Morgunblaðið - 28.08.2014, Side 22

Morgunblaðið - 28.08.2014, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is SJÖBERGS HEFILBEKKIR FYRIR SKÓLA OG HEIMILI Nordic Plus 1450 Verð kr. 79.300 Skápur: 25.910 Skóli-4 Verð kr. 252.600 Einmenningur Hæðarstillanlegur Verð kr. 314.500 Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Vesturgata 6-8, sem í rúmlega fimm- tíu ár hýsti veitingahúsið Naustið mun öðlast nýtt líf í haust er þar verður opnað gistiheimili. Eigandi hússins, Karl J. Steingrímsson, segir að hann hafi leigt húsið út til rekstr- araðila og að framkvæmdir séu nú hafnar. Stefnt er að því að gistiheim- ilið verði opnað í október. „Þetta verður blanda af gistiheimili og hos- teli,“ segir Karl. „Það verða gistirými fyrir 64, en ekki bara í Naustinu heldur einnig í efri húsunum, Vest- urgötu 10 og 10a.“ Ásamt gistiheim- ilinu mun veitingastaður verða opn- aður í kjallara hússins, þar sem áður var Naustkjallarinn. Nýi veitinga- staðurinn mun taka 120 manns í sæti. „Núna er byrjað að hreinsa allt út og teikna staðinn upp og stefnt er að því að opna í október,“ segir Karl, en hann hefur átt húsið ásamt húsunum fyrir ofan frá árinu 1994. Verslun og saltverkun Húsalengjan við Vesturgötu 6-8 á sér nokkuð merkilega og langa sögu. Athafnamaðurinn Geir Zoëga reisti húsið árið 1882 en Geir var um- svifamikill og fékkst meðal annars við útgerð, verslun og búskap. Geir var jafnframt fyrstur hér á landi til þess að gera móttöku ferðamanna að atvinnu. Upphaflega voru húsin notuð sem atvinnuhúsnæði, bæði sem versl- unarhús og saltverkunarhús. Árið 1883 byggði Geir við báða gafla hússins og sex árum síðar lengdi hann húsið til vesturs. Árið 1897 byggði hann fiskgeymsluhús við vesturgaflinn sem var síðan stækkað árið 1902. Þá voru húsin komin í núverandi stærð. 1915 var settur kvistur á versl- unarhúsið og gluggarnir stækkaðir tveimur árum seinna og þar var rek- in Geirsbúð allt til ársins 1982. Stofnendur innan við þrítugt Það var árið 1954 sem veitinga- staðurinn Naustið var opnaður. Séra Halldór S. Gröndal var frumkvöðull að stofnun Naustsins en hann hafði numið hótelfræði við Cornell- háskóla í Bandaríkjunum fyrstur Ís- lendinga. Halldór útskrifaðist árið 1952 og þegar hann kom heim fannst honum lítið í boði fyrir hann að gera hjá veitingahúsum landsins. Halldór átti sér draum að stofna vandað veit- ingahús og lét hann slag standa 1953. Þá ræddi hann draum sinn við gamla félaga úr Verslunarskóla Ís- lands og vaknaði sú hugmynd að opna veitingastað í verbúðinni við Vesturgötu 6 sem var þá enn í eigu Geirs Zoëga. Naust hf. var stofnað haustið 1953. Stofnendurnir voru sjö talsins. Auk Halldórs voru þeir Eyjólfur Konráð Jónsson, síðar alþingismaður og rit- stjóri Morgunblaðsins, Sigurður Kristinsson stjórnarformaður, Ágúst Hafberg, síðar stofnandi og forstjóri Ísarns hf. og Strætisvagna Hafnarfjarðar, Hafsteinn Baldvins- son, síðar hæstaréttarlögmaður, Geir Zoëga, síðar forstjóri Viðlaga- sjóðs, og Ásmundur Einarsson í Sindra. Nokkrum árum síðar bættist Arent Claessen í hópinn. Stofnendur Naustsins voru allir innan við þrí- tugt þegar Naustið síðan var opnað 1954. Þekktast fyrir þorrablótin Naustið var rekið í rúmlega fimm- tíu ár við góðan orðstír. Líklegt þyk- ir að merkasta framlag staðarins til íslenskrar matarmenningar hafi ver- ið þorrablótin en þegar að Naustið opnaði var þorrinn daufur tími í veit- ingahúsarekstri og þorrablót á veit- ingahúsum, sem eru árlegur við- burður í dag, þekktust ekki. Halldór hafði áhyggjur af þessu og vildi koma þorramat á veitingahúsin. Árið 1958 fór hann á fund Kristjáns Eld- járn þjóðminjavarðar sem hreifst af hugmynd Halldórs um þorrablót og lánaði Halldóri gömul trog. Voru smíðuð geirnegld trog eftir þeim og maturinn borinn fram í þeim. Hverju trogi fylgdi sjálfskeiðungur og hand- laug og vakti það mikla lukku. Þorrablót Naustsins, þar sem súrsuð svið, hrútspungar, lunda- baggar, harðfiskur og hangikjöt voru í aðalhlutverki, voru alltaf vel sótt. Jafnframt var Naustið þekkt fyrir skötuveislur á Þorláksmessu og jólahlaðborð á aðventunni. Naustið fær nýtt líf  Verður breytt í gistiheimili með 64 gistiplássum  Stefnt er að opnun í október  Veitingastaður í kjallara mun taka 120 manns í sæti  Húsið á sér langa sögu og hefur hýst ýmsa starfsemi Naustið Húsin sem um ræðir liggja frá Vesturgötu 10 til 6. Þar mun opna gistiheimili í haust sem rúmar 64 gesti. Jafnframt verður veitingahús í kjallara. Hæð Á efri hæðinni stóð hinn sögufrægi Símonarbar. Þar starfaði bar- þjónninn Símon Sigurjónsson í 30 ár. Nú verður þessu breytt í gistiheimili. Morgunblaðið/Eggert Salur Eftir að Naustinu var lokað var kínverskur veitingastaður í húsinu. Trog Ib Wessman, matreiðslumaður á Naustinu með þorramat 1979. Myndin birtist í Morgunblaðinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.