Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 69

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 69
Ragnar Björnsson - Ólafur Ingvarsson 54,1 Tómas Sigurjónss. - Björn Svavarss. 53,8 Bragi Björnsson - Bjarnar Ingimarss. 52,9 Skarphéðinn Lýðss. - Stefán Ólafss. 52,7 A/V Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 59,4 Hrólfur Guðmss. - Ragnh. Gunnarsd. 55,5 Nanna Eiríksd. - Sigfús Skúlason 53,9 Ásgr. Aðalstss. - Sæmundur Björnss. 53,7 Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 50,8 Föstudaginn 26. ágúst var spilað- ur tvímenningur með þátttöku 30 para. Spiluð voru 26 spil og efstu pör í N/S: Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 58,5 Björn Svavarss. - Friðrik Jónss. 57,3 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 56,0 Bjarni Þórarinss. - Ragnar Björnsson 55,9 Gróa Þorgeirsd. - Kristín Óskarsd. 53,4 A/V Tómas Sigurjs. - Jóhannes Guðmannss. 69,0 Sturla Snæbjss. - Ormarr Snæbjörnss. 67,5 Hrólfur Guðmss. - Axel Lárusson 63,3 Kári Jónsson - Ágúst Vilhelmss. ,4 Guðm. Sigursteinss. - Auðunn Guðmss. 59,7 Bridsfélag eldri borgara í Hafnar- firði spilar á þriðjudögum og föstu- dögum og byjar spilamennskan kl. 13. Spilað er í félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði að Flatahrauni 3. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Ei- ríksson og hjálpar hann stökum spil- urum að mynda pör. UMRÆÐAN 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 • Fjórir flottir skvasssalir • Ketilbjöllutímar • Cross train Extreme XTX • Spinningtímar • Einn besti golfhermir landsins. • Góður og fullbúinn tækjasalur með Cybex og • Technogym lyftinga- og upphitunartækjum. • Körfuboltasalur. • Gufubað í búningsklefum. • Einkaþjálfarar. Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Persónuleg þjónusta og vinalegt umhverfi Kort sem gildir til 31. des 2014 Tilboð á líkamsræktarkorti Aðeins 24.900.- sama verð og 3ja mán kort. Samningur sem fyrr- verandi borgar- stjórnarmeirihluti gerði við ríkið um að fresta öllum vegafram- kvæmdum á höfuðborg- arsvæðinu næstu tíu ár- in er blaut tuska í andlit borgarbúa. Nýi borg- arstjórinn, Dagur B. Eggertsson, sem vill næstu fjögur árin, skrif- ar dánarvottorð á far- þega- og sjúkraflugið og tekur það aldrei nærri sér að hættulegustu gatnamót landsins skuli öll vera í Reykjavík. Á sömu nótum tala and- stæðingar flugvallarins í Vatnsmýri þegar þeir andmæla öllum stað- reyndum um sprungið vegakerfi á höfuðborgarsvæðinu sem yfirmanni samgöngumála er alveg sama um. Ég spyr. Hvar ætlar Dagur B að útvega 45 milljarða króna sem hann vill græða á flutningi innanlandsflugsins úr Vatnsmýri til Keflavíkur? Ætlar nýi borgarstjórinn að senda vinnandi fjölskyldum með heimili um allt land reikninginn til að fjármagna þetta lestarkerfi á enn styttri tíma en Hvalfjarðargöngin? Allt tal um að arðsemi verði af rekstri háhraða- lestar milli Keflavíkur og Reykjavík- ur og að fargjaldið með henni muni kosta frá 800 upp í 3.000 krónur er bara notað til að slá ryki í augu borg- arbúa. Útilokað er að þessi upphæð á hvern farþega standi undir kostn- aðinum við að setja upp þetta lest- arkerfi, viðhaldi, afborgunum, vöxt- um og launum starfsmanna sem dygðu aldrei fyrir rekstri heimilanna í landinu. Of mörgum spurningum eiga andstæðingar Reykjavíkur- flugvallar ósvarað til að hægt sé að réttlæta tilefnislausa árás á lífæð allra landsmanna sem verður um ókomin ár mikilvæg öryggiskeðja fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúkraflugið. Sjálfgefið er það ekki að Vegagerðin samþykki þegjandi og hljóðalaust að breyta vegakerfinu á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins til þess að lestarsamgöngur komist á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Hugmyndir um flugvallarlest í Vatns- mýri sem Dagur B. kynnir á fölskum forsendum eru óraunhæfar og allt of dýrar til þess að þær geti orðið að veruleika. Fullyrðingar borgarstjór- ans um að þessi flugvallarlest kosti aldrei meira en 100 milljarða króna eru villandi og úr tengslum við raun- veruleikann. Engir útreikningar hafa verið kynntir af borgarstjórnar- meirihlutanum, sem reiknar vitlaust til að sýna fram á að þetta járnbraut- arkerfi milli Vatnsmýrar og Keflavík- ur sé raunhæft sem einkafram- kvæmd. Allar tilraunir til að fjármagna kostn- aðinn við þetta rándýra samgöngukerfi með þrjú þúsund krónum á hvern farþega renna fljótlega út í sandinn þegar von- sviknir skattgreiðendur um allt land sjá á for- síðum dagblaðanna fyr- irsögnina járnbraut- arslys borgarstjórans. Andstæðingar Reykja- víkurflugvallar vilja allt- af sleppa kostnaðinum við 12-15 km löng jarð- göng sem flugvallarlestinni er ætlað að fara í gegnum. Það skiptir and- stæðinga flugvallarins engu máli hvort jarðfræðilegar aðstæður fyrir þessi lestargöng séu góðar eða slæm- ar hvort sem þau færu niður fyrir sjávarmál eða ekki og yrðu tekin und- ir Öskjuhlíð, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Viðbúið er að kostnaður- inn við þessi göng ein og sér geti orðið um 16-19 milljarðar króna sem ís- lenska ríkið hristir aldrei fram úr erm- inni á örfáum mínútum án þess að ráð- ist verði af fullri hörku með stórauknum álögum á vinnandi fjöl- skyldur um allt land. Þá tala skoð- anabræður borgarstjórans eins og peningar vaxi alltaf á trjám næstu ald- irnar þegar þeir sækjast eftir háum fjárhæðum fyrir flutning innanlands- flugsins til Keflavíkur. Og hvert vill Dagur B. sækja þessa peninga sem ís- lenska ríkið finnur hvergi? Illa þolir borgarstjórinn spurninguna um hvað það kostar að bæta aðstöðuna fyrir járnbrautarlestina á svæðinu við flugstöðvarbygginguna á Keflavík- urflugvelli. Með hroka og útúrsnún- ingi svarar núverandi borgarstjórn þegar spurt er um kostnaðinn við að setja upp brautarstöð fyrir þessa lest í Vatnsmýri. Óhugsandi er að íslensk- ir skattgreiðendur verði næstu ára- tugina nógu margir til að standa und- ir þessum kostnaði. Engar áhyggjur hafa skoðanabræður borgarstjórans af því hverjar afleiðingarnar verða fyrir ríkissjóð og íslenska skattgreið- endur þegar vonsviknir landsmenn fá fréttir af þeirri heildarupphæð sem þetta stóra járnbrautarhneyksli nú- verandi borgarstjórnar mun kosta þjóðarbúið. Járnbrautarslys borgarstjórans Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson »Útilokað er að þessi upphæð á hvern far- þega standi undir kostn- aðinum við að setja upp þetta lestarkerfi. Höfundur er farandverkamaður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.