Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 63

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 63
63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Sílaveiðar í sólinni Vel bar í veiði á sílum í miðnætursólinni við Eyjafjörð. Litirnir voru einstaklega fallegir í sólarlaginu og gaman að sulla og leika sér í stillunni. Golli Jón Steinar Gunn- laugsson hæstarétt- arlögmaður ritaði grein í Morgunblaðið hinn 8. ágúst 2014 undir fyr- irsögninni „Embætt- ismaður fer offari“. Til- efni greinarinnar er fyrirspurnarbréf frá umboðsmanni Alþingis til innanríkisráðherra vegna minnisblaðs ráðuneytisins, sem inniheldur við- kvæmar persónuupplýsingar úr gögnum ráðuneytisins. Upplýsing- arnar birtust í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Lögmaðurinn segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra hafi mátt sæta óhæfi- legum árásum vegna málsins. Komi hugtakið einelti upp í hugann. Lög- maðurinn segir að umboðsmaður Al- þingis hafi gerst liðsmaður í flokki ófagnaðarmanna með „þessu nýjasta útspili sínu“ og á þá við fyrirspurn- arbréfið. Lögmaðurinn segir að fremstir í flokki ófagnaðarmanna hafi verið „óvandaðir blaðamenn og póli- tískir andstæðingar ráðherrans tónað und- ir.“ Það sé eins og emb- ættismaðurinn vilji koma höggi á ráð- herrann. Ennfremur að umboðsmaður muni „búa sér til mál á hend- ur ráðherranum úr þeim efnivið sem hann telur sig hafa.“ Þá segir lögmaðurinn að svör ráðherrans og skýr- ingar skipti umboðs- mann engu máli. Þær ávirðingar, sem lögmaðurinn ber á umboðsmann Alþingis, Tryggva Gunnarsson, eru afar alvar- legar og gætu hver um sig leitt til embættismissis ef sannar væru og jafnvel til refsingar. Sá lögmaður, að ég tali nú ekki um fyrrverandi hæsta- réttardómara og lagaprófessor, sem ber svo alvarlegar ávirðingar á eitt mikilvægasta embætti landsins, sem kosið er í af Alþingi, hlýtur að búa yf- ir sönnunum um ávirðingarnar og geta rökstutt þær með málefnalegum hætti. Svo er ekki. Greinarhöfundur býr ekki yfir neinu öðru en getunni til að kasta fram órökstuddum staðhæf- ingum um það sem hann segir vera yfirsjónir og meingerðir umboðs- manns í garð ráðherra innanrík- ismála. Lögmaðurinn gerir umboðs- manni upp illan hug í garð ráðherrans og notar orð eins og ein- elti, að fara offari, liðsmaður ófagn- aðarmanna, búa til mál á hendur ráð- herranum, láta svör og skýringar engu máli skipta og pólitískan hrásk- innaleik. Þessi orðræða lögmannsins er afar huglæg og einhliða og hún einkennist ekki af þeirri hlutlægni og jafnaðargeði, sem ætla má að menn tileinki sér með aldrinum. Ávirðing- arnar eru hvorki rökstuddar né studdar gögnum. Eftir að grein Jóns Steinars birtist í Morgunblaðinu hefur verið upplýst að lögmaðurinn er og var ráðgjafi ráðherrans í því máli sem umboðs- maður tók til athugunar. Lesendur Morgunblaðsins áttu rétt á að vita að lögmaðurinn væri lögmaður ráð- herrans þannig að þeir gerðu sér grein fyrir að um einhliða og hlut- drægan málflutning fyrir ráðherrann væri að ræða en ekki hlutlægt og málefnalegt framlag fyrrverandi dómara og lagaprófessors. Þá láðist greinarhöfundi að gera grein fyrir ákvæðum laga um um- boðsmann Alþingis, svo sem um að umboðsmaður fari í umboði Alþingis með eftirlit með stjórnsýslu ríkisins og tryggi rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Hann eigi að gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari fram í samræmi við lög, vandaða stjórn- sýsluhætti og siðareglur settar á grundvelli laga um Stjórnarráð Ís- lands og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Til að sinna hlutverki sínu geti umboðsmaður að eigin frumkvæði ákveðið að taka mál til meðferðar. Af þessum laga- ákvæðum leiðir að umboðsmaður fór að lögum við framkvæmd starfs síns er hann tók að eigin frumkvæði um- rætt mál til meðferðar, svo sem áður hefur gerst. Í fyrirspurnarbréfum umboðsmanns til innanríkisráðherra er ekkert sem gefur til kynna fyr- irfram gefna afstöðu, enda er slíkum fyrirspurnum og rannsóknum ekki síður ætlað að upplýsa hvort aðdrótt- anir um spillta embættisfærslu eigi við rök að styðjast eða séu rangar, enda eiga borgararnir rétt á vitn- eskju um það. Að lokum leyfir lögmaðurinn sér að gera látnum heiðursmanni, Gauki Jörundssyni, upp skoðanir á embætt- isfærslu Tryggva Gunnarssonar. Ég ætla að Tryggvi Gunnarsson hafi á margan hátt tekið fyrsta umboðs- manninn sér til fyrirmyndar, enda var Gaukur lærifaðir Tryggva. Ég tel mig í aðstöðu til þess að halda því fram eftir að hafa rekið mál fyrir um- boðsmannsembættinu frá stofnun þess, að Tryggvi Gunnarsson hafi ekki síður en fyrirrennari hans aflað því æ almennari virðingar. Þess skal getið að lögmannsstofan Réttur, þar sem ég starfa, gætir hagsmuna eins þeirra útlendinga sem nefndir eru í umræddu minnisblaði. Eftir Ragnar Aðalsteinsson » Ávirðingar Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar í garð umboðs- manns Alþingis eru órökstuddar og ómál- efnalegar staðhæf- ingar. Ragnar Aðalsteinsson Höfundur er lögmaður í Reykjavík. Embættismaður fer að lögum Flokksblöð stjórn- málaflokka heyra nú sögunni til. Á bak við efni flokksblaðanna lágu hugsjónir um sjálfstæðis- og land- búnaðarmál, komm- únisma, jafn- aðarmennsku og íhaldsstefnu. Flokks- blöðin hömpuðu sínum flokksmönnum og þeirra verkum en gagnrýndu að sama skapi málflutning andstæðing- anna. Þetta fyrirkomulag leiddi til þess að sama stjórnmálamanni var hrósað í einu blaði en hann gagn- rýndur í öðru. Útbreiðsla flokksblað- anna var misjöfn og því ekki hægt að halda því fram að jafnvægi hefði ver- ið í umræðunni. Flokksblöðin sáu hins vegar um að ólík sjónarmið komu fram. Skotleyfi nema á knattspyrnuvellinum Á síðasta ári benti fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar á að hér á landi ætti sér stað stjórn- málalegt einelti. Slíkt einelti færist sífellt í aukana og vitað er að hjá sumum fjölmiðlum er gefið út skot- leyfi á þá sem hafa ekki „rétta“ eða „viðurkennda“ skoðun. Þannig hafa RÚV og Fréttablaðið tekið að sér að hræða fólk til hlýðni, er trúarbrögð, innflytjendur og ís- lenskan landbúnað ber á góma. Þessir fjöl- miðlar eru ekki lengur vettvangur fyrir ólík sjónarmið. Rangar skoðanir eru stimpl- aðar sem hat- ursáóróður eða aft- urhaldssamar auk þess sem það þykir lágkúra að þykja vænt um sína þjóð, nema á knatt- spyrnuvellinum, sem er víst sá stað- ur helstur sem enn má draga þjóð- fánann að húni og syngja þjóðsönginn. Aðferð ríkisfréttastofunnar Það er því von að margir stjórn- mála- og embættismenn óttist aðför fjölmiðla og komi sér hjá að ræða erfið málefni. Þeir vita sem er að þeir sem segja raunverulegan hug sinn eru úthrópaðir. Réttar skoðanir eru barðar í fólk og vei þeim sem ekki dansa á línunni. Þeir eru eltir uppi, hæddir og smáðir og láti þeir sér ekki segjast er setið um störf þeirra með vandlætinguna að vopni svo hægt sé að losna við þá. Látum vera að blöð þjóni eigendum sínum, þegar vitað er hverjir þeir eru, en það er ekki forsvaranlegt að sjálf fréttastofa RÚV vinni eins og hún gerir, er hún býr til fréttir af vett- vangi stjórnmálanna sem hún „fylgir svo eftir“. Hjá RÚV byrjar þessi tegund frétta gjarnan með fullyrðingu í fréttasvuntunni í upphafi fréttatím- ans. Slíkar fullyrðingar eru oftar en ekki matreiddar líkt og um óyggj- andi staðreyndir sé að ræða. Þeir sem hlýða á fréttatímann til enda komast hins vegar að raun um að „fréttin“ er ekki annað en afstaða álitsgjafa fréttastofunnar. Þegar mikið liggur við er kallað eftir af- stöðu „viðurkennds“ álitsgjafa. Á sama hátt skulum við vona að þegar stjórnarandstaðan eða aðrir meiri- eða minnihlutar tjái sig um málin styðjist RÚV við bókanir, ályktanir og samþykktir þar að lútandi. Í þættinum Vikulokin er svo farið yfir „fréttir“ vikunnar, þ.e. fréttir sem, svo vægt sé til orða tekið, RÚV hefur sjálft átt þátt í að skapa og halda á lofti. Oftar en ekki mæta þar aðrir fjölmiðlamenn sem eru orðnir svo heimavanir, að þeir láta gamm- inn geisa um aðdáun eða andúð sína á mönnum og málefnum. Á virkum dögum er sérstökum álitsgjöfum svo boðið í viðtöl á undan morgunleik- fiminni. Svo virðist því sem marga starfsmenn RÚV skorti ekki aðeins hæfileikann heldur líka viljann til að bjóða hlustendum upp á vandaða og hlutlausa umfjöllun. Óttast yfirmenn RÚV ekki að þessi vinnubrögð rýri traust stofn- unarinnar? Finnst þeim ásættanlegt að aðeins helmingur aðspurðra treysti RÚV frekar eða mjög mikið líkt og fram kom í niðurstöðum könnunar MMR á síðasta ári? Einelti gegn innan- ríkisráðherra Enda þótt ég sé ekki stuðnings- maður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er þáttur RÚV í að koma henni frá völdum ógeðfelldur. Allir geta og gera mistök. Þegar lögmenn hæl- isleitenda reka mál umbjóðenda sinna í fjölmiðlum er sú mynd ávallt einhliða. Upplýsingarnar eru sjaldn- ast tæmandi. Meðal annars af þess- um ástæðum eiga slík mál almennt ekki erindi í fjölmiðla. Þótt RÚV eigi líkt og aðrir fjölmiðlar að skapa að- hald er það ekki hlutverk stofnunar- innar að taka afstöðu í stjórnmálum. Það leynir sér hins vegar ekki að ákveðnir starfsmenn RÚV eiga erf- iðara en aðrir með að halda sinni eig- in sýn utan við það mál sem er til umræðu hverju sinni enda telja þeir sig jafnan hafa „rétta“ afstöðu til málsins. Allir þeir sem ekki dansa eftir sýn fréttamannsins fá fyrir ferðina. Að mati aðgerðarsinna RÚV vann Hanna Birna sér það til sakar að veita ekki nógu mörgum pólitískt hæli hér á landi. Og þá hófust árás- irnar í formi viðtala við einstaka um- sækjendur. RÚV sinnir ekki eft- irlitshlutverki sínu með einhliða málflutningi fyrir hönd hælisleit- enda. Fyrir slíkan málflutning greið- ir hið opinbera nú þegar lögmönnum hælisleitenda. Umræddir ein- staklingar geta hins vegar áfrýjað málum sínum telji þeir á sér brotið. Almenningur mun aldrei fá heild- stæða mynd af þeim málum sem um ræðir með viðtölum við lögmenn hælisleitenda. Hvert er markmið RÚV með slíkri einhliða umfjöllun þegar stjórnvöld geta lögum sam- kvæmt ekki tekið þátt í og leiðrétt rangar staðhæfingar vegna þagn- arskyldu? Eftir Mörtu Bergman »Enda þótt ég sé ekki stuðningsmaður Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur er þáttur RÚV í að koma henni frá völd- um ógeðfelldur. Marta Bergman Höfundur er fv. félagsmálastjóri í Hafnarfirði. Einelti eða fréttaflutningur?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.