Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014 HEIMURINN ok aram anverð i Nsjón staóeirð mbrynv rrfrá b íslömsku rífyriha TAÍL B C fim tisráðhforsæ nsm aðþar se Eru þaðfofulltrúar ls 197neinkum he og varmanns. Pray ðureini frambjó aí eftirræins þe krarhöfðar FRA PAR Laurent Fabius, tók áisráðher um a ofsókna í heimalangið hafa landvist vegn Sagði Fabius að hundruðmunu eiga ættingja í Frakklandi.annaSu æstu vikum. Liðsmennmyndu koma til Frakklands á nð aukristin ki ndir óbreyttra borgara úrhafa drepið hundruð eða þúsuakanna IS kris m þeir ráða í Írak og Sýrlandinarra trúarhópa á svæðum senna og an BANDARÍKIN WASHINGTON Tveir Bandaríkjamenn Kent Brantly og Nanc Writebol, sem sinntu hjálparstörfum í Líber og veiktust af ebólu, hafa nú fen ðferð ágið bata eft sjúkrahúsi nalyfið Zmapp, se afbrigðum ð tile fulls. Brant blaðamann yfir því að leitt hugan Ný metsölubók Edwards Kleins, Blood Feud: The Clin- tons vs. the Obamas, lýsir gagnkvæmu hatri Clinton- hjónanna og forsetahjónanna. Klein rekur vandlega fúkyrði beggja aðila og segir að Bill Clinton hafi árið 2012 stutt Obama til endurkjörs gegn loforði um að forsetinn myndi styðja Hillary 2016. Nú vilji Obama að Joe Biden varaforseti verði frambjóð- andi demókrata. Clinton- hjónin líti á þetta sem ný svik. Þau fyrstu hafi verið þegar Obama hrifsaði til- nefn- inguna úr hönd- um Hillary 2008. Ef þú ætlar að halda áfram aðglápa svona á mig get ég al-veg eins kynnt mig,“ sagði Hillary Diane Rodham við ungan mann sem var staddur á sama bókasafni og hún árið 1969. Þannig lýsti Bill Clinton fyrstu kynnum sín- um af konunni, en þau hafa nú verið í nokkuð stormasömu hjónabandi frá 1975. Reyndar er mikið slúðrað um að hjónabandið hafi vegna framhjáhalds forsetans verið nafnið tómt í mörg ár, framhliðin ein. Þegar Clinton kvaddi forseta- embættið í janúar 2001 hafði eigin- konan nýlega verið kjörin öldungadeildarþingmaður fyrir New York. Margir veltu því fyrir sér hvort dugleg og stálgreind eigin- konan myndi ekki taka við kyndl- inum af forsetanum. Hún er nú talin líklegust allra til að verða forseta- efni demókrata 2016. Sáralitlu mun- aði að Barack Obama lyti í lægra haldi fyrir Clinton í óvægnum slag þegar þau kepptu um útnefningu demókrata 2008. Hillary Clinton er hærri í skoðanakönnunum en nokkur þeirra repúblikana sem nefndir hafa verið sem forsetaefni. Þeir yf- irburðir hafa samt dvínað nokkuð síðustu vikurnar þótt Clinton njóti mikils álits og virðingar, ekki síst eftir að hafa gegnt embætti utan- ríkisráðherra í fjögur ár, 2009– 2013, í stjórn Obama forseta. Kona hefur aldrei gegnt embætti Bandaríkjaforseta. Enginn vafi er á því að sigri Clinton 2016 mun það verða mikill innblástur yfir banda- rískar konur og baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna. Eitt gæti þó orð- ið henni til trafala og þegar sjást merki um að keppinautarnir muni nota það vopn: Clinton verður 69 ára á kjördag og óljósar fregnir hafa borist af því að hún sé ekki heilsuhraust. John McCain var á svipuðum aldri 2008 og þá hikuðu demókratar ekki við að minna fólk á háan aldur hans. Repúblikanar gætu hefnt sín og leikið sama leik núna. Clinton er mikil baráttukona og hefur áratuga reynslu í pólitík. Stundum missir hún samt út úr sér ummæli sem eru svo klaufaleg að jafnvel dyggir aðdáendur verða orð- lausir. Fyrir nokkru sagði hún t.d. að þau hjónin hefðu verið „alveg staurblönk“ þegar þau yfirgáfu Hvíta húsið 2001. Fólk sem gengur að því vísu að bókaútgefendur muni borga margar milljónir dollara fyrir æviminningar forseta er ekki beinlínis á hausnum. Orðaval Clinton þótti benda til þess að hún væri í litlum tengslum við líf almennings. En nú segir Clinton að hún muni gera baráttuna fyrir efnahags- legu jafnrétti að helsta þema sínu nái hún völdum. Þannig hyggst hún reyna að öðlast traust ákafra vinstrimanna. Þeir eru urrandi af bræði yfir því að ósvífin bankaflónin í Wall Street skuli hafa sloppið með sitt á þurru í kreppunni en alþýðu- fólk látið blæða. Eins og eiginmaðurinn hefur Clinton lengi reynt að sameina hægri- og vinstriöflin í flokknum og gert sér far um að höfða til miðju- fólks í pólitíska litrófinu. Hún hefur með réttu eða röngu verið talin hægra megin við Obama, ekki síst í utanríkismálum, jafnvel verið sögð herskár haukur. Þess má geta að Clinton studdi innrásina í Írak 2003, Obama var á móti og naut þess í prófkjörsslagnum 2008. Er líklegt að 2016 vilji menn forseta sem beitir sér af meira afli en Obama hefur gert, forseta sem tekur óvinsælar ákvarðnir um notkun stríðstóla í fjarlægum lönd- um, þrátt fyrir misjafna reynslu í Írak og Afganistan? Bent er á að stríðsþreyta og einangrunarstefna séu nú áberandi í Bandaríkjunum og alls ekki víst að kjósendur vilji annað í nóvember 2016. Telja Obama vera dragbít Nýlega gagnrýndi Clinton opinskátt stefnu forsetans í málefnum Mið-- Austurlanda, sakaði hann óbeint um kjarkleysi og stefnuleysi. Obama dró sem kunnugt er allan bandarískan herafla frá Írak 2011 og treysti sér aldrei til að senda hófsömum and- stæðingum Assads í Sýrlandi vopn. Hann áleit að þau gætu lent í hönd- um ofstækismanna. Nú segja margir stjórnmálaskýrendur að hik og ráð- leysi Obama eigi sinn þátt í að allt sé komið í óefni, þar sem ofstækisfullir hryðjuverkamenn ráði yfir stórum landsvæðum í báðum löndunum og myrði óbreytta borgara. Obama þykir atkvæðalítill forseti, nokkuð sem fáir búast við að verði sagt um væntanlegan Clinton forseta. Vitað er að sumir frambjóðenda demókrata í þingkosningum í nóvember næstkom- andi frábiðja sér stuðning hans. Ef til vill er Clinton strax farin að baktryggja sig þannig að ekki verði auðvelt að bendla hana um of við Obama og for- setatíð hans í kosningabaráttunni 2016. Valkyrja blæs til nýrrar stórorrustu LJÓST ÞYKIR NÚ AÐ HILLARY CLINTON MUNI AFTUR REYNA AÐ VERÐA FORSETAEFNI DEMÓKRATA, EN KOSIÐ VERÐUR NÆST 2016. MIKLU SKIPTIR FYRIR HANA AÐ TRYGGJA SÉR STUÐNING VINSTRIVÆNGSINS Í FLOKKNUM. BLÓÐUGT HATUR? Hillary Clinton hefur ekki enn sent frá sér yfirlýsingu um forsetaframboð 2016 en fastlega er gert ráð fyrir að hún láti verða af því eftir áramótin. Eitt er víst, nær allir Bandaríkjamenn á kosningaaldri vita hver hún er. * Veistu hvað, Michelle gæti líka orðið ágætis forseta-frambjóðandi.Ummæli höfð eftir Obama Bandaríkjaforseta í bók KleinsAlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.