Morgunblaðið - 04.07.2014, Page 41

Morgunblaðið - 04.07.2014, Page 41
hver útkoman verður, stundum kemur það vel út og stundum endar það í ruslinu. Þegar á hólminn er komið staldra ég heldur ekki mikið við verkið, ég held bara áfram,“ segir Summers. „Ég fæst mikið við samtímamiðla og er mjög upptekinn af því sem er nýtilkomið hverju sinni. Að mínu mati þurfa listamenn að kanna slíkt nánar og uppgötva listina sem þar býr,“ bætir hann við. Bjó í kjarnorkubyrgi í þrjú ár „Ég hef búið í Hollandi í 45 ár. Ég var í breska flughernum í þrett- án ár og á ákveðnum tíma í kalda stríðinu var ég sendur til Maast- richt þar sem hafði verið útbúið kjarnorkubyrgi sem hægt var að leita skjóls í ef kæmi til kjarnorku- styrjaldar. Ég eyddi eiginlega þremur árum neðanjarðar. Á þessu tímabili kynntist ég listalífinu þar og hóf síðar nám við akademíuna,“ segir Summers og bætir við að hann hafi ferðast mikið í gegnum tíðina þó hann sé farinn að hafa hægar um sig sökum aldurs. „Ég kem þó alltaf reglulega til Ís- lands. Nú er ég, eins og áður segir, kominn hingað með The Hjalteyri Scales sem er að ég held mjög sér- stæð sýning. Svo er alltaf gott að komast í lambakjötið. Ísland býr yf- ir besta lambakjöti í heiminum og Ytra-Lón býr yfir bestu lömbum Ís- lands,“ segir hann kíminn að lokum en þess skal getið að sýningin stendur til 27. júlí. Sjálfsmynd Listamaðurinn Rod Summers opnar sýningu á laugardaginn. MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 Bandaríski tónlistarmaðurinn Wyn- ton Marsalis, einn virtasti djass- tónlistarmaður samtímans, kemur fram ásamt fimmtán manna stór- sveit sinni, Jazz at Lincoln Center Orchestra, á tónleikum í Eldborg- arsal Hörpu í kvöld. Marsalis og hljómsveitin eru á tónleikaferð um Evrópu. Hafa þeir leikið í Bretlandi síðustu daga og hefur verið afar lof- samlega fjallað um tónleika sveit- arinnar í fjölmiðlum þar í landi. Gagnrýnandi The Guardian var til að mynda hrifinn, gaf fjórar stjörn- ur af fimm, í umfjöllun um sameig- inlega tónleika hljómsveitarinnar og pakistönsku sveitarinnar Sachal Jazz Ensemble en hljómsveit Mar- salis hefur annars víðast flutt efnis- skrána „Blue Note Records clas- sics“ og mun gera það í Hörpu í kvöld. Rýnir The Daily Telegraph hefur sagt hljómsveit Marsalis bestu stór- sveit samtímans, og hann er alls ekki einn um þá skoðun. Frumkvöðull og fræðari Marsalis, sem fæddist árið 1961, er einn þekktasti djassleikarinn í dag og í fararbroddi á mörgum sviðum; sem trompetleikari, djass- fræðari, hljómsveitarstjóri og tón- skáld. Hann þykir afar fjölhæfur í túlkun og leikur jöfnum höndum hefðbundinn djass ættaðan frá New Orleans sem be-bop og nútíma- djass. Marsalis hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars níu Grammy-verðlauna og er hann eini djassleikarinn sem hlotið hefur Pu- litzer-verðlaun, fyrir „Blood on the Fields“. Árið 1987, þegar Marsalis var 26 ára, kom hann að stofnun djasspró- gramms við Lincoln Center- menningarmiðstöðina í New York, þar sem Metropolitan-óperan er m.a. til húsa. Árið 1996 var stór- sveitin Jazz at Lincoln Center formlega gerð að hornstoð þar með Marsalis sem listrænan stjórnanda. Þar kemur hljómsveitin nú fram á þremur ólíkum sviðum, með ýmsum gestatónlistarmönnum, meðal ann- ars í fyrsta tónleikasalnum sem sér- staklega er hannaður fyrir djass. Víðfræg hljómsveit Marsalis í Hörpu  Jazz at Lincoln Center Orchestra leikur í Eldborg í kvöld Hljómsveitin Wynton Marsalis ásamt hinni rómuðu hljómsveit sinni, Jazz at Lincoln Center Orchestra. Fjölbreytileg djasstónlist er á efnisskránni. Einsöngstónleikum velska bass- barítónsins Bryns Terfels, sem halda átti 10. júlí næstkomandi, hefur verið frestað fram á næsta ár og verða þeir á dagskrá Listahátíð- ar í Reykjavík. Terfel kom fram á tónleikum á Listahátíð í Eldborg 24. maí sl. en þurfti að hætta skömmu eftir að þeir hófust vegna veikinda í hálsi. Skömmu eftir að tónleikunum lauk var tilkynnt að hann kæmi aftur 10. júlí en vegna ófyrirsjáanlegra kringumstæðna verður ekki af því, sem fyrr segir. Á tónleikum sínum á næsta ári mun Terfel flytja nýja efnisskrá og verð- ur dagsetning tónleikanna tilkynnt í byrjun ágúst og miðasala hefst 1. september. Þeir sem keyptu miða á tónleikana 24. maí og sjá sér ekki fært að sækja tónleikana að ári geta óskað eftir endurgreiðslu til 31. ágúst, skv. tilkynningu Lista- hátíðar í Reykjavík. Þeir sem ætla að sækja tónleikana þurfa ekkert að aðhafast því miðar þeirra verða endurútgefnir eftir 31. ágúst og sendir heim til þeirra. Þeir sem vilja fá nánari upplýs- ingar um endurgreiðslu og end- urnýjun miða geta haft samband við miðasölu Hörpu í síma 528-5050 eða sent tölvupóst á midasala@h- arpa.is og jona@harpa.is. Tónleikum Terfels frest- að fram til næsta árs Veikindi Terfel þurfti að hætta á tónleikum sínum í Eldborg. Bar 11 fagnar um helgina, í kvöld og annað kvöld, 11 ára afmæli sínu með tónlistarveislu. Í kvöld munu Jenni og Franz keyra stemninguna í gang, eins og segir í tilkynningu og á laugardaginn troða upp hljómsveitirnar Ultra Mega Technobandið Stefán og Dorian Gray og skemmta afmæl- isgestum. Aðgangur er ókeypis sem endranær að Bar 11 sem er á Hverfisgötu 18 í Reykjavík. Afmælistónleikar Ultra Mega Techno- bandið Stefán í þrumustuði árið 2007. Bar 11 heldur upp á 11 ára afmæli Hljómsveitirnar Sushi Submarine, Náttfari og Hellvar leika hávært rokk í kvöld á Dillon við Laugaveg. Í Hellvar eru þrír rafgítarar og einn hávær rafbassi, ásamt snar- brjáluðum trommuleikara, skv. til- kynningu. Náttfari hefur starfað með hléum frá árinu 2000, leikur hnausþykkt og seiðmagnað rokk með áhrifum úr ýmsum ólíkum átt- um og Sushi Submarine, stofnuð 2012, gaf út stuttskífuna DEMON- WEED það ár. Hávært rokk leikið á Dillon í kvöld Hávær Heiða og félagar í Hellvar ætla ekki að spara rafmagnið í kvöld. L 16 12 12 12 ★ ★ ★ ★ ★ „Besta íslenska kvikmynd sögunnar!” Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND MEÐ PAUL WALKER ÍSL. TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. POWERSÝNING KL. 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar TRANSFORMERS 4 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 10:10(P) BRICK MANSIONS Sýnd kl. 10:40 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 4:30 22 JUMP STREET Sýnd kl. 8 MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10:20 VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5 - 8 14"Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!"-T.V., Biovefurinn.is "Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!" -Guardian

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.