Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 56
56 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% Ætlaðir til daglegrar notkunar Háþrýstidælur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tilkoma nýs vegar yfir Þröskulda, sem tengir saman Reykhólasveit og Hólmavík, hefur leitt af sér miklar breytingar í sunnanverðri Stranda- sýslu. Sannarlega er leiðin vestur á firði orðin góð og greiðfær stærstan hluta ársins, en hitt leiddi nýr vegur af sér, að byggð sem áður stóð við þjóðbraut er nú úr alfaraleið. Þetta er kaflinn úr Hrútafjarðarbotni að Tröllatungu, rösklega 110 kílómetra leið „Sannarlega mátti búast við breytingum þegar þjóðleiðin var flutt. Allt sem við sögðum hefur komið á daginn,“ segir Torfi Hall- dórsson, bóndi á Broddadalsá. Morgunblaðið var á ferðinni vestra í síðustu viku og hitti Torfa á heimavelli. Hann stóð í vinnugall- anum við fjárhúsin og var að bjástra. Og margs þarf búið við. Torfi og Unnur Þorgrímsdóttir kona hans eru með um 370 vetrarfóðraðar kindur og í vor ráku þau um 600 lömb upp á heiðar. Afurðaverðið þarf að hækka „Hér er gott undir bú,“ segir Torfi. Beitarlöndin séu góð og fé komi vænt úr högum að fjalli. Þetta sé með öðrum orðum sagt kjörsvæði fyrir til dæmis sauðfjárbúskapinn. „Hins vegar er ekki beint spenn- andi að menn fari hér að reka stórbú. Þau eru ekki jafnágæt og ætla mætti. Hófstilltur fjölskyldubúskap- ur er eftirsóknarverður að mínu mati og tryggir jafnvægi byggð- arinnar best. En til þess að einhver framtíð sé í þessu þarf afurðaverð að hækka. Nú eru menn að fá kannski 8.000 til 13.000 krónur fyrir lambs- skrokkinn. Það er alltof lítið. Ef vel ætti að vera þyrftu bændur að fá kannski 20.000 og þá gæti ríkið sleppt beingreiðslunum.“ Matur er ódýr En hvers vegna er afurðaverðið svona lágt? Torfi segir skýringarnar á því eflaust margar, en nærtækt sé að nefna firringu í nútímanum og undarlegt verðmætamat. Mat sé í stórum stíl hent á haugana enda fá- ist hann ódýrt vegna rangra áherslna í framleiðslu. „Menn þurfa að hugsa landbún- aðarmálin alveg upp á nýtt. Sagt er að Íslendinga bíði ýmis sóknarfæri í framtíðinni sakir þess að hér séu kjöraðstæður til matvælaframleiðslu á sama tíma og fólki í heiminum fjölgi jafnt og þétt. Það er sannleiks- korn í þessu og það eru möguleikar í stöðunni. Stóru sláturhúsin mega missa sig. Fólk sýnir heimavinnslu afurða mikinn og vaxandi áhuga.“ Séu bæir frá botni Hrútafjarðar norður til Hólmavíkur taldir á landa- korti er fljótt komið í töluna fimmtíu. Talningin þessi er lausleg, sumir bæ- irnir eru komnir í eyði eða aðeins sumardvalarstaðir. Þó má áætla að á þessu svæði búi liðlega 100 manns. Einnig verður að telja Borðeyri með; minnsta formlega þéttbýlisstað á Ís- landi en þar bjuggu til skamms tíma sautján manns í sex húsum. Galin framkvæmd Vegurinn nýi um Þröskulda, leið sem áður var nefnd Tröllatungu- heiði, var opnaður árið 2010. Mikil bót hefur þótt að veginum en ekki má mikið út af bregða á veturna þannig að leiðin teppist. „Þetta er nokkuð sem við íbúar hér á sunn- anverðum Ströndum bentum alltaf á. Ég segi alltaf að þessi framkvæmd hafi verið jafn galin og Landeyja- höfn. Og þegar Þröskuldanir teppast þá ekur fólk gamla veginn hér suður Strandasýsluna, segir Torfi. Hann vekur hins vegar máls á því að vegur þessi sé ófullkominn. Á köflum sé þetta braut sem lögð var árið 1946, þótt annarsstaðar hafi verið bætt úr. Börnunum fækkar „Leiðin hér inn sunnanverðan Kollafjörðinn er gamall slóði og sama gildir um fleiri kafla á þessari leið. Úr þessu verður að bæta, eigi byggðin hér að haldast. Því miður er þetta allt mjög að brotna upp, þótt samgöngurnar séu aðeins einn margra áhrifaþátta í því sambandi,“ segir Torfi. Hann nefnir að á mörg- um bæjum sé fólk nokkuð við aldur og bregði það búi komi yngra fólk með börn sjaldan í staðinn. Með þessu rofni hringrásin. „Hér við Kollafjörðinn eru börn á aðeins einum bæ og þetta er mikil breyting frá því þegar ég man eftir mér,“ segir Torfi sem segir það vekja undrun sína að stjórnvöld leggi ekki meira kapp á að styrkja auðlindasvæði eins og Strandir. Auðlindir eru afgangsstærð „Ef framtíðin liggur í mat- vælaframleiðslu þá er Strandasýslan kjörin, svo góðar eru aðstæðurnar til sauðfjárbúskapar hér. Ferðaþjón- ustan hér á sömuleiðis möguleika,“ segir Torfi. „Og vonandi kemur að því að ráðandi menn sjá þau tromp sem eru á hendi. Við þekkjum að upplegg flestra styrjalda er barátta um yfirráð yfir auðlindunum, sem hér eru oft á tíðum algjör afgangs- stærð,“ segir Torfi sem telur mik- ilvægt að fólk í dreifðustu byggðum landsins sé jafnsett öðrum um sam- félagsleg gæði. Öruggur aðgangur að netinu skipti sé þar mikilvægt at- riði. „Ef hið opinbera getur ekki staðið undir því og tryggt okkur þjón- ustuna, þá er dreifbýlisafsláttur af sköttunum sjálfsagt sanngirnismál,“ segir bóndinn á Broddadalsá. Fjölskyldubúin tryggja jafnvægi  Þjóðvegurinn um Þröskulda tók sunnanverða Strandasýslu úr alfaraleið  Byggð á fallandi fæti en gott undir bú  Möguleikarnir eru fyrir hendi  Bóndinn vill dreifbýlisafslátt af sköttunum Strandasýsla Grunnkort/Loftmyndir ehf. H rú ta fjö rð ur M iðfjörður Húnafjörður HÚNAFLÓI Ko llaf jör ðu r Steingrímsfjörður Staðarskáli Hólmavík Borðeyri Búðardalur Hvammstangi Laugarbakki BroddadalsáÞröskuldar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strandamaður Ef framtíðin liggur í matvælaframleiðslu þá er Stranda- sýslan kjörin, svo góðar eru aðstæð- urnar, segir Torfi Halldórsson. „Þessi stefnir eftir segulpólnum,“ sagði Torfi bóndi þar sem við stóðum úti í vegkanti og horfðum til himins. Hátt uppi í himinblámanum sást til stórrar þotu, sem hvít rák fylgdi eftir. Stefnan var tekin til norðurs, en hvert nákvæm- lega? Netið í símanum svaraði þessu strax. Þetta var þota frá United Airlines af gerðinni Boeing 777 – 222 á leiðinni frá Lundúnum til San Francisco. Var í 34 þúsund feta hæð og var á um 750 km. hraða á klukkustund. Milli tveggja áðurnefndra staða er rúmlega tíu klukkustunda flug. Þegar vélar fljúga milli heimshluta er jafnan fylgt svokallaðri stórbaugsleið, þar sem halla jarðarinnar er fylgt og þannig er tekin stysta leið. Og í þessu til- viki var stefnan frá Bretlandi, yfir Ísland og þaðan um norðanverðan Græn- landsjökul, inn yfir Kanada og þaðan að vesturströnd Bandaríkjanna. Og á þessari löngu leið var Broddadalsá í brennidepli. Staðurinn er þá kannski ekki jafnmikið úr leið og ætla mætti. Afskekkt er alltaf huglægt mat. Stórbaugsleiðin er á Ströndum BANDARÍKJAÞOTURNAR FARA BEINT YFIR BRODDADALSÁ Boeing Á leið til San Francisco
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.