Eins og síðustu ár eru yfirgefnar byggingar meðal sýningarstaða. „Okkur hefur þótt freistandi og gef- andi að vinna verk inn í þessar tómu byggingar. Í ár eru tveir slíkir staðir. Annars vegar er það Staðarhóll í Saurbæ, sem er yfirgefið sveitabýli sem stendur autt, en húsið er afskap- lega fallegt þótt það sé illa farið. Hins vegar er það Skarðsstöð á Skarðs- strönd, sem var áður verslunar- miðstöð fyrir Breiðafjarðarsvæðið og Skarðsströndina, en þar er sýnt í gömlu gluggalausu lagerhúsi við höfnina sem stendur opið og blæs í gegnum,“ segir Þóra og bætir við: „Meðal markmiða okkar með sýning- unni er að vekja athygli á því hversu vandaðar, fallegar og sérstakar þess- ar gömlu byggingar eru. Þessi gömlu hús, svo sem hlöður og fjárhús, eru iðulega mjög falleg rými og augljóst að staðið hefur verið mjög vel að byggingu þeirra á sínum tíma, í kringum 1930.“ Af öðrum sýningarstöðum má nefna sundlaugina Grettislaug í Reykhólum, verksmiðju Norðursalts í Reykhólum, gamla bankaútibúið í Króksfjarðarnesi og skemmu í Ytri Fagradal. „Allir listamennirnir sýna síðan í Ólafsdal, en þar stendur óskaplega fallegt, gamalt timburhús sem reist var 1880 sem fyrsti búnaðarskólinn á Íslandi. Húsið er tvílyft á veglegum hlöðnum grunni og fallega staðsett.“ Þess má að lokum geta að sýningin stendur til 10. ágúst. Allar nánari upplýsingar um listafólkið, sýn- inguna sjálfa og vegakort um sýningarsvæðið má finna á dalirogholar.nyp.is. Vegakortið verð- ur einnig aðgengilegt í útprenti í upplýsingamiðstöðum á svæðinu, bensínstöðum og kaffihúsum. Sýn- ingin er m.a. styrkt af myndlistar- sjóði og menningarráði Vesturlands. Ratleikur um samtímalist  Myndlistarsýningin Dalir og hólar opnuð í fimmta sinn á morgun  Þema sýningarinnar er litur  Sýnt er á átta ólíkum stöðum, en sýningarskráin er jafnframt vegakort um sýningarsvæðið Sýning í fæðingu Bændur í Ytri Fagradal kanna staðsetningu fyrir skjávarpann vegna vídeóverks Gerd Tinglum sem sýnt er í skemmunni. Þess má geta að Tinglum er nýráðinn rektor við Listaakademíuna í Bergen. Þóra Sigurðardóttir Dalir og hólar 2014 Loftmyndir ehf. 1. Byggðasafn Dalamanna, Laugum Sælingsdal, opið 13-18. Gerd Tinglum. 2. Staðarhóll í Saurbæ, opið 24 tíma. Bjarki Bragason, Logi Bjarnason. 3. Ytri Fagridalur á Skarðsströnd, opið 12-21. Bjarki Bragason, Gerd Tinglum, Logi Bjarnason. 4. Skarðsstöð á Skarðsströnd, opið 24 tíma. Eygló Harðardóttir. 5. Ólafsdalur, opið 13-17. Allir. 6. Króksfjarðarnes, opið 12-17. Tumi Magnússon. 7. Sundlaugin Grettislaug, Reykhólum, opið 15-22. Eygló Harðar- dóttir. 8. Norðursalt, Reykhólum, opið 24 tíma. Logi Bjarnason. 7 6 5 2 3 4 1 8 BREIÐAFJÖRÐUR S K A R Ð S S T R Ö N D GILSFJ. KRÓKSFJ. BERUFJ. Reykhólar Skarðsstöð Laugar Saurbær Ytri Fagridalur Rúður Sólveig Aðalsteinsdóttir að- stoðar Eygló Harðardóttur við upp- setningu verka í Skarðsstöð. Saurbær Logi Bjarnason spáir í staðsetningu verka á Staðarhóli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.