Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 28
Ljósmynd/Ragna Sverrisdóttir Á veitingastaðnum Silfru eru um 50 sæti ásamt veislusal sem tekur álíka marga gesti, þangað kem- ur fólk til að halda brúðkaupsveislur og aðrar sam- komur,“ útskýrir Ágúst og segir staðsetninguna laða margt fólk að, en hótelið er nálægt Þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Staðsetningin er ótrúlega falleg,“ segir Ágúst, sem hefur eldað ofan í ótal erlenda ferðamenn síðan hann hóf störf á Silfru. Meirihluti gesta hótelsins er erlendir ferðamenn og því eru viðskiptavinir Silfru að stórum hluta af erlendu bergi brotnir að sögn Ágústs. „Svo er einnig töluvert um Íslend- inga sem koma hingað í kaffi eða í dögurð um helgar, veit- ingastaðurinn þjónar því fleirum en bara gestum hótelsins.“ Ágúst segir að mikið sé lagt upp úr því að nýta allt það hráefni sem farið sé með á Silfru. „Við kaupum skrokkana af bændum í nágrenninu og vinnum með það markmið að nýta allt af dýrinu, á ensku er það kallað „nose to tail“. Við eld- um ekki bara fille og lundir,“ útskýrir Ágúst, sem segir mat- seðil Silfru vera innblásinn af nútíma evrópskri matargerð með áhrifum frá norræna eldhúsinu. „Þeir sækja í íslenskt hráefni. Þeir vilja helst smakka ís- lenskan fisk og íslenskt lambakjöt,“ segir Ágúst spurður hvort erlendir ferðamenn sækist í að smakka hefðbundinn ís- lenskan mat. „Þeir verða alltaf jafn hissa þegar þeir prófa íslenskt lambakjöt því það er svo milt, bragðgott og fíngert. Það er öðruvísi en annað lambakjöt,“ segir Ágúst. „Við bök- um brauðið og kökurnar okkar sjálf og rúgbrauðið hefur slegið í gegn. Útlendingarnir eru gríðarlega hrifnir af rúg- brauðinu, þeim finnst það skrýtið en bragðgott, það er svo sætt og sumir halda að þetta sé kaka.“ Léttleikinn er í fyrirrúmi í eldhúsi Silfru að sögn Ágústs. „Við byrjuðum að bjóða upp á dögurð (e. brunch) um helgar í vor og fólk er hrifið af því. Þetta er ekki þessi hefðbundni þungi dögurður, við leggjum meira upp úr létt- og fersk- leika,“ segir Ágúst að lokum og deilir hér með lesendum uppskriftum að m.a. grillaðri ribeye-steik, eplasalati og ofn- bökuðum rauðrófum. ÍSLENSKT HRÁEFNI Í AÐALHLUTVERKI Útlendingar sækja í íslenskt hráefni ÁGÚST MÁR GARÐARSSON TÓK VIÐ SEM YFIRMATREIÐSLUMAÐUR Á VEITINGASTAÐNUM SILFRA RESTAUR- ANT & BAR Í APRÍL. VEITINGASTAÐURINN ER Á ION LUXURY ADVENTURE HÓTELINU Í MIKILFENGLEGU UMHVERFI Á NESJAVÖLLUM. Á SILFRU ER MIKIÐ LAGT UPP ÚR LÉTTLEIKA OG FERSKU HRÁEFNI. Guðný Hrönn gunyhronn@mbl.is Matur og drykkir Engifer gegn mígreni *Engifer er þekkt lækningajurt í kínverskrilæknisfræði og er talin hafa ótal jákvæð áhrifásamt því að bragðast vel. Engifer hefur aðgeyma um 200 mismunandi innihaldsefni ognokkur þeirra eru sögð hindra myndun pros-taglandína sem er efni sem veldur t.d. mígeniog geri sársaukataugar næmari. Því ættu þeir sem þjást af mígreni ekki að hika við að nota engifer til að bragðbæta matinn sinn. Fyrir fimm 1 kg ribeye-nauta- steik (200 g á mann) 200 g smjör 3 hvítlauksgeirar 3 greinar rósmarín Lokanlegir plastpokar, frysti- og hitaþolnir. Setjið smjörið í pott með hvítlauk og rós- marín og bræðið, látið standa aðeins til að fá bragð. Setjið steikurnar í pokana með smjöri og látið í ofn á 60° C í klukkutíma. Hafið smá vatn í ofnskúffunni með. Líka hægt að setja í pott ef þið eruð með hita- mæli og getið haldið hit- anum í 55 °C. Svo eru þær grillaðar á miklum hita í stutta stund SÆTKARTÖFLU- MÚS 1 stór sæt kartafla 200 g smjör 1 hvítlauksgeiri 3 greinar rósmarín 3 dropar chilisósa Setjið sætu kartöfluna á efri grindina í grillinu í u.þ.b. klukkutíma, líka hægt að baka hana í ofni í klukkutíma á 180 °C. Bræðið smjörið með hvítlauknum og rósmarín í potti, maukið allt sam- an í matvinnsluvél, smakkið til með salti og chilisósu. CAFÉ DE PARIS SALSA ½ rauðlaukur, sax- aður 1 rauð paprika, söxuð ½ búnt steinselja, söxuð ½ búnt dill, saxað 50 g capers 300 g laukur 200 g sinnep 120 g tómatsósa 75 g steinselja 2 msk. paprika 6 g graslauk 2 msk. estragon 10 g dill 13 g rósmarín 10 g timjan 3 hvítlauksgeirar 5 stk. ansjósur ½ dl koníak ½ dl madeira/púrtvín 2 cl. Worcester-sósa 1 tsk. karrý 1 tsk. cayenne 1 tsk. svartur pipar 2 stk. sítrónur (börk- ur og safi) 1 stk. appelsína (börkur og safi) 7 dl ólífuolía Saxaða rauðlauknum, paprikunni, steinseljunni og dillinu blandað saman. Restinni af hráefninu er blandað saman í mat- vinnsluvél. Blandan geymist mjög vel í kæli. Svo er hægt að taka hana út eftir þörfum og blanda saxaða grænmet- inu og kryddjurtunum við. MOJITO EPLA- SALAT 2 græn epli 1 límóna 1 tsk. hunang 6 mintulauf 1 sellerístilkur 1/6 rauður chili Setjið límónusafann og hunang í skál, skerið epl- in út í og blandið. Saxið chili eins fínt og þið get- ið ásamt mintunni og selleríinu. Blandið öllu saman og berið fram. OFNBAKAÐAR RAUÐRÓFUR MEÐ RÚSÍNUM OG DILLI 3 rauðrófur ½ dl rúsínur 1/3 búnt ferskt dill (eða 1 msk. þurrkað) 1 sítróna 3 msk. ólífuolía 4 msk. eplaedik 1 tsk. hunang Bakið rauðrófurnar á grófu salti í ofni á 180 °C í klukkutíma og kort- er. Kælið og skrælið svo. Skerið rauðrófurnar í báta. Setjið rúsínurnar í pott með edikinu og hunanginu og sjóðið í stutta stund. Blandið rúsínunum við rauðrófubitana, saxið dill saman við og kreistið sítrónu yfir. Hellið ólífu- olíu yfir og smakkið til með salti. Grillað nauta-ribeye með Cafe De Paris salsa og sætkartöflumauki Ágúst Már Garðarsson, yfirkokkur á Silfru Restaurant & Bar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.