Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 4
Lesblinda er eitt af helstu áhugasvið-
um dr. Maryanne Wolf. „Ég byrjaði
snemma að rannsaka lesblindu, síðan
eignaðist ég lesblint barn og var þá
skyndilega komin með mitt prívat og
persónulega rannsóknarverkefni.
Það dýpkaði skilning minn á les-
blindu.“
Sem foreldri hefur Wolf reynt á
eigin skinni
hversu illa kenn-
arar eru þjálf-
aðir til að sinna
lesblindum
börnum. „Upp
til hópa líta þeir
á lesblindu sem
fyrirstöðu, jafn-
vel fötlun, og
hafa ekki hugmynd um að þetta er í
raun og veru náðargáfa. Menn á borð
við Leonardo da Vinci og Thomas
Edison voru lesblindir. Það á ekki
bara við um frumkvöðla fyrri alda,
rannsóknir í Bandaríkjunum og Bret-
landi sýna að allt að þriðjungur allra
meiriháttar frumkvöðla á 21. öldinni
glímdi við lesblindu í æsku.“
Hugsar út fyrir rammann
Þetta er engin tilviljun, að sögn Wolf.
„Lesblint fólk er afskaplega snjallt að
hugsa út fyrir rammann. Sjá mögu-
leika sem fluglæst fólk sér ekki. Af
einhverjum ástæðum. Lesblindir sjá
mynstur hraðar en aðrir. Lesblindur
stjörnufræðingur sér mynstrið í
sprengistjörnunum fyrr en aðrir og
lesblindir geislafræðingar sjá
mynstrin í móðurkviði fyrr en aðrir.
Ég þekki þetta af eigin raun, var hjá
ljósmóður sem sá fyrir vandamál á
meðgöngunni löngu áður en það kom
upp.“
Hafandi sagt þetta má Wolf ekki til
þess hugsa hversu mörgu hæfi-
leikaríku fólki sé kastað á glæ vegna
þess að skólakerfið kann ekki að
virkja nemendur með lesblindu. „Mín
vísindi snúast um að fræða fólk um
eiginleika heilans og ekki síst hversu
fjölbreytileg virknin getur verið. Það
á meðal annars við um lesblindu.
Þessu vonast ég til að deila með kenn-
urum hér á Íslandi.“
Lesblinda er
náðargáfa
Leonardo da Vinci
Minnkandi áhugi barna, einkum
drengja, á bóklestri er stundum
skrifaður á reikning tækninnar. Þeir
hafi meiri áhuga á netinu og tölvu-
leikjum en fróðleik og upplýsingum
úr bókum.
Dr. Wolf kannast vel við þetta.
„Við lifum á 21. öldinni og eigum
ekkert val. Tæknin er og verður
partur af lífi okkar. Það getur verið
gott og það getur líka verið slæmt.
Því höfum við öll kynnst. Það sem
við getum gert er að stýra aðgangi
barnanna okkar að tölvum og öðr-
um slíkum tækjum, einkum og sér í
lagi fyrstu árin. Gerðar hafa verið
rannsóknir á því hvor hópur hefur
betra vald á tungumálinu, börn sem
blanda mikið geði við fólk eða börn
sem eru ofurseld tækninni. Hvor
hópurinn heldurðu að komi betur
út? Börn sem blanda geði við fólk.“
Hún segir foreldrum ganga gott
eitt til, þeir kaupi tæki til að hjálpa
börnum sínum að þroskast. Það sé
ekki endilega rétt mat, alltént ef
tækjunum er ekki fylgt úr hlaði með
leiðbeiningum og eftirlit er ekkert.
Wolf segir ástandið í Bandaríkj-
unum ekkert til að hrópa húrra fyrir
en rannsóknir sýni að drengir verji á
bilinu sex til þrettán klukkustundum
á sólarhring fyrir framan tölvuna.
„Það er mun meiri tími en þeir verja
í skólanum. Það er skelfilegt.“
TÆKNIN MÁ EKKI
TAKA VÖLDIN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014
Dr. Maryanne Wolf segir að hnignun
lestrarmenningar í hinum vestræna
heimi sé áhyggjuefni. Við höfum öll
vopn á hendi til að stemma stigu við
þeirri þróun en stóra spurningin sé
hvort við kærum okkur um að nota
þau.
„Vegna smæðar sinnar og mennt-
unarstigs er Ísland betur í stakk búið
en flest önnur lönd til að fást við þetta
vandamál. Öll börn hafa aðgang að
kennslu. Ekki nóg með það, þau hafa
aðgang að kennslu sem tekur mið af
áhugasviðum þeirra og hæfileikum.
Það er lykilatriði,“ segir hún.
Lestur göfgar
manninn..
Hnignun lestr-
armenningar
áhyggjuefni
Þ
etta hefur lítið sem
ekkert verið rann-
sakað og fljótt á litið
gæti ég varla hugsað
mér heppilegri vett-
vang en Ísland. Bæði er þjóðin fá-
menn og lítið um innflytjendur,
sem skekkir gjarnan myndina,
meðal annars í Bandaríkjunum,
vegna þess að foreldrar barnanna
tala oftar en ekki annað tungumál
en notað er í skólum. Það hefur
óhjákvæmilega áhrif á lestrar-
hæfni og -skilning.“
Það er dr. Maryanne Wolf,
bandarískur prófessor og sérfræð-
ingur um taugafræðilegar for-
sendur lesturs, sem hefur orðið.
Sem kunnugt er benda Pisa-prófin
til þess að drengir á Íslandi hafi
dregist aftur úr stúlkum þegar
kemur að lestrarhæfni og -skiln-
ingi og Wolf segir niðurstöðurnar
afar áhugaverðar. Mikilvægt sé að
rannsaka málið.
Wolf bendir á að Ísland sé ekk-
ert einsdæmi; fleiri lönd, svo sem
Noregur, Frakkland og Ítalía,
glími líka við lakari lestrar-
kunnáttu ungmenna. „Árangur ís-
lenskra ungmenna á Pisa-
prófunum er um það bil 25 stigum
lakari en hann var. Það greinir
ykkur ekki frá öðrum löndum,
heldur hitt að drengjunum gengur
nú verr en áður,“ segir hún.
Wolf veit ekki, frekar en aðrir,
hvað veldur þessu en hefur sínar
kenningar. „Tilgangurinn með
heimsókn minni er ekki síst að
deila þekkingu minni á lestrar-
hæfni heilans með íslenska
kennslusamfélaginu í þeirri von að
það komi að gagni. Til að geta
brugðist við lestrarerfiðleikum og
ólæsi er nauðsynlegt að skilja
hvernig heilinn virkar. Það er út-
breiddur misskilningur meðal
kennara í heiminum að nóg sé að
kynna börn fyrir bókmenntum,
hitt gerist af sjálfu sér. Auðvitað
er mikilvægt að hlusta en það er
enn mikilvægara að virkja lestrar-
stöðvarnar í heilanum. Og það
þarf að kenna. Ef við líkjum
lestrarkennslu við stiga, þá þurfa
nemendur að nota hvert einasta
þrep en ekki hoppa yfir tvö þau
neðstu. Eftir það eru þeim allir
vegir færir. Í fyrirlestrinum mun
ég líka fjalla um úrræðin sem
önnur lönd hafa gripið til vegna
sambærilegs vanda og þið glímið
við nú.“
Stöðvarnar
þroskast seinna
Wolf líkir starfsemi heilans við
hringrás sem tengir saman sjón,
hljóð og merkingu. Rannsóknir
sýni að ákveðnar stöðvar sem hafi
áhrif á lestur þroskist seinna hjá
drengjum en stúlkum. Frá og með
þriðja bekk séu kynin þó yfirleitt
komin á sama stað. Á móti komi
að fimm ára drengir búi að jafnaði
að betri orðaforða en jafngamlar
stúlkur. „Þetta útskýrir ekki mun-
inn á lestrarhæfni kynjanna við
fimmtán ára aldur, eins og Pisa-
prófið bendir til, en hugsanlega
mætti samt hlúa betur að drengj-
unum meðan heilinn á þeim er að
þroskast frá fimm til átta ára ald-
urs. Ég tek skýrt fram að ég veit
þetta ekki fyrir víst en skýringin
gæti sannarlega legið þarna, all-
tént að hluta. Ég hef mikinn
áhuga á að skoða þetta betur.“
Enda þótt heimilin hafi sitt
hlutverk hvílir lestrarkennsla fyrst
og síðast á herðum kennaranna.
Wolf segir mikilvægt að hlúa vel
að þeim og samhengi milli mikilla
krafna til kennara og góðs árang-
urs í námi blasi víða við. Hún
nefnir Finnland sérstaklega í því
sambandi, þar hafi menn lyft
grettistaki í kennslu. „Það verður
ekki hver sem er kennari í Finn-
landi. Þú þarft að vera í efsta
þriðjungi þíns bekkjar í mennta-
skóla til að vera gjaldgengur í
kennaranám þar. Það er til fyr-
irmyndar.“
Fyrirlestur dr. Wolf er á vegum
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins í samvinnu við Háskóla
Íslands, Háskólann á Akureyri og
Samband íslenskra sveitarfélaga
og verður fyrirlesturinn haldinn í
Norðurljósasal í Hörpu á miðviku-
daginn milli kl. 13 og 17. Öllum er
heimill aðgangur.
Dr. Maryanne Wolf mun
miðla af þekkingu sinni
hér á landi næstu daga.
Morgunblaðið/Kristinn
Brýnt að skoða hvers vegna
drengjum fer aftur í lestri
ÍSLAND ER UPPLAGÐUR VETTVANGUR FYRIR RANNSÓKNIR Á ÞVÍ HVERS VEGNA LESTRARHÆFNI OG -SKILNINGUR
DRENGJA ER ORÐINN LAKARI EN STÚLKNA, SVO SEM PISA-PRÓFIN HAFA GEFIÐ TIL KYNNA. ÞETTA SEGIR DR. MARY-
ANNE WOLF, BANDARÍSKUR PRÓFESSOR OG SÉRFRÆÐINGUR UM TAUGAFRÆÐILEGAR FORSENDUR LESTURS, EN HÚN
MUN HALDA FYRIRLESTUR UM LESTRARNÁM OG LÆSI Í NORÐURLJÓSASAL HÖRPU Á MIÐVIKUDAGINN KEMUR.
* Sama hversu upptekinn þér finnst þú vera, þá verðurðu aðfinna tíma til að lesa, eða gefa þig sjálfskipaðri fáfræði á vald. Konfúsíus.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is